Dagblaðið - 29.03.1976, Blaðsíða 12
12
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 29. MARZ 1976.
Iþróttir
íþróttir
Karl Þórðarson skoraðl fjórða
mark Islandsmeistaranna.
DB-mynd Bjarnleifur.
Meistara-
taktar hjá
Skagamönnum
— Sigruðu Fram 4-1
íslandsmeistarar Skagamanna
sýndu meistaratakta í fyrsta leik
sínum undir stjórn nýja
þjálfarans, Mike Ferguson, á
Melaveliinum á laugardag.
Sigruðu Fram 4-1 í meistara-
keppni KSÍ — og Ferguson gerði
nokkrar breytingar á liði Skaga-
manna frá tapleiknum í Kefiavík.
Fram náði fljótt forustu í
leiknum, þegar Marteinn Geirs-
son skoraði á 5. mín. eftir horn-
spyrnu. Matthías Hallgrímsson
jafnaði um miðjan hálfleikinn.
Sneri baki í markið, þegar hann
fékk knöttinn. Lék á Martein og
skoraði. Rétt fyrir hálfleik fékk
Matthías góðan stungubolta frá
Árna Sveinssyni og skoraði annað
mark sitt í leiknum. Greinilega í
góðu formi — og Matthías er
alveg hættur við Noregsförina.
Verður með Skagaliðinu í sumar
— Islandsmeisturunum til mik-
illar ánægju.
Jón Gunnlaugsson kom íslands-
meisturunum í 3—1 eftir auka-
spyrnu frá Birni Lárussyni í
byrjun s.h. — en þegar um 20
mín. voru eftir af leik vísaði
dómarinn, Þorvarður Björnsson,
Birni af velli, þegar hann sló í
læri Eggerts Steingímssonar. Þeir
höfðu eldað grátt silfur — en
dómarinn ekki veitt brotunum
athygli fyrr en þarna. Ekki kom
þetta að sök fyrir. Skagamenn.
Þeir skoruðu fallegt mark í lokin,
Matthías lék upp að endamörkum
og gaf fyrir til Karls Þórðarsonar,
sem skoraði.
Skagamenn léku oft skínandi
vel i leiknum, þó svo nokkra góða
menn vantaði. Teitur Þórðarson
lék ekki vegna vinnu sinnar —
Jón Alfreðsson byrjar ekki fyrr
en Islandsmótinu í bridge er
lokið, og Jóhannes Guðjónsson
verður ekki með fyrr en að loknu
íslandsmótinu í badminton,
Jóhannes verður við nám í
Reykjavík í sumar, en mun leika
með Akurnesingum þrátt fyrir
það. 1 heild lofar leikurinn góðu
fyrir átökin í sumar í knattspyrn-
unni.
Meistarar
í fimleikum
Sigurður T. Sigurðsson, KR,
varð fimleikameistari íslands á
laugardag — sigraði með yfir-
burðum 45.4 stigum. Jafnir í öðru
sæti urðu Helgi Agústsson og
Gunnar Ríkharðsson með 39.4
stig. íslandsmeistari í kvenna-
flokki varð Karólína Valtýsdóttir.
— í fyrsta leik Litlu bikarkeppninnar 1 —2
Breiðablik
vannÍBK!
Litii bikarinn, Keflavíkurvöllur,
ÍBK — UBK 1:2 (1:0).
Keflvíkingar hafa iöngum lagt
metnað sinn í að sigra í Litlu
bikarkeppninni og gengið það
liða bezt. Einna erfiðasta ljónið á
veginum til að ná því marki hefur
verið Breiðabliksliðið, sem
oft hefur óvænt sett strik í reikn
inginn hjá ÍBK og svo var einnig í
Keflavík á laugardaginn. Nýlið-
arnir í I-deiidinni sigruðu bikar-
meistarana með tveimur mörkum
gegn einu, — náðu tveggja marka
forystu, þar til á seinustu minútu
að heimamenn skoruðu sitt eina
mark.
Mörkin sem Breiðablik skoraöi
eru kannski ekkert til að guma af,
— ódýr — en á móti vegur að
þeir sköpuðu sér góð færi og voru
óheppnir að skora ekki, sérstak-
lega í byrjun leiks, þegar Þor-
steinn Ólafss. sló yfir þverslá
hörkuskot frá Gísla Sigurðssyni,
en annað geigaði. Þá máttu Kefl-
víkingar prísa sig sæla að fá ekki
á sig þriðja markið þegar þeir
björguðu á línu.
Það var Ólafur Friðriksson sem
skoraði fyrra markið, snaraði sér
á milli Sigurðar Björgvinssonar
og Þorsteins markvarðar, þegar
sá fyrrnefndi ætlaði að renna
knettinum til markvarðarins.
