Dagblaðið - 13.05.1976, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 13.05.1976, Blaðsíða 4
4 DACJBLACIÐ. FIMMTUDACUR 13. MAl 1976 Manni lokast ýmsar dyr „Mamma, er pabbi bófi?” spurði Valdís litla mömmu sína grótandi þegar hún fór að Keiman í skólann mónudaginn 26. janúar síðastliðinn kl. 8 um morguninn. Val- dís er 9 óra gömul, dóttir Magnúsar Leópoldssonar og Bjarkar Valsdóttur. Magnús er einn þeirra fjög- urra manna sem nú hafa verið látnir lausir úr gæzluvarðhaldi vegna rannsóknarinnar á hvarfi Geirfinns Einarssonar frá Keflavík hinn 19. nóvember 1974. Það er kunnara en frá þurfi að segja að eftir langt gæzluvarðhald og stöðugar yfir- heyrslur og rannsókn þessa máls hefur ekki tekizt að finna nein tengsl þessara manna við hvarf Geirfinns Einarssonar. Dóttirin opnaði fyrir lögreqlunni „Dóttir okkar, 9 ára gömul, opnaði dyrnar þegar lögreglan kvaddi dyra kl. 6 þennan morgun,” sagði Magnús í viðtali — segir Magnús Leópoldsson, framkvœmdastjóri Klúbbsins, laus úr 105 daga gœzluvarðhaldi við fréttamann Dagblaðsins er hann heimsótti þau hjónin í gær. „Dyrasiminn var bilaður og voru því lögreglumennirnir þrir komnir að okkar dyrum," sagði kona Magnúsar. „Valdís átti að fara í leikfimi kl. 8 og ég hélt að við hefðum sofið yfir okkur og vinstúlka hennar væri komin til að sækja hana,” sagði Björk. „Við erum frá rann- sóknarlögreglunni,” sagði sá sem hafði orð f.vrir þeim þegar ég spurði hvað þeir vildu,” bætti Björk við. Þarna voru komnir þrír menn, einn úr Kópavogslögreglunni og tveir rannsóknarlögreglumenn frá Reykjavík. Átti að vita óstœðuna sjólfur Nú var spurt um Magnús og honum sagt að þeir væru komn- ir til þess að sækja hann. „Eg spurði hvert tilefni væri til þessarar handtöku,” sagði Magnús. „Mér var sagt að það kæmi í ljós og mér fannst reyndar á orðum þeirra að ég ætti jafnvel að vita það. Ég ítrckaði spurningu mína þegar komið var út í bíl lögreglunnar og fékk svipuð svör. Eg var síðan fluttur inn í Síðumúla og látinn í fangaklefa sem ég átti eftir að dveljast í næstu mánuði,” sagði Magnús Leópoldsson. Kl. 8—9 var síðan lesið fyrir mér að ég væri úrskurðaður í gæzluvarðhald vegna rökstudds gruns um að ég væri valdur að hvarfi Geir- finns Einarssonar. Ég var fyrst og fremst undr- andi og átti erfitt með að átta mig á þessu. Með þessu hófst bið sem mér hefur fundizt æði löng,” sagði Magnús. „Eg ætla ekki að reyna að lýsa því hvern- ig það er að vera fyrirvaralaust tekinn út úr daglegu lífi og geta ekki gert sér grein fyrir rétt- mætri ástæðu fyrir því. Sérstaklega fyrstu dagana var ég viss um að það stæði á einhverjum hnút sem myndi leysast. Þetta reypdist þó ekki svo og dvöl mín þarna varð lengri en mig óraði fyrir, eins og allir vita víst. Þetta hefur verið geysileg lífsreynsla og ég veit það varla enn hvað dýru verði hún hefur verið keypt,” sagði Magnús. „Þegar gæzlu- varðhaldið var framlengt velti ég því mikið fyrir mér hvort maður væri saltaður þarna eða hvort mikið væri unnið að rann- sókn málsins. Eg er viss um að mikið var unnið allan timann.” Yfirheyrslurnar beztu stundirnar „Það kann að þykja einkenni- legt, en satt að segja voru yfir- heyrslurnar mínar beztu stund- ir,” sagði Magnús. „Svona vist á ekki við mig og sjálfsagt engan. Ég hefi létzt um 11 kíló. Það leita á mann ýmsar 'ahyggjur, kannski mest vegna konu og barna. Það er