Dagblaðið - 05.04.1976, Side 11

Dagblaðið - 05.04.1976, Side 11
DACBLAtMt). MAM'DACUK ö. Al’KII. 1!I7(>. Frclsinu l'afiiiart. iiú er komiú aú skuldadöKuni. Margir komust í efni Þessi ráðstöfun hafði alvar- leg efnahagsáhrif á suma portúgölsku landnemanna. Margir þeirra höfðu komizt í veruleg efni á nýlendutimanum en vegna reglna um tak- markanir fjármagns, sem mátti flytja úr landi og til Portúgal, fjárfestu þeir þess í stað í fast- eignum. Síðan gerðist það á einni nóttu, að tekjur þeirra af þessum eignum urðu að engu, 30% bygginganna voru í eigu tryggingafélaga og bankarnir áttu einnig mikið. Allt í einu voru fasteignaeigendurnir því sem næst blásnauðir. Diplómatarnir í Maputo telja að þjóðnýtingaráform stjórn- arinnar muni verða til að auka frekar á brottflutning Portúgala frá Mósambík og að næsta sumar verði aðeins 10-15 þúsund eftir. „Óvanur þessum nýju lífsskilyrðum” Margir þeirra, sem flytjast á brott, virðast telja að með þeim róttæku breytingum, sem eru að verða í landinu, eigi þeir ekki heima þar lengur. 1 fæstum tilfellum er um beinan og óskipulagðan flótta að ræða, heldur úthugsaða ákvörðun um að taka sig upp með allt sitt (það sem eftir er) og fara. Einn hvítu mannanna, sem ákvað að sækja um ríkis- borgararétt í hinu nýja Mósambík eftir valdatöku Frelimo, hefur nú ákveðið að snúa heim. Hann viðurkennir að það sé vegna þess for- réilindamissis sem hann hefur orðið var við. „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að Frelimo verði að vera til og hafa völdin." segir hann. „En mér líkar ekki að vera hér lengur vegna þess að ég er övanur þessum nýju lífs- skil.vrðum." „Undravert, miðað við aðstœður Hann bætir við: „Fólkið í enda voru flestir leigubíl- stjórarnir portúgalskir. Bílaleigubílar eru einnig sjaldséðir, einkum vegna þess — að því er virðist — að bif- vélavirkjarnir eru fluttir heim til Portúgal. Svipuð vandamál eru sögð vera i málefnum síma, lyftna og loftræstikerfa i hótelunum. En eftir því sem einn starfs- manna alþjóðlegrar hjálpar- stofnunar í Maputo segir er það „undravert, • miðað við aðstæður, að ástandið skuli ekki vera verra en það er.” Stöðugur straumur erlendra sérfræðinga og hjálparnefnda er til landsins. Nýlega komu varaforseti Tanzaníu, sænskur ráðherra, framkvæmdastjóri Samveldis- bandalagsins, embættismaður Efnahagsbandalags Evrópu, sendinefnd búlgarskra lækna og ítölsk hjúkrunarsveit til Mósambík, allir í einu. Sænski ráðherrann, Gertrud Sigurdsen (sem er ráðherra án ráðuneytis) undirritaði eins árs samkomulag við stjórn Mósambík, þar sem Svíar lofa að veita sem svarar rúmlega 20 milljarða kr. (ísl.) aðstoð. Portúgalskir íbúar Mósambík á heimleið: „Þessi nýju lífsskilvrði getum við ekki sætt okkur við. Maputo var of spillt af bílífinu og getur ekki sætt sig við nýjar og breyttar aðstæður.” Þegar er hvarf Portúgalanna farið að gera vart við sig. Leigubílar eru fáir og strjálir. Utan miðborgarinnar sjást þeir ekki nema fyrir tilviljun — Stöðugur straumur erlendra hjólparmanna Áhugi erlendis á að hjálpa íbúum Mósambík að takast á við efnahagsörðugleikana, sem fylgdu óhjákvæmilega í kjölfar bottflutnings Portúgala, virðist nægur. Leita sjólfir til útlanda Framkvæmdastjóri Sam- veldisbandalagsins.Sir Shridath Ramphal, kom til að ræða efna- hagsaðstoð til að bæta fyrir það tjón, sem lokun landamæranna við Ródesíu í síðasta mánuði Kjallarinn Jónas Elíasson hluta orkunnar' til stóriðju. Engir