Ekki var þá að sökum að spyrja,
Ólafur sendi knöttinn örugglega í
netið, 1:0. Seinna markið skoraði
hinn bráðefnilegi Hinrik Þór-
hallsson. Stakk hreinlega kefl-
vísku vörnina af, þegar knöttur-
inn var á leiðinni inn fyrir hana,
eftir aukaspyrnu á vítateigslínu
Breiðabliks. 2:0.
Olafur Júlíusson og Guðjón
Guðjónsson, sá leikni og lipri leik-
maður, sem sjaldan finnur náð
hjá þeim sem velja IBK-Iiðið,
unnu saman að eina marki heima-
manna, skorað rétt fyrir
leikslok, en Guðjón átti seinasta
orðió, skallaði knöttinn af stuttu
færi í markið, 2:1.
Breiðabliksliðið er skipað ung-
um og frískum piltum, sem reyna
að ná samleik og tókst oft vel upp,
sérstaklega í seinni hálfleik. —
létu knöttinn ganga og brá oft
fyrir góðum samleiksköflum hjá
þeim.
Þór Hreiðarsson var hinn
leiðandi spilari hjá UBK og menn
bjuggust við að liðið myndi gefa
heldur eftir.þegar hann yfirgaf
völlinn vegna nefbrots, en
Trausti Halldórsson sem tqk
stöðu hans skilaði hinu nýja hlut-
Til hamingju Armenningar, ís-
landsmeistarar í fyrsta sinn.
Efri röð talið frá vinstri:
Ingvar Viktorsson, þjálfari,
Guðmundur Sigurðsson, Björn
Christiansen, Jimmy Rogers,
Sigurður Ingólfsson, Birgir
Örn Birgis, Björn Magnússon,
Sveinn Christiansen, Hailgrím-
ur Gunnarsson. Neðri röð, Jón
Björgvinsson, Atli Arason, Jón
Sigurðsson, fyrirliði, Haraldur
Hauksson og Guðsteinn Ingi-
marsson.
verki með ágætum, svo og Vignir
Baldursson, sem kom inn á og í
útherjastöðuna. Gísli Sigurðsson,
leikinn og fylginn framherji vakti
og nokkra athygli.
Engu er líkara en þrekþjálfun
iBK-liðsins sé ábótavant. I
þremur leikjum hefur botn-
inn dottið úr leik þess i
seinni hálfleik, og leikur þess
verið eftir því, — hopað í vörn en
þær sóknarlotur sem náðst hafa
eitt miðjuhnoð, skipulagslaust en
þetta er brestur sem auðvelt ætti
að verja að berja í. Þrátt fyrir
mistökin í fyrri hálfleik var Sig-
urður Björgvinsson, þótt nýliði
sé, Keflvíkinganna beztur, ásamt
Ólafi Júliussyni og Karli Her-
mannssyni. Dómari var Ársæll
Jónsson og dæmdi vel. Ag.M.
Islenzkur sigur
íslenzku stúlkurnar náðu sigri
yfir þeim kanadísku í síðari
iandsleik þjóðanna í gærkvöld en
naumur var sá sigur, 14-13. Sú er
öðrum fremur stuðlaði að sigri
íslenzka iiðsins var Arnþrúður
Karlsdóttir, skoraði helming
marka liðsins, eða 7 talsins.
Þrátt fyrir sigur var fátt sem
benti til sigurs í leiknum lengst
af. Kanadíska liðið virkaði
sterkara, samæfðara, og Iék sem
ein heild, gagnstætt íslenzku
stúlkunum. Ef ekki hefði komið
til einstaklingsframtak Arn-
þrúðar er engum vafa undirorpið
að Kanada hefði sigrað. Kanada
hafði yfir í hálfleik 8-7. Framan
af síðari hálfleik hélzt leikurinn í
jafnvægi og þegar hálfleikurinn
var hálfnaður var staðan 10-10. Þá
tók Kanada góðan sprett, skoraði
3 mörk í röð og sigurinn virtist
þeirra. En aldeilis ekki, með elju
tókst íslenzka liðinu að vinna
þennan mun upp og skora úr-
slitamarkið mínútu fyrir leikslok
og sigur í höfn, 14-13.
Eins og áður sagði var
Arnþrúður Karlsdóttir áberandi
bezt í íslenzka liðinu, eins
komst Gyða Ulfarsdóttir í
markinu vel frá leiknum.
Mörk íslands skoruðu:
Arnþrúður Karlsdóttir 7,
Erla Sverrisdóttir og Margrét
Brandsdóttir 2 hvor. Jóhanna
Magnúsdóttir, Hansína Melsted
og Oddný Sigsteinsdóttir skoruðu
eitt mark hver. h. halls.
