Dagblaðið - 05.04.1976, Síða 8
s
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. APRÍL 1976.
Hér sést svifdrékinn vel. Þessi lending, sem ljósmynduð var í
Bláfjöllum, er svoiítið misheppnuð. — Db-mynd Björgvin.
óbarnamóðirog
4 barna amma
í svrfdreka
Sex barna móðir og fjögurra
barna amma er meðal þeirra
sem hvað ákafast flýgur í svif-
drekum í háum skíðabrekkum
ísfirðinga. Þetta er Herborg
Vernharðsdóttir, kona á
fimmtugsaldri, en sonur henn-
ar, Hálfdán Ingólfsson, er um-
boðsmaður erlendrar svif-
drekaverk’smiðju. Á Isafirði
eru nú tveir svifdrekar og aðrir
tveir munu í pöntun. Hafa svif-
drekarnir orðið mjög vinsælir.
Þykir tignarlegt að sjá fólk
svífa allhátt frá jörðu niður
með brekkunum og lenda síðan
tignariega á skíðum sínum.
Svifdrekarnir eru þannig not-
aðir að fólk tekur þá með sér í
skíðalyftu upp á efstu brúnir,
rennir sér af stað og þegar
hraðinn er orðinn nógur tekur
svifdrekinn við og fólk hangir i
honum niður með hlíðinni.
Svifdrekarnir kosta nú
70—80 þúsund kr. Þeir eru nú
notaðir í Neskaupstað og í Blá-
fjöllum auk ísafjarðar. Annar
Isafjarðardrekinaer svo stór að
hann ber tvo „farþega” en al-
gengara er að einn sé í hverjum
svifdreka. GA/ASt.
Hreindýr ó götum Hafnar í Hornafirði
Hreindýr hafa spásserað um göt
tur Hafnar í Hornafirði meiri-
hluta vetrarins. Það var fyrst
fyrir tveimur árum, sem þau fóru
að koma af öræfum og halda sig
við mannabyggð, en þau hafa
aldrei komið inn í þorpið fyrr.
Hreindýrin eru svo gæf, að þau
kippa sér ekkert við umferð
manna og bifreiða, heldur halda
sínu striki, eins og hver önnur
húsdýr. Fremur hefur verið snjó-
létt uppi á öræfum í vetur, en
hagar að öllum líkindum slæmir
og er það skýringin á því að hrein-
dýrin hafa haldið til manna-
byggða. — Nokkuð er síðan dýrin
héldu til fjalla á ný.
Búvöruverð miðist
við erlent verð
Tillögur um nýja skipun
efnahagsmála komu fram í
ræðu Davíðs Schevings Thor-
steinssonar, formanns Félags
íslenzkra iðnrekenda í ræðu
hans á ársþingi félagsins fyrir
helgi. Grundvöllur gengis-
skráningarinnar verður að vera
réttur, þannig að starfsskilyrði
þeirra, sem flytja út fram-
leiðslu sína eða selja hana inn-
anlands í samkeppni við er-
lenda framleiðendur séu sem
líkust, sagði Davíð.
Gemgisskráningin i á að mið-
ast við, að vel rekin fyrirtæki í
útflutningi séu rekin með hagn-
aði og að sem mest jafnvægi sé
Fiskbúð i Árbœ:
í Árbæjarhverfi við Hraun-
bæ númer 102 er til húsa fisk-
búð nokkur. Er fiskbúðin stað-
sett þannig að hún er þarna
baka til og í algjöru myrkri sem
hefur leitt til þess að þar er
brotizt inn af og til og þykir
lögreglunni ekki mikið þó til-
kynnt sé þar um innbrot oft á
viku. Nú síðast var brotizt þar
inn á laugardagsnóttina og ekki
vitað fyrir víst hver var þar að
verki.
