Dagblaðið - 13.05.1976, Blaðsíða 12
i
Iþróttir
Iþróttir
íþróttir
DACBLAÐIÐ. KIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1976.
Iþróttir
Hallar
undan fœti
í Monaco
Frá Simoni Símonarsyni, Monte
Carlo fimmtudag.
Það var tregur gangur hjá íslenzku
sveitinni á Olympíumótinu í bridge
í gær Aðeins einn leikur af fjórum
vannst. í 10. umferð vann Júgó-
slavía ísland 18-2. en í þeirri 11.
vann Ísland Venesúela 12-8, Í gær-
kvöld voru tveir tapleikir. Fyrst 2-
18 gegn Kolombíu og síðan 1-19
gegn Thailandi í 13. umferð.
Eftir þessar 13. umferðir voru
Bretar efstir með 216 stig. Þeir
hlutu 68 stig í gær. Sviss féll niður í
annað sætið — hlaut 34 stig— er
með 195 stig. Þá koma Svíþjóð og
Pólland með 194 stig. Ítalía er í
fimmta sæti með 191 — tapaði fyrir
Austurríki 5-15 í 13. umferð í gær-
kvöld. Vestur-Þjóðverjar eru í
sjötta sæti með 180 — þá Brazilía
með 177 stig . Frakkland er
með 166 stig, Austurríki og Astralía
160 og bandarísku heims-
mcistararnir koma í 11. sæti ásamt
ísrael með 155 stig. ísland er í 31.
sæti — af 45 þjóðum — eftir 13
umferðir með 115 stig.
Svíar, sem voru taplausir fyrstu 9.
umferðirnar, töpuöu fyrir Jamíka í
10. umferð, 5-15, og 4-16 fvrir Astra-
líu í þeirri elleftu. Unnu svo Suður-
Afríku 17-3 og Ungverjaland 20
mínus einn í gærkvöld. Þá tapaði
Sviss báðum leikjum sínum — fyrst
4-16 fyrir Astralíu og 1-19 fyrir
Suður-Afríku. Einnig vakti það
athygli, að Ítalía, sem tapaði báðum
leikjum sínum við israel á HM,
vann Ísrael í gær 15-5.
Þeir Asmundur, Hjalti, Guð-
mundur og Karl spiluðu fyrsta
leikinn í gær gegn Júgóslavíu.
(legn Venesúela og Kolombíu
spiluðu Stefán og Símon og Hjalti
og Asmundur, en í síðasta leiknum í
gærkvöld gegn Thailandi,
Guðmundur og Karl, Asmundur og
Hjalti. Í dag verður erfiður dagur,
en ég vona, að einhver heppni
samfara góðri spilamennsku, fari að
sjá dagsins ljós.
Fór til að dœma — varð
bandarískur meistari!
— Gunnlaugur Hjdlmarsson og bróðir hans Gylfi léku með New Jersey-liði, sem
sigraði ó bandaríska meistaramótinu í handknattleik um síðustu helgi.
Björn Kristjónsson aðaldómari mótsins
— Ég hringdi strax í Gylfa,
bróður minn, sem starfar í
Toronto í Kanada, þegar Peter
Bunhing, formaður bandaríska
handknattleikssambandsins, bað
mig að leika með New Jersey-
liðinu, sem hann þjálfar, og Gylfi
kom á stundinni. í lokin stóðum
við uppi sem bandarískir
meistarar með liðinu, sagði Gunn-
laugur Hjálmarsson, hinn 38 ára
landsliðskappi hér áður fyrr,
þegar Dagblaðið ræddi við hann
og Björn Kristjánsson í gær, en
þeir komu þá heim frá Banda-
ríkjunum.
Þeir Björn og Gunnlaugur fóru
Björn Kristjánsson — það
erfiðasta. sem ég hef lent í sem
dómari
til Bandaríkjanna 4. maí til að
dæma úrslitakeppni bandaríska
meistaramótsins, sem háð var í
Colombus, Ohio, um helgina.
Strax og þeir komu út kom
Bunhing, sem oft hefur komið
hingað til Islands með banda-
rískum landsliðum, að máli við
Gunnlaug um að leika í liði sínu,
þar sem hann vantaði 2-3 menn.
Nokkrir leikmenn liðsins gátu
ekki tekið þátt í mótinu vegna
prófa. Gunniaugur sló til og
hringdi í Gylfa, sem einnig var
kunnur leikmaður hér áður fyrr,
en fluttist til Kanada fyrir sjö
árum. Samkvæmt bandarískum
íslenzki landsliðshópurinn,
sem fer ti! Noregs og leikur við
Norðmenn á miðvikudag, hefur
verið valinn. í hópnum eru 16
leikmenn — þar af tveir leik-
menn sem ekki hafa leikið með
íslenzka landsliðinu. Þeir eru
Símon Kristjánsson Fram og Guð-
mundur Þorbjörnsson Val. Ann-
ars er islenzki landsliðshópurinn
þannig skipaöur:
Arni Stefánsson Fram,
Sigurður Dagsson Val, mark-
reglum var ekkert því til fyrir-
stöðu að þeir bræður lékju með
liðinu.
