Dagblaðið - 29.03.1976, Blaðsíða 9
V
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. MARZ 1976.
Stefán Bjarnason, yfirlögregluþjónn:
„Tími til kominn að athuga málið
##
Um það, hver ber ábyrgð á
því, að umrætt tæki var byggt
með rás fyrir ýlitón eða hátíðni-
tón, er ég ekki tilbúinn að
svara, en eftir að tækið var
komið- í notkun á lögreglustöð-
inni, hlýt ég að vera ábyrgur
fyrir notkun þess framar öðr-
um lögregluþjónum. Skal það
viðurkennt strax, að betur
hefði þessi ýlutónn verið
tekinn úr tækinu. En eftir að
hafa lesið flest það. sem fram
hefur komið í blöðum um þetta,
þá sýnist mér ýmislegt fleira
gefið i skyn og af þeim sökum
eðlilegt, að málið verði brotið
til mergjar á breiðari grunni,
þvi fólk hlýtur að eiga heimt-
ingu á því að fá úr því skorið,
hvort lögreglunni á Akranesi sé
stjórnað af manni með óeðli-
legar hvatir, hvort meðferð
fanga hér sé ómannúðleg eða
þeir jafnvel kvaldir, þætti mér
vænt um, ef félagið íslensk
réttarvernd hefði forgöngu um
réttarrannsókn á þessu sviði og
niðurstaða þeirrar rannsóknar
síðan birt i blöðum.
Ég, sem þetta rita, er búinn
að starfa sem lögreglumaður i
hartnær 39 ár, þar af 35 ár á
Akranesi, svo það er vafalaust
timi til kominn að ganga úr
skugga um þetta.
Stefán Bjarnason,
yfirlögregluþjónn.
Rannsóknin var í
höndum róðu-
neytis
Friðjón Guðröðarson, lögreglustjóri:
Engin hátíðnitœki í
fangaklefanum á Höfn
//
/#
Vegna rangrar fréttar, er
birzt hefur i nokkrum dagblöð-
um og varðar notkun hátíðni-
tækja í fangaklefum á Höfn í
Hornafirði, vill undirritaður
lögreglustjóri á Höfn taka fram
eftirfarandi:
1: Kall-og hlustunarkerfi hér
er af algengri japanskri gerð og
hefur alls ekki hátíðni né
möguleika til að hækka og
lækka són inn í fangaklefa. Með
tækjunum er því eigi hægt að
valda sálrænum né líkamlegum
óþægindum. Tæki þessi voru
sett upp á miðju ári 1973 undir
eftirliti og stjórn fulltrúa dóms-
málaráðuneytisins.
2. Samkvæmt símtali við yfir-
lögregluþjóninn á Akranesi,
kvaðst hann eigi vera
heimildarmaður varðandi upp-
lýsingar um hátíðnitæki í
fangaklefum á Höfn, og þar
finnist nú enginn, sem vilji við
málið kannast.
3. íslensk réttarvernd, sem
kveðst hafa kannað það, að
hátíðnitæki séu notuð í tveim
fangelsum á íslandi, og meðal
annars með yfirliti sinu á órétt-
mætan hátt.beint grunsemdum
að löggæzlunni á Höfn, hefur
aldrei leitað eftir upplýsingum
um tækjabúnað hér, hvað þá
komið á staðinn og kannað
málið eða látið á annan hátt
rannsaka útbúnað í fangaklef-
unurp.
Lýsir undirritaður furðu
sinni og vanþóknun á slíkum
vinnubrögðum, en telur, að hér
hljóti að vera um að kenna
fljótræði en ekki illvilja, þar
sem markmið íslenskrar réttar-
verndar eru mjög jákvæð.
Höfn, Hornafirði. 26. marz.
1976 Friðjón Guðröðarson.
Vegna frétta af aðgerðum
íslenzkrar réttarverndar í
samvinnu við dómsmála-
ráðuneytið í sambandi við
kallkerfi í fangaklefum, hafa
Dagblaðinu borizt yfir-
lýsingar lögreglustjórans á
Höfn í Hornafirði, Friðjóns
Guðröðarsonar, og yfirlög-
regluþjónsins á Akranesi,
Stefáns Bjarnasonar.
