Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 05.04.1976, Qupperneq 12

Dagblaðið - 05.04.1976, Qupperneq 12
Iþróttir Tvö Islandsmet ó Meistaramólinu Lára Sveinsdóttir, Ármanni, setti ágætt íslandsmet í 50 metra grindahlaupi á Meistaramóti Reykjavíkur, sem fór fram um helgina. Hún hijóp vegalengdina á 7.2 og bætti þar meö íslandsmet Ingunnar Einarsdóttur um 1/10 úr sekúndu. Þetta ásamt íslands- meti Þórdísar Gísiadóttur í hástökki var hápunktur mótsins — Þórdís bætti metið um 2 sentimetra — stökk 1.65. Að öðru leyti var mótið fremur dauft — margir okkar beztu frjálsíþróttamenn ekki á landinu og óneitanlega setti það svip sinn á mótiö. Undirbúningur frjálsíþróttamanna miðast eðlilega við Olympíuleikana í Montreal í sumar. Asa Halldórsdóttir sigraöi í langstökki kvenna, stökk 5.25 og eins sigraði hún í kúlunni, varpaði 10.48. Valbjörn Þorlaksson sigraði í stangarstökki, stökk 4.20 og átti góðar tilraunir við 4.35, þö ekki tækist. Magnús Jónasson, Ármanni, sigraði í 50 metra hlaupi á 6.0 en Sigurður Sigurðs- son gat ekki tekið þátt í hlaupinu vegna meiðsla. Hins vegar sigraði Sigurður í Iang- stökki, stökk 6,95. Óskar Jakobs- son ÍR sigraði í kúluvarpi, varpaði kúlunni 15.78 . Ingunn Einarsdóttir sigraði í 50 metra hlaupi á ágætum tíma, 6.5. Þannig ma setja að þetta mót hafi verið mót kvennanna. h halls. Franskur Evrópu- meistari i borð- tennis Jacques Secretin, Frakklandi, varð Evrópumeistari í karlaflokki í borðtennis, en Evrópumötið var háð í Prag um helgina. í úrslitaleiknum sigraði Secretin sovezka leikmanninn Anatolij Strokatov með 21-16, 26-28, 21-14, 13-21 og 21-12 eftir hörkukeppni. Það vakti talsverða athygli, að tveir frægir kappar voru slegnir úr í 4. umferð. Svíinn Stellan Bengtsson tapaði þa mjög óvænt fyrir Leiss, Vestur-Þýzkalandi, í fimm lotum, og Bretinn Dennis Neale sigraði Júgóslavann Dragutin Surbek. í kvennaflokki varð Jill Hammersley, Bretlandi, Evrópu- meistari — sigraði Maríu Alexandru, Rúmeníu, í úrslita- leiknum með 23-21, 21-16, 17-21 og 21-19. • Stjaman vann ó Seltjarnarnesi „Stóra bikarkeppnin" hjá litlu knatt spyrnuliðunum hófst á lau«ardan. I»á voru tveir leikir. Á Seltjarnarnosi sÍKi'árti Stjarn an, íiarrtabæ. (íróttu mert 2-1 — en í Þorláks- höfn vann Selfoss Þór mert 5-0. Keppnin heldur áfram næsta lau«arda« — en fimmta lirtirt í keppninni er Virtir. (iarrti. • Mikið stuð á Evrópumeisturunum Þaö er heldur betur komið stuð á Evrópu- meistarana í knattspyrnunni, Bayern Munchen. Á laugardag voru átta-liða úrslit i vestur-þýzku bikarkeppninni. Bayern lék þá á útivelli í Köln og sigraði með 5-2. Úrslit í öðrum leikjum urðu þessi: Hamborg SV — FC Hamburg 2-1 Kaiserslautern — Dusseldorf 3-1 Hertha — Roechling 1-1 í 1. deildinni sigraði Eintracht Brunswick Karlsruher með 2-0. Vestur-Þýzkaland vann ó útimarki Vestur-Þjóðverar unnu sér rétt i úrslitakcppni UEFA-móts unglinga i knattspyrnu, þegar þeir gerður jafntefli 0-0 við Svía i Heilbronn i gær. Áhorfendur voru sjo þusund. Fyrri leiknum i Sviþjóð lauk 1-1 og Þjóðverjarnir sigruðu þvi a útimarkinu þar. Urslitakeppnin hefst i Ungverja- landi 28. mai og ísland hefur alla möguleika að komast i