Dagblaðið - 24.04.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 24.04.1976, Blaðsíða 3
3 DAC'.BLAÍMt). I.AU(;AHDAC;iU{24. AI’KlL 1976. .............n"7* . Lélegir leikir i sjónvarpinu: Jötnar Southampton gegn hvít- maurum Crystal Palace — slakt Friðrik Guðni tónlistarkennari og Haildór G. Kristjánsson íþróttakennari, Hvoisvelli, skrifa: „Stöku sinnum hendir það að við vinirnir setjumst hlið við hlið og horfum á íþróttaþáttinn í sjónvarpinu. Annar horfir þó sjaldan, enda kenndur vió flest annað en líkamsrækt. Þó hefur hinn, sem er íþróttakennari, kennt honum margt, sem lýtur að iðkun íþrótta. Laugardaginn 10. apríl rak að því að „meistari” og „lærisveinn urðu sammála enda þurfti stóra hluti til. jötnar Southampton gegn hvít- maurum Cr.vstal Palace — leikurinn tilgangslaus spörk og hlaup enda annað liðið í 3. deild hitt í 2 drild — Öskiljanlegt að anntið liðið skuli hafa tinnið— ekki bæði tapað! Síðan kórónar háttvirtur umsjónarmaður enskrar knattspyrnu allt með. því að tilkynna að endursýning á þessum líka „frábæra” leik verði næsta laugardag. Það hlýtur að vera lágmarks- krafa allra þeirra, sem fylgjast með umræddum dagskrárlið, að boðið sé upp á boðlegt efni, hvort heldur er „lærisveini” eða „meistara”.” Enska knattspurnan er dag- skráratriði er furðu margir horfa á. Meira að segja tón- listarmenn! Þegar dregur að því að úrslit fáist í hinum ýmsu viðureignum, sem brezk lið heyja sín á milli, eykst eftir- væntingin. Og síðan — fáum við ekki að sjá einhvern af betri leik.junum? Fer það nokkuð á milli mála að Bjarni Felixson býður upp á leik Manchester United og Derby í undanúrslit- um bikarkeppninnar í Eng- landi? Tvö skemmtilegustu lið Englands höfðu leikið viku áður á Hillsborough, jú, fjandá- kornið, hugsuðum við. Við hljótum að fá að sjá United og Derby. En nei, ekki aldeilis góðurinn! Á skerminum birtast Frá umræddum leik — Southampton og Crystal Palace. Channon og Osgood, Southampton sækja að marki Palace. Southampton vann leikinn 2—0 og leikur til úrslita í bikarkeppninni við Manchester United. . SJÓMENN FÁISINA SAMNINGA SEM FYRST Raddir lesenda Sjómaður hringdi: „Hvað eiga sjómenn að sitja lengi við þessar aðstæður? Hversu lengi eiga sjómenn að vinna án fastra launakjara? Utvegsmenn geta skammtaö okkur eitt í dag og annað á morgun, hvað getur þetta gengið langt áður en við fáum samninga eins og aðrar stéttir? Við vinnum, en vitum ekki fyrir hvaða kaupi við vinnum og svona er ekki farið með nokkra aðra stétt en þá sem vinnur að undirstöðuatvinnu- vegi þjóðarinnar. Við erum varla metnir eft- ir merkingu orðanna. Þetta skapar mikla óvissu fyrir okkur sjómenn og það er skylda fulltrúa okkar að fara nú að hugsa um anna.ð en eigin hags- muni. Við sjómenn viljum at- vinnuöryggi eins og aðrar stétt- ir og ef þjóðin hefur ekki efni á þvi að veita okkur það þá held ég að fæstar stéttir ættu að njóta þess.” SAMVINNUSKOLANEMAR STOFNA FÉLAG GEGN REYKINGUM — Sjöttu bekkirnir i barnaskólunum vinna fróbœrt starf Matthías Gunnarsson skrifar: „Það var fyrir um það bil einum mánuði sem sjöttu- bekkingar Fellaskóla í Breið- holti voru mættir í skólann sinn til þess að kynna skaðsemi tóbaks. Ég er viss um að þessi fundur vakti mikla athygli. Þetta er stórkostlegt framtak til þess að spyrna gegn reyking- um sem eru komnar á mjög hættulegt stig, því miður. Ekki má eiga sér stað að sjöttubekk- ingar, og aðrir sem vinna gegn þess máli, leggi árar í bát. Það var greinilegt að það eru fleiri en sjöttubekkingar sem vilja tóbakið burt. Nú hafa nemendur Samvinnuskólans á Bifröst stofnað með'sér félags- skap, sem þeir nefna „Sam- vinnuskólinn úr reyknum,” Félagarnir sýndu myndir og fluttu erindi fyrir nokkru og í viku var lögð mikil áherzTa á áróður gegn reykingum. Það er vonandi að fleiri skólar á land- inu fari að fordæmi þeirra á Bifröst. Það héldu kannski einhverjir að sjöttubékkingar legöu árar í bát, en þessir krakkar sýna annað. Atta hundruð börn skrifuðu undir yfirlýsingu þess efnis að vinna gegn reykinguni og gegn öllum hugmyndum um að þær séu fínat' eða álitsauk- andi. Þetta starf er frábærl.” V Niöur með sigarettuna. DB-mynd Björgvin. ✓ Spurning dagsins Ferðu oft út að borða? Jóna Þórisdóttir afgreiðslu- stúlka: Nei. Það kemur einstaka sinnum fyrir þegar ég hef efni á því og þá fer ég auðvitað þangað sem er ódýrast. Linda Leifsdóttir nemi: Það kemur fyrir. kannski svona einu sinni á ári, þá fer ég bara þangað sem bezt er að borða. Einar Einarsson fv. skólastjóri: Nei, það geri ég ekki. Eg er orðinn gamall maður og Jield mig mest innan dyra svo er það líka svo dýrt. Kristján Þórðarson nemi: Nei, það er ekki oft, ég hef ekki efni á því. Ef ég fer þá eitthvað út að borða kem ég heizt á grillstaði. Jóhanna Björnsdóttir afgreiðslu- stúlka: Aldrei. Ég er orðin það gömul að ég sæki ekki mikið á þá staði. Arni Sigurðsson starfsmaður BSÍ: Nei, það er svo dýrt að maður gerir alls ekki mikið af því nú orðið. Aður för maður stundum á Borgina eða Sögu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.