Dagblaðið - 12.03.1976, Side 24

Dagblaðið - 12.03.1976, Side 24
„Bóndi er bústólpi. Bú er landstólpi.” Halldór Kristjánsson virðir fyrir sér fjósið á Heynesi. Á rekajörðum viil oft safnast saman mikið af alls kyns trjáviði. DB-mynd: Björgvin Pálsson. „Ég held þó hausnum ennþá" — segir Halldór bóndi Kristjánsson í Heynesi ,Jú mikil ósköp. Ég hef vitanlega myndað mér ákveðna skoðun á þessu máli. Hins vegar held ég að bezt sé að vera ekkert að gefa hana upp,” sagði Halldór Kristjánsson, bóndi á Heynesi í Innra Akraneshreppi, er DB brá sér í heimsókn til hns í gær og spurði um álit hans á nýföllnum hæstaréttardómi sem dæmir af honum allar kindurnar. „Ásgeir Pétursson sýslumaður hefur sífellt verið að hamra á því við mig, að þetta mál sé hvorki árás á eignarrétt eða persónufrelsi. Ég held að sá góði maður væri ekki alltaf að tala um þetta, ef honum fyndist það ekki sjálfum.” Nú er búið að selja 54 kindur, en níu hefur verið komið fyrir á nágrannabæjunum. Ennfremur eru tíu kýr á öðrum stöðum þar eð verið var að hreinsa fjósið og mála. Við spurðum Halldór Kristjánsson að því, hvort ekki væri mjög bagalegt að missa allar eignir sínar á þennan hátt. „Ég held þó hausnum enn þá,” svaraði hann og hló við. „Einnig er ég með hundana mína hérna og hænsin auk tíu gripa í fjósi. Það skrítnasta við þetta mál er ef til vill það, að ég undirritaði leigusamning á jörðinni 28. febrúar síðastliðinn, og gekk leigan samstundis í gildi. Þennan leigusamning vill Ásgeir Pétursson ekki viðurkenna, — segir að með honum sé ég að fara í kring- um málið. Því má kannski einnig bæta við,” sagði Halldór ennfremur, „að svo virðist sem flestir hafi lagzt á eitt með að gera mér erfitt fyrir. Til dæmis hef ég ekki getað selt mjólkina úr kúnum um langan tíma, þó að fjósið mitt sé ekkert sóðalegra en hjá mörgum nágrönnunum. Ég benti dýralækninum, Oddi Rúnari Hjartarsyni, á að kippa þessu í lag. Hann svarði því til, að nóg mjólk væri á markaðinum, svo að það lægi ekkert á slíku.” —ÁT— írfálst, úháð dagbl&ð Föstudagur 12. marz 1976. Forstjóro- skipti í Happdrœtti Hóskólans Páll H. Pálsson, forstjóri Happdrætti Háskóia Islands, hefur sagt starfi sínu lausu. Skrifstofustjóri Happdrættisins, Jón Bergsteinsson, gegnir forstöðumannsstarfinu um sinn. Páll H. Pálsson hefur veitt Happdrætti Háskólans forstöðu um margra ára skeið. Ör ogi mikill víðgangur þessarar helztu tekjulindar æðstu menntastofm unar þjóðarinnar undanfarin ár er «kki hvað sízt að þakka ágætu starfi Páls í þágu Happdrættisins og hugmyndum hans, meðal annars trompmiðaframtakið. -BS. AFMÆLI KRATA Alþýðuflokkurinn heldur upp á 60 ára afmæli sitt um þessar mundir. Skin og skúrir hafa skipzt á í langri sögu flokksins en að undanförnu hefur hallað undan fæti. Afmælishóf verður á sunnu- daginn, kaffi, ræður, ávörp og skemmtiatriði. —HH Á þó Ólafur ðngvan vin? Hœtta Roy Hattersley og Perth sjóvarútvegsráðherra? „HULDULOÐNA" GENGUR ÚT AF VESTFJÖRÐUM Brezka blaðið Guardian ræddi á mið: vikudaginn um möguleikana á því að Roy Hattersley, aðstoðarutanríkisráð- herra Breta og helzti viðsemjandi okkar í landhelgisdeilunni, láti af embætti innan tíðar og taki við írlandsmála- ráðuneyti brezku stjórnarinnar. Blaðið íhugaði þessa möguleika í ljósi þeirrar stöðu, sem upp kom í brezkum stjórnmálum þegar hlutar fjárlagafrum- varps ríkisstjórnarinnar voru felldir á þingi. Einnig hefur verið leitt getum að því, að Perth sjávarútvegsráðherra láti af embætti, en við taki annaðhvort Shirley Williams eða Melvin Rees, nú- verandi írlandsmálaráðherra. Nánari fregnir hafa ekki borizt af þessum