úrslitin. DAGBLAÐIÐ. MÁNUÐAGUR 5. APRtL 1976. íþróttir Iþróttir iþróttir DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 5 Iþróttir iþróttir Iþróttir Útlitið dðkkt í Charleroi — eftir tapleik gegn efsta liðinu FC Brugge, en Standard sigraði Áslandið er nú orðiö mjög al- varlegt hjá okkur í Charleroi. Lið- ið tapaði eins og við var búizt fyrir efsta liðinu, FC Brugge, 5-1 Valur hlaut þrjú stig! Valsmenn gerðu sér lítið fyrir og hlutu þrjú stig í fyrsta leikn- um í Reykjavíkurmótinu. Unnu Ármann á laugardag með 4-0 og hlutu tvö stig.fyrir sigurinn og að auki eitt stig fyrir að skora meira en þrjú mörk. Valsliðið sýndi ágætan leik gegn Ármanni og MelavöIIurinn var í prýðilegu ástandi — virki- lega góður— en hins vegar komst Armannsliðið ekki vel frá leikn- um. Valur skoraði tvö mörk í hvorum hálfleik. Guömundur Þorbjörnsson skoraði fyrsta mark Reykjavíkurmótsins — og Atli Eðvaldsson kom Val í 2-0 fyrir hlé. Í síðari hálfleiknum skoruðu þeir Guðmundur Þorbjörnsson og Kristinn Björnsson mörk Vals. Valsliðið er að mestu leyti skipað sömu leikmönnum og í fyrra — þó léku tveir nýliðar með liðinu að þessu sinni, og Halldór Einars- son var meó á ný sem miðvörður, með Dýra Guðmundssyni. Berg- sveinn Alfonsson og Hermann Gunnarsson léku ekki með Val að þessu sinni. Sovézki þjálfarinn er enn ekki kominn til Vals — og raunveru- lega engar fréttir borizt frá honum síðustu vikurnar. á útivelli. Eg veit nú lítið um leikinn. — Gat ekki leikið vegna meiðsla sagði Guðgeir Leifsson, þegar Dagblaðið ræddi við hann í morgun. Charloreoi er nú þremur stigum á eftir Beringen, sem er fjórða að neðan, en hefur leikið einum leik minna. Við leikum við Liege á miðvikudag á heimavelli og þann leik verðum við að vinna, sagði Guðgeir ennfremur, og þá reikna ég með að leika í liðinu. Eina mark Charleroi i Brugge skoraði Van Torm úr vítadspyrnu. Standard Liege lék á útivelli og sigraði. Það var gegn Beringen og Standard vann 3-2. Ásgeir Sigur- vinsson - skoraði fyrsta markið fyrir Standard í leiknum. Urslit urðu annars þessi um helgina: La Louviere — Waregem 2-2 Lokeren — Antwerpen 2-0 Liérse — CS Brugge 2-0 Beringen — Standard 2-3 Beerschot — Malines 1-0 Malinois — Ostende 3-1 Molenbeek — Anderlecht 0-2 Liegeois — Berchem 0-1 FC Brugge — Charleroi 5-1 Brugge • er nú að verða nær öruggt með meistaratitilinn — hefur fimm stiga forskot á Lokeren og átta stig á Anderlecht, sem er í 3ja sæti með 38 stig. Standard er í níunda sæti með 33 stig — en neðstu liðin eru La Louviere með 23 stig, Beringen 22 stig, Charloroi 19 stig, Berchem 18 stig og Malines 13 stig. Guðmundur Þorbjörnsson skorar fyrir Val gegn Armanni. DB-mynd Bjarnleifur. Umkringdur Dönum reynir Gústaf Björnsson, Fram, að brjóta sér leið í gegnum dönsku vörnina en fjórir til varnar stöðva hann. DB-mynd Bjarnleifur. Oruggur sigur Dana en ísland í þriðja sœti! — ó Norðurlandamóti pilta, sem hóð var í Reykjavík Island hafnaði í þriðja sæti á Norðurlandamóti pilta sem háð var hér í Reykjavík um helgina. Danir voru hinir öruggu sigurvegarar, unnu alla sína leiki og í síðasta leik mótsins yfirspiluðu Danir slaka Íslendinga — lokatölur 17-8. Islenzka liðið