Dagblaðið - 19.05.1976, Qupperneq 10
10
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1976.
MÉBIAÐID
frjálst, áháð dagblað
(JtKofandi: Da^blaðid hf.
FiamkvaMiuiast.jói i: Svoinn H. Eyjólfsson. Hitstjóri: Jónas Kristjánsson.
Frúttast.jóri: Jön Bir^ir Pótursson. Hitst.jórnarfulltrúi: Haukur Hcluason. Aöstoöarfrétta-
stjóri: Atli Stoinarsson. íhróttir: Hallur Símonarson. Hönnun: .lóhannes Hoykdal. Handrit:
A.sjínmur Pálsson.
Blaðamenn: Anna Bjarnason. As«eir Tömasson. Boili Húöinsson. Bra^i Sigurðsson, Erna V.
Ingólfsdóttir. (lissur Sigurösson. Hallur Hallsson. Iielgi Pðtursson, Katrin Pálsdóttir. Olafu?
Jónsson. Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarníeifsson. Björgvin Pálsson,
Ragnar Th. Sigurðsson.
(íjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson.
Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið.
Ritstjórn Síðumúla 12. sími 83322, auglýsingar. áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022.
Setning og umbrot: Dagblaðið hf. og .Steindörsprenl hf., Ármúla 5.
Mynda-og plötugerð: Hilmir■hf„Slðumú’a 12.Prer.tun: Arvakurhf Skeifunni 10.
Stórfellt njósnamál
íDanmörku:
Njósnaranum var
I svefnrofunum
Þingmenn láta yfirleitt lítið
fara fyrir sér. Flestum þeirra
nægir að fylgja fyrirmælum
flokksforingjanna. Þó eru á
hverju þingi fluttar nokkrar
þingsályktunartillögur um merk
mál. En í þeim tilvikum fá flutn-
ingsmenn sjaldnast stuðning
þingheims. Þessar tillögur eru allajafnan
svæfðar. Þær fást ekki afgreiddar. í sumum
tilvikum er þeim vísað til ríkisstjórnarinnar,
sem kallað er, það þýðir oftast svæfing.
Þess voru merki nú í þinglokin, að þingmenn
væru loks að vakna í landhelgismálinu. Sá
merki atburður gerðist, að þingmenn úr öllum
flokkum fluttu tillögu til þingsályktunar um,
að kalla ætti heim sendiherra íslands hjá
Atlantshafsbandalaginu vegna yfirgangs
NATO-ríkisins, Bretlands við okkur.
Það er alltof sjaldan, að þingmenn sinni þeim
skyldum sínum að hafa vit fyrir ríkisstjórn.
Hver sem ríkisstjórnin hefur verið, hafa þing-
menn þeirra flokka, sem að stjórninni hafa
staðið, yfirleitt látið leiða sig sem svín til
slátrunar, 1 hverju sem er. Þótt vitað væri, að
mörgum stjórnarþingmönnum hefur að undan-
förnu ofboðið undansláttur ríkisstjórnarinnar í
landhelgismálinu, var löng bið á að frá þeim
heyrðist. Síðastliðið haust létu stjórnarþing-
menn til dæmis hafa sig í að styðja samningana
við Vestur-Þjóðverja. Samt var vitað, að margir
þeirra voru andvígir samningunum fram á
síðustu stundu. Stjórnarþingmenn hafa í vetur
undantekningalítið þagað við afsláttarpéli-
tíkinni í landhelgismálinu. Það er gott innlegg í
málið á þessum tíma, að stjórnarþingmennirnir
Steingrímur Hermannsson, Framsókn, og
Pétur Sigurðsson, Sjálfstæðisflokknum, skuli
hafa staðið að tillögu um heimköllun
sendiherrans hjá NATO.
í þessari afstöðu þingmannanna og skoðana-
bræðra þeirra felst að sjálfsögðu vantraust á
ríkisstjórnina. Þessir þingmenn munu þó telja
sig stjórnarsinna áfram, en þeir eru í raun og
veru að segja, að undansláttur ríkisstjórnar-
innar dugi ekki lengur. Hún hafi verið á villi-
götum.
