Dagblaðið - 19.05.1976, Page 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1976.
11
Leiklist
ANGLÓMANÍA
Leikfólag Kópavogs:
TONY TEIKNAR HEST
eftir Lesloy Storm.
Leikstjóri: Gísli Alfreösson
Loikmynd: Gunnar Bjamason
Þýöandi: Þorsteinn ö. Stephensen.
Anglófilía, ef ekki beinlínis
anglómanía.: það mætti kannski
skoða ýmsa parta íslenskrar
menningarsögu í ljósinu af
þessum hugtökumekki síður en
öðrum leiðarljósum. Það er
t.a.m. ekki lítið sem haldið
hefur verið aó lesendum
þýddra barna- og unglingabóka
og skemmtsagna handa full-
orðnum, áheyrendum útvarps-
leikrita, leikhúsgestum, nú
siðast áhorfendum sjónvarps,af
engilsaxneskum, oft beinlínis
viktoríönskum móral og snobbi
allt síðan i árdaga fjölmiðlunar
á Islandi. Og svo mikið er al-
kunna að breskum fréttastof-
um, blöðum og útvarpi, trúum
við eins og nýju neti um hvað-
eina sem í heiminum gerist og
líkast til betur en okkar eigin
skilningarvitum — nema þá
kannski landhelgisfréttum nú í
allra seinustu tíð.
En hver skyldu vera áhrifin
af allri þessari innrætingu
sem vitaskuld hefur birst i
mikilfenglegri og margbreytt-
ari mynd en hér er nokkurt
ráðrúm að gefa í skyn? Það er
hætt við að þau yrðu viða fyrir
ef eftir væri grennslast. Nóg að
nefna hér dæmi alþingismanns
og leikritahöfundar, Jónasar
Árnasonar, sem með dásam-
legu móti tek'st aðsameinaengil-
saxa- og alþýðu-snobb sitt í
einni og sömu persónu, vita-
varðarins í Skjaldhömrum í
Iðnó í vetur.
Því ber þetta á góma að í
Kópavogi má um þessar mundir
sjá dálítið skrýtileg útbrot af
þesum rótgróna sjúkdómi. Þar
hafa þeir af einhverjum óút-
skýrðum ástæðum grafið upp
fertugt breskt farsaleikrit úr
„the upper middle-class” áhorf-
endum sinum til afþreyingar ef
ekki hughreystingar á erfiðum
tímum. Trúlegt þætti mér að
það hefði á sínum tíma verið
þýtt til útvarpsafnota. Kannski
þeir í Kópavogi hafi hugsað
sem svo: úr þvi leikritið er til
— af hverju þá ekki að nota
það? Að öðrum kosti er efnis-
valið óskiljanlegt, hvort heldur
hugsað er um leikhópinn eins
og hann birtist I sýningunni,
ellegar stefnumið og starfsskil-
yrði Leikfélags Kópavogs sem
mun nú reyna að stefna sér í
hálfgildings atvinnu-snið með
reglulegum leikhúsrekstri. En
ég hef svo oft áður rætt um
verkefnaval, starfskjör og
stefnumótun leikfélagsins að
ég leiði það umtalsefni hjá mér •
í þetta sinn.
Hvað er þá um leikinn og
sýninguna að segja? Það er
nú ekki mikið. Leikritið er
breskur stofufarsi af algengu
tagi, og hafa slíkirleikir notið
óskiljanlegrar hylli alls konar
leikhúsfólks hér á landi um
langan aldur. Sýningin er með
ofur-venjulegum meðallags-
brag áhugamannasýninga eins
og þær ganga og gerast út um
allt land. Láti leikendur og leik-
húsgestir í Kópavogi sér þetta
nægja eru þeir líklega sælir
með sig.
Eitt hlutverk er eins og ívið
skemmtilegast i leiknum:
breskrar yfirstéttarkellingar
sem er rétt að deyja úr pjatti og
snobbi. Jóhanna Norðfjörð kom
manni stundum til að kima við
og jafnvel hlæja upphátt, en
hún hefur áður sýnt sig prýði-
lega fallna til farsaleiks.Annars
taka þátt í sýningunni ýmsir
traustir leikendur í Kópavogi,
sem vafalaust mundu njóta
betur getu sinnar og hæfileika
ef tækist að velja handa þeim
nýtileg viðfangsefni. En eftir
fyrsta starfsári hins nýja
bæjarleikhúss í Kópavogi að
dæma ætlar að verða bið á þvi.
