Dagblaðið - 19.05.1976, Side 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. MAl 1976.
3
Við höfum ekkert að gera
með svona „ómenningu"
Þorvaldur Jóhanncsson,
Vesturgötu, hringdi:
„Eg má til með að koma á
framfæri nokkru sem ég vona
að fólk taki mark á. Ég fór á
dansleik í Festi um síðustu
helgi. Miðinn kostaði auðvitað
morð fjár og alveg sjálfsagt að
fá þá eitthvað fyrir peningaria
sína. En það var nú öðru nær.
Aðalskemmtiatriðið var
brezk hliómsveit. Red sky at
night. Við íslendingar erum
nú þannig gerðir, að við
höldum að allt Sé gott sem
kemur frá útlöndum.
Þessi hijómsveit var
hreint út sagt alveg hryllingur.
Eg hef aldrei í lífinu heyrt í
lélegri hljómsveit. Þeir kunna
ekki einu sinni að stilla gítar-
ana sína. Ég kann nokkur
skátagrip á gítar en ég er
hræddur um að þeir hafi þau
ekki einu sinni á valdi sínu.
Ég fékk alveg nóg af þvi að
heyra þetta og vildi helzt að ef
ílytja á inn einhverja „menn-
ingu” sé það alla vega betra en
það sem við höfum hér.”
Það er undir hverjum og einum
komið hvort hann hefur ef ni á því
— ' Mitt i öllum styrkjunum
að reka einkabfl líka benzínstyrki
Sigrún Jónsdóttir og Eygló
Einarsdóttir hringdu:
„Við vorum að lesa grein
eftir Daníel og Sigurð undir
yfirskriftinni Þá líka bensín-
styrkur. Það væri fróðlegt að
fá nánari útskýringu hjá þeim
piltum hvað þeir eiga við um
mergsog landsbyggðarinnar.
Okkur þætti gaman að vita
hvert þeir peningar fara sem
landsbyggðarfólk borgar í
skatt. Við erum kannski ekki
svo vitrar manneskjur en
okkur reiknast svo til að ykkur
kosti það nú ekki meira en einn
strætómiða að komast í hverja
þá þjónustumiðstöð íslands-
byggðar sem þið þurfið á að
halda í hvert sinn: Það kostar
töluvert meira fyrir þann sem
býr á landsbyggðinni að bregða
sér til Reykjavíkur. Það er að
sjálfsögðu undir hverjum og
einum komið hvort hann hefur
efni á því að reka einkabil.”
Daníel Gislason og Sigurður
rryggvason hringdu:
„A sinum tima var komið á
síiustyrk vegna þcss að dýrara
var að kynda hús mcð ollu en
heitu vatni. Ekki var mikill
igreiningur um þetta — allt I
þágu byggðastefnunnar sem þð
er orðin nokkuð endaslepp.
Hvað um það —
bensinnotkun ibúa á Stðr-
Reykjavfkursvæðinu er
óhemjustðr liður I rekstri
hvers heimilis. Það er kunnara
en frá þurfi að segja. Okkur
grunar nefnilega að bensln-
notkun ibúa Stðr-
Reykjavikursvæðisins sé
miklum mun meiri en úti á
landsbyggðinni. Ekki er
ðllklegt að hún sé 50% meiri og
ef svo er væri eðlilegt að Ibúar
Stór-Reykjavikursvæðisins
fengju bensinstyrk, samanbei
oliustyrk. hækkun pósts oj
sima, allt vegna lands
byggðarinnar.
Þetta er réttlætismál — tim
er kominn til að landsbyggðir
hætti að mergsjúga Stðr
Reykjavikursvæðíð.”
Þurfa tannlœknar
að gefa kvittun?
Ólöf Helgadóttir hringdi:
„Nú er kunnara en frá þurfi
að segja að tannlækningar á
íslandi eru afskaplega dýrar.
Ríki og sveitarfélög hafa komið
til móts við launafólk í landinu
og greitt hluta tannlæknakostn-
aðar.
Stúlkan mín fer til tann-
læknis og auðvitað kostar það
miklar fjárhæðir. Hún greiðir
að sjálfsögðu fyrir þjónustuna
en er hún bað um kvittun fyrir
hvert skipti, sem hún greiddi
lækninum, fékk hún blátt nei.
Kvittunina fengi hún ekki fyrr
en hún væri alveg búin hjá
tannlækninum. Er þetta rétt
hjá lækninum?”
Dagblaðið hafði samband við
Sjúkrasamlag Reykjavíkur og
spurðist fyrir um þetta og kom
þar fram að ef beðið er
um kvittun, þegar greitt er, er
tannlækni skylt að gefa kvitt-
un. Hins vegar hefði svolltið
borið á þvi að tannlæknar
hefðu látið börn koma í nokkur
skipti og síðan látið greiða fyrir
þau. En sem sagt — þegar
greitt er, þá kvittun.
Broslegt atvik:
C leggst gegn Z
J.Bj. skrifar:
Svo sem kunnugt er má ekki
nota bókstafinn C samkvæmt
íslenzkum ritreglum, enda ekki
þörf á því. Þessi bókstafur er
aðeins notaður í einstaka eigin-
nöfnum, svo sem Thorlacius,
Clausen, Cortes o.s.frv. Aftur á
móti er zetan óumdeilanlega
íslenzkur bókstafur og þjónar
þýðingarmiklu hlutverki i rit-
málinu, sem c gerir ekki.