Tíu lið Iéku til úrslita og var
þeim skipt í tvo riðla. Þetta er það
erfiðasta, sem ég hef lent í sem
dómari, sagði Björn Kristjánsson,
en hann dæmdi 20 leiki á mótinu.
Það hófst á föstudagsmorgun kl.
átta og var leikið fram á kvöld —
eða í um 14 klst. Sama var á
laugardeginum, en á sunnudag
lauk mótinu um fimmleytið. 1
riðlunum léku allir við alla
síðan tvö efstu liðin til úrslita í
mótinu. auk þess, sem leikið var
verðir. Aðrir leikmenn eru: Jon
Pétursson Fram, Olafur Sigur-
vinsson ÍBV, Jóhannes Eðvalds-
son Celtic, Marteinn Geirsson
Fram, Símon Kristjánsson Fram,
Asgeir Eliasson Fram, Asgeir
Sigurvinsson Standard Liege,
Gísli Torfason ÍBK, Ölafur
Júlíusson ÍBK, Árni Sveinsson
ÍA, Guðgeir Leifsson Charleroi,
Teitur Þórðarson ÍA, Matthias
Hallgrímsson ÍA, Guðmundur
Þorbjörnsson Val.
um alla röðina. Það var þreyta 1
fótunum eftir að hafa dæmt allan
daginn, sagði Bjössi og hló.
Hann dæmdi ásamt Gunnlaugi
og sænskum dómara Christer Ahl,
sem hér áður var framkvæmdast.
dómarasambandsins í Gautaborg.
Gunnlaugur dæmdi aðeins leiki í
öðrum riðlinum — ekki þeim
riðli, sem New Jersey-liðið Iék í.
Dómararnir fengu mikið lof fyrir
hlut sinn í mótinu.
Úrslitaleikurinn var ákaflega
spennandi og jafn. Lið Gunnlaugs
lék þá við lið bandarlska flug-
hersins — og við stóðum uppi í
lokin sem sigurvegarar með eins
marks mun, 21-20, sem það gat
ekki verið minna, sagði
Gunnlaugur. Það eru miklir risar
i þessum liðum — og handknatt-
leikur er skyldugrein í West
Point. Ég er viss um, að banda-
rískur handknattleikur á mikla
framtíð fyrir sér — og við eigum
að hafa eins mikil samskipti við
USA og Kanada og hægt er.
Ég skoraði fjögur mörk í
úrslitaleiknum — í allt 22 mörk 1
mótinu, en Gylfi skoraði 10 mörk.
Hann gat þó ekki leikið úrslita-
eikinn, þar sem hann varð að
/era kominn til Toronto fyrir
ikveðinn tíma á mánudag og
eiðin löng. En hann var með í!
áðrum leikjum — og stóð sig mjög'
/el í undanúrslitunum, sagði
3unnlaugur ennfremur.
Þeir Björn og Gunnlaugur voru
íkaflega ánægðir með ferðina og
íunhning vildi allt fyrir þá gera.
Tann er allt í bandarískum hand-
)olta — og mikill vinur Is-
lendinga.
Tveir nýliðar
gegn Noregi
Mllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllil
1 TUTTUGU 0G FIMM ÁR FRÁ ÖRLAGARÍKU ATVIKI:
HEYRÐIBREST 0G SVO VARD
„Ég heyrði brcst og svo varð
allt svart. Þegar ég rankaði við
mér nokkrum mínútum seinna lá
ég á bakinu á stökkgryfjubarmin-
um og félagar mínir stumruðu
yfir mér. Mér fannst þeir vera í
fjarska en skelfingarsvipurinn á
andlitum þeirra le.vndi sér ekki.
Þeir vildu sækja hjálp en ég bað
þá að bíða — aðeins að fá að jafna
mig og standa svo á fætur. Ég var
bæði að reyna róa þá og sannfæra
sjálfan mig um að ég væri lítt
meiddur þótt tilfinningarleysið í
fótunum og ónotakcnndin, sem
fór um líkamann, bentu til ann-
ars.”
Og það reyndist rétt. í þau
tuttugu og fimm ár, sem liðin eru
frá þessu örlagaríka atviki, hefur
Agúst Hallmann Matthíasson
ekki getað stigið í fæturna vegna
lömunar. Hryggurinn brotnaði
við b.vltuna og mænan skaddaðist.
„Þetta eina aukastökk mitt hefur
vissulega breytt miklu i lífu
mínu. Við félagarnir, ég og Knút-
ur Guðmundsson, vorum báðir
búnir að sliikkva yfir þrjá metra
hvítasunnukvöjdið þann 13. maí
1951. Reyndar vorum við búnir að
ákveða að hætta og halda heim-
leiðis þegar mig greip einhver
óskiljanleg liingun til að reyna
eitt stökk til viðbótar yfir sömu
hæð. Það varð mitt seinasta stiikk
á vettvángi iþróttanna sem ég
hal'ði svo brennandi áhuga á.”
