Dagblaðið - 19.05.1976, Page 17
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1976.
17
Suðaustan gola eAa hœgviArí,
smaskúrir. Hiti 5-9 stig.
.
Solveig Einarsdóttir,
Háaleitisbraut 117, sem lézt 11
þ.m., verður jarðsungin frá
BUstaðakirkju í dag, miðviku-
daginn 19. mai kl. 13.30. Hún var
fædd í Fjarðarseli i Seyðisfirði
29. ágúst 1905. Hún giftist
Hannesi J. Magnússyni skóla-
stjóra og rithöfundi, þann 5.
september 1929. Þau eignuðust
fimm börn, það elzta dó barn að
aldri. Sólveig og Hannes bjuggu
flest búskaparár sín á Akureyri.
Asa B. Asmundsdóttir ljóðsmóðir,
sem lézt föstudaginn 7. maí
verður jarðsungin í dag 19. maí
Hún fæddist 16. ágúst 1888 í Ytri-
Haga á Árskógsströnd í Eyjafirði.
Hún dvaldist um nokkurra ára
skeið í Kauþmannahöfn og nam
ljósmóðurstörf við ríkisspítalann
þar. Asa B- Ásmundsdóttir var
ein af stofnendum Ljósmæðra-
félags Islands og var lengi í vara-
stjórn þess. Hún setti á stofn
fæðingarheimilið og sjúkrahúsið
við Sólheima við Tjarnargötu í
Reykjavík árið 1930 og rak það
um 15 ára skeið. Hún tók mikinn
þátt í félagsstörfum.
Björn Björnsson frá Múla, sem
andaðist 11. maí, verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju í
dag. Hann var fæddur í Haga
Sveinsstaðahreppi, Þingi 21.
janúar árið 1894. Hann fluttist
árið 1925 til Akureyrar og setti
þar á stofn verzlunina „Norður-
Iand''. Árið 1941 kvæntist hann
Guðlaugu Pálsdóttur og eignaðist
með henni tvö börn.
Valgerður Guðrún Hjartardóttir,
Safamýri 44, andaðist i
hjúkrunardeild Borgarspítalans,
mánudaginn 17. maí.
Markús Jónsson frá Svartagili
lézt að Elliheimilinu Grund 17.
maí.
Sturlaugur H. Böðvarsson verður
jarðsunginn frá Akraneskirkju
laugardaginn 22. maí kl. 14.30.
íþróttafélagið Gerpla
heldur bingó í Sigtúni fimmtudaginn 20. maí
kl. 8.30 til styrktar fimleikastúlkum sem
fara á landsmót í Danmörku. Vinningar
verða m.a. þrjár sólarlandaferðir.
Samkoimsr
Bœnastaðurinn
Fólkagötu 10
Samkoma fimmtudag kl. 8.30.
HÖRGSHLÍÐ 12
Almenn sainkoma — hnðun fagnaðar-
erindisins í kvöid miðvikudag kl. 8.
Kristniboðssambandið
Samkoman sem vera átti i Kr istniboðshúsinu
Betanía í kvöld fellur niður.
Tilkynningar
Sjóstangaveiðimót
í Keflavík
Sjóstangaveiðimót verður haldið í Keflavik
laugardaginn 22. maí nk. Höið verður kl. 6 að
morgni frá Keflavik og farið i (íarðssjóinn og
fiskað þar á fengsielum miðum. Komið aftur
að landl kl. 2 e.h. LTm kvöldið verður hóf og
verðlaunaafhending. Heiknað verður með að
þátttakendur verði milli 40-30 víðsvegar að af
landmu Farið verður á 8-10 bátum. Mótið er
haldið i tilefni 10 ára afmælis félagsins.
Veiði félagið Sjóst öng.
Fró
rauðsokkahreyfingunni:
Starfsmaður er við mánudaga kl. 5-7 og föstu-
daga frá 2-4.
Kattavinafélagið
beinir þeim eindrengu tilmælum til eigenda
katta að þeir merki ketti sína og hafi þá inni
um nætur.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát
og jarðarför
Þorvaldar Jóhannessonar
Kóngsbakka 2.
Elisabet Benediktsdóttir, börn, stjúpsonur, tengdabörn
og barnabörn.
FIB RALLY
Rallykeppni FÍB1976 verður
haldin 12. júní nœstkomandi.
Vœntanlegir keppendur gefi
sig f ram við keppnisst jórn
ó skrifstofu FÍB Ármúla 27,
hið allra fyrsta, þar sem
formleg umsóknareyðublöð
ósamt nónari upplýsingum
liggja f rammi.
