Dagblaðið - 13.05.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 13.05.1976, Blaðsíða 11
l)A(iBLAÐH). I-'I MMTUDAlilIK 13. MAÍ 197H. 11 æðri form) <>j> holdur okki of jíömul (þá or hætta á að hún só útkulnuð). Tvöfaldar st.jörnur eru líka útilokaðar. því að hnatt- brautir pláneta þeirra eru of flöknar. í okkar sólkerfi eru 200 mill.jarðar stjarna. Möjjulejjt er að f.jórðunjtur þeirra hafi plánetur. A hundruðustu hverri plánetu jtæti verið líf. APN — Er ekki hæjít að s.já ptónetur nálæjjustu st.jarna frá jörðinni? RP —Nei. þær fela sij; í útgeislun stjarnanna, ojí við getum aðeins fundið þær með því að fylgjast með hrevfingum st.jarnanna. stjörnumyrkvum o.s.frv. En ég á von á að fyrir 1980 verði komið fyrir úti í geimnum stórri ratsjá, sem gerir okkur kleift aó sjá plánetur Epsilon og Taú. Það verður stórt skref fram á við. APN — Þegar þér taJið um vits- munaverur í geimnum finnst mér /" ' ■ þér eiga við verur líkar okkur. En gæti ekki verið urn annars konar verur að ræða? RP — Vitaskuld. Til dæmis rafeindakerfi. En við hér á jörðinni álítum. að sltk háþróuð kerfi verði ekki til fyrr en eftir að liffræöileg þróun hefur átt sér stað. Þar af leiðir. að lifíræðileg þróun er rn.jög mikilvægt skilyrði fyrir þróun vitsmunalífs. hvaða form hún kann að taka á sig. Við höf- um ekki áhyggjur at þvi. hvort sú siðinenning sem við náum sam- bandi við verður líffræðileg eða ekki, heldur aðeins hvort full- trúar hennar hafa skapað tækni og vísindi. Aðalatriðið er að fá santband viö þessar vitsmuna- verur, það skiptir ekki máli hvernig þær líta út. APN —En samband við ókunnar vitsmunaverur gæti haft nei- kvæðar og jafnvel hættulegar af- leiðingar... RP— Já, margir vísindamenn halda aö slík samskipti gætu haft ýntis óþægindi í för með sér. Sumir eru hrteddir við að ,.j)að" ráðist á okkur, aðrir halda að sam- skiptin muni valda mannkyninu áfalli, t.d. vegna hugsanlegra stökkbreytinga á tækniþróun okkar ef við komumst í kynni viö ennþá háþröaðri tækni. Eg held persónulega aö þessi samskipti verði okkur hvorki til hjörgunar né glötunar. Vitsmunaverur sem geta komið á sambandi við aðra menningu verða fyrst og fremst í þekkingarleit og því vinsamleg- ar. APN — Hvaða afstöðu hafið þér til kenninganna um heimsóknir úr geimnum? RP — Ef við viðurkennum þann möguleika, að líf fyrirfinnist á öðrum hnöttum, getum við líka viðurkennt þann ótrúlega mögu- leika, að verur af öðrum hnöttum hafi heimsótt jörðina okkar. En ef þa-r hefðu heimsótt jiirðina hefðu j)a>r varla látið vera að kíkja á tunelið. Þar hefðu verks- ummerki um ferðir þeirra varðveist, vegna þess að þar er hvorki vindur né regn til að má burt sporin. Hvað snertir fljúgandi diska, má geta þess að i Bandaríkjunum var stofnuð sér- stök nefnd til að rannsaka allar upplýsingar sem fyrirfinnast. Nefndin gaf út næstum þúsund síðna rit, þar sem öllum kenningum um fljúgandi diska (UFO) er ákveðið visað á bug. Auðvitað yrði ég himinlifandi ef þeim sem halda því fram að UFO séu heimsóknir vitsmunavera af öðrum hnöttum. tækist allt í einu að finna sannanir fyrir full- yrðingum sínum, því að það mundi sýna, að CETI er al- gjörlega raunhæft fyrirbæri. APN — Hvenær haldið þér að við megum eiga von á að verur af öðrum hnöttum banki uppá hjá okkur'' RP — 1 lok 21. aldar. Þessum áfanga verður ekki náð -á skemmri tima en einni öld og það því aðeins að við vinnum að þessu kerfisbundið og af ódrepandi iðni, eins og maurar. APN— Er þetta ekki of svartsýn spá? RP — Öðru nær. Mér finnst þetta bjartsýni. Við verðum að miða við þær miklu fjarlægðir, sem við er að glíma, og hversu mikið átak þetta er fyrir okkur. Hins vegar getur alltaf gerst eitthvað óvænt. Við þurfum að vinna í þeirri trú, að eftir hundrað ár finnum við vitsmunaverur í geimnum, en við megum heldur ekki gleyma að trúa á lukkuna. APN EINS OG DRAUMLYNDUR SMALI Einar Bragi: PILAR AV LJUS Dikter i urval och tolkning av Inge Knutsson lllustrationer av Hörður Ágústsson Bö Cavefors Bokförlag 1976. 