Er fisksali sá sem búðina
á, orðinn langþreyttur á
með gjaldeyristekjum þjóðar-
innar og gjaldeyriseyðslu henn-
ar. Allar útflutningsuppbætur
verði afnumdar í áföngum, til
dæmis á næstu 10 árum. Auð-
lindaskattur verði tekinn upp,
þar sem þeir, sem nýta auðlind-
ir landsins, greiða fyrir afnot
þeirra.
Verðjöfnunarsjóðum verði
beitt í mun ríkari mæli.
Upphæð fjárlaga verði
ákveðin með tilliti til efnahags-
ástandsins á hverjum tíma.
Hætta þarf útgáfu
verðtryggðra spariskírteina
ríkissjóðs til að fjármagna
óarðbærar framkvæmdir.
innbrotum þessum og alveg
hættur að geyma þar nokkur
verðmæti um nætur, heldur
flytur allt þar út á kvöldin og
væri betur að fleiri verzlunar-
eigendur gerðu slíkt hið sama.
Söluop er þarna ekki langt frá
og hanga þar oft á tíðum ung-
lingar við til lokunartíma þess á
kvöldin og er jafnvel talið að
þar séu þeir sömu og í innbrot-
um þessum standa. Árbæjar-
hverfi er þó að verða það gam-
alt hverfi og minna um
Arðsemissjónarmið ráði fjár-
festingu í atvinnuvegunum.
Breyta þarf verðmyndunar-
keri landbúnaðarafurða og
rjúfa tengsl þes við afkomu
annarra atvinnuvega og miða i
þess stað verð þeirra við erlent
markaðsverð búvöru. Hætta
þarf öllum niðurgreiðslum og
lækka söluskatt um sömu
upphæð. Tekin verði upp
kaupgjaldsvísitala sem breytist
í samræmi við raunverulegar
þjóðartekjur. Staðgreiðslukerfi
skatta verði tekið upp. — Þetta
eru nokkrar af ítarlegum til-
lögum. Davíðs um nýskipan á
stjórn efnahagsmála. -HH.
viku
unglinga þar og því mun minni
óspektir en áður var, en það
mun hafa verið slæmt um tíma.
Eru óspektir unglinga að jafn-
aði mestar I nýjum hverfum og
geldur Breiðholtshverfið bess
nú enn um sinn.
—BH
INNBROT VIÐ
HÁTEIGSVEG
Lögreglunni var tilkynnt
rúmlega hálffjögur i nótt að
búið væri að brjótast inn i
verzlunina Ölakjör við Háteigs-
veg. Lögreglan hélt þegar á
staðinn og ekki stóð á þvf, inn-
brotsþjófurinn var enn á staðn-
um og hægur vandi fyrir lög-
regluna að góma hann, sem hún
og gerði og flutti því næst í
steinjnn.
—BH
Rólegt viðast hvar um landið
„Við bjuggumst við því
verra,” sögðu lögreglumenn
um land allt okkur þegar leitað
var fregna eftir helgina. í Vest-
mannaeyjum var fyrsta land-
leguhelgi netabáta og dansleik-
ir þar bæði föstudags og laugar-
dagskvöld, fór 'þar allt mjög
skikkahlega fram og menn að-
eins í fangageymslunum vegna
ölvunar. Lítið var um óspektir
o.þ.h. Fyrsta helgin í mánuðin-
um gefur mönnum yfirleitt til-
efni til þess að sletta úr klauf-
um og þrátt fyrir stillu í veðri
um land allt voru landsmenn
yfirleitt rólegir I tíðinni.
—BH
Brotizt inn oft ó
Böðunormól Björns
„Eg er hissa á því, að ísberg
sýslumaður skuli vera að
hlaupa með það í Reykjavíkur-
blað, þótt við gerum okkur eitt-
hvað til gamans heima i
héraði," sagði Björn Pálsson,
fyrrum alþm. á Löngumýn I
viðtali við Dagblaðið. Björn er
nú kominn í málaferli útaf
böðun á sauðfé og vegna þeirra
tókum við hann tali.