virkaði alls ekki sannfærandi í mótinu. Liðið var bundið í klafa leikkerfis — virkaði sem „mini-ísland” og leik- menn náðu aldrei að siíta sig lausa úr kerfinu, lítið um einstaklingsframtak einstakra leikmanna. Tilfinnanlega vantaði í liðið skyttur og algengt var að leikmenn væru látnir spila stöður sem þeir greinilega áttu ekki heima í. Danir höfðu á að skipa skemmtilegasta og bezta liðinu. Snaggaralegir leikmenn, Ieku frjálsan handknattleik. í liðinu voru góðar skyttur, línan var ógnandi og eins úr horninu. Þeir sem voru valdir breztu leikmenn mbitsins voru allir Danir og segir það sína sögu. Jörgen Hertz- sprung var valinn bezti mark- vörður mótsins, Keld Nielsen 1 bezti sóknarleikmaður mótsins og Henrik Pedersen bezti varnar- leikmaður mótsins. Nú, ef við lítum á einstaka leiki islenzka liðsins þa byrjaði ísland á sigri gegn Noregi 18-11. Það var þó ekki fyrr en í lokin sem Island náði hinu örugga forskoti. Þegar rúmar 15 mínútur voru eftir var jafnt 10-10, en með góðum enda- . sprett yfirspiluðu íslendingar Noreg og á síðustu tveimur mínútunum skoruðu piltarnir 3 mörk. í næsta leik sigraði Danmörk Sigurður Haraldsson orðinn kóngurinn í badminton Sigurður Haraldsson hefur tekið við hlutverki Haralds Kornelíussonar sem ókrýndur konungur hadminton á tslandi. Hann undirstrikaði það á Íslands- mótinu uppi á Skaga nú um helgina, þegar hann vann Harald i úrslitalcik í einliðaleik 18-15 og 15-9. Þar með cndurfók Sigurður leikinn l'rá siðasta Reykjavíkur- moti, þegar hann sigraði Ilarald og sannaði að sá sigur var engin tilviljun. Ilins vegar gekk það ekki átakalaust fyrir Sigurð að komast í úrslil. Ilann lék við Friðleif í undanúrslitum og sigraði eftir harða baráttu 15:12. 18:15. Sigurður Haraldsson og Jóhann Kjartansson urðu íslands- meistarar í tviliðaleik. Sigruðu þa Sigfús Ægi Árnason og Ottó Guð- jónsson, TBR, i úrslitum, 15:13,. 15:8. Áður höfðu Sigurður og Jóhann sigrað Iiarald Kornelíusson og Steinar Peder- sen í undanúrslitum 15-13, 11-15 og að lokum í síðustu lotunni 15- 13. Hörð barátta þar. Haraldur Korneliusson mátti sætta sig við að fara heim án Íslandsmeistaratitils. t tvenndar- leik Iek Haraldur ásamt Hönnu Láru Pálsdóttur til úrslita við Steinar Pedersen og Lovísu Sigurðardóttur og Haraldur mátti sjá af titlinum — Steinar og Lovísa sigruðu eftir hörku- baráttu, 15-8, 9-15 og síðan 18-17. i einliðaleik kvenna sigraði Lovísa Sigurðardóttir TBR stallsystur sina úr TBR, Hönnu Láru Pálsdóttur, örugglega 11-1, 11-1. Síðan í tvíliðaleiknum bætti Lovísa Hönnu upp tapið með því að sigra ásamt henni þær Svanbjörgu Pálsdóttur og Ernu Fanklín 15-8, 15-5. Þannig fóru allir titlar í meistarflokki til TBR. Sigurður Kolbeinsson, sem er aðeins 16 ára, vann í A-flokki — sigraði þar i einliðaleiknum Walter Lenz í úrslitum 15-11, 15- 10. Sigurður flyzt því upp I meistaraflokk fyrir næsta íslandsmót. I tvenndarieiknum tapaði Siííurður hins vegar ásamt Sipríði Jónsdóttur fvrir þeim Asdisi Þórarinsdóttur ÍA. op Friðrik Arníírimssyni 11-15. 