Dagblaðið - 05.04.1976, Side 4

Dagblaðið - 05.04.1976, Side 4
4 DACBLAÐIÐ. MANUDACUR 5. ADRÍL 1976. SHODR TEKKNESKA BIFREIÐA UMBOÐIÐ Á ÍSLANDIH/E AUÐBREKKU 44 - 46 KÓPAVOGI SlMI 42600 AKUREYRI: SKODA VERKSTÆÐIÐ A AKUREYRI H/F. ÓSEYRI 8. EGILSTAÐIR: VARAHLUTAVERSLUN GUNNARS GUNNARSSONAR. Fjölbreytt úrval af plastskúffum í klœðaskápa, í eldhúsinnréttingar, til nýsmiði og til endurnýjunar eldri innréttinga Heildsölubirgðir: H. G. Guðjónsson Stigahlið 45-47 (Suðurveri) - Sími 37637 - 82088 Útsölustaðir í Rvk.: Brynja. I.auyavcyi 29 Il.Bi'ii. SuOurlbraut 22 •I. t>orl. & NorOmann. Bankastr. II S.Í.S. SuOurlbr. 22 IIúsiiV Ski'ifunni 11 oy BVKO. Kópavo.yi. GARÐARSHÓLMI f}L Hafnargötu 36, Keflavík - Sími 92-2009 ***' ' Stereobekkur Ein ásiglingin enn Bretar hefndu sín á Óðni Fjösur brezk „verndarskip” veittust aö varðskipinu Óðni i fyrrakvöld, o>> bjuggu í haginn fyrir ásigl ingu. Freigátan Scylla náði loks að sigla á varðskipið. Skemmdir urðu litlar og engin slys á mönn- um. Óðni hafði tekizt að komast framhjá sveit verndarskipanna, ‘sem vörðu 20 brezka togara aust- ur af Hvalbak. Togararnir neyddust þá til að hífa, og skar Óðinn þvi ekki á togvíra. Eftir þetta færðust brezku verndarskipin í aukana. Þótti skipstjórum þeirra Óðinn hafa snúið á sig og vildu koma fram hefndum. Linntu þeir ekki látum fyrr en þeim hafði tekizt að sigla ávarðskipið. __„H I tiletni af þvi að 30 ár eru síðan fyrsti Skodinn kom til landsins, hefur verið samið við SKODA verksmiðjurnar um sérstakt afmælisverð á takmörkuðu magni af árgerðum 1976. SOOOasti SKODA bíllinn verður fluttur inn á næstunni. Hver verður sá heppni? SKODA 110L verð ca. kr. 670.000.— til öryrkja ca. kr. 492.000.— SKODA 110LS verð ca. kr. 725.000.— til öryrkja ca. kr. 538.000.— SKODA 110R Coupé verð ca. kr. 797.000.— til öryrkja ca. kr. 600.000,— íslenzkur iðnaður: Hver starfsmaður skapaði 2,5 milljóiiir í gjaldeyri „Cera ráðamenn þjóðarinnar sér enn ekki ljóst, að hver einasti starfsmaður I sjávar- útvegi og framleiðsluiðnaði skapar að meðaltali 3-4 starfs- tækifæri í öðrum atvinnugrein- um? Gera þeir sér virkilega ekki grein fyrir þvi, hve sam- dráttur í þessum undirstöðu- greinum hefur geigvænleg áhrif á allt dtvinnulíf í land- inu?" Þannig spurði Davíð Scheving Thorsteinsson, for- maður Félags íslenzkra iðnrek- enda í ræðu á ársþingi iðnrek- enda fyrir helgi. Hann kvaðst óttast, að sama ástand kynni að skapast hér og var fyrir 100 árum þegar mikill hluti þjóðar- innar fluttist vestur um haf vegna ónógra atvinnumögu- leika hér á landi. „Hvenær ætlar ráðamönnum þjóðarinnar að verða ljóst, að ástandið í þessum málum verður ekki bætt nema með aukningu arðbærrar fram- leiðslu, sem annaðhvort skapar eða sparar erlendan gjaldeyri, svo og með því að draga úr óarðbærri fjárfestingu?” sagði Davíð. „Gera þeir sér heldur ekki ljóst, að gjaldeyrissparnaður og gjaldeyrissköpun innlends framleiðsluiðnaðar, án áls, var tvær og hálf milljón krónur á hvern einasta starfsmann eða 30.000 milljónir króna samtals á síðastliðnu ári?” „Halda ráðamenn þjóðar- innar, að hægt sé að byggja upp heilbrigt atvinnulíf i landi, þar sem verðbólgan er um 190 prósent á þriggja ára tímabili?” —HH ..Tilboð, sem ekki verður endurtekið... SKODA 100 ca-r630-000. til öryrkja ca. kr. 460.000.- A laugardaginn fór fram uppboð á vegum tollstjórans í Reykjavík á ýmsum varningi, sem ekki hefur verið leystur út úr tolli. Uppboðið var hið fyrsta í nýjum uppboðssal í Tollstöðvarhöllinni. Þar er góð aðstaða. Salurinn var þéttskipaður eða um 300 manns og margir hurfu frá. Kaffipartí, sem á hvíldi tollkrafa upp á 1,7 milljón kr. var slegið á kr. 120 þúsund. Heildarsala á uppboðinu var rúmar 4 milljónir. Db-mynd Bjarnleifur Sparisjóður vélstjóra sló bönkunum við Sparisjóður vélstjóra gerði það betur en bankarnir á síðasta ári. Aukningin á umsvifum spari- sjóðsins varð mun meiri en gerðist hjá bönkunum. Sparisjóðurinn jók heildartekj- ur sínar um 62 prósent. Tekjur alls urðu nú um 59,8 milljónir en voru 36,9 milljónir árið áður. Hagnaður af rekstri án fyrn- inga varð um 6,8 milljónir og hagnaður til ráðstöfunar 5,8 millj- ónir. Varasjóður óx um 63,9 prósent, upp í tæplega 11,5 milljónir. Víxilútlán jukust um 36,6 pró- sent, úr 182,4 milljónum í 249,1 milljónir. Veltuinnlán jukust uni 41.4 prósent, úr tæpum 43 millj- ónum í tæpar 60. Spariinnlán juk- ust um 35,2 prósent, úr 245 millj- ónum í 331,3 milljónir. Vaxtatekjur sparisjóðsins urðu á síðasta ári 55 milljónir. —HH

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.