Dagblaðið - 19.05.1976, Side 15

Dagblaðið - 19.05.1976, Side 15
DAGBLAÐIÐ. MJÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1976. AUSTFIRÐINGAR TIL FÆREYJA Því miður hefur oft réttilega verið bent á það að litlar upp- lýsingar berist til dagblaðanna um hljómsveitir úti á landi sem þó eru fjölmargar. Er helzt þar um að kenna „sambandsleysi" blaðamanna við hljómsveit- irnar, enda er það næsta fátitt að hljómsveitirnar leggi land undir fót og troði upp á höfuð- borgarsvæðinu og enn fátíðara að blaðamenn geri viðreist um landið, nema þá um sumar- tímann og þá oft í fylgd ein- hverrar hljómsveitarinnar að „sunnan". En nú hafa okkur borizt þær fréttir austan af Héraði að ein aðalhljómsveitin þeirra þar muni ætia að leggja land undir fót. Ekki er vitað hvort höfuð- borgarbúar verði aðnjótandi tónlistarflutnings þeirra því þeir munu halda til Færeyja og leika fyrir það ágæta fólk. Hljómsveitin Völundur hefur nú verið starfandi um allnokkra hríð, hún er skipuð fimm ungum mönnum frá Egilsstöðum og nágrenni, þeim bræðrunum Helga og Jóni Arn- grfmssyni, Stefáni Bragasyni, Bjarna Helgasyni og Friðrik Lúðvíkssyni. Færeyjaferðin er fyrir- huguð í iok júní en áður en hún verður farin eiga þeir félagar að taka upp þrjú lög sem verða með á safnplötu sem Tónaút- gáfan á Akureyri mun gefa út. Þar verða eingöngu norðlenzkir flytjendur léttrar tónlistar með í spilinu. Lögin, sem Völundur flytur, eru eftir þá Jón og Stefán. Til gamans má geta þess að í stað hljómsveitarinnar Völ- undar kemur hingað færeysk hljómsveit, Tey á Kammarin- um,“ og verður gaman að heyra á þá tónlist. —HP Hljómsveitin Völundur gerir víðreist: F.v.: Helgi Arngríms- son, gítar, Jón Arngrímsson, bassi, Stefán Snædal Bragason, hljóm- borð, Bjarni Heigason, trommur, og Friðrik Lúðvíksson, sóiógítar. Paradís gefur út á sínu eigin merki Þangað upp œtlum viö, segir Pótur við Björgvin. . . DB-mynd ÁT. Hljómsveitin Paradis hélt utan til London sl. laugardag þar sem fyrsta LP-plata hljóin- sveitarinnar er nú hljóðrituð. Utgáfu annast liðsmenn hljóm- sveitarinnar sjálfir en ekki Geimsteinn Rúnars Júlíussonar eins og áður hafði verið reiknað með og m.a. skýrt frá í Dag- blaðinu. Áður en til endanlegrar samningagerðar kom á milli Paradísar og Geimsteins hætti Rúnar við, að líkindum vegna hins mikla kostnaðar sem gerð plötunnar virtist ætla að fylgja. Þá ætluðu þeir félagar sér að hljóðrita í Bandaríkjunum, en slíkt hefur í för með sér mun meiri kostnað en cf hljóðritað er í Bretlandi eða Danmörku, svo ekki sé minnzt á Ísland. Eftir að Geimsteinn var úr sögunni leitaði hljómsveitin til Fálkans, en eftir nákvæma ígrundun hafnaði Fálkinn tilboði hljómsveitarinnar. Þeir félagarnir voru þó ekki á því að gefast upp og ákváðu að gefa plötu sína út sjálfir. Hljöðritunin fer fram í Pebble Sound Studios i London og er áætlað að hún taki um það bil tvær vikur. Flest laganna eru eftir Björgvin Gíslason, tónlistarmann par exellence, sem nú fer inn á nokkuð aðra braut en hann hefur verið kenndur við, öllu léttari og meira rokk. Aðrir liðsmenn Paradísar hafa einnig samið lög á plötuna. Textar eru allir áensku.eftir ýmsamenn. OV 15 John F. Kennedy yngri er hress strákur og hikar ekki við að fara í snjókast við vini sína. IVl.vndirnar tala sínu máli hvernig fór. „Guði sé lof að við þurfum ekki að gera þetta nema nokkrum sinnum á ári“ segir starfsmaður leyniþjónustunnar bandarísku. Hann fylgdist með John F. Kennedy yngri í skíða- ferðalagi sem hann fór til Hunterfjalla í New York ríki. Það vantar ekki kjarkinn í John, hann geysist áfram sem alvanur keppnismaður. Það er sem sagt ekkert létt verk að fylgja honum eftir. „Hann er ekki bezti skíðamaðurinn hér um slóðir en hann er alls ekki smeykur við brekkurnar," segir Dave Shepard sem er félagi í skíðaklúbbnum í Hunter. P&SÍOGHAM- BORGARAR, MD BttUNS VPPJhtílD Hann var líka að reyna í fyrsta sinn nýja skíðaskó úr trefja- gleri, því allra nýjasta. Kennedy verður að sætta sig við að hafa leyniþjónustumenn- ina á hælum sér þartil hann verður sextán ára. Þeir fengu svo sannarlega að reyna skiðin sín í þetta sinn vegna þess að áhuginn hjá John er mikill. Hann var fyrstur á fætur a morgnana og var kominn á skíðin fyrir allar aldir. Eins var hann síðastur að koma sér heim á kvöldin. Þá raðaði hann í sig hamborgurum og drakk pepsí með. Eftir- rétturinn var súkkulaði —KP.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.