Dagblaðið - 29.03.1976, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 29.03.1976, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 29. MARZ 1976. Sjónvarpið kl. 21.10: Hvað gerist þegar eiginkon- unni leiðist? KI. 21.10 í kvöld er brezkt sjón- varpsleikrit á dagskrá sjónvarps- ins. Nefnist þaö Konur í blokk og er eftir Brian Phelan. Aðalhlut- verk leikur Patricia Franklin. Segir í myndinni frá konu nokkurri sem býr I blokk ásamt eiginmanni sínum og eiga þau tvö ungbörn. Frúnni finnst tilveran heldur leióinleg og tilbreytingar- laus. Þegar henni býðst svo tæki- færi til upplyftingar grípur hún það fegins hendi. Þýðandi er Stefán Jökulsson. —A.Bj. Patricia Franklin fer með hlut- verk Betty, eiginkonunnar sem finnst lífið í blokkinni gleðishautt. Sjónvarp kl. 22.05: — Heimsstyrjöldin síðari Styrjöldin ó ousturvígstöðvunum — umsótin um Leníngrod Styrjöldin á austurvigstöðv- unum heitir 11. þátturinn í myndaflokknum um seinni heimsstyrjöldina, en hann er á dagskrá sjónvarpsins kl. 22.05 I kvöld. I þessum þætti er greint frá umsátinni um Leníngrad og or- ustúnni við Kursk, en hún var 5. júlí 1943. Þegar þessari viðureign lauk hófst undanhald Þjóðverja fyrir alvöru á austurvígstöðvun- um. Frá því í ágústmánuði 1941 var Leníngrad umsetin borg.xFinnar voru í norðri og Þjóðverjar í suðri og var því aðeins hægt að hafa samband við umheiminn um Ladogavatn þegar það var ísi lagt á veturna. Stór hluti borgarinnar var lagður f rúst af Þjóðverjum með stórskotaárásum og sprengj- um. En þrátt fyrir mikinn vöru- skort vegna slæmra samgangna við umheiminn stóðust hersveitir Sovétmanna árásir Þjóðverja og íbúar Leníngrad gátu sent nokk- urt magn af nauðsynjavörum til vígstöðvanna. Eftir 900 daga umsátur var Leníngrad losuð úr prísundinni í janúar 1944. Meðan á bardögum stóð voru 3174 byggingar brennd- ar til grunna og 7143 stórskemmd- ar. KP Sjónvarp kl. 20.40: ÍÞRÓTTAVIÐBURÐIR HELGARINNAR „Fjallað verður um innlenda íþróttaviðburði sem gerzt hafa um helgina,” sagði Bjarni Felixson, umsjónarmaður íþróttaþáttarins sem er á dag- skrá í kvöld að loknum fréttum kl. 20.40. ■ „Að þessu sinni er af nógu að taka, tveir landsleikir í hand- bolta voru um helgina og er ætlunin að sýna úr leikjunum sem leiknir voru á sunnudags- kvöld. Þá verður fjallað um úrslita- leikinn í Islandsmeistaramót- inu í körfubolta milli KR og Ármanns.” —A.Bj. Þessi mynd er frá Isaakytorgi í Leníngrad, en meðan á umsátinni stóð brunnu yfir 3000 byggingar til grunna. íí K f’tK'ii íý,. > ii ■ kL. 111 MÁNUDAGUR 29. marz 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunieikfimi kl. 7.15 og 9.05: Valdimar Örn- ólfsson leikfimikennari og Magnús Pétursson píanó- leikari (alla virka dag vik- unnar). Fréttir kl. 7.30, 8.15 ( og forustugr. landsmála- bl.), 9.00 og 10.00. Morgun- bæn kl. 7.55: Séra Gunnar Björnsson flytur (a.v.d.v.). Morgunstund barnanna kl. 8.45: Eyvindur Eiríksson heldur áfram að lesa þýð- ingu sína á sögunni „Söfnur- unum” eftir Mary Norton. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Búnaðar- þáttur kl. 10.25: Sveinn Einarsson veiðistjóri talar um eyðingu refa og minka. íslenzkt mál kl. 10.40/ End- urtekinn þáttur Jóns Aðal- steins Jónssonar. Morgun- tónleikar kl. 11.00: Gervase de Peyer og Gerald Moore leika Stef og tilbrigði op. 31 fyrir klarínettu og píanó eftir Weber / Hljómsveitin Fílharmonia leikur „Svip- mvndir frá Brasilíu”, sinfón- ískt ljóð eftir Respighi, Alceo Galliera stjórnar / Peter Pears og Sinfóniu- hljómsveit Lundúna flytja „Næturljóð”, tónverk fyrir tenór og hljómsveit eftir Britten, höfundur stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Þess bera menn sár” eftir Guð- rúnu Lárusdóttur. Olga Sig- urðardóttir les (4). 15.00 Miðdegistónleikar. La Suisse Romande hljómsveit- in leikur „Jota Aragonesa”, spánskan forleik nr. 1 eftir Glínka, Ernest Ansermet stjórnar. Sinfóníuhljóm- sveitin í Recklinghausen leikur Sinfóniu nr. 2 í C-dúr op. 42, „Hafið” eftir Anton Rubinstein, Richard Knapp stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. 17.10 Tónlistartími barn- anna. Egill Friðleifsson sér um tlmann. 17.30 Að tafli. Ingvar Asmundsson flytur skák- þátt. 18.00 Tónieikar. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Guðni Kol- beinsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn. Aðalsteinn Jóhannsson framdkvæmdastjóri talar. 20.00 Mánudagslögin. 20.30 A vettvangi dómsmál- anna. Björn Helgason hæsta- réttarritari segir frá. 20.50 Konsert f.vrir fiðlu og hljómsveit í D-dúr op. 77 eftir Johannes Brahms. Wolfgang Schneiderhan og Ungverska fílharmoníu- sveitin leika, János Ferenc- zik stjórnar. — Hljóðritun frá útvarpinu í Vín. 21.30 (Jtvarpssagan: „Síðasta freistingin” eftir Nikos Kazantzakis. Kristinn Björnsson Islenzkaði. Sig- urður A. Magnússon les (10). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passíusálma (35). Lesari: Þorsteinn ö. Stephensen. 22.25 Myndlistarþáttur í um- sjá Þóru Kristjánsdóttur. 22.55 Frá tónlistarhátíð nor- rænna ungmenna í fyrra. Flutt verða verk eftir Klas Torstensson, Kjell Samkopf, Hans Abrahamsen og Söreij Barfoed—Guðmundur Hafsteinsson kynnir, þriðji og síóasti þáttur. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. ^ Sjónvarp 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsjngar og dagskrá 20.40 Iþróttir Umsjónar- maður Omar Ragnarsson 21.10 Konur í blokk Breskt sjónvarpsleikrit eftir Brian Phelan. Aðalhlutverk Patricia Franklin. Betty býr í fjölbýlishúsi ásamt eigin- manni sinum og tveimur ungum börnum. Henni finnst hún eiga heldur til- breytingarlausa og gleði- snauða ævi, og þegar tæki- færi býðst til upplyftingar, tekur hún því fegins hendi. 22.05 Heimsstyrjöldin síðari 11. þáttur. Styrjöldin á austurvígstöðvúnum Greint er frá umsátinni um Lenín- grad og orrustunni við Kursk 5. júlí 1943, en er henni lauk, hófst undanhald Þjóðverja á austurvígstöðv- unum fyrir alvöru. Þýðandi og þulur Jón O. Edvvald. 22.55 Dagskrárlok

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.