Dagblaðið - 05.04.1976, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 5. APRlL 1976.
Hjónarúm í úrvali m/dýnum frá kr.
37.750,-
Hjónarúm í amerískum stíl,
m/bólstrudum göflum, frá kr. 62.000,-
Svefnbekkir m/springdýnum frá kr.
26.700,-
Springdýnur í öllum stærdum og
stífleikum.
Úrval af rúmteppum
'Ml'MS Spvingdýnur
Helluhrauni 20, Hafnarfirði.
Simi 53044.
Sjúkraþjálfi
Sjúkraþjálfi óskast aö heilsuhæli
NLFÍ Hveragerði. Laun eftir sam-
komulagi. íbúð getur fylgt.
Upplýsingar gefa yfirlæknir og for-
stöðumaður. Sími 99-4201.
Atvinna
Óskum eftir ad ráda strax lagtæka,
duglega konu, helzt vana strauingum
og frágangi í fataframleidslu.
Verksmidjan Max
Skúlagötu 51
Sími 11152.
25050
Getum tekið nokkra bila
i afgreiðslu
Jimmy Carter í Washington:
Carter hefur veríð óþreytandi i kosningabaráttunni og vill að á sig sé litið sem talsmann mannsins á götunni. Hann hefur undanfaríð sópað að sér
fylgi, en samt er búizt við, að róðurínn geti reynzt honum þungur í New York.
„ÉG HLAKKA TIL
AÐ BÚA HÉR..."
Jimmy Carter, sem talinn er
líklegastur frambjóðenda til þess
að hljóta útnefningu sem fram-
bjóðandi Demókrataflokksins í
forsetakosningunum, heimsótti
Washington í gær og skoðaði m.a.
Hvíta húsið, þar sem hann hefur
hugsað sér að búa í framtíðinni.
Hann gekk með dóttur sinni um
húsið og sýndi henni minnismerk-
ið um George Washington. Litlu
munaði að hann rækist á. Ford
forseta, sem var að koma úr
kirkju.
Forsetanum var ekki skemmt
og Carter sagði síðar, að hann
hefði ekki haft hugmynd um, að
forsetinn hefði verið í kirkjunni
þegar þau feðgin voru að skoða
hana.
Þegar þau voru búin að skoða
Hvita húsið sagði hann: ,,Ég
hlakka til að búa hér.”
Carter flaug síðan til
Wisconsin, þar sem búizt er við að
hann hljóti meirihluta atkvæða
kjörmanna, næstur á undan Udall
sem staðið hefur sig vel að undan-
förnu. Lítið hefur borið á Jack-
son, en hann hefur aðallega beint
spjótum sinum að meirihluta íbúa
New York borgar, sem eru Gyð-
ingar. Vonast hann til þess að
hljóta a.m.k. annað sæti í kosning-
um þar.
Stöðugar óeirðir á Spáni:
BÚIZT VIÐ UMFANGSMIKLUM
VERKFÖLLUM íKATALÓNÍU
Þúsundir vinstri sinnaðra
stjórnarandstæðinga hafa
hótað verkföllum um gjörvalla
Katalóníu í dag eftir mótmæla-
aðgerðir nú um helgina til þess
að leggja áherzlu á kröfur um
aukið stjórnmálalegt og per-
sónufrelsi.
Þing Katalóníu, samtök
vinstri manna allt frá harðlínu
öflum til vinstri til hægfara
rmðmanna hvatti verkafólk til
þess að mæta ekki í vinnu í
verksmiðjum og skrifstofum í
þessu mikla iðnaðarhéraði.
I óeirðum, sem urðu í Barce-
lóna nú um helgina, voru
nokkrir handteknir og lögregl-
an notaði gúmmíkylfur og
táragas til þess að dreifa
mannfjöldanum.
Fjórir leiðtogar stjórnarand-
stöðunnar, sem handteknir
voru í síðustu viku í Madrid,
eru enn í fangelsi, þar sem
þeir bíða dóms fyrir tilraun til
þess að breyta ríkisstjórninni
og eiga yfir höfði sér þunga
refsingu fyrir vikið.
Sendibílastöðin hf.
Borgartúni 21, sími 25050
'ifatóúsuvi
passaMyndir
t it'u*ÞJ/i t/zisi i - • nu/n* 7 kJ/rí&LnL
OCZ/Ú- .0kóiu, 5/j, o./l•
rífömynda<$tch<a'
Amator
LAUCAVEGI R C
' Úrvals k jötvöru r
z5úfV og þjönusta
*<venf) ÁVALLT EITTHVAÐ
V GOTT í MATINN
Stigahlíb 45-47 Sími 35645
Nýr forsœtisráðherra í Bretlandi:
Caflaghan heimsœkir
Elísabelv í dag
Elisabet Bretadrottning mun
afhenda nýjum forsætisráðherra
embættisskjöl í dág og eru menn
ekki í neinum vafa um að sa
verður James Callaghan.
Búizt er við að hann vinni
síðustu atkvæðagreiðsluna af
þrem, sem nauðsynlegt hefur
verið að hafa vegna fjölda fram-
bjóðenda til starfans. Það eru
þingmenn flokksins, sem kjósa
formann flokksins, sem jafnframt
er forsætisráðherra. Er þúizt við
því, að Callaghan fái allt að tíu
atkvæðum meira en Michael Foot,
sem þó fékk 133 atkvæði í síðustu
atkvæðagreiðslu.
Callaghan, sem er yfirlýstur
miómaður, fékk 141 atkvæði og
fær að líkindum öll atkvæðin 38,
sem greidd voru Denis Healey.
Samkvæmt reglum fellur sá út, er
fæst fær atkvæðin.
1 hópi stuðningsmanna Foot
hefur nú verið viðurkennt, að
hann geti ekki farið með sigur af
hólmi, en Foot, sem er 62 ára og
atvinnumálaráðherra, hefur
grætt mikið á þátttöku sinni í
kapphlaupinu og styrkt stöðu
vinstri aflanna innan flokksins.
Sagt er að Callaghan muni í
ávarpi til brezku þjóðarinnar
hvetja til samstöðu á erfiðum
tímum efnahagskreppu og i nýju
fjárlagafrumvarpi, sem lagt
verður fram á morgun, boðar
hann töluverðar skattalækkanir,
en í staðinn kemur loforð verka-
lýðshreyfingarinnar um minni
kauphækkanir á næstu árurn.
Forsœtisráðherra Thailands fallinn
Kukrit Pramoj, forsætisráð-
herra Thailands, tapaði í öðrum
almennu kosningunum, sem
haidnar hafa verið i iandinu
undanfarna fimmtán mánuði.
í tilk.vnningu kjörstjórnar um
úrslitin sagði að forsætisráðherr-
ann, 64 ára, hafi verið í þriðja
sæti i kjördæmí sínu (Norður-
Bangkok) i kosningunum í gær. 1
fyrsta og öðru sæti voru fram-
bjóðendur Demókrataflokksins,
andstöði^flokks hans.
Þar sem Pramoj á nú ekki
lengur rétt til þingsetu, er ekki
hægt að skipa hann forsætisráð-
herra.
Demókrataflokkurinn sigraði i
kosningunum víðast hvar um
landið. Leiðtogi þeirra er Seni,
eldri bróðir forsætisráðherrans.
Af fimmtíu og fjórunt kjördæm-
uni. þar sem úrslit lágu fyrir í
ntorgun. höföu demókratarnir
sigrað í 34.