Dagblaðið - 13.05.1976, Blaðsíða 14
14
DACBLAÐIÐ. F’IMMTUDAGUR 13. MAI 19Y6.
Sportbáta-
eigendur
íSnarfara:
Sportbátaeigendur í
Snarfara Hafa nú tekið á
leigu fjöru til að geta
sjósett báta sína og
tekið þá upp, en hvergi
er viðunandi aðstaða til
þess í borgarlandinu.
Fjara þessi er á athafno-
svœði Keilis hf. við
Elliðaárvog og er nú búið
að jafna og bera ofaní
veg niður í fjöruna.
Nœstu daga stendur svo
til að hefja byggingu
flotbryggju eftir sömu
hugmyndum og flot-
bryggjan í Viðey. Sjálf-
boðaliðar unnu að jarð-
vinnunni og mun bryggj-
an einnig byggð í sjálf-
boðavinnu.
Að sögn Hafsteins Sveins-
LEIGJA FJÖRU 06
BYGGJA R0IBRYGGJU
Á m.vndinni hér til hliðar sést
malarborin akbrautin niður í
fjöruna, en fjaran sjálf er
nokkuð örugg og á ekki að vera
hætta á að bilar spóli sig niður í
henni, taki þeir varlega af stað.
Fyrir utan má sjá tvo báta við
bólfæri, en búast má við að
þeim muni fjölga þar mjög í
sumar. DB-mynd: Björgvin.
sona.. formanns Snarfara, er
ráðizt í þessa framkvæmd af
algerri neyð þar sem ekkert at-
hafnasvæði er fyrir sportbáta í
borgarlandinu og töf hefur
orðið á ákvörðun borgaryfir-
valda um byggingu smábáta-
hafnar við Gelgjutanga.
Bryggjan er fyrst og fremst
hugsuð til þess að bátar geti
rennt þar uppað eftir fólki og
vistum. en margir hyggja á að
leggja bólfæri skammt undan
fjörunni og geyma báta sína
þar. Róa þeir þá út eftir þeim á
smábátum og renna síðan að
bryggjunni eftir fólkinu og
eldsneytinu. Reiknað er með að
bryggja þessi komist mjög fljót-
lega í gagnið.
Viðgerðarmaður í Vélaröst:
Skem vetror-
geymsla oðol-
orsökbíkma
Aðalfundur
Snarfaro:
Félaga-
fjöldiað
verða
200
A annað hundrað manns
mættu á aðalfund Snarfara,
sem haldinn var í Slysavarna-
félagshúsinu á Grandagarði í
siðustu viku, og voru menn
mjög áhugasamir og ríkti mikil
stemmning á fundinum, að
sögn Hafsteins Sveinssonar,
formanns félagsins, en hann
var endurkjörinn formaður.
Stjórnin var öll endurkjörin
en hana skipa Hörður
Guðmundsson, Olafur Skage-
vik, Arni Ragnarsson og Krist-
inn Guðbrandsson.
Félagar í Snarfara eru nú að
nálgast 200 og fjölgar þeim ört,
að sögn Ilafsteins. Á fundinum
voru rædd ýmis hagsmunamál
félagsins, einkum þó fyrirhug-
uð smábátahöfn, og þar voru
unnin öll venjuleg aðalfundar-
störf.
V
Aðal viðgerðirnar eru
vegna slœmrar geymslu
yfir veturinn og vegna
þess að ekki er gengið rétt
frá mótorunum fyrir
geymslu sagði Herbert
Herbertsson, viðgerðar-
maður í Vélaröst hf. við
Súðarvog.
1 Vélaröst er gert við langflesta
utanborðsmótora á höfuðborgar-
svæðinu, komi eitthvað fyrir þá,
og því litum við þar inn um
daginn.
Þar var mikill fjöldi mótora,
ýmist sem lokið var að gera við,
verið var að gera við, eða biðu
viðgerðar og var nóg að gera.
Herbert sagði að langmest væri að
gera á vorin, en þó færðist í vöxt
að menn hefðu góðan fyrirvara til
að mótorarnir væru örugglega
klárir fyrir sumarið.
Eins og fyrr segir, er slæm
geymsla og lélegur frágangur
höfuðorsök bilana i utanborðs-
mótorum og í haust munum við
leiðbeina mönnum með frágang
fyrir veturinn hér á bátasíðunni.
Hér sést hlutl þeirra mótora,
sem Vélaröst er nú með til
„lækninga,” en alls skipta þeir
tugum. Vélaröst hefur aðstöðu
til að reyna þá í kari, við sem
eðlilegastar aðstæður. DB-
myndir: Björgvin.
Herbert er þarna að dytta að einum, sem ekki var í nógu góðri
geymslu í vetur. Allskyns kvillar geta fylgt í kjölfar slæmrar
geymslu og stundum kostar trassaskapurinn eigendurna það að þeir
verða að biða eftir þeim úr viðgerð langt fram á sumar, vanti
varastvkki að utan eða ef hilunin hefur verið alvarleg.
Það gerist alltaf eitthvað
í þessari Viku:
Athyglisvert viðtal við Unni Guðjónsdóttur danshöfund, sem m.a. tók þátt í kosningabaráttu
Þáttur af Fedda fúskara og Þorra þrautgóða — Kvartmílumenn í A fleygiferð — Ferðasaga
— Viðtal Francois Sagan við Brigitte Bardot og margt fleira.