Dagblaðið - 19.05.1976, Síða 9

Dagblaðið - 19.05.1976, Síða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. MAl 1976. 9 LJÓNIN LÍFGA Verkefni í Vestmannaeyjum við að snyrta umhverfið eftir gosið og vikurinn, sem því hefur fylgt, eru ærin. Margir góðir borgarar hafa sýnt lofsvert framtak í þessu efni og núna á dögunum fóru Lionsmenn af stað með skóflur sínar og garðvinnuverkfæri og löguðu til í kringum krókusana sem Hollendingar gáfu til Eyja fyrir 2 árum. Það má því búast við fallegum litum i blómabeðum víða um kaupstaðinn i sumar og óneitanlega gleður slík sjón augað. (DB- myndir Ragnar Sigurjónsson). KAUPSTAÐINN Vœngjadeilan: Flugmenn setja bann við starf- semi félagsins Brottreknir flugmenn Flug- félagsins Vængja sendu sfnum fyrri atvinnurekendum í gær bréf þess efnis að stéttarfélag þeirra, Félag íslenzkra atvinnuflug- manna, hygðist stöðva allt flug félagsins frá og með miðnætti 26. næstkomandi. Samhljóða til- kynning var einnig send sátta- semjara ríkisins. Vestfjarða, Vesturlands og Norðurlands boðuðu Vængja- menn á fund á Hótel Sögu þriðjudaginn 11. maí. Þar kom meðal annars til tals að til að halda þjónustunni uppi myndu þeir Bárður Daníelsson bruna- málastjóri og Hafþór Helgason framkvæmdastjóri taka til við flugið með Erling Jóhannessyni flugmanni. Frá því var skýrt í Dagblaðinu á mánudag, að forráðamenn Vængja hefðu átt fund með Fjórðungssambandi Vestfjarða í síðustu viku þar sem lofað hefði verið áframhaldandi þjónustu í sumar. Nú hefur komið í ljós, að menn frá fjórðungssamböndum Bárður mun nú vera kominn á sjötugsaldurinn og ekki talinn til stórræðanna til að ferma og af- ferma flugvélar. Þá mun Hafþór eiga nokkuð í land með að hljóta atvinnuflugmannspróf. -ÁT- Umhverfis jörðina á Akureyri Umhverfis jörðina, nýjasta verkefni Leikfélags Akureyrar, hefur fengið góða dóma þeirra sem á hafa horft. Akureyringum, nágrönnum og ferðafólki er bent á að sýningum fer nú mjög að fækka þar eð félagið hyggur á ferðalag um landið með Kristnihald undir Jökli. Farið verður austur um land og lýkur ferðinni i Reykjavík með sýningu á Listahátíð á Glerdýrunum. K „Ég mun veita yður fylgd til mister Jeje“, Fogg og prinsessan fagra í Umhverfis jörðina. Verður stórverzlun KÁ ó Selfossi reist í Hraungerðishreppi? — mundum taka henni vel, segir oddviti Hraungerðishrepps „Við mundum taka stórverzlun Kaupfélags Árnesinga vel hér í Hraungerðishreppi og ég tel að ekki yrði nein fyrirstaða gegn henni meðal hreppsbúa," sagði Stefán Guðmundsson bóndi í Túni og oddviti Hraungerðis- hrepps í viðtali við blaðið í gær. gær. Eins og blaðið skýrði frá fyrir nokkru er komin upp deila milli KÁ og Selfosshrepps vegna fyrirhugaðrar byggingar stórverzlunar KA á staðnum, en sú bygging er ekki talin sam- rýmast hugmyndum Selfoss- hrepps um miðbæ Selfoss. Næsti hreppur fyrir austan Selfoss er Hraungerðishreppur og eru hreppamörkin mjög skammt austan byggðarinnar á Selfossi, eða rétt austan Gaulverjabæj arafleggj ara. Nýreist verkstæðishús KÁ norðan Flóavegar nær meira að segja aðeins inn í Hraungerðis- hreppinn svo stórverzlunin yrði ekki úr tengslum við starfsemi Kaupfélagsins. Þá er verið að koma upp fullkominni vatns- veitu í Hraungerðishreppi þannig að hreppurinn gæti veitt verzluninni þjónustu á því sviði sem öðrum. Stefán sagði að Kaupfélagið hefði ekki að svo komnu farið formlega fram á lóð undir verzlunina en sér væri kunnugt um að hugmyndina hefði borið á góma á deildarfundum innan KA. -G.S. Innlend orlofsdvöl — Sumarheimilið Bifröst — Borgarfirði BIFROST orlofsdvöl sumaríð 1976 0RL0FSTÍMAR 5. til 8. • / * jum 8. til 15. jum 15. til 19. jum 19. til 26. júní 26. til 3. júlí 3. til 10. júlí 10. til 17. júlí 17. til 24. júlí 24. til 31. júlí 31. til 8. ágúst 8. til 12. ágúst 12. til 21. ágúst 21. til 28. ágúst opið hús uppselt opið hús orlofsdvöl orlofsdvöl orlofsdvöl orlofsdvöl orlofsdvöl orlofsdvöl uppselt opið hús uppselt orlofsdvöl 1—3 dagar orlofskjör 1—4 dagar orlofskjör vika 6.300 ú mann vika 6.300 ú mann vika 6.300 ó mann vika 6.300 ú mann vika 6.300 á mann vika 6.300 á mann 1—4 dagar orlofskjör vika 6.300 á mann. AÐSTAÐA: Oriofsdvölin er seld á tveggja manna herbergjum með handlaug og þriggja manna herbergjum með snyrtingu og sturtu. Orlofsgestir hafa m.a. aðgang að gufubaði, bóka- safni og vel búinni setustofu. Börn: Börn undir 8 ára aldri fá ókeypis mat og uppihald í fylgd foreldra sinna. 8—12 ára börn greiða 'A fæðisgjald og 1000 kr. fyrir aðstöðu á herbergi. Opið hús: Fólk getur pantao pláss og íramlengt að vild og kynnzt þannig starfseminni. Gisting og fæði á orlofskjörum. Tveggja m. herb. kr. 1800 og þriggja m. herb. kr. 2.700. Fæði orlofskjör: Sérstök matarkort ávísun á heitar máltíðir og morgunmat eða síðdegiskaffi og brauð í 10 skipti. Matarkortið er ekki bundið við einn, handhafi getur ráðstafað því að geðþótta. Pantanir og upplýsingar í Bifröst, símatími 9—13 og 15—19 virka daga og í síma 81255 kl. 14—17 til 21.maí. Innlend orlofsdvöl — Sumarheimilið Bifröst — Borgarfirði

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.