Dagblaðið - 19.05.1976, Síða 14
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1970.
Hljómsveitin Haukar hélt i vik-
ing suður til Spánar á vegum
Ferðamiðstöðvarinnar og SAM-
klúhbsins 25. apríl síðastliðinn.
Eins og hjá venjulegum ferða-
löngum kom ýmislegt, bæði
skemmtilegt og leiðinlegt, fyrir.
Eftir að heim kom fékk Dag-
blaðið rótara hljómsveitarinnar,
Randa (guð má vita hvað hann
heitir fullu nafni), til að rifja
ferðina upp.
Byrjaði með töfum
..Ferðalagið byrjaði eiginlega
strax á veseni,“ sagði Randi og
glotti við tönn. „Við vorum öll
komin stundvíslega klukkan hálf-
sex á sunnudagskvöldið út á
Keflavíkurflugvöll. Um það leyti
sem átti að stíga um borð var
okkur sagt að því miður væri eitt
dekkið á vélinni sprungið, svo að
við urðum að gera svo vel að bíða
i sjö klukkutíma þar til nýtt dekk
var komið frá Englandi og búið að
setja það undir.
Eins og við var að búast var
næsta lítið skemmtilegt við að
vera i flugstöðvarbyggingunni
svo að við stunduðum bara barinn
af því meira kappi. Afleiðingin
varð líka sú að þegar við loksins
dröttuðumst af stað um eittleytið
um nóttina voru allir orðnir gífur-
lega hressir og kátir.
Kátínan entist svo langleiðina í
flugvélinni eða allt fram undir
klukkan fjögur þegar allir voru
búnir að fá sér að éta. Þá fór
svona eins konar værð að falla á
einn af öðrum og surnir fengu sér
blund. Það var þó einn sem stóð
uppi alla nóttina og slakaði aldrei
á, — Kristján Guðmundsson
píanóleikari frá Akureyri.’’
Kiddi rœndur
„Nú, og Kiddi lét ekki sitja við
orðin tóm heldur hélt stuðinu
áfram um morguninn,” hélt
Randi rótari áfram frásögn sinni
Ljósmyndir: RANDI
spurði hann hvernig
honumfyndisthljómsveitin. Hann
sagði að Haukarnir væru óvenju
ferskir og léttir og minntu sig
einna helzt á Bítlana þegar þeir
voru að byrja. Stemningin hjá
þeim væri líka svipuð og þegar
bítlaæðið var að byrja.
Annars hlaut hljómsveitin alls
staðar góðar viðtökur. Það gerði
Jóhann Helgason einnig. Fólki
líkaði stórvel við lögin hans. Biggi
varð líka betri og betri með
hverju kvöldinu sem leið og féll
vel inn í hljómsveitina enda þótt
lítill tími hefði gefizt til að æfa
hann upp áður en við fórum
utan.
Tímaskynið brenglast
Eftir kvöldin fjögur á Papa
TILBtiIN A BALL: Kiddi búinn sínu bezta skarti.
Kiddi hafði það af að sofa
þarna í heila sex klukkutíma.
Þegar hann vaknaði aftur....”, og
þarna varð Randi að gera langt
hlé á frásögn sinni sökum ofboðs-
legs hláturkasts yfir óförum
Kidda vinar síns. „...Já, og þegar
hann vaknaði aftur var búið að
ræna bókstaflega öllu af honum
sem hægtvar að stela, svo að vel-
sæmisins væri gætt. Farmiðarnir
og vegabréfið voru horfin og ekki
nóg með það. Þjófurinn, eða þjóf-
arnir, höfðu klætt hann úr jakk-
anum, stolið af honum peysunni
og síðan klætt hann í jakkann
aftur.
Annars stóð Kiddi sig með af-
brigðum vel þarna á Benidorm,”
hélt Randi áfram. „Hótelstjóran-
um á Hotel Tropicana, — þar sem
við bjuggum — leizt svo vel á
steppari. Eftir að hafa dvalið
þarna góða stund fórum við á
annað diskótek sem ökkur leizt
illa á. I þriðju tilraun lentum við
loksins á diskótekinu Papa
Wiskey sem átti eftir að koma
talsvert við sögu hjá okkur.
Birgir Hrafnsson var með
okkur þetta kvöld. Honum fannst
allt of mikið bruðl að borga 150
peseta fyrir að fara inn á Papa
Wiskey svo að honum tókst að
prútta aðgangseyrinn niður um
helming gegn því að við kæmum
oftar. Þarna dvöldum . við síðan
fram eftir nóttu.
Kvöldið eftir komum við aftur
á Papa Wiskey og fórum þá frítt
inn. Þriðja kvöldið töluðum við
við klúbbeigandann og buðum
honum að spila hjá honum. Hann
svaraði því til að við mættum svo
Gunnlaugur Melsted háði þarna
harða keppni við starfsmann
Ferðamiðstöðvarinnar og tapaði
þar eftirminnilega. Þá reyndi
Randi einnig hæfni sfna en áður
en til þeirrar sýningar kom þurfti
kappinn nauðsynlega að snúa sér
við til hálfs með þeim afleiðing-
um að kvöldmaturinn gekk upp
úr honum. Ekki tókst betur til en
svo að gusan lenti inn í opinn
Mercedes Benz bíl. Ahorfendum
fannst það atvik benda eindregið
til þess, hve Randi væri snobb-
aður, að geta ekki komið kvöld-
matnum á annan betri stað en í
dollaragrín.
