Dagblaðið - 13.05.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 13.05.1976, Blaðsíða 24
— segir grœnmetisf orstjórinn, þegor honn ber saman danska matvöru og íslenzka Húsmóðir cin scm var að koma frá Kaupmannahöfn, rakst inn í matvörubúðina á Kastrupflugvelli i fyrradag og keypti sér sitthvað smávegis, meðal annars gulrætur og lauk. Henni brá illilega i brún, þegar hún bar þessa matvöru saman við það sem íslenzkir neytendur kaupa í verzlunum liér. Gulræturnar voru hreinar og litfagrar frá Danmörku, en þær íslenzku óhreinar og ægilegar ásýndum. Danski laukurinn var pakkaður sn.vrtilega í netpoka, stinnur og vel með farinn. Sá íslenzki var í plastpoka. linkulegur og særður, víða virtist hann farinn að mygia og morkna. ,,Mér datt í hug að sýna for- stjóranum í grænmetis- verzluninni hvernig Danir bera sig að í þessu. Það var rétt svo að ég fékk að tala við hann,” sagði frúin. „Hann sagði bara að íslenzka varan væri mun betri matur en sá danski, það undraðist ég. satt að segja,” sagði konan. -JBP- ISLAND DANMÖRK Mannamatur í tveim löndum: r r SAISLENZKIER BETRI ÆGIR LET UNDAN ÞEGAR HÓTAÐ VAR LOFTÁRÁSUM Varðskipið Ægir kom í gær- morgun að 6 brezkum togurum, þar sem þeir voru að veiðum í Víkurál, um 35—40 sjómílur norð-vestur af Bjargtöngum. Náðu þeir allir inn veiðarfærum sínum áður en varðskipið kom að þeim. Þegar einn þeirra, Primella H- 98, gerði tilraun til þess að kasta aftur, gaf Ægir honum stöðvunar- merki. Togarinn hlýddi og var þegar settur út mannaður bátur frá Ægi. Þegar hann nálgaðist Primellu setti togarinn aftur á ferð og neitaði úr því að hlýða fyrirmælum varðskipsins. Skaut varðskipið nú þrem lausum aðvörunarskotum að tog- aranum, en hann hafði hins vegar samband við brezk herskip fyrir Austurlandi. Réðu þau honum til að óhlýðnast fyrirmælum varð- skipsins og að halda út. Hétu þau aðstoð sinni svo og Nimrod-þotu. Eftir ítrekaðar aðvaranir skaut varðskipið föstu skoti fyrir framan togarann um kl. 12.30. Nimrod-þotan var þá komin á vettvang og hótað því að skjóta á varðskipið, ef það skyti fleiri skotum að togaranum. Við þessa beinu og ítrekuðu hótun urn þessa ógnun við líf áhafnar varðskips- ins, var ekki talið rétt að ganga lengra í aðgerðum gegn togar- anum, en honum fylgt eftir. Um kl. 14. var vitað um aðra Nimrod-þotu á leið frá Bret- landi og herskipið Lowestoft var einnig á leið á vettvang frá Suð- austurlandi. Flotamálaráðherra _ Breta, Patrick Duffy, staðfesti í brezka þinginu í gærkvöldi, að Lowestoft hefði verið sent til aðstoðar við Primellu. Varnarmálaráðuneytið neitaði hins vegar að beitiskipið Blake, sem er 11 þúsund tonn, vásri ferðbúið til þess að siglá á íslandsmið til þátttöku í árásarað- gerðum Breta. —BS „YIÐ ERUM NEYDDIR w frjálst, úháð dagblað FIMMTUDAGUR 13. MAl 1976 í útilegu í Árbœnum Hvort þau ætluðu að taka sumarfríið snemma, maðurinn og konan úr Breiðholtinu, er ekki vitað, en af stað lögðu þau alla vega i útilegu í gær. Hins vegar hefur ferðaþreytan fljótt tekið að hrjá þau því að þau komust að efsta húsinu við Hraunbæ í Árbæjarhverfi og þar slógu þau upp tjaldi sínu. Börnin í Arbæjarhverfinu* voru fljót áð átta sig á að útilegufólk var komið í hverfið og dreif skjótt að mikinn hóp barna. Lögreglan hafði víst eitthvað að athuga við tjald- stæði fólksins og tiltektir. Hún tók manninn og konuna í sína vörzlu og fengu þau að gista í hlýlegri híbýlum en tjaldi í nótt, — i fangageymslu lögreglunnar. —AT— Svört messa ó lithóisku Skáldsaga Jóhannesar Helga, Svört messa, hefur nú verið gefin út í Litháen. Útgef- andi er forlagið Vaga í Vilnius. Þýðandi var Vincentas Stravinskas og þýddi hann bókina úr rússnesku. Upplag