Gallinn er sá, að þessir þingmenn þögðu of
lengi. Takmarkað gagn er að tillögu í lok
þingsins, þegar allt starf þess einkennist af
tímahraki, og jafnvel merkum málum, svo sem
frumvörpum dómsmálaráðherra um dómsmál,
er kastað fyrir borð. Því miður eru íslenzk
stjórnmál ekki nógu þróuð til þess, að risið hafi
upp fyrir löngu úr röðum stjórnarliða á Alþingi
vökumenn um landhelgismálið, sem hafi veitt
ríkisstjórninni aðhald. Við værum sennilega
betur stödd, ef sú hefði verið raunin.
Betra er seint en aldrei. Þingmenn hafa sofið
vært, en þingsályktunartillagan er merki þess,
að þeir kunni að vera aö vakna.
fylgt eftir í meira
en eitt og hólft ór
V
/*
v
í rúmlesa eitt og hálft ár
fylgdi leyniþjónusta Dana 37
ára gömlum manni eftir þar til
hann var handtekinn úti á götu
nú fyrir skömmu.
Damnn nafði samoana vio
mann einn sem tengdur var
sovézku verzlunarnefndinni í
Kaupmannahöfn. Þeir tveir
mæltu sér mót með merkingum
á gluggarúður og áttu fundir
þeirra sér alltaf stað á
götuhornum eða á veitinga-
húsum. Og með þessu öllu
fylgdust menn frá leyniþjón-
ustu lögreglunnar, PET.
En Victor Kedrov sleppti
ekki hendinni af hinum danska
kaupsýslumanni. Eftir að
honum hafði verið vísað úr
landi fór hann margoft til
Helsingfors og KGB, rússneska
leyniþjónustan, borgaði farið
báðar leiðir.
Ævintýrið er ó enda
Ævintýrinu er nú lokið fyrir
kaupsýslumanninum þar sem
hann situr í varðhaldi í Hróars-
keldu. Eiginkona hans, sem er
39 ára, hefur einnig verið hand-
tekin og báðum er gefið að sök
að hafa stundað njósnir í þágu
Sovétríkjanna. Viðurlög við
slíkum afbrotum eru ekki mikil
í Danmörku, geta í mesta lagi
orðið sex ár, þó allt að tólf
árum, ef um hernaðarlega
mikilvæga staði er að ræða.
Verjandi hjónanna, Knud
Rolund segir, að lögregluyfir-
völd séu hér að gera úlfalda úr
mýflugu, og hefur þegar krafizt
þess að lögreglan veiti meiri
upplýsingar um málið en orðið
er.
Veit ekki allt
Lögreglustjórinn í Hróars-
keldu, Henning Christiansen,
segir: „Verjandinn veit að sjálf-
sögðu ekki allt. Við höfum enn
ekki látið uppi neitt nema það
sem nægði til þess að handtaka
fólkið. Ekki er búizt við því að
fleiri verið handteknir, en um-
fangsmikil rannsókn er í
uppsiglingu.”
Kaupsýslumaðurinn erfði
fjölskyldufyrirtæki eftir lát
föður síns. Fyrirtækið er
Þessa mynd tók PET á laun árið 1968 er Austur-Þjóðverjinn Holm Haase
byggði upp mjög fuilkomið njósnanet i Danmörku. Fjöldi svipaðra
mynda hefur verið tekinn af kaupsýslumanninum við iðju sína.
Leikhúskjaliarinn:
STÖVLER OG SKOR
Gestaleikur frá Folketeatret í Kaupmanna-
höfn.
Þaó er ekki því að neita:
þegar fréttist að von væri á
einhvers lags danskri revíu í
heimsókn í Þjóðleikhúsið fór ég
beinlínis að hlakka til að sjá
hana. Ekki spillti að höfundur
hennar var sagður Erik
Knudsen, ágætis atómskáld
danskt, sem á seinni árum
hefur í vaxandi mæli gefið sig
að pólitískum skáldskap, leik-
rita- og revíugerð og ýmislegum
umræðuverkum sem svo eru
nefnd.
En það er ekki heldur því
að neita því miður, að þegar til
kom urðu mestpart vonbrigði
að sýningu dananna frá
Folketeatret. Var það út af því
að maður hefði búist við of
miklu, í öllu falli einhverju
öðru en til stóð? Nú er það svo
að í Danmörku eru til alveg
prýðilegir pólitískir leikhópar
ungra leikenda og höfunda, og
hafa meira að segja sumir
borist hingaðtil lands (Banden
á listahátíð ’74). Kannski