15-1 og 16-17. Bjarnheiöur ívarsdóttir Val sigraöi í einliðaleik kvenna i A-flokki — sigraði önnu Njálsdóttur TBH 11-8 op i annarri hrinu varð Anna art dra>>a si« í hle vegna meiðsla er startan var 8-7. I tvilirtaleiknum sigruðu þeir Inpólfur Jónsson og Frirtrk Arngrimsson úr KH. I tvilirtaleik báru þær Lilja Viðarsdóttir oj> Ásdis Þórarinsdóttir ÍR sigur úr býtum. Þeir (lisli (lurtlaugsson ok Raítnar Haralds- son TBR sitírurtu i old-boys flokki. Maenús Klisson var mótstjóri. Mótið heppnartist mjöjt vel op var mótstjórn <>« Skapamönnum til mikils sóma. h. halls. Svíþjóð og Danir leiddu lengst af í leiknum og sigur þeirra var verðskuldaður. Næsti leikur íslands var gegn Svíþjóð. Þrátt fyrir stærðarmun á liðunum var leikurinn jafn og segja iha að Ísland hafi verið óheppið að ná ekki jafntefli, eða öllu heldur rha segja að klaufa- skapur hafi ráið þar mestu um. Ösigur 13-15. Eins og alltaf átti island í mestu erfiðleikum með Finnland og það var ekki fyrr en á síðustu 10 mínútunum að íslandi tókst að síga framúr og sigra 17-15. Síðasti leikur íslenzka liðsins var hörmungarleikur — yfirspilaðir af dönsku liði áttu íslenzku piltarnir aldrei von og slæmt tap — 18-17. Lokastáða mótsins varð: Danmörk 4 4 0 0 62-42 8 Sviþjóð 4 3 0 1 60-45 6 Ísland 4 2 0 2 56-58 4 Noregur 4 1 0 2 42-55 2 Finnland 4 0 0 4 48-68 0 Markhæstu leikmenn voru Sjögren, Svíþjóð með 18 mörk, Hamme, Finnlandi 16. Markhæsti leikmaður íslenzka liðsins var Jón Hauksson, Haukum með 14 mörk. h. halls. Hamborg féll í 2. deildina — Öll lið Islendinganna í Þýzkalandi töpuðu um helgina. Dankersen leikur úrslitaleikinn í Evrópukeppni bikarmeistara ó Spúni Nýi kóngurinn í badmintnn — Sigurður Haraldsson. Liðum Islendinganna í vestur- þýzka handboltanum gekk ekki vel um helgina, Hamborg, liðið, sem Einar Magnússon leikur með, tapaði og féll niður í 2. deild — Göppingen, liðið, sem Gunnar Einarsson leikur með, tapaði einnig og verður að keppa um fallbaráttusæti við 3ja neðsta lið norðurdeildarinnar — og Danker- sen tapaði á heimavelli fyrir stór- körlum Gummersbach. Það var mikið fjör í leiknum við Gummersbachog hvert sæti íþróttahöllinni skipað —'uppselt og áhorfendur um 3000, sagði Ólafur H. Jónsson, þegar Dag blaðið ræddi við hann í gær. Við töpuðum leiknum með 14-17 — en samt held ég að nokkuð öruggt sé, að Dankersen nái öðru sæti og leiki því til úrslita um Þýzka- landsmeistaratitilinn, sagði Ólafur ennfremur. Við Axel Axelsson gátum verið allánægðir með okkar hlut í leikn- um. Axel er alveg að ná sér eftir meiðslin og var markhæstur leik- manna Dankersen — skoraði fjög- ur mörk og var eitt þeirra úr vítakasti. Ég skoraði eitt mark — og fiskaði að auki tvö viti. Hins vegar brugðust þýzku landsliðs- mennirnir hjá Dankersen i þess- um leik að nokkru — og Kater var okkur erfiður. Átti stórleik í marki Gummarsbach, sagði Ólaf- ur. Deckarm skoraði mest leik- manna Gummersbach — fimm mörk — Feldhoff skoraði þrjú, en Hansi Schmidt ekki nema tvö. Á miðvikudag leikur Danker- sen á heimavelli gegn Kiel og þarf helzt að vinna þann leik til þess að komast i úrslitakeppnina um Þýzkalandsmeistaratitilinn. Derschlag er eina liðið, sem þar ógnar Dankersen, en til þess þarf liðið að vinna Gummersbach í síð- asta leik sínúm. Derschlag er frá Wilkie bonda- rískur meistari Skotinn