Umsóknarfrestur rennur út
2. júní.
Keppnisstjórn
»
i
DAGBLAÐIÐ ER SMÁ AUGLÝSINGABLAÐIÐ
SIMI27022
ÞVERHOLTI 2
8
Til sölu
d
Wiison golfsett,
mjög gott til sölu. Uppl. í síma
14638.
Vélsláttuvél til sölu.
Gerð Husqvarna. Verð 12 þúsund
kr. Simi 14742.
Til söiu 10 stk.
notaðar sorptunnur. Uppl. í
símum 75153 og 75462.
Birkiplöntur til sölu
í miklu úrvali, Lynghvammi 4,
Hafnarfirði. Sími 50572.
Hraunheilur
til sölu. Uppl. í sima 35925 eftir
kl. 20.
Sem nýr Creda þurrkari,
2,5 kg. til sölu á kr. 40 þús., radíó-
fónn, fallegt húsgagn úr tekki á
kr. 50 þús. og tvíhjól fyrir 4—6
ára á kr. 8 þús. Uppl. I síma 27962
eftir kl. 6.
Góður rafmagnsvatnshitari
(ca 200 1), norskur til sölu. Þjónar
hitavatnsþörf 6—8 manna fjöl-
skyldu. Uppl. í síma 40087.
Til sölu vegna brottflutnings:
Hljómtæki, Pioneer PL-12AC
plötuspilari, Körting A710
magnari 2x35 músíkvött fyrir 4
hátalara og Radionette hátalarar í
vönduðum harðviðarboxum,
einnig nær ónotuð Minolta Super
8 kvikmyndatökuvél með zoom-
linsu ásamt 1000 vatta Ijósi. Upp-
lýsingar á kvöldin í síma 53873.
Til sölu vegna
brottflutnings isskápur, árs-
gamall i borðhæð á kr. 40
þúsund, góð stereosamstæða á kr.
50 þúsund, stór fataskápur á kr.
15 þúsund og litill skápur á kr. 5
þúsund. Upplýsingar í síma 19494
og 30927 eftir kl. 7.
í hjólhýsið:
Til sölu er hjá Reyni í Skeifunni
19 tvö stk. gaskútar, 4 pör strekkj-
arar, raftengi, tveggja tommu
kúla, vatnskútar og fata. Allt á
tækifærisverði.
Tii sölu
notuð Rafha gormaeldavél, Blau-
punkt sjónvarpstæki, notað,
Silver Cross kerruvagn og lítil
skermkerra. Uppl. í síma 85349.
Strauborð og fleira
til sölu. Sími 16539.
Fást til sölu
hestur, 5 vetra ljósskjóttur, og
meri, 7 vetra, bleikblesótt. Uppl. í
síma 22133 til kl. 6 og 40441 eftir
kl. 8.
Enskt rúm,
2 þykkar dýnur, breidd 93 sm,
snyrtikommóða, barnaburðar-
rúm, ungbarnastóll og lítið barna-
baðker úr plasti til sölu. Uppl. i
síma 41121.
Sem nýir Adidas
gaddaskór nr. 38 (lítið númer) til
sölu á kr. 4 þús., ennfremur lítið
burðarrúm á kr. 4 þús. Uppl. í
síma 53257 eftir kl. 6.
Lada saumavé!
til sölu á kr. 17000. Uppl. í síma
85292.
Fulltrúastaða í utanríkisþjónustunni
Staða fulltrúa í utanríkis-
þjónustunni er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfs-
manna ríkisins.
Umsóknir ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf sendist utan-
ríkisráðuneytinu, Hverfisgötu 115,
Reykjavík, fyrir 9. júní 1976.
Staðan verður veitt frá og með 1.
júlí 1976.
Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 17. maí 1976.
Húsdýraáburður til sölu.
Stuttur afgreiðslufrestur, góð
umgengni. Dreift úr ef óskað er.
Uppl. í síma 42002. Einnig óskast
til kaups á sama stað Willys jeppi,
árg. ’42-’68. Má vera vélarlaus og
húslaus.
8
Óskast keypt
s
Grásleppuhrogn.
Kaupum grásleppuhrogn, hækk-
andi verð. Upplýsingar i síma
84790 og 41320 eftir kl. 5.
Kaupi blý hæsta verði.
Staðgreiðsla. Uppl. í síma 32625
eftir kl. 8 á kvöldin.
