Dagblaðið - 22.03.1976, Page 24

Dagblaðið - 22.03.1976, Page 24
r v. EGILSSTAÐABÚAR SJÁ FRAM Á HITAVEITU eftir að heitt vatn er tekið að seytla úr holu við llrriðavotn Vatn cr nú tekið að seytla úr borholunni á bökkum Urriðavatns, s?m er 6 km frá Egilsstöðum. Fella- hreppur hefur staðið þar að borun- um. Lauk þeim í janúarlok en þá hafði verið borað niður á 1152 m dýpi. Var 77 stiga heitt vatn á botni holunnar er frá var horfið, en ekkert fékkst upp á yfirborð. Nú síðustu daga hefur komið upp 43 stiga heitt vatn og nú er ákveðin'frekari borun. íbúar þéttbýliskjarnans við Egils- staði mæna vonaraugum til sér- hverra breytinga og aðgerða við þessa holu, en svæðið umhverfis hana er það eina á Austurlandi, þar sem möguleikar eru á að fá heitt, nýtanlegt vatn. Er frá var horfið í janúarlok og ekkert vatn fékkst upp á yfirborðið var reynt að sprengja i holunni. Það bar ekki árangur. Gengið var þá frá holunni meðan jarðvegssýni voru rannsökuð. í millitíðinni tók að seytla úr holunni 43 stiga heitt vatn. Við athugun revndist 35 stiga heitt vatn renna inn í borholuna ofarlega, en koma upp sem 43 stiga heitt vegna hitans neðan frá. Jaixifræðingur hefur litið á aðstæður. Ráðleggur hann að holan verði dýpkuð, því jarðlög á botni holunnar bendi til að stutt sé á heitt vatn. Nú hefur verið ákveðið að bor Orkustofnunar er borað getur niður á 1800 m dýpi komi að Urriðavatni. Borinn er nú á Húnavöllum við Blönduós, en verður fyrst að fara til Sigluíjarðar og e.t.v. víðar áður en hann fæst að Urriðavatni. Allar líkur benda því nú til að nægilegt vatn fáist fyrir Fellahrepp og Egilsstaði. Er mjög nauðsynlegt að fá úr því skorið sem fyrst, því nú er mikið byggt á Egilsstöðum t.d. menntaskóli, sláturhús og mjólkur- stöð auk annars. íbúar sem kynt hafa fyrir ærinn kostnað mæna og vonaraugum til aukinna möguleika á hitaveitu fyrir Egilsstaði frá Fella- hreppi. BA/ASt. N „ÞORSKURINN BLESSI DROTTNINGUNA" (DB-mynd RagnarTh.). — var kyrjað ó Kjarvals stöðum i gœrkvöldi ,,Cod save our greedy Queen, Long feed our goobling Queen, Cod save the Queen” var söngurinn sem dunaði á Kjarvalsstöðum í gærkvöld, textinn saminn af Bretanum Keith Armstrong sem stjórnaði fjölda- söngnum. Var hann mættur þarna ásamt tveim Iöndum sínum og fimm íslenzkum skáldmennum sem fluttu þarna afurðir sínar. Er þetta ein þeirra tilrauna er forráðamenn Kjar- valsstaða gangast fyrir um þessar mundir til viðreisnar staðnum síðan listamenn féllust á að fara að sýna þar aftur. Auk skáldanna var þarna hópur hljómlistarmanna sem flutti tónlist í bakgrunninn með nokkrum ljóðum Bretanna. Á samkomuna voru mættir um 200 gestir sem fullvíst má telja að hafi fiestir skemmt sér með afbrigð- um vel, að vísu þarfnaðist Peter Mortimer, hálf-írskur, ekki magnara- kerfis af svo mikilli raust sem þann þrumaði ljóð sín yfir fjöldann. Jafn- framt var honum nokkuð til baga reykingabann það sem ljósameistari hússins setti á hann undir lok tón- leikanna. Peter þessi ásamt Keith Armstrong félaga sínum tilheyrir hópi ungra skálda sem í Norð- austur-Englandi i^efna sig nafninu ,,The Tyneside Poets” sem eitt Keith Armstrong les úr ljóðum sínum. íslenzku skáldanna sem fram komu í gærkvöld nefndi, ,,Týnu bakka hój> inn.” Við lok samkomunnar var einnig sungið eitt frumsamda Ijóðið Bretanna sem þeir ortu í tilefni komu sinnar hingað, lauk ljóðir.u á þeim frómu orðum: „So three big cheers for Englands Brave navy” þar sem skáldinu þótti lítið leggjast fyrir brezka flotann við verndarstörf sín á íslandsmiðum. —BH Verðhœkkanir meiri en hœkkun kaupsins Auk hækkunarinnar á búvörum dynja margar aðrar