vangaveltum, en Helgi Péturs- son, blaðamaður DB, sem nú er í London, sagði í frétt þaðan í gær, að manna á meðal og í hópi diplómata væri nú mikið rætt um mögulega upj> stokkun á brezku stjórninni. —HP/ÓV. BANKARÓK STOLIÐ Á MORGUNBLAÐINll Miðborgarlögreglan var í gær beðin að fara í skyndi í Verzlunar- bankann. Ástæðan var að stolið hafði verið bankabók frá einum af ljós- myndurum Morgunblaðsins. En upphringingin til lögreglunnar kom of seint. Maður hafði komið í bank- ann og tekið 30 þúsund krónur út úr bókinni og horfið á braut. Þjófur- inn varófundinn er síðast fréttisi.ASt Roy Hattersley. SJÓMAÐUR BJARGAR LÍFI — er góð tíl frystingar Við vitum í rauninni ekki hvaðan þessi loðna kemur, en þetta virðist svipað og í hittifyrra, að loðna fannst skyndilega undan Jökli og virtist hún hafa gengið suður með Vestíjörðum, en ekki suður með Austfjörðum og hringinn eins og vant er, sagði starfs- maður Loðnunefndar í morgun. Eins og DB sagði fyrir nokkrum dögum, urðu Vestfjarðatogarar varir við loðnu fyrir nokkru, en hún var ekki rannsökuð nánar þá. 3.400 tonn veiddust af þessari nýju göngu í nótt og er það góð loðna. Virðist því Ásgeir RE hafa komizt í feitt, þegar hann fann þessa göngu. A.m.k. tíu bátar eru nú á þessum slóðum. Þá eru nokkrir bátar við veiðar nálægt Dyrhólaey, í nýfundinni torfu þar, en sú loðna er ekki eins góð og sú fyrir vestan. Hins vegar er þróar- rými nægilegt í Vestmannaeyjum, sem ekki verður sagt um Breiða- fjarðar- og Faxaflóahafnir. Má því búast við að flotinn dreifi sér á þessi tvö svæði næstú daga. —GS TIL HAMINGJU! Alþýðusamband íslands 60 ára i dag FÉLAGA SÍNS MED SNARRÆÐI Með snarræði bjargaði sjómaður á ms. Pétri Jóhannssyni skipsfélaga slnum úr miklum háska, að sögn fréttaritara Dagblaðsins í Ótafsvík, Bárðar Jcnssonar. 'I'veir meuii voru aó leggja nctatrossu í fyrradag, þcgar allt lcnti í hönk. Settu þeir kröku með taug á í nctin á uuðan úr greiddist. Skyndilega slitnaði taugin í krökunni. Kræktist hún í brjósti Jónasi Gunnarssyni sem var annar þcssara sjómanna. Dróst hann niður og fram með skipinu. Slóst höfuð hans í bátinn og missti hann mcðvitund. Sigurður Jónsson, félagi hans, greip strax til Jónasar þegar hann sá hvað verða vildi. Náði hann taki sem hann slcppti ekki, þrátt fyrir það ad hann fékk netastein i höfuðið af svo miklum krafti að hann hálfrotaðist. Hlaut hann af steinhögginu skurð þvert yfir augabrm niður á kinn, auk þess sem í honum brotnuðu tennur. Hélt Sigurður í Jónas, þar tii aðrir skipverjar komu til hjálpar. Gert var að meiðslum mannanna og h'ður þeim bærilega eftir atvikum. -BS. Alþýðusamband ÍSlands er 60 ára í dag, 12. marz. Innan ASÍ eru nú 189 félög með um 43 þúsund félagsmenn. Hlutverk Alþýðusambandsins er að hafa forystu í stéttarbaráttu og félagsstarfsemi alþýðunnar á íslandi með því meðal annars að móta og samræma heildarstefnu samtakanna í launa- og kjaramálum. Á sjálfu afmælinu verður ekki mikið gert af hálfu Alþýðusam- bandsins til hátíðabrigða. Verður það geymt til 33. þings sambandsins sem haldið verður í haust í nóvember, eða um svipað leyti og framhaldsstofnþing ASI árið 1916, sem endanlega gekk frá stofnun þess. Starfsemi sambandsins á árinu mun hins vegar mótast nokkuð áf afmælinu. Meðal annars er nú að störfum nefnd er semja skal drög að stefnuskrá þess í félagslegum óg menningarlegum efnum sem lögð verða fyrir þingið. Þá er gert ráð fyrir uppsetningu sögusýningar í Reykjavík, auk þess sem 1. maí-hátíðahaöldin bera greinilegt svipmót af þessu merkisaf- mæli. -BS.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.