Dagblaðið - 13.05.1976, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1976.
Ítalía:
Þessi litla stúlka, Silvia Falisca, hélt liffi, er móðir hennar þrýsti henni að sór og verndaöi hana
þannig meö líkama sinum. Móðirin lót lífiö. er hús þeirra í þorpinu Gemona hrundi til grunna.
kostnaðarsamt
hjálparstarf
í gangi
Hjálparstarfið á jarðskjálfta-
svæðinu á Norður Italíu er enn
í fullum gangi. Ríkisstjórnir
landa víða í heiminum hafa
heitið fjárstuðningi, enda er
fjöldi þorpa í rústum og efna-
hagur norðurhéraðanna einnig.
Var efnahagur landsins, eins
og kunnugt er, bágur fyrir, og
stjórnarkreppa hefur verið þar
í allan vetur.
Sem dæmi um gjafmildi
fólks, hafa samtök kanadískra
Itala sent heimalandinu 685
þúsund dollara, sem þeirjiöfðu
nýlega lokið við að safna til
þess að geta haldið áfram að
reka nýtt elliheimili í Toronto.
Nú hafa þeir hins vegar orðið
að viðurkenna að þeir fari á
hausinn, ef ekkert verði að
gert, og vilja heldur fá fólk frá
svæðunum til sín, enda nægi-
legt pláss á heimilinu, sem hóf
starfsemi sína fyrir þrem
vikum.
Mercedes Bens 230/6
1973
til sölu ótollafgreiddur.
Uppl. í síma 30191 eftir kl. 7.
Perú:
Víðtœkar
pólitískra
fanga
Herforingjastjórnin í Lima í
Perú lýsti því yfir í dag, að
fyrirhugaðar væru miklar
sakaruppgjafir pólitískra
fanga sem dæmdir voru er
stjórnin lók völdin fyrir átta
árum.
Sakaruppgjöfin kom í kjöl-
far fundar ráðherra að beiðni
forsetans, Bermudez, sem
lofað hafði auknu frjálsræði í
stjórn landsins.
35 menn, þar á meðal fyrr-
um atvinnumálaráðherra og
helztu andófsmenn ríkis-
stjórnarinnar til hægri og
vinstri voru náðaðir og þeim,
sem flúið höfðu land, leyft að
snúa heim.
Flestir þeirra. er setið höfðu
i fangelsi, lentu í útistöðum við
fyrrum forseta landsins,
Alvarado, en núverandi forset-
inn. Bermudez, hafði lofað
auknu frjálsræði í landinu. er
hann hrifsaði völdin i ágúst s.l.
með byltingu án blóðsút-
hellinga.
Portúgölsku forsetakosningarnar:
Eanes talinn
líklegastur
til sigurs
Yfirmaður portúgalska
hersins, Eanes, sem tryggt
hefur sér stuðning þriggja
stærstu stjórnmálaflokka
landsins mun í dag kanna
stuðning þann er hann hefur í
hernum, áður en hann lýsir því
yfir að hann sé frambjóðandi í
forsetakosningum sem nú fara í
hönd.
Eanes, sem er 41 árs, er
talinn fremur íhaldssamur í
skoðunum, og hann mun í dag
heimsækja suðurherstjórnar-
svæðið í landinu, en þar hafa
stjórnmálamenn úr miðflokk-
unum reynt að halda baráttu
vinstri manna niðri undanfarið.
A ferðalagi sínu um miðher-
stjórnarsvæðið í gær sagði
Eanes, að hann teldi verulegar
líkur á því að hann yrfði í fram-
boði við kosningarnar 27. júni
n.k. en'bætti við, að hann vildi
ekki segja ákveðið um það fyrr
en undir helgina.
Hershöfðinginn, sem er var-
kár í gerðum sínum og lætur
lítið yfir sér hefur tryggt sér
stuðning allra helztu stjórn-
málaflokkanna og er búizt við
að hann vinni kosningarnar
auðveldlega.
Líklegasti forseti Portúgals
eftir 27. júní: Eanes.
Þó að hann eigi litla samleið
með róttækum vinstri öflum er
öruggt að hann heldur stjórnar-
skrána í heiðri, þar sem gert er
ráð fyrir sósíalisma og
réttindum verkamanna.
Kvikmyndahátíðin
í Cannes hefst í dag
— miklar deilur urðu um
val kvikmynda
Kvikmyndahátíðin í Cannes
hefst í dag með því að horfið er
til hinna gömlu góðu daga kvik-
myndanna. Dansparið heims-
fræga, Gene Kelly og Fred
Astaire, mun þá kynna beztu
myndir frá gullaldartímabili
höfuðborgar kvikmyndanna,
Hollywood.
Hátiðin hefst með sýningu á
myndinni „Hollywood—Holly-
wood" en næst i röðinni er kvik-
myndin „That’s Entertain-
ment’’ sem hefur að geyma at-
riði úr flestum söngva- og dans-
myndum, sem hvað vinsælastar
urðu hér á árunum. þegar amma
vár ung.
En töluverð breyting hefur orðið
á kvikmyndahátíð þessari gegn-
um árin. Þeir dagar eru nú
horfnir, að fáklædd smástirni eða
venjulegar stúlkur frá smáþorp-
um víðs vegar að úr heiminum
reyndu að vekja ath.vgli leikstjóra
og framleiðenda á sér með alls
kyns uppátækjum.
Hátiðin í dag er aðeins orðin
stór markaður þar sem forrlkir
kvikmyndaframleiðendur og eig-
endur kvikmyndahúsa koma
saman til þess að gera út um
iðnað, sem árlega veltir meira en
750 milljónum punda.
En áður en hátiðin gat hafizt
hafði staðið mikill styr um ýmis
mál.
Eina framlag Breta tit hátíðar-
innar, „Bugsy Malóne” rétt marði
þaó í gegnum valnefndina, eftir
langar umræður um gildi hennar.
Myndin fjallar um glæpamenn
frá árinu 1930 og er nær eingöngu
leikinn af táningum. Sýningar á
henni voru bannaðar í fyrstu, en
um það atriði var mikið deilt, —
það var ekki fyrr en forseti há-
tiðarnefndarinnar hafði sjálfur
séð hana að hann tók ákvörðun
um að leyfa sýningar á henni.
Þegar Safír sást í glugganum...
Ljónið var að horfa út um
gluggann á fimmtu hæð í húsi
við fimmtu götu í New York og
skyndilega kom lögreglan með
haglabyssur, net og alls kyns tól
til þess að temja ljónið.
Afleiðing alls þessa varð sú,
að Sam Speerstra varð að skilja
viðgæludýrið sitt, ljónið Safír.
Safír hafði verið að stunda
uppáhaldsiðju sina, — að hokfa
út um gluggann á skrúðgöngu
sem hélt þar hjá. Einhverjir
göngumanna litu upp og sáu
ljónið. Var uppi fótur og fit og
lögreglan kölluð til.
Með lögreglunni kom á
staðinn maður frá dýravernd-
unarfélaginu, sem sagði tauga-
óstyrkur: „Þetta er fyrsta
ljónið, sem ég hef afskipti af.”
Það tók rúmlega klukku-
stund að fá ljónið til að fara inn
í búr, sem það var flutt f til
næsta dýragarðs, en eigandinn,
Speerstra, er auðvitað harmi
sleginn vegna örlaga vinar síns.