EFTIR25AR
VANNSTTH
- Ármann varð Íslandsmeistari ó laugi
Birgir Örn Birgis vann þá sinn
Eftir aldarfjórðungs baráttu
vann Ármann loksins sinn fyrsta
Islandsmeistaratitil í körfuknatt-
leik á laugardag þegar liðið sigr-
aði KR 84-74' Stundum hefur ekki
munað nema hársbreidd að titili-
inn ynnist og því var hinn mikli
fögnuður Ármenninga að leik
loknum skiljanlegur.
Veldi risanna IR og KR hefur
verið rofið en frá því 1959 hafa
þessi lið deilt titlinum sín á milli
þó ÍR hefði augljósa yfirburði —
hefur sigrað 15 sinnum, KR 5
sinnum. Öumdeilanleda hefur
Ármann verið lið þessa Islands-
móts — aðeins tapað einum leik
og þá fyrir tR. Liðið hefur á að
skipa mestri breidd allra ís-
lenzkra körfuknattleiksliða — þó
auðvitað þeir Jón Sigurðsson og
Jimmy Rogers hafi borið höfuð og
herðar yfir aðra leikmenn. Sigur-
inn á laugardag var Birgi Erni
Birgis stór stund — árið 1958 hóf
Charleroi tapaði og er í
alvarlegri fallhœttu
— Standard tapaði fyrsta heimaleiknum — gegn efsta liðinu
Utlitið versnaði hjá Charleroi
að halda sæti sinu í 1. deild i
leikjum helgarinnar í Belgíu.
Liðið tapaði á heimavelli 1-2 fyrir
Lokeren, sem er í öðru sæti.
Guðgeir Leifsson gat ekki leikið
vegna meiðsla í ökkla, sem tóku
sig upp í leik fyrr í vikunni.
Standard Liege lék á heimavelli
við efsta liðið Brugge og tapaði
0-1 — fyrsti tapleikur liðsins á
heimavelli. Asgeir Sigurvinsson
var í leikbanni og Iék ekki með —
og fjóra aðra lykilmenn vantaði
hjá Standard.
Bæði liðin, sem Islendingar
leika með, eiga eftir átta leiki, svo
enn er möguleiki fyrir Charleroi
að bjarga sér. Guðgeir reiknar
fastlega með að vera orðinn góður
í ökklanum fyrir næstu umferð.
Urslit urðu annars þessi:
Malmes-Molenbeek 0-2
Ostende-Beringen 0-2
Standard-Brugge 0-1
Charleroi-Lokeren 1-2
Beveren-Lierse 1-1
CS Brugge-La Louviere 2-0
W aregem-Liegeois - 1-0
Berchem-Beerschot 0-1
Anderlecht-Malinois 2-2
hann að leika með Armanni og
loks hafðist sigur.
„Jú, það hefur verið verulega
gaman að leika með liðinu í vetur,
samstaðan innan liðsins hefur
verið stórkostleg,” sagði Birgir
eftir leikinn. „En pressan er
mikil á manni og þegar maður
kemst á þennan aldur verður æ
erfiðara að halda sér í æfingu. Því
ætla ég að hætta eftir úrslitaleik-
inn gegn Njarðvík, legg þá skóna
á hilluna.”
Eftir leikinn á laugardag var
Birgi afhent stytta frá KKl og átti
þessi vinsæli leikmaður það
skilið, um það voru ailir sammála.
Nú, leikurinn á laugardag var
ákaflega spennandi og sigur Ar-
manns var ekki átakálaus. Bæði
liðin byrjuðu varfærnislega en
brátt tók KR forystu, eftir 10 mín-
útna leik var staðan 21-14 KR í vil
og á 18. mínútu 39-32 en Ármann
náði að minnka muninn í lok hálf-
leiksins — 42-39 í hálfleik KR i
vil. Þetta var fyrsti leikur
Ármanns í vetur sem liðið var
undir í hálfleik og það var mest
fyrir tilstilli Trukksins, sem
skoraði 20 stig í hálfleiknum.
I byrjun síðari hálfleiks jókst
munurinn í 48-40 en þá fóru
Ármenningar að síga á og á 7.
mínútu höfðu þeir komizt yfir 55-
54. Smám saman náðu Ármenn-
ingar betri tökum á leiknum,
Trukkurinn var farinn að þreyt-
ast og gerði sig sekan um mistök.
Þegar hálfleikurinn var hálfn-
aður var forystan 6 stig — 70-64.
KR náði eftir það aldrei að ógna
Ármanni verulega og öruggur
sigur Ármanns í höfn — og um
leið sanngjarn.
Sem l'yrr bar mest á Jóni og
Jimmy en eins kom Haraldur
Hauksson vel frá leiknum og
skoraði þýðingarmikii stig.
Liðið léjt sem ein heild og eins og
Ingvar Viktorsson þjálfari Ár-