61 bls. Með Inge Knutsson hefur ötull liðsmaður bæst í fámenna sveit þýðenda úr íslensku á norræn mál. Og þar sem Inge tekst best upp við ljóðaþýð- ingar hygg ég að hann sé þegar í stað með allra fremstu mönnum. Ymsar ljóðaþýð- ingar úr íslensku hafa óneitan- lega meir verið gerðar af vilja en mætti, en ég fæ ekki betur séð en í þýðingum Inge Knuts- sons fari saman góð þekking á íslensku máli með næmum ljóð- rænum smekk. Af verkum hans til þessa er væntanlega kunnust þýðingin á ljóðum Olafs Jóh. Sigurðssonar, Du minns en brunn, sem út kom í haust. En Inge Knutsson hefur einnig þýtt á sænsku Guðsgjafaþulu Halldórs Laxness, sem að sögn er mjög vel heppnuð þýðing, og hann mun hafa 1 ráðum eða í takinu fleiri skáldsagnaþýðingar. En fyrsta verk Inge Knutssons við þýðingar var úrval úr Ijóðum sjö íslenskra nútímaskálda, Ord frán ett utskár, sem út kom haustið 1974. Af þeirri bók voru augljósar mætur Inge Knutssons á ljóðum Einars Braga, og hún bar það líka með sér að best nýtur þýðandinn sín við frjáls- an, nútímalegan 1 jóðstíl, en lætur miður, eins og vonlegt er, að þýða stranglega formbund- inn texta. Verðleikar hans sem þýðanda ljóða held ég líka að verði ekki réttilega metnir af ljóðum Olafs Jóh. Sigurðssonar, nema þá þeim sem best gerast í bókinni, einatt þau sem frjáls- legust eru að brag og stíl, enda setur formið þýðandanum þar oft þröngvar skorður. En eftir þeim smekk og stílfæri að dæma sem fram kemur á Ord frán ett utskár hefur það sjálf- sagt verið nærtækt verkefni fyrir Inge Knutsson að halda áfram þýðingum á ljóðum Einars Braga. 1 nýju bókinni eru 35 ljóð (13 voru í fyrrnefndu úrvali) og er bókin að stofni til úrval úr síðasta ljóðasafni Einars Braga, í ljósmálinu, sem út kom árið 1970, en kjarni þeirrar bókar var reyndar lítil _ ljóðabók, Regn í maí, frá árinu 1957. Myndir Harðar Ágústssonar sem hér eru birtar komu upphaflega í þeirri bók, og það sýnir sig nú eins og þá að þær fara ljóðunum fjarska vel. Og til viðbótar eru í safninu 5 ljóð sem ekki hafa enn birst á íslensku, en ætlaður staður í ljóðasafni sem Einar Bragi hefur í smíðum. Það á nú varla við að setja hér á tölur vítt og breitt um ljóðagerð Einars Braga í til- efni sænsku bókarinnar. En í fljótu bragði skoðað sýnist mér Inge Knutsson mætavel takast að koma á sínu máli orðum að hinum einfalda tæra stílshætti Einars Braga, ljóðrænni náttúruskynjun hans sem er svo veiga- mikiil þáttur textans. En í þessu efni eins og fleirum er sjálfsagt ekki allt sem sýnist. Töðugjöld heitir smáljóð eftir Einar Braga gert um ofur- einfalda náttúrumynd, ein- kennilega áhrifamikið í ein- faldleik sínum. Ekki leikur á tveimur tungum að þetta ljóð er rétt og nákvæmlega þýtt hér í bókinni. En hvort það endanlega kemst óskert til skila veltur kannski ekki síst á því hvort sænska orðfærið, mynd- efni textans er að sínu leyti eins nauða-kunnuglegt, gripið beint úr hversdeginum, eins og það er á íslensku. Töðugjöld eru hér tilfærð öldungis af handahófi til marks um þýðingar Inge Knutssons, fyrst í frumgerð: Eins og draumlyndur smalí fari hljóður að fé