snjalli i bringusund- inu, David Wilkie, varð banda- rískur meistari í 200 m. bringu- sundi, þegar hann sigraði heims- methafann John Hencken í gær. Wilkie synti á frábærum tíma 2:18.48. mín., en Hencken varð annar á 2:21.58 mín. eftir að hafa haft forustu fyrstu 100 metrana. Á fimmtudag varð Wilkie einnig meistari í 100 m bringusundi. John Naper, 20 ára, setti nýtt bandarískt met í 100 m. baksundi — synti á 56.99 sek. og Linda Jezek, 16 ára, setti bandarískt met á sömu vegalengd kvenna 1:04.51 mín. í 200 m. flugsundi náði Mike Brunner bezta tíma ársins 2:02.49 min. smáþorpi rétt hjá Gummersbach — og leika þar margir fyrrver- andi leikmenn Gummersbach. Hamborg tapaði fyrir Welling- hofen og skoraði aðeins sex mörk — irslit 10-6 og við tapið féll Han.borg niður í 2. deild. Bad Schwartau sigraði í Kiel. Göpp- ingen lék við Huttenberg í suður- deildinni og tapaði 22-18 þannig, að lið Gunnars Einarssonar verður að leika aukaleik um fali- sætið — sennilega við Bad Schwartau. Það hefur nú verið ákveðið, að úrslitaleikur Dankersen við spænska liðið Granollers verður háður á Spáni — leikið í Barce- lona næstkomandi laugardag. Spánska liðið keypti úrslitaleik- inn ef svo má segja — keypti réttinn til að leika á Spáni og þar er reiknað með fullu húsi áhorf- enda, eða um 6000 manns. Þó að Oppsal hafi náð jafntefli á dögun- um á Spáni held ég — sagði Olafur H. Jónsson — að leikurinn á Spáni verði mjög erfiður fyrir okkur hjá Dankersen. Við förum á fimmtudagsmorgun til Spánar. Upphaflega var ákveðið að úr- slitaleikurinn í Evrópukeppni bikarmeisara yrði háður í Bremen í Vestur-Þýzkalandi —en því hefur sem sagt verið breytt. Staðan í Englandi QPR Liverpool Man. Utd. Derby Leeds Tottenham Man. City Leicester Middlesbro Ipswich Stoke Norwich West Ham Newcastle Arsenal Everton Coventry Aston V. Birmingh. Wolves Burnley Sheff. Utd. Bristol Citv Sunderland WBA Bolton Notts. Co. Luton Southampton Nottm. Forest Charlton Blackpool Fulham Chelsea Plymouth Hull City Oldham Bristol Rov. Orient Blackburn Carlisle Oxford Portsmouth York City 38 21 37 19 36 20 37 20 37 20 38 13 35 14 37 11 37 14 36 12 36 13 37 13 38 13 36 12 37 12 36 11 37 10 37 9 36 11 37 8 38 7 37 3 14 11 11 10 17 9 10 13 14 10 11 12 9 15 9 16 9 15 9 16 11 14 13 14 14 14 6 -19 10 19 10 21 9 25 57- 27 53 54-27 51 62- 35 50 63- 46 50 62-40 48 58- 56 40 54-31 39 42-46 39 39- 35 38 41- 38 38 42- 40 37 52-54 35 44- 60 35 64- 54 33 42-45 33 49- 61 33 38-50 33 45- 55 32 50- 67 28 42-60 26 40- 62 24 27-76 15 38 18 37 20 37 17 36 17 36 16 37 16 35 16 37 14 36 14 37 12 36 13 36 12 38 12 37 13 37 12’ 36 10 36 11 37 10 37 10 37 10 36 8 36 8 13 7 8’ 9 12 8 11 8 8 12 8 13 7 12 11 12 10 12 13 12 10 13 11 13 11 15 9 15 11 14 15 11 12 13 13 14 12 15 11 16 6 22 6 22 55- 31 49 56- 33 48 43-30 46 51-32 45 49-37 40 49-46 40 56-43 39 47-38 39 54-60 38 35-41 37 40-38 36 46-45 35 46-49 35 40-43 35 51-56 35 32-37 35 32-34 34 39-45 33 38-54 32 35-48 31 26-49 22 31-61 22 ísland í 4. sœti á NM í Karlstad Islenzku stúlkurnar höfnuðu i fjórða sæti á Norðurlandamóti stúlkna sem fram fór í Karlstad í Svíþjóð um helgina. Aðeins sigur í einum leik — þrjú töp er