Dagblaðið - 13.05.1976, Blaðsíða 3
I)A(iBLAÐIí). KIMMTUDACUR 13. MAl 1ÍI7(>.
3
Að skylda menn tíl að taka
sér f rí — það er hneyksli
— fyrirkomulag orlof sgreiðslu er í ólestri
K.G. skrifar:
,,Þaö fyrirkomulag sem nú er
á greiðslu orlofsfjár 'er alger-
lega óviðunandi. Ég veit dæmi
þess að fólk hafi orðið að fara
nokkrar ferðir auk þess að
kosta upp á símtöl til þess að ná
orlofsfé sínu. Þurfti
viðkomandi þrjár ferðir á bíl
milli fjarða, þar sem unnið var
utan aðsetursstaðar, og auk
þess tvö símtöl að viðbættu
vinnutapi.
Það er á algjörlega röngum
skilningi byggt og hrein svik
við vinnandi fólk að haga
orlofsgreiðslum á þann hátt
sem nú er gert. Fyrst og fremst
er verið að svipta fólk frelsi ef
það fær ekki að hafa umráð
yfir sínum launum sem það á
rétt til að fá í sínar hendur
strax.
Það er brot á frelsi að hver
þegn þjóðfélagsins fái ekki
notið launa sinna frjálst.
Furðulegast er að þessi lög, sem
í gildi eru um orlof og orlofsfé,
skula vera samin af þeim mönn-
um sem þykjast vera að gæta
hagsmuna vinnandi fólks. Ef
orlofsfé væri greitt með öðrum
launum væri mörg fyrirhöfn og
aukakostnaður afnuminn bæði
hjá launþegum og fjölda ann-
arra sem í þessu verða að
standa og að öllu þessu kerfi
vinna. Eða er það ekki tap fyrir
þann sem í því verður að
standa, þegar efnahagurinn er
tæpur, að taka víxillán út á
váentanlegt orlofsfé og borga
þar með háa vexti? Fyrir utan
það að þetta fyrirkomulag að
taka þó nokkra upphæð af laun-
um fólks, sem er haldið fastri
hjá Póstri og síma eða atvinnu-
rekendum eftir atvikum I heilt
ár án vaxta. Segjum að orlofsfé
væri á bankavöxtum. Mundi
ekki verða einhver prósenta i
kauphækkun?
Hver maður getur séð hver
munur er á lántöku og inn-
stæðu. Ég er verkamaður og
mér sárnar það mest að þeir
sem eiga að vera forsvarsmenn
okkar skuli koma svona lögum
á, sem algjörlega ganga I öfuga
átt við hag fólksins.
Að skylda menn til að taka sér
frí og hvíld frá störfum og fara
í sumarfrí er algjörlega mis-
heppnað og kemur ekki að
neinu gagni. Menn fara ekki í
sumarfrí eða taka sér hvíld
þegar efnahagurinn jaðrar við
gjaldþrot. Heldur fara menn í
einhverja aðra vinnu sem gefur
meira i aðra hönd en sú sem
þeir hafa haft og þá verður
álagið enn meira en þessir góðu
herrar ætlast til með þessu
hvíldartali, sem klifað er á. Að
setja lög sem banna fólki að
bjarga sér og jafnvel að hirða
launin þess, eins og í sumum
tilfellum er heimilað og þaó af
þess eigin félagi, er mjög lítil-
lækkandi.
Nú kemur það í dagsljósið að
þjóðin verður að borga flein
milljónir vegna orlofsfyrir-
komulagsins. Póstur og sími
þárf að fá hækkanir í sífellu til
þess að slanda straum af þess-
um kostnaði
Menn fara ekki í sumarfrí og taka sér hvíld þegar efnahagurinn jaðrar við gjaldþrot.
Ljðsmynd Ragnar Th,
Dýrtíð ó íslandi — að vísu en er
þetta ekki fulllangt gengið?
Július Högnason, Keflavík,
hringdi:
„Hér í Keflavík er trésmlða-
verkstæði sem Þorvaldur Ólafs-
son rekur. Eins og gengur og
gerist vantaði mig timbur og
pantaði hjá Þorvaldi 32 metra
af furu 1x4 og hálfa plötu af
hvítum, vatnsheldum krossviði,
en hún var söguð I tvennt.
Þegar ég pantaði þetta hjá Þor-
valdi kostaði efnið — furan
hefluð og krossviðsplatan söguð
i fernt — krónur 11000 ellefu
þúsund og auðvitað samþykkti
ég þá upphæð.
Þegar hins vegar fjórum og
hálfum tíma síðar var komið
með efnið til mín var timbrið
komið upp í 14000 — fjórtán
þúsund, verðið hafði hækkað
um þrjú þúsund á fjórum og
hálfum tíma.
Þrátt fyrir mikla dýrtíð á
Islandi var ög ekki alveg
tilbúinn að samþykkja þessa
óvæntu og miklu hækkun og
sagði þvi þvert nei við borgun.
Þá bauðst maðurinn til að
lækka verðið um 2000 — tvö
þúsund krónur. Þrátt fyrir það
fannst mér enn dýrtíðin of
mikil á þessum
klukkustundum sem liðnar
voru frá þvi að ég pantaði
timbrið og neitaði og-hef enn
neitað að borga timbrið. Lái
mér hver sem vill. Svona
viðskiptahættir eru engum
líðandi og þeir eiga alls ekki að
komast upp með slíka sem'þa.”
Símatíminn
er fró 13—15
Vildirðu vera á
varðskipi?
Páll Benediktsson nemi: Nei, það
er strangt og hættulegt að standa
í þessu og þetta eru djarfir karlar
sem eru á skipunum.
Spurning
dagsins
Páll Jónsson farmaður: Eg get
ekki ímyndað mér það. Það er
agalegt að standa I þessu og ég
vildi ekki skipta.
Guðmundur Hallgrímsson
lyfjafræðingur: Jú, ég gæti
hugsað mér það. Ég var einu sinni
messagutti á varðskipi, en það er
annað mál hvort konan yrði
samþvkk því.
Friðrik M. Friðriksson verka-
maður: Nei, mig hefur aldrei
langað til þess. Þetta er hræðilegt
taugastrið og ekki fyrir hvern
sem er að standa í þessu.
Jóhannes Jónsson nemi: Já, hvers
vegna ekki. Egvildinú frekar
vera á miðunum ef þar væri
dálítið rólegra, þeir þurfa að vera
harðir af sér þessir náungar.
Agúst Filipusson: Þvi ekki það?
Við verðum að gera það sem við
getum. Stjórnin verður líka að
gera sitt, hún hefur ekki gert það.