er morgunblærinn að hverfa til heiða með skýin. Þó skilur hann eftir á himni örlítinn hóp eins og hnappsetin lömb á stóru kalhvitu túni: töðugjöld bónda á þessu grasleysissumri. slAttergille Likt en drömmande vallpojke som tyst driver boskapen drar morgonbrisen in över heden með skyarna. Dock lámnar den kvar pá himlen en liten flock likt hoptrángda lamm pá ett stort frostskadat tun: bondens sláttergille denna grásfattiga sommar. Eg hef ekki lúslesið sænska textann í leit að merkingar- villum eða misskilningi. En fljótt á litið virðist mér Inge Knutsson hafa gott vald á íslensku og fara með textann af öryggi. En aldrei skyldi maður segja aldrei. . . I prósa- ljóói sem nefnist Við kvöldmál segir frá ungum hreini sem „rásað hafði sumarlangt með hjörðinni.” Öneitanlega breytist merkingin meinlega þar sem segir um hreininn á sænskunni að hann hafi „rasat omkring” allt sumarið, en það held ég að geti ekki þýtt annað en geisa, eða þvílíkt. En svona glöp held ég að heyri sem betur fer alveg til undantekninga hjá Inge Knutsson. ÓLAFUR JÓNSSON Bók menntir stæðinga hefur verið barátta mikillar fórnfýsi, mikilla sigra, en einnig mikilla vonbrigða. Vonbrigða vegna þess, að þrátt fyrir allt sitjum við enn uppi með herinn, erum enn í Nato. Þrátt fyrir öll slík vonbrigði virðist baráttan nú enn einu sinni á hraðri uppleið. Sú sam- staða, sem náðst hefur nú fyrir Keflavíkurgöngu nær til allra þeirra samtaka sem verið hafa virk í þessari baráttu. Vissu- lega deila menn um, hvaða leiðir séu sigurstranglegastar, slíkt er einkenni allrar lifandi og lífvænlegrar hreyfingar. Við förum heldur ekkert í launkofa með þetta, einmitt vegna þess að leitin að hinni réttu leið er sameiginlegt og þýðingar- mikið markmið okkar allra. Þess vegna gerum við hinum mikla fjölda herstöðvaandstæð- inga grein fyrir þeim mismun- andi leiðum, sem rætt ér um, til þess að hann verði líka virkur þátttakandi í umræðunni. Það er í slíkri almennri umræðu og með hliðsjón af reynslu í starfi sem hin rétta leið, sem sigur- brautin mun mótast. Þetta er grundvöllur alls samfylkingarstarfs vinstri afla og verkalýðs, það grundvallast á því, að aðilar hafi sameigin- legt markmið, og þótt þeir deili um leiðir hafi þeir þroska til að reiða sameiginlega til höggs á þýðingarmiklum augnablik- um, og um leið skilning á því, að baráttuleiðin verður stöðugt að vera til umræðu og endur- mats meðal fjöldans, sem tekur þátt 1 samfylkingunni. Ilér á eftir geri ég grein fyrir nokkrum atriðum, sem ég tel að sigurstrangleg baráttuleió grundvallist á. Hvað er Nato? Nato er liður í sam- tryggingarkerfi heimsauðvalds- ins. Það beinir spjótum sínum gegn þeim ríkjum, þar sem auð- valdsskipulagið hefur verið af- numið, verkalýðsríkjum heims- ins, gegn alþýðu þriðja heims- ins, gegn verkalýðnum í Nato- rikjunum sjálfum. Herir aðildarlanda þessa bandalags hafa háð hverja styrjöldina annarri grimmilegri, allt frá Kóreu til Mósambik, frá Dómin- íska lýðveldinu til Vietnam. Með vaxandi styrk baráttunnar í Afriku gegn heimsvalda- stefnu koma í dagsins ljós sam- ræmdar aðgerðir Nato-ríkja til stuðnings kynþáttakúgurum Suður-Afríku. Með vaxandi styrk verkalýðsbaráttunnar í Evrópu undanfarinn áratug hafa orðið ljósari afskipti Nato innan Nato-ríkjanna sjálfra. Við munurn dæmið urn Grikkland, hvernig Nato stuðlaði þar að því að koma fasískri herforingja- stjórn til valda, þegar það óttað- ist, að ítök þess þar yrðu ekki tryggð með öðru móti. Siðustu „viðvaranir", hótanir, Kissingers vegna aukinna áhrifa verkalýðsflokka og