yfir nú og eru yfirleitt miklu meiri en sú sex prós- enta hækkun kaups, sem varð 1. mar/. Áfengi og tóbak hækka í dag um 15 prósent, og verður sígarettupakk- inn á 220 krónur. Þá mun bensín hækka um sex krónur lítrinn. Útvarps- og sjónvarpsgjöld hækka um 30 prósent og gjöld hitavcitu um 27 prósent. Rakarar og efnalaugar hafa fengið nokkra hækkun. Hækkun áfengis og tóbaks er „tekin út úr vísitölunni”, þannig að hún hefur ekki áhrif á þær vísitölubætur, sem hugsanlega koma ofan á kaup samkvæmt kjarasamn- ingunum. Mikfð af hækkunarbeiðnum er nú til meðferðar hjá verðlagsyfirvöldum, en aðrar hækkanir hafa enn ekki verið ákveðnar, að sögn skrifstofu- stjóra verðlagsstjóraembættisins. —HH MA0 STÖÐUGT VINSÆLT MYNDAEFNI >! 9< h W , m » *, # jjm ' m — kínverskar myndir á sýningu Kínversk íslenzka menningar- félagið heitir stofnun hér í borg. Á laugardaginn var opnuðu þcir sal er tekinn hefur verið á leigu í blindra- heimilinu við Hamrahlíð og var opnað með sýningu á ljósmyndum frá Kína. Myndin hér sýnir er verið var að koma sýningunni fyrir í saln- um fvrir opnunarathöfnina. Eftir mvndunum að dæma virðist svo sem Maó formaður sé sívinsælt Ijós- mvndacfni mcðal kínverskra ljós- mvndara. frýálst, óháð dagblað Mánudagur 22. marz 1976. Lögreglu- þjönar berja bíla Nokkrir borgarar hringdu í Mið- borgarstöð lögreglu síðdegis á laugardag og spurðust fyrir „hvað lögregluþjónir væru að fíflast niðri í Lækjargötu.” Þar hafði m.a. sézt til lögregluþjóns sem barði í ákafa í vélarhlíf T rabants-bifreiðar. í ljós kom að þarna var um kvik- myndauuptöku á vegum Æskulýðs- ráðs að ræða, en í henni koma fram lögregluþjónar, sem láta óvenjulega. Fengið hafði verið leyfi fyrir mynd- inni, en það vakti athygli lögreglu- manna að ekki hafði verið fengið leyfi fyrir því að leikarar bæru full kominn lögreglumannabúning, Sam kvæmt 117. grein hegnii%arlaganna er öllum óviðkomandi óheimilt að nota einkennisbúning á almanna- færi, nema til komi sérstakt leyfi. Það var ekki fyrir hendi. ASt. Mikil ölvun, ryskingar og pústrar Það var mikið drukkið í Reykja- vík um þessa helgi, einkum á föstu- dagskvöldið. Lögreglan átti annríkt bæði við skemmtistaði og í heima- húsum, þar sem allvíða sauð uppúr. Var óvenjulegur urgur í mörgum, smáryskingar og pústrar, en hvergi dró til alvarlegra tíðinda. í Reykjavík voru 9 ökumenn teknir ölvaðir við akstur. Fjórir voru j teknir ölvaðir við akstur á Keflavík- urflugvelli, 2 í Hafnarfirði og 4 í Kópavogi. Alls eru þetta 19 ölvaðir ökumenn. Er talan í lægra lagi í Reykjavík en með hærra móti í nágrannabæjunum. —ASt. Að sló tvœr flugur í einu höggi Ekki þykir í frásögur færándi þó lögreglumenn taki mann eða konu grunaða um ölvun við akstur. En að þeir standi bæði karl og konu að því að aka sama bílnum og bæði undir áhrifum áfengis er sjaldgæft. Þetta skeði fyrir framan Sigtún á laugar- dagskvöldið. Þar voru lögreglumenn (óeinkennisklæddir) við að telja út úr húsinu. Sátu þeir í bíl' sínum. Kom þá kona akandi og nam staðar við hlið þeirra. Þar fóru fram skipti á ökumönnum, maður sem í bílntnn var tók við ökustjórn og ók af stað. Lögreglumennirnir vildu athuga þetta nánar og nú eru þau bæði undir kæru fyrir ölvun við akstur. —ASt. í höfnina Á sunnudagsnótt reikaði maður inn á lögrcglustöðina í miðborginni haugblautur og í olíumenguðum fötum. Hafði hann fallið í höfnina. Maðurinn var mjög við skál og gat ekki tjáð sig um, hvort hann hefði af cigin rammleik krafsað sig á land eða hvort hann hefði fengið hjálp Lögreglumenn fluttu manninn í slysadeild til rannsóknar. —ASt.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.