Dagblaðið - 29.03.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 29.03.1976, Blaðsíða 3
3 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. MARZ 1976. Atli Örn Hilmarsson skrifar: Hvernig má þaö vera að listaþátturinn Vaka gerir popp- tónlist engin skil? Nú undan- Raddir lesenda Flugleiðir buðu nómsmðnnum lœgstu mögulegu fargjöld Námsmenn og aðrir íslend- ingar í Danmörku hafa á und- anförnum áratugum átt náin og góð samskipti við íslensku flug- félögin. Hefir það orðið til góðs fyrir alla viðkomandi. íslensku flugfélögin hafa alltaf boðið löndum ytra bestu möguleg kjör og eftir sameiningu félag- anna og stofnun Flugleiða hf. hefir sú þjónusta sist minnkað. Það er mikill misskilningur hjá námsmanni i Kaupmanna- höfn, er hann heldur því fram, að tilboð það sem Flugleiðir gerðu Islendingaféjaginu i Kaupmannahöfn fyrir leigu- ferðir á sumri komandi, sé óhóflega hátt. Þetta kemur reyndar fram í greininni, sem birtist í Dagbl. mánudaginn 22. marz síðast- liðinn, því þar segir, að erfitt sé‘ að fá lægri verðtilboð frá öðrum flugfélögum og reyndar ómögulegt. Sannleikurinn er sá, að þegar tekið er* tillit til allra aðstæðna og að þessir flutningar fara fram a háanna- tíma farþegaflutninganna í júní og júlí, þá er þetta tilboð sérstaklega lágt og hagkvæmt. í sambandi við aðdróttanir um einokun, má benda náms- manni og öðrum á, að um slíkt er ekki að ræða. SAS mun hefja íslandsflug nú í vor og hefur að sjálfsögðu sömu réttindi og Flugfélag íslands og Loftleiðir á umræddri flugleið. Þar að auki hafa a.m.k. fjögur flugfélög réttindi til flugs til íslands. Heilbrigð samkeppni er réttmæt og eðlileg, ekki síður á vettvangi flug- og ferða- mála en öðrum. Það er hins vegar engum til góðs, hvorki flugfélögum né almenningi, að flogið sé á óraunverulegum far- gjöldum. Slíkt endar aðeins með kollsteypu eins og dæmin sanna. Með þökk fyrir birtinguna. Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi Ákvörðun landbúnaðar- vöruverðs einu sinni ó óri! — það myndi koma í veg fyrir spókaup- „OUT” skrifar: „Þar eð mikið er kvartað um skemmtistaði og ýmislegt þeim viðkomandi þessa dagana langar mig til að benda á það forað fyrir utan veitingahúsið Sigtún sem einhverjir gárung- ar hafa leyft sér að kalla bíla- stæði. Stærri holur en á þessu Sig- túnsstæði hef ég ekki rekizt á síðan farið var að malbika Kópavoginn, nema hvað bíla- stæðið við Umferðarmiðstöðina veitir því kannski harða sam- keppni. Ég vil gera það að kröfu minni að holur þessar verði fylltar hið fyrsta og borið í drullusvaðið sem myndast við Sigtún í úrkomu. Bezt væri auðvitað ef stæðið yrði malbik- að en tæplega er sanngjarnt að fara fram á það svona stuttu eftir að húsið hefur verið reist og eigandinn er enn þá blank- ur. En þegar að malbikun kem- ur verður einnig að strika fyrir bílastæðum. Það er ekki hægt að ætlast til þess að góðglaðir ökumenn komist klakklaust út úr stæðunum og í umferðina án þess að hafa línur og örvar til að leiðbeina sér.” Af hverju ekki popp í Vöku? mennsku, segir kjötiðnaðarmaður Hrafn í Kjötmiðstöðinni hringdi til blaðsins og kvaðst vilja koma gagnrýni á land- búnaðarvöruverðið á framfæri. „Eins og verðlags- ákvörðunum á landbúnaðar- vöru er nú háttað leiðir það til afar mikillar spákaupmennsku, ekki aðeins af hálfu neytenda heldur líka af hálfu kaup- manna. Því geta verðlagsyfir- völd landbúnaðarvara ekki ákveðið eitt verð sem gilti þá i eitt ár og að það yrði ákveðið á haustin? Hefði þetta t.d. það í för með sér við samninga- gerð í kjarasamningum að þá gæti verkalýðshreyfingin vitað a.m.k. hvert verðið á landbúnaðarafurðum verður til næsta hausts. Eins og þess- um málum er nú háttað krefst þetta mikillar lánafyrir- greiðslu, a.m.k. hjá hinum smærri kaupmönnum og sú lánafyrirgreiðsla er alls ekki til staðar. Ef litlu verzlununum tekst ekki að komast fyrir þessa erfiðleika er þeim sagt að þær geti þá bara lokað, ef bændur reka of Iítið bú til að það geti borið sig, þá eru þeim strax veittir styrkir og lán svo þeir megi halda búi sínu áfram. Mis- réttið á milli hinna ýmsu at- vinnugreina er þarna augljóst.” Kjötverðið breytist mörgum sinnum á ári. DBmynd Bjarnleifur. farið hefur verið efnt til tón- listarkvölda, mjög merkilegra að mínum dómi, þar sem fjöl- margir listamenn komu fram. En stjórnendur Vöku sáu enga ástæðu til að minnast á þau einu orði, hvað þá meir. Hvað veldur? Maður var svo vitlaus að halda að þetta breyttist þegar Gunnari Þórðarsyni var úthlutað listamannalaunum, því það var í reynd viðurkenn- ing á poppinu sem listgrein. Fæst listamaður ekki við list? Eða voru honum veitt launin einungis til að friða poppunn- endur? Eru Vökumenn ekki vak- andi? Eru þeir kannski tor- næmir fyrir poppi? Eða fer popptónlist í þeirra hárfínu sin- fónísku taugar? Vita kauðar í útvarpsráði ekki að meginþorri áhorfenda/ hlustenda á aldrin- um 12—30 ára hefði mjög gam- an af þessu efni? Ef ekki er mögulegt að koma þessu efni að í Vöku þá viljum við poppunn- endur mælast til að tónlistar- þáttur verði settur á laggirnar í sjónvarpinu, þar sem hvers konar tónlist (lýðræði) fengi sitt rúm. Gunnar Þórðarson átti mikinn þátt i því að poppið hefur verið viðurkennt sem listgrein. Hann hefur fengið listamannalaun. f Hvora stjórnina í Stúdenta- félaginu, þó hœgri eða þó vinstri, álítur þú rétt- mœta? Ingimundur Einarsson iaganemi: Helzt vildi ég ekki tjá mig um þetta. Ég er nýbúinn að sækja um fbúð í hjónagörðunum og þvi gæti þetta skipt verulegu máli fyrir mig. Þorgeir örlygsson laganemi: Ég hef ekki kynnt mér lög félagsins, veit þvi ekki hvernig atkvæðagreiðslan fer fram og get því ekkert um þetta sagt. Hjörieifur B. Kvaran laganemi: Þvi er fljótsvarað að stjórn Kjartans Gunnarssonar var loglega kosin á þessum fundi. Ég var á fundinum. Skúli Fjeldsted laganeml: Þetta er mjög lögfræðilegt túlkunarefni, hvor stjórnin telst vera við völd, ég hef kynnt mér málin. Helga Jónsdóttir laganemi: Það þarf ekkert að spyrja um það, það er alveg sjálfsagt mál, hægri auðvitað. Björn E. Arnason nemandi: Ég m.vndi segja tvímælalaust sú hægri. ég rétt leit inn á fundinn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.