slikii' hagkvæmnisút- reikningar hafa hinsvegar verið gerðir fyrir Kröflu- byggðalínu, enda ekki hægt um vik þar sem kostnaðaráætlanir lágu ekki endanlega fyrir fyrr en i framkvæmdirnar var ráðist, að minnsta kosti ekki fyrir Kröflu. Akvarðanatakan virðist hala grundvallast á ótta einstakra manna við mikinn orkuskort og neyðarástand fyrir noröan ef ekki væri hafist handa með Iramkvæmdir strax. Þessi ótti við orkuskort virðist hinsvegar ekki grundvallaður á neinum staðreyndum heldur misskilningi, menn hafa talið aflskort vera sama og orku- skort, en menn með nægilega reynslu í raforkumálum gera glöggan greinamun á þessu tvennu. Ástand raforkumála virðist vera þannig fyrir norð- an, að þar er töluverður afl- skortur ríkjandi einkum og sér í lagi skortir varaafl til að taka við af Laxárvirkjun meðan ís- truflanir eru þar. Raunveru- legur orkuskortur virðist nánast enginn vera að orku- magni til, hann er að minnsta kosti það lítill að byggðalínan bætir hæglega þar úr um ókomin ár, svo framarlega sem afl er tiltækt á svæðinu sjálfu. Ofaná þetta bætist svo Krafla, með mikla orkuvinnslugetu sem enginn markaður er fyrir, en tiltölulega lítið afl í saman- burði við hana, svo allar líkur benda til að.einungis 20-30% af orkuvinnslugetu virkjunar- innar sé nýtt á sama tíma og aflið er fullnýtt. Á þeim tíma þarf að byggja meira afl og hver á að borga það? Hvernig var Krafla ókveðin? Það er von að menn sp.vrji hvernig sú ákviirðun var tekin að b.vggja virkjun fyrir norðan sem er í engu samræmi við þá þörf sem f.vrir hendi er. Svarið liggur engan veginn á lausu, en helstu atburðir eru nokkurn veginn sem hér segir. Orku- stoinun leggur fram i septem- ber 1973 skýrslu með frum- könnun á 8, 12, 16 og 55 MW virkjun við Námafjall eða Kröflu. Hér virðast menn hafa verið þeirrar skoðunar að 8, 12 og 16 MW möguleikarnir væru hagkvæmir fyrir markaðinn eins og hann er, en 55 MW möguleikinn tekinn með til að hafa eitthvað ef stóriðja væri ákveðin fyrir norðan. Stjórn- málamönnum leist vel á hug- myndina og samþykkt voru heimildarlög á Alþingi fyrir 55 MW virkjun, stærðin lík- lega höfð þessi til að loka ekki stóriðjudyrunum. Síðan gerist það merkilega að ákveðið er að nota heimildarlögin, sýnilega án þess að athuga hvort 55 MW stærðin sé hagkvæm eða ekki og Kröflunefnd falið að koma virkjuninni upp. Hún setur sér síðan (eða henni er sett? — það er ekki alveg ljóst) það mark að klára virkjunina haustið 1976, ræður verk- fræðinga og setur allt í gang og bygging 70 MW virkjunar er hafin við Kröflu með ótrúleg- um hraða. Hinsvegar er ekki auðvelt að sjá hvers vegna Krafla og byggðalína eiga að komast í gagnið á sarna árinu, en sú er raunin eftir að Kröfluvirkjun var flýtt frarn til ársins í ár. Að Ijúka virkjuninni árið 1978 voru hinsvcgar radilir up;>i um á Alþingi þegtir heimildarlögin um 55 MW virkjun við Náma- fjali eða Kröflu voru samþykkt á sinum tíma. Kn þá átti byggðalína að brúa bilið 1976 — 1978. Það hefur einnig farið i laugarnar á mörgum að virkjunin er byggð 70 MW, með alltof mikla orkuvinnslugetu fyrir Norðurlandsmarkaðinn. en þar að auki með of lítið afl til að koma orkunni á markað yfirleitt, nema til .stóriðju, en það stangast óneitanlega á við þá staðreynd að fyrir norðan er engin stóriðja né held- ur ákveðnar áætlanir um að koma henni upp. Þar fyrir utan hefur virkjunin hækkað úr 1480 milljónum króna (frum- varp til heimildarlaga frá september 1973) í um það bil 6000 milljónir að því að talið er nú, en það er meðalhækkun sem nemur einni milljón á fjögurra tíma fresti. Auk alls þessa veit enginn enn þann dag í dag hver á að reka Kröflu- virkjun, enda framtíðin fjár- hagslega dökk fyrir hvern þann sem það reynir (sjá Dagblaðið 7.1. 