bókarinnar er 25 þúsund eintök, sem þætti líklega stórt á íslenzkum bókamarkaði þar sem bækur fara sjaldnast yfir 2000 eintök, Framhaldsleik- ritið Eyja í hafinu, sem flutt var í útvarpinú í vetúr. var byggt á Svartri messu. TIL AÐ SKJ0TA" — sagði f lugstjóri Nimrod-þotunnar clzti bjorgunarbatur mndsins: VERDUR SETTUR ÁSAFN í SANDGERDIINNAN 2ÁRA „We will be forced to open fire” þ.e. „við erum neyddir til að skjóta”, var hótun Nimrod- flugvélarinnar orðrétt. „Hingað til hafa þessar vélar verið gefnar upp sem njósna- flugvélar,” sagði Jón Magnús- son, talsmaður Landhelgis- gæzlunnar í viðtali við Dag- blaðið. „Við vitum að þetta eru stórar herflugvélar, sem meðal annars geta grandað kafbátum, DRENGIRI Fjórir drengir á fermingar- aldri frá Upptökuheimili ríkisins i Kópavogi gerðu nokkuð víðreist um Reykjavík og nágrenni á stolnum bílum í fyrrinótt. Ferðalag stráklinganna teygði sig jafnvel til Keflavíkur, en þaðan forðuðu þeir sér með rófuna á milli fótanna, er þeir sáu lög- regluna þar. Alls voru það þrir bílar sem drengir-nir notuðu á ferðalagi sínu. Fyrst voru þeir allir fjórir i einum bíl, en er benzín þraut fengu þeir sér annan. Nokkru síðar langaði fleiri til að fá að keyra svo að þá var þriðja bílum stolið. Eftir frásögnum drengjanna voru þeir í æðisgengnun. en við vitum ekki hvaða búnað þessi vél hefur haft um borð,” sagði Jón. Vitað er að Nimrod- flugvélarnar geta borið flug- skeyti, sem er komið fyrir undir vængjum þeirra, auk þess sem þær geta haft djúp- sprengjur innanborðs. Það er því hafið yfir allan vafa að flug- vélar þessar geta gert ártis á skip og grandað þeim. ÖKUFERÐ eltingaleik við lögregiuna, þegar þeir náðust. Hið sanna mun hins vegar vera það, að lögreglan kom akandi í hægðum sínum á móti þeim og stöðvaði þá á ofur hversdags- legan hátt. Þar eð drengirnir fjórir hafa enn ekki náð fimmtán ára aldri eru þeir ekki sakhæfir að öðru leyti en því að þeir fá að gista Upptökuheimilið áfram. Því væri ekki úr vegi að taka þann sið upp að rassskella svona upprennandi smáglæpona ærlega fyrir framferói eins og það, er að framan greinir. Það ætti varla að skaða sálarlíf þeirra til ntuna úr því að það er orðið gegnsýrt af barnalegum töffaraskap nú þegar. -AT- Fyrsti björgunarbátur Slysavarnafélags íslands, Þorsteinn, stendur nú á þurru í Sandgerði og bíður þess, að honum verði komið í hús. Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði vinnur nú að því að breyta bátnum til þess horfs, sem hann var í er hann kom til landsins. Því verki á að vera iokið innan tveggja ára — en þá á sveitin hálfrar aldar afmæli. Þorsteinn kom til landsins árið 1929. A björgunarbátsferli sínum var hann ávallt staðsettur í Sandgerði. Síðar fluttist hann til Reykjavíkur og þá voru settar í hann vélar. Löngu seinna var hætt að nota bátinn, og þá lenti hann í hirðuleysi, eins og títt er um gamla báta. Þá komu Sapdgerðingar hins vegar til sögunnar og minntust þess að fyrsti björgunarbátur íslendinga hafði verið staðsettur hjá þeim. Þeir gengust í því að fá bátinn til sín og þar hefur hann staðið að undanförnu og beðið þess að hafizt yrði handa við að breyta honum t upphaflegt horf. Þá verður meðal annars tekin úr honum vélin. -AT- Björgunarbáturinn Þorsteinn stendur nú uppi á landi í Sandgerði. Að sögn Guðbjarts Gunnars- sonar stýrimanns. sem tók þessa mynd, er báturinn nokkuð illa farinn, búið að hirða úr honum kopar og byrðingurinn farinn að losna frá kilinum. Þorsteinn á siglingu í Reykjavíkurhöfn árið 1929. skömrnu áður en hann var afhentur til Sandgerðis. Myndin er tekin úr Arbók Slysa- varnafélag.sins.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.