Gísli Alfreðsson setti leikinn
á svið, Gunnar Bjarnason gerði
leikmynd: hvort tveggja að ég
hygg fagmannleg verk eftir
efnum og ástæðum sýningar-
innar.
NOKKUR HISSA?
vitneskjan um slíka hópa og
hópverk hafi enn aukið á
eftirvæntingu manns.
En þegar til kom fór ekki
mikið fyrir tímabærum yrkis-
og ádeiluefnum, frumortum
textum eða skáldlegum brag í
sýningu dananna. Hún er
auðvitað ekki verri fyrir það,
bara önnur og öðruvísi en
maður hélt. Efnið er „mósaík
um landflótta og andspyrnu”,
samansett úr söngljóðum og
stuttum leiktextum eftir þýska
höfunda, landflótta á nasista-
tímanum, Tucholsky, Kastner,
Karl Valentin og Brecht, við
tónlist eftir Hanns Eisler, Kurt
Weill og Bent Axen. Tilefni eða
rammi leiksins var móttökur og
afdrif þýskra landflóttamanna í
Danmörku fyrir og á stríðs-
árunum og var helst að skilja að
þær hefðu ekki allténd verið
mjög notalegar.
Það er nú vísast að afstaðan
til nasisma og hernáms sé enn
tímabært umtalsefni í Dan-
mörku, þótt það sé orðið okkur
eins og dálítið fjarlægt. En það
var ekki haldið mjög fast um
þennan „rauða þráð”
sýningarinnar. Glansnúmer
hennar voru satt að segja ýms
sjálfstæð kabarett-atriði, lítt
eða ekki tengd aðalefninu um
landflótta og andspyrnu. Af því
tagi voru t.d. hjólreiðamaður og
lögregluþjónn, spé um þýskt
lögguveldi, bókbindari í
símanum, háðuleg lýsing „litla
mannsins” gegn kerfinu, eða
smámynd úr fjölskyldulífi af
hjónakornum að reyna að segja
einn og sama brandara. Og
sitthvað fleira í slikum dúr.
Enginn var heldur svikinn í
Brechtsöngvum Önnu-Lísu
Gabold. Og leikararnir fóru
allir með efnið af fimi og
Iéttleik, auk hennar eru þeir
Gyrd Löfquist, John Hahn
Petersen og Finn Nielsen, allt
tóm nöfn fyri' mér. — En úr
því hér var verið að skipa
saman efni, sem meir og minna
heyrir bökmennta- og
menningarsögu til var eftirsjá
að því að fá ekki að vita
hverjum höfundanna hvaðeina
heyrði til eða hvað Erik Knud-
sen sjálfur hafði til mála að
leggja. En leikskrá var í þetta
sinn eins og stundum áður
alveg gagnslaus.
I danskri gerð hennar mátti
þó lesa að sýning þessi hefði í
fyrra orðið „formidabel
success” á litlasviði Folke-
teatrets. Til þess geta nú sjálf-
sagt legið mörg og margvísleg
rök, en eins og kannski er Ijóst
af framansögðu liggja ekki þar
fyrir í augum uppi neinar
ástæður til að fara á flakk með
hana milli Ianda. Fer ekki
annars einhver að verða eins og
hálf-hissa á dönskum gesta-
leikjum í vetur? Þeir eru nú
orðnir þrír með skömmu
millibili allir satt að segja með
heldur svo lítilfjörlegu efni,
eins og áður hefur verið vikið
að hér í blaðinu. Væri nú ekki
betra ráð að leggja í eina fúlgu
þá fjármuni sem til þessara
ferðalaga er kostað og koma
til leiðar einni almennilegri
heimsókn, mikilsháttar gesta-
leik af einhverju tagi, í staðinn
fyrir margar meinlausar og
gagnslausar?
Danirnir höfðu hér þrjár
sýningar, laugardags-,
sunnudags- og mánudagskvöld.
umboð fyrir alls kyns raf-
magnstæki og meðal kaupenda
eru herir Danmerkur og
Noregs.
Vitað er að Sovétmenn hafa
a.m.k. náð í eitt tæki sem
fyrirtækið hefur haft umboð
fyrir, er það mælir sem mælt
getur hraða flugskeyta og
nákvæmlega hvar þau lenda.