sam- taka í auðvaldsi ikjum Ev.rópu, i kjölfar sóknar verkalýðsstéttar- innar þar, afhjúpa. svo ekki verður um villst, samræmdar aðgerðir Nato-rík janna gegn áhrifum verkalýðsstéttarinnar í þessum heimshluta. Hlutverk hersins Herstöðvarnar á tslandi og veran í Nató er framlag ís- lenskrar burgeisastéttar til þess samtryggingarkerfis heimsauðvaldsins, í staðinn fær hún vissa tryggingu heima fyrir gegn hugsanlegri kröft- ugri baráttu fyrir verkalýðs- völdum á Islandi. Þær leyni- skýrslur, sem birst hafa undan- farið um viðræður Islenskra ráðamanna og bandarískra um aðildina að Nato og hernaðaraðstöðu á tslandi á sínum tíma sanna þetta síðasta svart á hvítu. Með vax- andi styrk verkalýðsbaráttunn- ar á íslandi er það vissulega viðbúið, að herinn og Nato myndu sýna vígtennurnar hér á svipaðan hátt og gert hefur verið víða um heim við slíkar aðstæður. Grundvöllur baróttunnar Af því, sem hér er sagt, er aðeins hægt að draga eina ályktun. Baráttan gegn her og Nato verður ekki háð á grund- velli einhverrar hugsanlegrar þjóðareiningar um málið. Herinn og Nato eru hagsmunir islenskrar auðvaldsstéttar og ógnun við islenska verkalýðs- stétt, sem og verkalýð annarra landa. Baráttan gegn her og Nato ætti þvi að vera eitt af höfuðstefnumiðum verkalýðs- hreyfingarinnar, einn megin- þátturinn í baráttu hennar fyrir afnámi arðránsskipulags auðvaldsins. Þótt þeim fari vissulega fjölgandi í röðum verkafólks sem leggja vilja áherslu á bar- áttuna gegn hersetunni og heimsvaldastefnu. verður þó að Kjallarinn Ragnar Stefdnsson viðurkenna, að enn er allt of lftill hluti verkafólks, sem tekur virkan þátt í þessari bar- áttu. Ástæðunnar er ef til vill að leita í því hvílík megin- áhersla hefur verið lögð á, að þetta væri fyrst og fremst bar- átta fyrir menningarlegri sam- eign þjóðarinnar, en hitt viljað gleymast, sem þó er mikilvæg- ast, sem sé, að baráttan er liður i alhliða baráttu verkalýðsstétt- arinnar gegn auðvaldinu. Nei, baráttan gegn herstöðv- unum verður ekki byggð á grundvelli þjóðlegrar einingar allra stétta. En þótt íslenska auðvaldsstéttin geti aldrei orðið bandamaður verkalýðs- stéttarinnar í þessu máli fremur en öðrum, þá stendur verkalýðurinn ekki einangr- aður. Hann á sér bandamann í evrópskri verkalýðsstétt, sem nú heyr baráttu með vaxandi sóknarþunga gegn sama and- stæðingi, bandamann í þjóð- frelsisöflum þriðja .heimsins. Þetta er etn barátta. Brjótum við hlekki á einum stað í heims- Keðju auðvaldsins, þá veikir það allt kerfið. Það er I slíkri baráttu, sem íslensk verkalýðs- stétt þarf að gerast virkur þátt- takandi og njóta styrks af. 1 þessu sambandi mætti sérstak- lega minnast á það, sem nú er aðgerast á Spáni. Þess vegna fjölmennum við Lesendur góðir, þið, sem eruð herstöðvaandstæðingar, fjölmennum í gönguna 15. maí og leggjum þannig áherslu á sameignlega kröfu okkar um Is- land úr Nato og herinn burt. Þeir, sem ekki hafa aðstöðu til að labba alla leið geta komið til móts við gönguna eða á útifund- inn. Með fjölmenni eflum við á ný baráttuviljann og samstöð- una, með þátttöku tengjumst við öðrum í baráttunni. Eftir aðgerðina tökum við til við að efla innviði hreyfingarinnar til að halda sókninni áfram. Ytri aðstæður til nýrrar sóknar hafa aldrei verið betri en nú. Þessar góðu aðstæður byggjast einmitt á vaxandi sókn verkalýðs um allan heim, verkalýðs- og frelsisafla, sem nú greiða heimsauðvaldinu, hvert höggið öðru þyngra. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur. y / V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.