Dr. Bragi Jósepsson, for-
maður íslenzkrar réttar-
verndar hefur beðið Dagblaðið
að geta þess, af gefnu tilefni,
að félagið íslenzk réttarvernd
hefur ekki haft með höndum
rannsókn á tækjum þeim, sem
um er fjallað. Hann kveður
rannsókn á tilvist þeirra og
notkun hafa verið í höndum
dómsmálaráðuneytisins. Hins
vegar hafi íslenzk réttarvernd
átt hlut að ábendingum um
slík tæki, og hafi dómsmála-
ráðuneytið gefið félaginu kost
á því að fylgjast með rannsókn
þeirri, sem gerð var. ,
EINN FASTUR STARFSMAÐUR
HJÁ HITAVEITU SELTIRNINGA
„Hjá Hitaveitu Séltjarnarness
er einn fastur starfsmaður og er
ekki í ráði að á því verði hreyting
í bráð,” sagði Jón H. Björnsson í
viðtali við blaðið í gær. „Tekjur
Hitaveitu Seltiarnarness eru nú
rétt tæpar 2 milljónir króna á
mánuði fyrir vatnssölu. Þessi tala
er miðuð við siðasta
innheimtutímabil sl. árs, þ.e. tvo
síðustu mánuði ársins, en
verðbreytingar urðu á árinu svo
Hitaveita Seltjarnarness hafði
ekki sexfalda þá tölu í
heildartekjur 1975. Ekki er í ráði
hækkun á heitu vatni á
Seltjarnarnesi,” sagði Jón.
Hjá Hitaveitu Reykjavíkur
starfa 53 fastir starfsmenn ,að
sögn Gunnars Nielsens
skrifstofustjóra Hitaveitu
Reykjavíkur. Gunnar gat ekki
gefið upp tekjur Hitaveitu
Reykjavíkur af vatnssölu á sl. ári.
í Garðahreppi er vatnssala nú
reynd með líkum hætti og gert er
á Seltjarnarnesi, þ.e. með sölu
mínútulítra, og greiða notendur
þá fast gjald, hvort sem þeir nota
allt vatnið eða ekki. Þeir geta í
upphafi og árlega ákveðið hve
mikið magn þeir kaupa.
Hitaveita Reykjavíkur mun að
fenginni reynslu í Garðahreppi
taka til athugunar hvort
heppilegt væri að sala á heitu
vatni í Reykjavík yrði upp tekin
með slíku hemlakerfi.
Vegna fréttar okkar um verð á
heitu vatni í Reykjavík og á
Seltjarnarnesi hefur Hitaveita
Seltjarnarness óskað birtingar á
eftirfarandi:
„Vegna fréttar í Dagblaðinu 24.
þ.m. um verðsamanburð
Hitaveitu Seltjarnarness og
Hitaveitu Reykjavíkur þykir rétt
að upplýsa eftirfarandi til þess að
koma í veg fyrir hugsanlegan
misskilning.
Sölufyrirkomulag Hitaveitu
Seltjarnarness er með öðrum
hætti en hjá Hitaveitu
Reykjavíkur þannig að einu sinni
á ári er ákvarðað hámarksrennsli
í hvert hús eða íbúð og gildir sú
stilling út árið.
Hver húseigandi notar þó
aðeins það vatn sem hann
þarfnast hverju sinni eftir
veðráttu.
Raunhæfasti samanburður er
að bera saman hitunarkostnað
sambærilegs húsnæðis, t.d. á
ársmælikvarða, og kemur þá í Ijós
að verðlagning þessara tveggja
fyrirtækja er ekki ósvipuð.
Hitaveita Seltjarnarness taldi
þegar í upphafi rétt að taka upp
svokallað hemlakerfi og kemur
þar til góð reynsla annarra, t.d.
Húsvíkinga. Með þessu er
Hitaveita Seltjarnarness að
sjálfsögðu ekki að segja það sé
betra en mælakerfið, heldur hitt
að það hafi þótt hæfa betur okkar
markaði.
Að endingu er rétt að árétta að
verðsamanburður eins og gerður
er í áðurnefndri Dagblaðsgrein er
ekki raunhæfur og verður að
skoðast með tilliti til
ofangreindra skýringa.
Hitaveita
Seltjarnarness” _A gt
2. maí
STEFNUMÓT VIÐ VORIÐ
COSTA DEL SOL
- 23. maí - 6. júní - 26. júní
ÖRFÁ SÆTI LAUS
- LANG HAGSTÆÐUSTU KJORIN FAST I VORFERÐUNUM.
LIGNANO
19. maí - 2. júní - 23. júní - 7. júlí
ÖRFÁ SÆTI LAUS
COSTA BRAVA
13. maí — 28. maí — 18. júní
ÖRFÁ SÆTI LAUS
FERÐASKRIFSTOFAN ÚTSÝN AUSTURSTRÆTI 17 SÍ/I/II 26611