Dagblaðið - 19.05.1976, Side 6

Dagblaðið - 19.05.1976, Side 6
6 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. MAl 1976. Bandarísku forkosningarnar í Michigan og Maryland: FORD SLAPP FYRIR HORN - CARTER FÉU FYRIR BROYIN Snemma í nótt varö ljóst, að Ford Bandaríkjaforseti hafði unnið einn mesta stjórnmála- sigur sinn fram til þessa í for- kosningunum i Michigan og Maryland til þess að hljóta út- nefningu sem forsetaframbjóð- andi republikaná. Sigur þessi hefur heldur róað taugar þeirra stuðningsmanna forsetans, sem farnir voru að efast um, að honum tækist að ná sér á strik eftir að hafa tapað f síðustu fimm af sex for- kosningum fyrir Ronald Reagan. Ljóst er, að Jimmy Carter hefur tapað fyrir Jerry Brown í Maryland, en Brown er ný og óþekkt stærð í forkosningunum og hafði þó verið talinn sigur- stranglegur. Carter hafði að lokum betur I Michigan eftir að K Fylklsstjóri Kaliforniu, Edmund (Jerry) Brown, er ný stærð í forkosningunum og af mörgum talinn geta orðið vara- forsetaefni demókrata í for setakosningunum. hafa háð hnífjafna baráttu við Morris Ydall. Þegar nærri því öll atkvæði höfðu verið talin í Michigan ríki, var ljóst, að Ford hafði fengið 64% atkvæða, en Reagan 35%. I herbúðum demókrata í Michigan hafði Brown, er þriðj- ungur atkvæða hafði verið tal- inn, rúmlega 48% atkvæða, en Carter ekki nema tæp 30%. Er það í annað sinn sem hann tapar í forkosningunum á einni viku, en á þriðjudaginn var tapaði hann forkosningunum i Nebraska fyrir Frank Church. Sigrar þessir eru þó ekki taldir eiga eftir að hafa stór- vægileg áhrif. Carter er enn langt á undan mótframbjóð- endum sínum, en það sem vakti töluverða athygli var, að Brown virðist eiga sér mikinn stuðning meðal blökkumanna. Fram til þessa hefur mikill hluti at- kvæða Carters komið úr röðum blökkumanna og er það ein skýringin á ósigrinum. Eins er talið, að sú staðreynd eigi eftir að gefa þeim hugmyndum, að Brown verði varaforsetaefni flokksins, byr undir báða vængi. KlámmyncBn rtedd á brezka þinginu — S-Afríka kallaði Russouw heim í gter, ásakanir á hendur stjórn S-Afríku fara stöðugt vaxandi Furðulegar ásakanir um suður- afrískar tilraunir til að ófrægja brezka stjórnmálamenn verða teknar til umræðu á brezka þinginu í dag. Þessar ásakanir fjalla m.a. um leynilega sjóði, leyniplögg og klámkvikmynd, sem einn starfs- bræðra þeirra er sagður hafa leikið aðalhlutverkið í. Þingmenn munu í dag fá tækifæri til að beina fyrirspurnum til utanrfkis- ráðherra — og enginn vafi er sagður leika á að þeir muni not- færa sér þetta tækifæri út í æsar. Suður-Afríka kallaði f gær einn starfsmanna sendiráðs síns I London heim eftir að blaðið Guardian sagði hann hafa reynt að komast yfir eintak af klám- kvikmynd, sem þekktur stjórn- málamaður á að koma fram f ásamt fleirum, þar á meðal átta ára gömlum börnum. Suður-afríska sendiráðið f London hefur staðfastlega neitað þvf, að sendiráðsritarinn Johann Russouw hafi leitað eftir eintaki af kvikmyndinni. Hann hafi verið kallaður heim vegna þess að blöðin hafi gert honum lífið óbærilegt. Brezkir þingmenn hafa einnig