„Ég neitaði Vísi um viðtal
vegna þessa máls, þar sem ég
tel ekki ástæðu til að gera mála-
ferli mín að blaðamáli áður en
dómur er upp kveðinn. Vegna
þess að frásögn sýslumanns er
einhiiða og í henni ósannar
dylgjur þykir mér nú rétt að
gera við hana stuttar athuga-
semdir.
S.l. haust gerði einn flánings-
maður á Blönduósi sér til
gamans eða af öðrum hvötum
að setja ullarlagða í plastpoka
og afhenda dýralækni með
þeim ummælum að lagðarnir
væru af kindum ákveðinna
manna og í þeim væri kláði.
Dýralæknirinn mun ekki eiga
smásjá, en segist hafa athugað
sumt af þessum sýnum i smásjá
á héraðshælinu á Blönduósi. i
þremur tilfellum voru að hans
sögn athugaðir ullarlagðar frá
bæjum í Svínavatnshreppi, þ.e.
frá Tindum, Sólheimum og
Ytri-Löngumýri. Eg spurði
dýralækni að, hvort nokkur
kláði hefði fundizt í sýninu
frá mér.og vildi hann hvorki
játa því eða neita. 1 áheyrn
sýslumanns bað ég hann að
sanna að kláði hefði fundizt hjá
mér og sagðist hann ekki geta
það. Dýralæknirinn leyfir sér
samt að segja I kæru til sýslu-
manns orðrétt:
„í haust kom í sláturhúsið
kind frá Ytri-Löngumýri, sem
reyndist vera með kláða.” Eg
hefi fengið þrjú vottorð frá
mönnum, sem spurðu dýra-
lækninn að því, hvort kláði
hefði verið í kind frá mér og
sagði hann að svo hefði eigi
verið. Eitt vottorðið skal birt
hér til sannindamerkis: „Hér
með votta ég undirritaður að
Sigurður H. Pétursson dýra-
læknir á Blönduósi sagði mér
að hann hefði tekið sýni úr
sláturlömbum frá Tindum, Sól-
heimum og Ytri-Löngumýri og
athugað hvort í þeim væri
kláði. Þessi sýni voru tekin I
sláturtíð 1975. Að rannsókn lok-
inni sagði hann mér að í þess-
um sýnum hefði ekki verið
kláði.” Tindum 22/3 1976
Sigurjón Lárusson (sign).
Aðra yfirlýsingu hef ég í
höndunum frá Ingvari bónda í
Sólheimum svohljóðandi:
„Síðastliðið haust heyrði ég
undirritaður eftir dýralæknin-
um á Blönduósi, Sigurði H.
Péturssyni, að kláði hefði verið
í lambi, sem ég lagði inn hjá.
S.A.H. Aðspurður vildi læknir-
inn eigi staðhæfa að svo hefði
verið en síðar fór hann að halda
því fram eftir að þras um böðun
byrjaði. Eg rúði nær allt mitt fé
í vetur og lét skoða hitt vand-
lega. Engin óþrif á fénu
fundust. Sólheimum 26/3 1976
Ingvar Þorleifsson (sign).”
Mörg fleiri vottorð hef ég,
sem eigi verða birt hér rúmsins
vegna, þótt þau hafi nú verið
lögð fram í Hæstarétti. Dýra-
læknirinn virðist ekki gera sér
ljóst, að það varðar við lög að
kæra menn fyrir upplognar
sakir. Og svo að segja hvert orð
I kæru hans er ósannindi. Hann
fær ef til vill tækifæri til þess
síðar að standa við orð sín fyrir
dómstólunum.
Dýralæknir segir að ég hafi
baðað 18., 19 og 20. febrúar s.l.
Ég fullyrði eigi hvort dag-
setningar þessar eru réttar eða
rangar, en læknirinn getur þess
eigi að ég byrjaði að baða í
byrjun febrúar og endaði síðast
f febrúar. Eg baðaði í þrjú
skipti með nokkru millibili.