Finnst mönnum það því ekki
broslegt þegar Árni nokkur
Böðvarsson sendir fjölmiðlum
skrifleg mótmæli gegn notkun
zetunnar og titlar sig um leið
cand.mag.?
Helga Sigurðardóttir húsmóðir:
Nei, alls ekki. Það eru allt of litlar
rannsóknir á þessu sviði hérlend-
is. Mér finnst alveg sjálfsagt að
veita almenningi miklu meiri
upplýsingar, t.d. um innihald.
Spurning
dagsins
Ertu ónœgð(ur) með mat
vœlaeftirlit héríendis?
Sigurður Guðmundsson: Nei, það
er af og frá. Ef skemmd finnst f
mat frá einhverju fyrirtæki á að
birta nafn þess, það veitir mikið
aðhald.
GSðrún Brandsdóttir húsmóðir:
Það er langt frá því að það sé
nógu gott hér. Það vantar nú t.d.
allar merkingar á vöruna hér-
lendis og auðvitað er það sjálf-
sagður hlutur að hafa hana
merkta.
Kristrún Eirfksdóttir húsmóðir:
Við neytendur verðum að vera
mjög aðgætnir, bæði hvað varðar
verð og gæðin.
Yfirlýsing fró Þorvaldi Ólafssyni húsasmíðameistara:
Viðskiptin við Júlíus HSgnason
voru með öllu eðlileg
Yfirlýsing frá Þorvaldi Ólafs-
syni húsasmiðameistara, Kefla-
vík.
Júlíus nokkur Högnason
birtir grein í Dagblaðinu hinn
13/5 sl. og víkur þar að við-
skiptum hans við mig. Þar sem í
greininni er mjög hallað réttu
máli og hún bæði meiðandi
fyrir mig persónulega og skað-
samleg viðskiptatrausti mínu,
verð ég að biðja Dagblaðið að
taka athugasemdir mínar til
birtingar.
Það var hinn 3. þ.m. sem
téður Júlíus kom á verkstæði
mitt og spurði um verð á efni og
vinnu við tiltekið verk. Gerði ég
lauslegar áætlanir fyrir hann
sem voru misháar, eftir því á
hvern veg verkið væri unnið, og
voru áætlanirnar allar á biiinu
kr. 10.000 til 13.000. Þarna var
ekki um tilboð að ræða, aðeins
lauslegar og óskuldbindandi
áætlanir. Geri ég mönnum hins
vegar föst tilboð stend ég við
þau, cnda þótt kostnaður verði
nokkru hærri.
Tveimur dögum síðar hitti ég
Júlíus á götu úti og rétti hann
mér þá miða sem á var ritaó það
efnismagn, sem hann vildi láta
vinna, en vinnuaðferð hafði
áður verið ákveðin að beiðni
hans. Ekkert veitég um hvort á
miðanum var sama efnismagn
og það sem áætlanirnar voru
reistar á. Ég sagðist láta vinna
efnið samdægurs og bað hann
um að varan yrði send heim og
spurði um sendikostnaðinn,
sem er kr. 500, sem hann og
samþykkti, en það minnist
hann ekki á í grein sinni, og
munar þá einungis kr. 500 á
hæstu áætlun og reikningi mín-
um, og er þá miðað við sama
efnismagn, sem ekki er víst að
verið hafi.
Efnið var unnið samkvæmt
beiðni, sem fyrr segir, og er
starfsmaður minn kom með
vöruna var Július ekki heima
en kona hans tók við og var
sýndur reikningur, en gat ekki
greitt. Varan var þó skilin eftir
í umsjá hennar.
Sama kvöld hitti ég Július á
götu og spurði hann mig þá
hvort ég væri búinn að vinna
efnið. Svaraði ég að það hefði
verið sent kl. 19 heim til hans.
Spurði hann um kostnað og
tjáði ég honumað hann hefði
samtals orðið kr. 14.000. Brást
hann þá hinn versti við og jós
yfir mig skömmum og svi-
virðingum. Heimtaði hann af-
slátt ella skyldi vörunni skilað
aftur, en ég kvaðst hvorkitaka
við henni aftur, þar sem hún
hefði verið söguð niður að hans
óslí, né kvaðst ég una afslætti.
Bauð ég honumaðkoniía á skrif-
stofu mína daginn eftir og
skoða reikninginn. Kvaðst hann
mundu gera það, en þar með
skildu Ieiðir okkar því að hann
kom ekki, og hefir ekki enn séð
reikninginn og hefir ekki verið
formlega rukkaður. Hefi ég og
ekki frá honum heyrt síðan, eða
þar til ég sá umrædd skrif í
Dagblaðinu hinn 13. þ.m.
Nú er það krafa mín að
Júlíus geri annaðhvort að
reyna að sanna orð sín eða taka
þau til baka og biðjast afsök-
unar. Geri hann hvorugt, en
höggvi í sama knérunn, verður
ekki af meiri blaðaskrifum af
minni hálfu heldur skal
hann fá að mæta sem stefndur í
meiðyrðamáli fyrir réttum
dómstóli.
Keflavík, 17. maí 1976
Þorvaldur Ólafsson
Sigurður Ingl Asgeirsson nemi:
Nei, alls ekki. Svo veit maður
ekkert um innihald þeirrar vöru,
sem maður er að kaupa. Þetta
þekkist hvergi nema hér á landi.
Þórdís Briem læknaritari: Þvi er
mjög ábótavant að minu mati. Það
ætti að skylda alla framleiðendur
að merkja innihald vörunnar á
umbúðirnar, maður veit ekki
hvað maður er að kaupa.