heldur ekki léttbært að vera kippt í burtu frá starfi við að veita forstöðu einu stærsta veitinga- húsi landsins. I því efni sem öðru hefur konan mín reynzt frábærlega, því að hún tók það starf að sér. Allt starfsfólkið í Klúbbnum hefur verið stoó hennar og stytta sem einn maður,” sagði Magnús Leó- poldsson. „Það er dálítið sérstök staða að þurfa að selja húsnæði ofan af konu og börnum í gegnum fangelsismúrana en hún hefur tekið því eins og hetja,” sagði Magnús. Björk sagði að dæt- urnar tvær, Valdís 9 ára og María 6 ára, hefðu þurft að fara upp í Borgarfjörð til að vera þar hjá afa sínum þennan tíma. „Magnús hefur alltaf verið mikið með börnunum og leik- félagar og skólasystkin voru farin að spyrja: „Hvar er pabbi þinn?”. Börn eru börn, og við svona spurningum er ekkert að gera,” sagði Björk. Viss um sakleysi mannsins síns „Það sem hélt mér gangandi var vissan um sakleysi Magnús- ar. Það hlaut að sannast fyrr eða síðar. I starfi mínu varð ég nokkuð vör við að fólk veittist að mér i orðum. Það hefi ég átt erfitt með að þola. Ég hefi ekki getað tekið því sem gríni enda þótt einhverjir hafi jafnvel meint það þannig,” sagði kona Magnúsar. „En á móti því hefur vegið þungt hvað vinir okkar hafa reynzt okkur vel. Fólkið hérna í húsinu hefur verið okkur hlýtt og gott allan tím- ann.” Þau Magnús og Björk búa með börnum sínum I fjölbýlis- húsi í Kópavogi en sem fyrr segir urðu þau að selja íbúðina og eiga að fara úr henni í júlí- mánuði I sumar. Þau hafa búið þarna í Kópavogi í 3 ár. Magnús Leópoldsson ásamt eiginkonu sinni Björk Valsdóttur og tveim dætrum þeirra hjónanna að heimili þeirra í Kópavogi i gærkvöldi. (DB-mvnd Björgvin Pálsson). Manni lokast ýmsar dyr „Já, því er ekki að neita að manni lokast ýmsar dyr, bæði i bókstaflegri og eins í óeigin- legri merkingu,” sagði Magnús, „en það er líka ómetanlegt að finna sanna vináttu þegar á reynir. Þetta á jafnt við um fjölskyldu og vandalausa.” Þessi einangrun á ekki við mig,” sagði Magnús, „en það hefur stytt hana eitthvað að geta lesið nokkuð af bókum, þótt oftast væri það með hálf- um huga og ekki alveg það les- efni sem maður hefði kannski valið ef þess hefði verið kostur. Ég var frelsinu að sjálfsögðu feginn og fannst ég vera nokkuð hress þegar ég var lát- inn laus en svo er eins og það hafi komið nokkurt bakslag, og ég hefi satt að segja ekki ennþá lagt I að byrja að vinna,” sagði Magnús Leópoldsson að lokum. —BS UNGLINGA- REGLAN ORÐIN 90ÁRA Nýlega hélt Unglingareglan, samtök barnastúkna í landinu, upp á stórafmæli. en 9. maí fvrir 90 árum var Æskan. fyrsta barna- stúkan, stofnuð af Birni Pálssyni. Unglingareglan hefur starfað á meðal barna og unglinga, reynt að efla með þeim félagsþroska og lagt áherzlu á nauðsyn bindindis- starfsins. 3—4 þúsund meðlimir eru nú I reglunni í þeim 30—40 barnastúkum sem starfandi eru. Haldið er uppi félagsstarfsemi með fundum og dansleikjum, auk þess sem farið er i ferðalög og vormót eru haklin sunnan- og norðanlands. Einnig er gefið út á vegum Unglingareglunnar árs- Her fer arslialið hariiaslukiiiiiiar i Keflavik I rani ritið Vorblómið. ritstjóri þess er Núverandi stórgæzlumaður, Hilmar Jónsson bókavörður í Sigurður Gunnarsson. eða yfirmaður reglunnar. er Keflavík. _jr ■'essi gleðskapur er frá harnaslúkufundi i Hveragerði.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.