Hitt er rétt að baðstjóri var eigi
viðstaddur vegna þess að
læknirinn hafði engan ráðið til
að vera baðstjóra hjá mér, fyrr
en seint í febrúar. Ég var til-
neyddur að byrja böðunina því
ég fékk drengi mína til að koma
frá Reykjavík norður til að
hjálpa mér við böðun og þeir
voru tímabundnir. Það er því
sök dýralæknís að baðstjóri var
eigi viðstaddur böðun hjá mér.
Lögum samkvæmt á að baða á
tímabilinu 1. nóv. til 15. marz.
Það er því með öllu óverjandi
að hafa eigi ráðið baðstjóra fyrr
en böðunartímabilið er nær á
ó Löngumýri
enda. Til sönnunar þessu birti
ég þessa yfirlýsingu: „Eg
undirritaður lýsi hér með yfir
að Björn Pálsson símaði tvisvar
I mig frá Höllustöðum í vetur
og bað mig að koma og vera við
böðun hjá sér, því dýralæknir
mun hafa látið að því liggja að
ég mundi verða baðstjóri í
vesturhluta Blöndudals, eins og
ég hefi verið að undanförnu.
Frá því var dýralæknir ekki
búinn að ganga þá. Ég fór út á
Blönduós, eftir að Björn hafði
talað við mig, í síðara skiptið,
það mun hafa verið í byrjun
febrúar, og ætlaði að tala við
dýralækninn, en hann var
ekki viðstaddur. Sagði ég Birni
þá að ég hefði ekki tíma til að
vera baðstjóri hjá honum. Það
skal tekið fram, að ekki hefur
verið lagt fyrir mig að skoða
kláðaskoðun á þeim bæjum,
þar sem ég hefi verið baðstjóri.
Eiðsstöðum, 20/3 1976, Jósef
Sigurvatdason (sign)”.
Rétt er að geta þess að það
voru fleiri en ég í Svínavatns-
hreppi sem böðuðu án bað-
stjóra af greindum ástæðum. I
annarri grein laga um sauðfjár-
böðun segir orðrétt:,,Ef fjár-
kláða verður vart eða annarra
óþrifa í sauðfé, skal land-
búnaðarráðherra heimilt að
fengnum tillögum yfirdýra-
læknis að fyrirskipa auka-
skoðun fjár og útrýmingarböð-
un." Samkvæmt þessari grein
er skylt að framkvæma kláða-
skoðun, ef tvíbaða á fé. Þetta
var eigi gert, hvorki I Austur-
né í Vestur-Húnavatnssýslu og
var tekið fram við baðstjórana
að þeir þyrftu eigi að fram-
kvæma skoðun á fé. Hér er ekki
um neitt aukaatriði að ræða,
því kláðakindur þarf að baða á
allt annan hátt og miklu vand-
legar en kláðalaust fé. Ég veit
eigi hvort dýralæknar réðu
þessu eða yfirdýralæknir. En
söm er sökin, því þetta er í raun
og veru aðalatriðið. Vera má, að
ástæðan sé sú, að þeir hafi
óttazt að enginn kláði fyndist
og kærur kæmu fram vegna
böðunarinnar, því óánægja var
mikil með að tvíbaða alheil-
brigt fé. Ég veit eigi til að
sannað sé að fjárkláði hafi
fundizt við böðun í Austur-
Húnavatnssýslu. Ég veit heldur
eigi til að sannað sé að fjárkláði
hafi fundizt í sláturtíð á
síðastliðnu hausti, því ég tel
það enga sönnun, þótt einn
fláningsmaður af stráksskap og
dýralæknirinn hafi reynt að út-
breiða staðhæfulausar kláða-
sögur, sennilega til að reyna að
lægja óánægjuöldur með tví-
böðun. Eg hefi leitt rök að því
með þessu, að dýralæknirinn
þverbraut þær reglur sem fara
a eftir eða vanrækti að ein-
hverju leyti að framkvæma
þær.
Sýslumaður ísberg er oddviti
í Blönduóshreppi og virðist þvi
hafa vanrækt bæði sem sýslu-