Dagblaðið - 29.03.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 29.03.1976, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. MARZ 1976. 7 Vaxcmdi klofningur meðal blökkumanna — í Ródesíu „Ytri” vængur hins sundraða Afríska þjóðarráðs, undir stjórn biskupsins Abels Muzorewas, hefur hafnað öllum hugmyndum um að þjóðernis- leiðtoginn Joshua Nkomo, forystumaður hins hluta ráðs- ins, gangi til sartistarfs við þá. í yfirlýsingu, sem gefin var út í Salisbury í gærkvöld eftir fund • Muzorewas og helztu stuðningsmanna hans, var Nkomo og stuðningsmönnum hans lýst sem miklum minni- hlutahópi, sem væri búinn að vera, eftir að viðræður Nkomos við ríkisstjórn Ians Smiths fóru út um þúfur. Báðir hlutar Afríska þjóðar- ráðsins telja sig hvorn um sig vera hinn eina sanna fulltrúa blökkumanna í Ródesíu og mega ekki heyra minnzt á sam- starf um lausn mála þar suður frá. Síðasta tillagan í þá átt kom fram á toppfundi með forsetum Zambíu, Mósambík, Tanzaníu og Botswana í Lusaka í síðustu viku, en þann fund sátu einnig þeir Nkomo og Muzorewa. Vinstri menn vinna síðasta vígi Falangista í Beirót Vinstri sinnaðir skæruliðar hafa náð á sitt vald Hilton hótelinu í Beirút, en það er talið mjög hernaðarlega mikilvægt og eru skæruliðarnir nú í seilingarfjarlægð frá aðalstöðvum kristinna manna í borginni. Hefur nú verið lagt enn harðar að Suleiman Franjieh forseta að segja af sér nú þegar. Hinir vinstri sinnuðu skæruliðar, sem njóta stuðnings palentínskra skæruliða, náðu hótelinu, sem er 17 hæða bygging, á sitt vald eftir harða bardaga, sem taldir eru hafa kostað um '125 manns lífið. Talsmenn skæruliðanna sögðu í gær að þeir hefu nú færzt fram í baráttunni um austurhluta borgarinnar og er víglínan nú talin vera í aðeins 400 metra fjar- lægð frá höfuðstöðvum kristi- legra Falangista. Leiðtogi sósíal- ista, Kamal Junblatt hefur sagt, að afsögn forsetans sé „óhjá- kvæmileg og bráðnauðsynleg”. OMAR VALDIMARSSON IRA hótar auknum sprenging- um meðal almennings Sprengjur sem kunna að valda sem mestum glundroða meðal almennings, er sú aðferð er írski frelsisherinn, IRA, mun ætla að beita sér fyrir á næstunni, samkvæmt heimildum er næst ráðamönn- um standa. í London eru menn ennþá að jafna sig eftir síðasta til- ræði írsku skæruliðanna, er 85 manns særðust þegar sprengja sprakk i sýningarmiðstöð Ölympiuleikanna. Er því haldið fram, að frelsisherinn muni láta lítið á sér bera á næstunni og beina tilræðum sínum aðallega að mannvirkj- um, ekki fólki, eins og verið hefur. Undanfarið hafa mannmörg svæði, eins og vinsælir veit- ingastaðir og neðanjarðarjárn- brautarstöðvar, orðið fyrir barðinu á árásum frelsis- hersins og er talið að handtök- ur lögreglunnar og hersins undanfarna mánuði hafi valdið því að liðsmenn frelsis- hersins séu nú farnir að iirvænta um sigur og láti sig því engu skipta hvaða meðuí- um þeir beita til þess að vekja athygli á málstað sinum. Erlendar fréttir REUTER Rnnir þú til feröalöngunac þá er það vitneskian um vorið erlendis sem veldur 30% lækkun á fargjöldum til Evrópu á tímabilinu 1. apríl til 15. maí. FLUCFÉLAC LOFTLEIBIR ISLAJVDS Félög sem sjá um föst tengsi við umheiminn

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.