1976) nema heljarmikil raf- orkuverðshækkun eða ríkis- styrkir í formi ódýrra lána eða beinna gjafa komi til. Allt þetta hefur gert það að verkum að menn hafa þóst sjá í þessu einn höfuðsyndasel, nefnilega Kröflunefnd, enda hefur hún innanborðs þrjá þingmenn til að skipta á milli sín skömmun- um. Það er þó með öllu óréttlátt að kenna henni um allar þessar ófarir. I f.vrsta lagi getur ákvörðunin um stærð virkjunarinnar ekki talist hennar og í öðru lagi er það ekki Kröflunefnd ein sem fyrir b.vggingunni stendur. heldur þrihöfðaður ríkisþurs, Kröflu- nefnd. Orkustofnun og Raf- magnsveitur ríkisins, með Ijórða höluðið (iðnaðar- ráðuneytið svilandi þar fyrir ofan. þó án sýnilegra tengsla við hin þr.jú. 11 mun valda, og EBE- embættismaðurinn, Maurice Foley, var einnig kominn til að ræða efnahagsaðstoð. Mósambíkar leita einnig sjálfir eftir mannskap erlendis. Haft er eftir áreiðanlegum heimildarmönnum, að fimmtán brezkir flugmenn komi til Mósambík síðar á þessu ári til að fljúga flugvélum ríkisflug- félagsins Deta. En með því að setja útlenda starfsmenn með sérþekkingu og þjálfun í störf Portúgalanna, verða til ný vandamál: tungu- málavandamál. Embœttismannaskortur gerir vart við sig Fjöldaflutningur fólks af því tagi sem orðið hefur í Mósambík á undanförnum mánuðum, myndi skapa vanda- mál hvar sem er í heiminum. Einn diplómatanna í Maputo segist viss um að það líði að minnsta kosti tvö ár þangað til vandinn því samfara hefur verið leystur. Og enn eitt vandamál þessa unga lýðveldis hefur gert vart við sig með stöðugum heim- sóknum erlendra sendimanna: innlendir embættismenn eru .varla nógu margir til að taka á móti sendinefndunum og mjög erfitt er að komast í samband við háttsetta embættismenn og ráðherra. - Hvað er til róða? Það hlýtur að verða verkefni næstu ára að nýta rafmagnið frá Kröflu. Ýmsum hefur dottið i hug að sel.ja það til Austur- lands, en þar er ekki hægt um vik. Orkumarkaðurinn þar hefur öll sömu einkenni og Norðurlandsmarkaðurinn, mikill aflskortur en orkunot- kun lítil. Eini markaðurinn sem getur tekið við Kröflu- rafmagninu er Suðurland að því er virðist. Á hinu samtengda kerfi Suður- og Norðurlands er nægilegur orkuforði fram til 1985 - 1986 að því er talið er, og lengur ef málmblendið fellur út. Aflið hinsvegar, endist ekki nema til 1981 - ].982. Ur þessu má hinsvegar ráða með því að bæta við 4. vélinni í Sigöldu, en það kostar yfir 2000 milljónir á núgildandi verðlagi. Kerfið sem út kemur er hinsvegar nokkuð hagstætt tæknilega séð, t.d. má byggðalínan bila og vera biluð í viku hálfan mánuð án þess að nokkur skaði sé skeður þvi nægilegt afl er á hvorum stað fyrir sig. Með þessu mundi Hraune.vjarfoss frestast frarn til 1985 eða seinna. en skylt er þó að taka frani að orkuspár þær sem þetta bvggist á eru nokkuð veikar einkum afl- spáin. Þetta gæti því bre.vst. Auk þess verður að hafa í huga að orkuvandamál Austur-og Vesturlands eru þrátt fyrir þetta ólevst. en þau þarf að leysa. og það helst án þess að gera mikið af því að framleiða disilrafmagn á 15-20 kr/kwst og selja siðan til húshitunar á 2 kr/kwst. Jónas Klíasson prófessor.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.