Agúst, eða Gústi litli eins og
hann var ávallt kallaður meðal
félaga sinna. var aðeins 15 ára
þegar hann slasaðist, og þótti
mjög efnilegur íþóttamaður og
fjölhæfur með afbrigðum, Hann
var góður í hlaupum og stökkum
og í knattleikjum gat hann leikið
hvaða stöðu sem var, jafnt í
marki, vörn eða sókn, — aldrei
brást Ágúst . Þegar Grímar Jóns-
son kom með Ill.-flokk Valspilta
suður i Garð til keppni við heima-
menn á Garðskagavellinum hafði
hann einmitt orð á þvi hvað
„strákurinn i Garðliðinu’’ væri
efnilegur markvörður en Gústi
var þá óvanur í þeirri stöðu.
„Félagar mínir fóru og sóttu
hjálp þegar ljóst var að ég gat alls
ekki hreyft fæturna. Fyrst var
reynt að koma mér inn i sex
manna fólksbíl, í teppi, en sú til-
raun olli mér hræðilegum sárs-
auka svo að reyna varð aðra Leið.
Næst var komið með legubekk, ég
lagður á hann og síðan lyft upp á
vörubil. Ætlunin var að aka mér
af Garðskagavellinum og heim til
mín, um tveggja kílómetra vega-
lengd, en í hvert skipti sem hjólin
fóru í holu var eins og rýtingur
væri rekinn i gegnum mig, svo
mér var komið í næsta hús. Þaðan
fór ég síðan í sjúkrabíl um
klukkan eitt um nóttina inn á
Landspítala.”
Ekki gekk ferðin samt þrauta-
laust fyrir Ágúst. Vegurinn,
„ódáðahraun islenzkra vega,” var
illur yfirferðar og flökurleiki
sótti að Ágústi svo að tíðum varð
að stöðva bifreiðina á meðan
hann kastaði upp. Ágúst var
skorinn upp þennan sama
morgun eftir fimm tíma ferðalag.
„Snorri Hallgrímsson reyndi að
hughreysta mig eftir aðgerðina.
Sagði að ég væri hryggbrotinn, —
en ekki þó af kvenmannai—það
gæti hent seinna. Ég reyndi að
brosa, enda gerði ég mér ekki
grein fyrir hve alvarieg meiðslin
voru. Eg fullvissaði félaga mína,
sem komu í heimsókn strax og
le.vfilegt var, að ég yrði kominn í
gadda- eða knattspyrnuskóna i
ágúst,”
Sú von rættist ekki. Næstu
mánuðirnir voru hroðalegur tími.
Ágúst lá í gifsi. sár komu i holdið
sem tók mörg ár að gróa, fæturnir
aflöguðust, ristin réttist fram.
hnén stirnuðu, steinamyndun
varð i þvagblöðrunni. og allt þetta
leiddi af sér tugi skurðaðgerða á
likanta Agústs. skinnflutninga og
fleiri aðgerðir.
„Þarna lá ég í næstum þrjú ár
án þess að nokkuð væri gert mér
til endurhæfingar. aðeins deyfður
til að lina vítiskvalirnar.
Heimakoma lék mig oft grátt. A
skammri stund fékk ég kannski
funhita og missti meðvitund. Oft
rankaði ég við mér eftir einn eða
tvo sólarhringa og þá á þeirri
stofu sem menn bíða hinztu
stundar. Eitt sinn sagði ég við
Snorra Hallgrímsson að ef ég
vaknaði aftur á slíkum stað dæi
ég úr hræðslu.”
Ágúst lifði fyrst í voninni um
að fá máttinn aftur, mest af því að
með honum lá piltur sem hafði
meiðzt á hrygg og lamazt en fékk
máttinn að nýju. „Smám saman
missti ég vonina um bata og var
orðinn anzi dapur árið 1953 þegar
miðaldra maður, sem kom i heim-
sókn til stofufélaga míns, gekk að
rúmi mínu og heilsaði mér. Þetta
var Frímann Helgason knatt-
sp.vrnumaður og leiðtogi í Val
sem jafnframt ritaði um íþróttir í
Þjóðviljann. Frímann er bezti
maður sem ég hef kynnzt um
ævina og ég á ekki nógu hlý orð til
að þakka honum allan þann styrk
sem hann veitti mér með hjálp
sinni; — á mínum erfiðustu
stundum.”
Ekki er laust við klökkva í róm
Agústs þegar hann minnist á
Frímann. Allan þann tíma. sem
Agúst dvaldi á sjúkrahúsi í
Reykjavík. heimsótti Frímann
hann reglulega. ók honum um ná-
grennið i hjólastólnum og stund-
um ailt vestur á Melavöll á kapp-
leiki en fyrsti hjólastóllinn. sem
Agúst notaði. komst ekki inn í
neina venjuiega bifreið. Frímann
birti viðtal við Ágúst í Þjóðviljan-
um og hóf fjársöfnun i því skyni
að kaupa nýjan og hentugri hjóla-
stól svo Agúst ætti auðveldara
nteð að fara á völlinn og sjá uppá-
Benedikt Waage, forseti ÍSÍ, Agústa amma Agústar, en m.vndin var
tekin á 18. afmælisdegi hans.