Verjandi hjónanna hefur sagt
að Sovétmenn hafi alla tíð vitað
um þetta tæki enda sé hægt að
kaupa það í „hvaða leikfanga-
búð sem er,“ auk þess sem þeir
geti framleitt 100 sinnum betra
tæki.
Leyniþjónustan er ekki sama
sinnis. Alit manna er að þetta
sé eitt mesta njósnahneyksli
sem um getur i sögu Dan-
merkur. Rannsókn málsins er
haldið leyndri vegna „eðlis
málsins" og vegna „sambands
okkar við önnur ríki“.
Óopinber skýring er sú að
menn vilji ekki eyðileggja gott
samband sem haldizt hefur á
sviði verzlunar við Rússa um
langt árabil.
Mál njósnarans frá Kaup-
mannahöfn er bein afleiðing
máls sem hófst í október í fyrra
með því að fjórum KGB-
mönnum var vísað úr landi.
Einum þeirra tókst að ná
sambandi að nýju og beitti
sendiráðsstarfsmanni við
sendiráðið í Kaupmannahöfn
sem milligöngumanni.
Þetta varð til þess að þriðji
sendiráðsritarinn við sendi-
ráðið í Kaupmannahöfn var
beðinn að hverfa úr landi þar
eð hans Væri ekki lengur óskað.
Ljóst er hins vegar aó
ákærurnar á hendur hjónunum
eru þess efnis að þau hafi verið
beinir milligöngumenn við að
útvega KGB raftæki sem
viðskiptaráðuneytið hefði
annars lagt blátt bann við að
flutt yrðu til austantjalds-
landanna.
Hér er um að ræða vörur,
sem flokkast undir slíkt af
„hernaðarlegri þýðingu” sér-
staklega fyrir varnir NATO
ríkjanna. Fyrirtæki kaupsýslu-
mannsins hefur oftsinnis selt
NATO ýmsar vörur og til
Svíþjóðar voru seld tæki sem
notuð voru í herþotuna Draken
hér um árið.
Sendi hann dulmáls-
skevti?
Öll fyrirtæki, sem framleiða
vörur fyrir NATO, eru undir
sérstöku eftirliti leyni-
þjónustunnar. Það varð til þess,
að menn komust á snoðir um
samband kaupsýslumannsins
við sendimenn austantjalds-
landa.
Mikið er órannsakað nú er
hjónin hafa verið handtekin.
Sérstaklega vilja. menn
rannsaka frekar áhuga
mannsins á flugvélum Banda-
rikjamanna á flugvellinum við
Tune, sem er skammt frá
Hróarskeldu, og ennfremur
hvort hann hafi sent dulmáls-
skeyti til annarra landa. Dag-
blöð hafa sannað að hann hefur
próf sem radíóamatör en því
hefur lögreglan staðfastlega
neitað.
Það er svo talið sérlega
áhugavekjandi að komast að
því hvert samband hans hefur
verið við þau fyrirtæki sem
gert hafa tilboð í ýmsa hluti af
framleiðslu á FS-16 herþotu
þeirri sem nýkeypt er til Dan-
merkur frá Bandaríkjunum.
Enda þótt lögreglan hafi i
fyrstu hjónin aðeins grunuð um
iðnaóarnjósnir má gera þvi
skóna að maðurinn hafi haft
töluverða möguleika á því að
komast að hernaðarleyndar-
málum.
Ef grunsemdir lögreglunnar
í Hróarskeldu eru á rökum
reistar er eitthvert mesta
njósnamál í sögu Danmerkur í
uppsiglingu. Vitað er að
maðurinn fékk margoft stórar
peningasendingar frá KGB,
annaðhvort í reiðufé, eða sem
boðsferðir og þvíumlikt. Það er
eitt af því sem kona hans hlýtur
að hafa verið í vitorði með. Hún
varð oft hissa á undarlega stór-
um peningasendingum og fékk
margoft upphringingar frá
verzlunarnefnd sovézka
sendiráðsins.
„Og það er ekkert sérstak-
lega fyndið við þetta mál,”
segir Henning Christiansen
lögreglustjóri. „Njósnamál,
sem áður hafa komið upp, hafa
oftsinnis verið smávægileg. I
þetta skipti er um mjög alvar-
legt mál að ræða.“