eftir- tekja íslenzka liðsins. Svíþjóð sigraði í mótinu — vann dönsku stulkurnar i úrslita- leik mótsins 11-11 og fekk 8 stig. Danmörk varð í 2. saúi með t> stig, Noregur fékk 4 stig, ísland 2 stig og Finnland varð eins og í Reykjavík að sætta sig við tap í öllunt leikjum sinum. ísland sigraði finnsku stúlkurnar 14-8, en síðan tap gegn Svíþjóð 20-11. Fvrir Danmörku máttu stúlkurnar sætta sig við 6 marka tap —14-20. í leiknum um þriðja sætið gegn Noregi var tapið 12-17. íþróttir Heimsmet í lyftingum Evrópumeistaramótið í lyftingum hófst í Austur-Berlín í gær. Alexander Voronin, Sovét- ríkjunum, setti nýtt heimsmet í fluguvigt — snaraði 108.5 kílóum. Bætti heimsmet Japanans Tage- ucki um eitt pund. Voronin sigraði í þ.vngdarflokknum — lyfti samtals 240 kg. Ungverjinn Koeszegi varð annar með 235 kg. 1 bamtamvigt sigraði Nurikian, Búlgaríu, með 255 kg samtals — en annar varð Skorupa, Póllandi, með 252.5 kg. Keppendur frá Austur-Evrópu urðu í sex fyrstu sætunum í báðum flokkunum. Svíinn Veikko Kontinen varð sjöundi í fluguvigt með 205 kg og landi hans Bo GiIIusson níundi i bamtamvigt með 225 kg. Drengjamótið í judó íslandsmótinu í judo lauk laugardaginn 3. apríl með keppni í flokkum drengja 11—14 ára. Keppendum er fyrst skipt í tvo aldursflokka, og síðan eru tveir þyngdarflokkar í hvorum aldurs- flokki. Geysilega mikil þátttaka er í þessum aldursflokkum og verður að takmarka þátttöku í aðalkeppninni. Forkeppni er háð í judofélögunum, en hverju félagi er síðan heimilt að senda tvo keppendur í hvern flokk. Úrslit urðu sem hér segir: 11—12 ára Léttari flokkur 1. Stefán Kristjánsson, UMFG 2. Sveinn Sveinsson, ísaf. 3. Karl.Ásgeirsson, ísaf. 4. Garðar Magnússon, UMFG Þyngri flokkur 1. Jón Kr. Haraldsson, JFR. 2. Halldór Smith, Gerplu. 3. Kristján Valdimarsson, Á. 4. Þorfinnur Andersen, UMFG. 13—14 ára Léttari flokkur 1. Finnbogi Jóhannesson, ísaf. 2. Gísli Bryngeirsson, Gerplu. 3. Gunnar Jóhannesson, UMFG. 4. Kristinn Kristinsson, ísaf. Þyngri flokkur. 1. Óli Bieldvedt, Á. 2. Einar Ólafsson, ísaf. 3. Ketilbjörn Tryggvason, JFR 4. Öli Antonsson, ísaf. Japan vann ísrael Japan sigraði ísrael 17-15 í fyrrí leik land- anna — af tveimur — um réttinn til aö leika á Olympíuleikunum í Montreal í handboltanum. Leikiö var í Tel Aviv. Staöan í hálfleik var 10-8 fyrir Japan. Júgóslavneska liöiö Radnicki Belgrade varö Evrópumeistari í handknattleik kvenna — sigraöi Svift, Hollandi, meö yfirburðum 22-12 í úrslitaleiknum í Belgrad í gær. Úrslit í Hollandi PSV Eindhoven, sem mikla möguleika hefur til aö komast í úrslit í Evrópukeppni meistara- liöa, vann góöan sigur á Nac Breda í 1. deildinni hollenzku í gær. 4-0 á heimavelli. Van der Kuylen, tvö, Dahlquist og Dejkers skoruöu mörkin. Önnur helztu úrslit urðú þau, aö Fojenoord sigraði Ajax 4-1. Sparta vann Amsterdam 1-0, en Nec og Twente geröu jafntofli 0-0. PSV Eindhoven er efst meö 41 stig. Fejenoord hefur 40 stig, Twente 37 stig, Ajax 36 stig og Nec 33 stig. Álafosshlaupið var háð á laugar- dag. Gunnar Páll Jóakimsson, ÍR, sigraði í karlaflokki — en Ragn- hildur Pálsdótlir, KR, i kvcnna- flokki. raa

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.