áhuga á að vita sannleiksgildi frásagnar manns, sem í gær kom fram á sjónarsviðið. Maðurinn segist vera fyrrum foringi í leyniþjónustu bandaríska flug- hersins. Að sögn hans kom suður- afríska öryggislögreglan á fund hans og leitaði ráða um hvernig bezt væri að spilla fyrir Frjáls- lynda flokknum. Hann segist hafa afhent einum leiðtoga Frjáls- lynda flokksins skjalfesta stað- festingu á framburði sfnum. SKIIDI HUGHtS 15 ERFDASKRÁR EFTIR? Rithandarsérfræðingur hefur sagt, að fyrsta handskrifaða erfðaskráin, sem fannst og skilað var til skiptaréttarins, sé fölsuð. Rithandarsérfræðingurinn, Lyndal Shaneyfelt, segir að óhugsandi hafi þó verið að falsa erfðaskrá þessa án þess að hafa haft aðgang að rithandarsýnis- hornum Hughes. Shaneyfelt var ráðinn af banka þeim, sem fengið hefur umsjón auðæfa Hughes þar til gengið hefur verið frá skiptingu þeirra. Erfðaskráin, sem fannst á dularfullan hátt í aðalstöðvum Mormónakirkjunnar í Salt T,ake City, hefur fram til þessa verið sögo eKta, en lb ertoa- skrárhafaborizt skiptaréttinum, flestar augljóslega falsaðar. Milljónir króna eru enn óskiptar eftir dauða Hughes, sem lézt 5. april s.l. MH fl - i / r'" .-• V W | K1 /■; BS Wm Líbanon: Dauðinn á götum úti i Beirút. Galtómar ibúðir, husgögn úti á götu og til hægri má sjá konu, sem tekin hefur verið af lífi af ruplandi hermönnum. Yfir allt ieggur svo reykjarmökkinn. ENDURNÝJUÐ KRAFA UM BROTTFÖR SÝRLENDINGA Vinstriöflin í Líbanon hafa endurnýjað þá kröfu sína að her Sýrlendinga verði kallaður brott úr landinu. Var krafa þessi sett fram eftir sameinaðan fund vinstri flokka, undir forsæti Kamal Junblatt, leiðtoga róttæka Sósíalistaflokksins. Fýrir utan fundarsalinn geisuðu bardagar áfram af mikilli höfku, og er talið, að allt að 45 manns hafi fallið i götubardögum í Beirút í gær. Krafa þessi er sett fram rétt áður en þjóðarieiðtogar nokkurra Arabaríkja setjast á rökstóla, nokkuð, sem vinstri öflin óttast, að geti orðið til þess að tryggja Sýrlendinga enn betur í sessi í landinu. Þeir hafa þar nú meira en 10 þúsund manns og 40 skriðdreka auk annars vopna- búnaðar. Forsetakosningarnar í Portúgah EANES SIGURSTRANGLEGASTUR FRAMBJÓÐENDANNA ÞRIGGJA Fyrirhugaðar forsetakosningar í Portúgal hafa tekið á sig nýja mynd, þrefalda baráttu á milli hershöfðingja, aðmíráls og óbreytts borgara úr röðum kommúnista. Antonio Ramalho Eanes hers- höfðingi, sem nýtur stuðnings þeirra þriggja flokka. er flest at- K Jose Pinheiro de Azevedo, for- sætisráðherra. kvæði hlutu í þingkosningunum í síðasta mánuði, er talinn sigur- stranglegastur. Sigurlíkum hans ógnar þó sterkari og þekktari maður, að- mírállinn Jose Pinheiro de Azevedo, sem er forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar, er verið hefur við völd undanfarna níu iiicUiUui. Azcvcuó getur einnig státað af meiri stjórnmálareynslu. Það getur einnig orðið Eanes dýrkeypt, að frambjóðandi kommúnista, Octavio Pato, er hinn eini þeirra þriggja, sem hefur gert kjósendum fullkom- lega ljóst hverjar stjórnmála- skoðanir hans eru.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.