Ferðamiðstöðin —
Ferðamistökin
Af og til í ferðaendurminning-
um Randa kom upp beizkur tónn,
það er þegar minnzt var á frammi-
stöðu Ferðamiðstöðvarinnar.
„Hún ætti eiginlega ekki að heita
Ferðamiðstöðin heldur Ferða-
mistökin,” sagði hann. „Flest af
því sem hafði verið lofað var
svikið og ábyggilega 75% af
ferðalöngunum þurftu einhvern
tíma að kvarta út af þjónustunni.
Það var helzt eldra fólkið sem
umbar hlutina með þögn því að
ástandið bitnaði ekki eins á því og
yngra fólkinu.
Eini starfsmaður ferðaskrif-
stofunnar, sem reyndi að gera
fyrir okkur það sem hann gat, var
ítali, Salvador aðnafni.Hann stóð
sig vonum framar.
Eftir allt vesenið við að ná
Ferðaminningar Randa rótam
og hló nú tryllingslega að at-
burðum ferðarinnar.
„Þegar við vorum komin á
hótelið og allir ætluðu að fara að
sofa fór Kiddi niður á strönd og
hugðist taka sér sólbað. Hann
lagði sig i sandinn, eins og þreytt-
um ferðalangi sæmir, en vegna
undanfarandi skemmtilegheita og
alls fjörsins í flugvélinni var
hann orðinn þreytturogsteinsofn-
aði þarna í sandinum.
stuðið í piltinum að hann bauð
honumað koma aftur og framreiða
dinnermúsík fyrir gestina.
Papa Wiskey uppgötvað
Að kvöldi fyrsta dagsins fórum
við síðan í bæinn til að leita að
fjöri. Fyrst dutturri við niður á
eitthvert diskótek þar sem sæmi-
leg mexíkönsk hljómsveit lék. Þar
kom einnig fram þrælgóður
sem prófa það en bjóst greinilega
ekki við neinu sérstöku frá svona
íslendingahljómsveit.
Við þeystum því strax af stað
daginn eftir til að ná í hljóðfærin
út á flugvöll. Biggi var hins vegar
með alla pappíra, sem fylgdu
þeim, svo að okkur var tekið með
mikilli tortryggni.
Það var loksins eftir þrjá
klukkutíma sem við fengum
hljóðfærin og þá höfðumivið
einnig þurft að borga tryggingu
fyrir þeim. Við flýttum okkur
með tækin í Papa Wiskey og stillt-
um upp. Ég varð að ráða mér
aðstoðarmann, Sigurð að nafni,
sem hjálpaði mér mikið allan tím-
ann. Það var nefnilega alveg
ómögulegt að vinna þarna nokkuð
að ráði vegna hitans, — maður
kófsvitnaði alveg upp fyrirhaus.
Framkvœmdastjórinn
stórhrifinn
Þegar uppstillingunni var lokið
léku strákarnir nokkur lög fyrir
klúbbeigandann. Hann varð stór-
hrifinn og sagði að þetta væri
bezta hljómsveitin sem hefði
nokkru sinni leikið hjá sér. Hann
réðst strax í að reyna að útvega
atvinnuleyfi fyrir okkur en það
hafði Ferðamiðstöðin trassað að
gera, eins og svo margt annað.
Það tókst hins vegar ekki.
Um kvöldið léku Haukarnir
síðan í klúbbnum. Aðsóknin var
sérstaklega góð þarna, um 500
manns og þar af helmingurinn
íslendingar. Hljómsveitin fékk
mjög góðar viðtökur og
Spánverjagreyin höfðu aldrei séð
neitt þessu líkt. Klúbbeigandinn
varð svo ánægður með aðsóknina
að hann bauð okkur að vera miklu
lengur í húsinu. Þarna lékum við
þrjá daga í viðbót en urðum þá að
hætta því að ágreiningur reis um
hvort Papa Wiskey ætti að borga
Haukum eða Ferðamiðstöðinni
fyrir vinnuna.
Alveg eins og
Bítlarnir
Haukarnir spiluðu síðar tvö
kvöld á Hotel Tropicana,” hélt
Randi áfram frásögn sinni.
„Annað kvöldið ræddi ég við Eng-
lending, sem bjó á hótelinu. og
Wiskey segir Randi að tímaskyn
allra hafi farið meira og minna úr
skorðum. Dagarnir urðu allir
hver öðrum líkir, enda þótt eitt-
hvaðfrásagnarvertgerðist á hverj-
um degi.
Til dæmis fór hópurinn allur
kvöld eitt á næturklúbb sem
nefndist Bobby’s. Fyrir utan
staðinn var hægt að heyja skot-
keppni og urðu þar ýmsir til að
reyna að sýna skotfimi sína.
hljóðfærunum af flugvellinum og
koma þeim þangað aftur, svo og
að reyna að útvega okkur eitthvað
að gera, held ég að allir hafi verið
þeirri stund fegnastir þegar við
settumst upp í flugvélina,”sagði
Randi að lokum. „Eftir átján daga
dvöl á Spáni hafa vafalaust flestir
verið dauðfegnir að komast heim
á leið enda þótt vínið hafi verið
bæði ódýrt og ljúffengt og veðrið
eott ” —AT —
KRISTJAN GUÐMUNDSSON: Það er þægilegt að geta virt fyrir sér
næturlífið af svölunum.
GUNNLAUGUR MELSTED: Spilamaskínur og kappakstursbrautir
ýmiss konar freistuðu Haukanna.