Dagblaðið - 29.03.1976, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 29.03.1976, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. MARZ 1976. 15 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Arnþrúður Karlsdóttir skorar eitt af sex mörkum sfnum i leiknum. DB-mynd Bjarnleifur Jafnt hjá konum ískmds og Kanada í fyrri landsleiknum á laugardag Island og Kanada léku fyrsta opinb,era landsleik þjóðanna í kvennahandknattleik á laugar- daginn og þjóðirnar skildu jafnar, 12-12, en ekki var risið hátt á handknattleiknum sem boðið var upp á. íslenzka sóknin var alltof þung og skipulagslaus en hins vegar var vörnin skárri hluti liðsins. Arnþrúður Karlsdóttir bar af í íslenzka liðinu og sú eina, sem hafði bormagn til að brjótast í gegn um sterka vörn Kanada. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn — þö hafði Kanada yfir í hálfleik 6-5 og framan af síðari hálfleik hélt munurinn áfram að aukast. Kanada komst í 10-7 en þá náði íslenzka liðið ágætum kafla En sigur íslands í karla-leiknum! ísland og Kanada léku fyrsta iandsleik innbyrðis á laugardag og i daufum leik f.vrir framan fáa áhorfendur hafi ísiand sigur 23- 19. Öruggur sigur en greinilegt áhugaleysi einkenndi leik ís- lenzka liðsins enda handknatt- leiksvertíðin á enda í augum handknattleiksmanna, þrátt fyrir að bikarkeppni HSÍ sé ekki lokið. Greinilegt er hins vegar að ör framþróun er í handknattleikn- um í Kanada og sem gestgjafar leika Kanadamenn á Olympíu- leikunum í Montreal. Leikurinn á laugardag var jafn til að byrja með, þó hafði ísland ávallt frumkvæðið. Staðan í hálf- leik var 13-11 en áhugaleysi og kæruleysi ríkti meðal leikmanna. Vörn islenzka liðsins var alls ekki nógu ákveðin og mörg mörk voru skoruðu úr hornunum. En þrátt fyrir það hélt munurinn áfram að aukast í síðari hálfleik og í lokin skildu 4 mörk — 23-19. Guðjón Magnússon úr Val var drýgstur íslendinga og skoraði hann 5 mörk. Þeir Jón Karlsson og Ólafur Einarsson skoruðu 4 mork hvor. Friðrik Friðriksson skoraði 3 mörk og Hörður Sig- marsson, Sigurbergur Sigsteins- son og Arni Indriðason skoruðu 2 mörk hver. Bjarni Jónsson skor- aði 1 mark. Bkeðandi komst Hartono í úrslit — og varð heimsmeistari í áttunda sinn Rudy Hartano, Indónesíu, átti í litlum erfiðleikum með landa sinn Liem Swie King í úrslita- leiknum á All England-mótinu í badminton á laugardag. Vann 15- 7 og 15-7 og varð þar með heimsmeistari í áttunda sinn. Það er met — Erling Kops, Danniiirku, sigraði sjö sinnum á mótinu. í einliðaleikn- um i kvennaflokki sigraði Gillian Gilks i fyrsta sinn — og vann einnig í tvíliðaleik kvenna og tvenndarkeppni. Fyrsti „þrefaldi” sigurvegarinn á mót- inu síðan Tonny Ahm, Dan- mörku, vann það afrek 1952. t undanúrslilum lenti Hartano í mikilli baráttu við Danann Flem- ing Delfs'. Hann vann fyrstu lot- una 15-10, en tapaði annarri 7-15. Það þurfti því oddalotu og í henni virtjst Delfs ætla að tryggja sér sigur. Komst í 9-2. Hartano lagaði stöðuna 19-5, síðan 10-8, en þegar Delfs komst' svo í 13-9 v'irtist staða Hartano vonlítil. En hann gafst ekki upp, þó blöðið dreitlaði úr fæti hans og annar skórinn blóð- storkinn. Vann næstu f.jögur stig og jafnáði í 13-13 og jafnt vár 15-15. I lokin vann Hartano þrjú stig fljótíega. I hinum leiknum í undanúrslitum vann King Svíann Sture Johnson 15-10 og 15-2. FH-ingurinn vann i Víðavangshlaupinu Sigurður P. Sigmundsson, FH varð sigurvegari í víðavangs- hlaupi ÍR um helgina. Hann skaut þar Jóni Diðrikssyni UMSB aftur fyrir sig og hljóp hina rúmu 5 km á 17:05.7. Jón fekk tímann 17:12.6. Þriðji varð Agúst Þor- steinsson, UMSB, á 17:23.9. Ragnhildur Pálsdöttir KR varð fyrst hja kvenfólkinu á 6:34.4, önnur varð Lilja Steingrímsdóttir USVS á 9:53.9. í drengjaflokki 15-18 ára sigraði Einat: P. Guðmundsson, FH á 9:52.1, annar varð Ilafsteinn Oskarsson ÍR á 9:53. Arni . Arnþórsson ÍR pigraði í piltaflokki 14 ára og yngri á tímanum 6:23.6. og komst í 12-10, og aðeins þrjár mínútur eftir en ótímabær skot urðu liðinu að falli og Kanada náði að jafna 12-12. Mörk íslands skoruðu Arn- þrúður Karlsdóttir 6, Oddný Sig- steinsdóttir, Erla Sverrisdóttir og Guðrún Sigþórsdóttir 2 mörk hver. ..Tilboð, sem ekki verður endurtekið... SKODA 100 -‘630.000. til öryrkja ca. kr. 460.000.- I tilefni af því aö 30 ár eru síðan fyrsti Skodinn kom til landsins, hefur verið samið við SKODA verksmiðjurnar um sérstakt afmælisverð á takmörkuðu magni af árgerðum 1976. 5000asti SKODA bíllinn verður fluttur inn á næstunni. Hver verður sá heppni? SKODA 110L verð ca. kr. 670.000.- til öryrkja ca. kr. 492.000.- SKODA 110LS verð ca. kr. 725.000.- til öryrkja ca. kr. 538.000.- SKODA 110R Coupé verð ca. kr. 797.000.- til öryrkja ca. kr. 600.000.- Shodr TÉKKNESKA BIFREIÐA UMBOÐ/Ð Á ÍSLAND/ H/E AUÐBREKKU 44-46 KÓPAVOGI SÍMI 42600 AKUREYRI: SKODA VERKSTÆÐIÐ Á AKUREYRI H/F. ÓSEYRI 8. EGILSTAÐÍR: VARAHLUTAVERSLUN GUNNARS GUNNARSSONAR. Húsbyggjendur Suðurnesjum Eigum fyrirliggjandi Þilplötur. Spónaplötur. 10 mm — 25 mm þykkar Plasthúðaðar spónaplötur 12 — 19 mm þykkt. Krossviður 6 mm til 25 mm þykkur. Masonitt. Þurrkuð smíðafura i öllum þykktum. " Gluggaefni, glerlistar, glerísetningarefni. Furupanill o.m.fl. Sendum fieim Trésmiðja Þorvalds Ólafssonar h.f., ■ Iðavöllum 6, Keflavík, sími 92-3320.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.