8
Verzlun
i
Verðlistinn auglýsir:
Munið sérverzlunina með ódýran
fatnað. Verðlistinn, Laugarnes-
vegi 82. Sími 31330.
Kirkjufell, Ingólfsstræti 6.
Fyrir brúðkaupið: kerti, serví-
ettur, styttur, gjafir. Servíettur
og styttur fyrir silfur- og gull-
brúðkaup. Minnum á kertapok-
ana vinsælu. Seljast ódýrt meðan
birgðir endast. Opið milli kl. 1 og
6. Kirkjufell, Ingólfsstræti 6.
Bílskúrshurðir.
Eigum til á lager bílskúrshurðir
úr trefjaplasti (Filuma) í
brúnum lit, 7x8 fet. Utvegum alls
konar iðnaðarvélar. Straumberg
h/f Ármúla 23, sími 81560.
Verzlunin hættir.
Allar vörur seldar með miklum
afslætti. Allt nýjar og fallegar
vörur á litlu börnin. Barnafata-
verzlunin Rauðhetta, Hallveigar-
stíg 1, Iðnaðarmannahúsinu.
Körfugerðin Ingólfsstræti 16.
Brúðuvöggur, vinsælar gjafir,
margar tegundir. Nýtizku reyr-
stólar með púðum, reyrborð,
barnavöggur, bréfakörfur og
þvottakörfur ávallt fyrirliggjandí.
Kaupið íslenzkan iðnað.
Körfugerðin, Ingólfsstr. 16, sími
12165.
8
Til bygginga
s
Til sölu 10 ferm skúr
sem auðvelt er að flytja, má nota
sem vinnuskúr. Uppl. í síma
72618.
Til sölu léttbyggð hjólsög
í borði. Uppl. í síma 33996 eftir kl.
7.
8
Heimilistæki
D
Til sölu sem ný
Ignis frystikista. Upplýsingar í
síma 86963 eftir kl. 7.
Vel með farin
2ja ára Candi þvottavél, lítið
notuð, til sölu. Uppl. í síma 92-
3489 milli kl. 5 og 7 næstu daga.
Ignis ísskápur
til sölu, frystihólf sér. Einnig er
til sölu tvíbreiður svefnsófi á
sama stað. Uppl. í síma 53413 eftir
kl. 5.
Húsgögn
D
Til sölu tvær springdýnur,
ameriskar, stærð 90x195, verð kr.
5 þús. stk. Uppl. í síma 20551.
Sófasett,
þriggja og tveggja sæta sófar og
stóll til sölu. Uppl. í síma 85995.
Vandað hjónarúm til sölu.
Uppl. í síma 15568 eftir kl. 5.
Tvíbreiður svefnsófi
og 160 cm sófaborð til sölu. Uppl.
í síma 30042 eftir kl. 7.
Nýlegt, Ijóst hjónarúm
til sölu. Uppl. í síma 20807 á
kvöldin.
Vel með farin ódýr húsgögn
þl sölu. . Húsmunaskálinn,.
fornverzlun, Kjapparstíg 29. Sínii
10099.
Til sölu
sófasett, svefnsófi, tveir stólar og
^ófaborð á 80 þús. kr., ísskápur á
50 þús kr. og hjónarúm á 20 þús.
Upplýsingar í sima 50733.
______________________________r*'
Húsgagnasala og viðgerðir.
Seljum bólstruð húsgögn og áklæði
og innrammaðar myndir. Tökum
alls konar húsgögn til viðgerðar.
Vönduð vinna. Sími 22373.
Bólstrun Jóns Árnasonar,
Frakkastíg 14.
Gamall stíll
Til sölu vegna brottflutnings sófa-
sett í gömlum stil. 3 manna sófi og
tveir stólar. Nýlega yfirdekkt með
rauðu flosáklæði. Selst ódýrt.
Simi 28746, alla daga.
Furuhúsgögn.
Nú er tíminn til að kaupa í sumar-
bústaðinn. Til sýnis og sölu sófa-
sett, sófaborð, hornskápar, vegg-
húsgögn o fl. Húsgagnavinnústofa
Braga Eggertssonar, Smiðshaga
13, Stórhöfðamegin. Sími 85180.
Sihíðum húsgögn
og innréttingar eftir binnil
'hugmynd. Tökum mál og
teiknum ef óskað er. Seljum.
svefnbekki, raðstóla og hornborð
á verksmiðjuverði. Hagsmíði hf.,
Hafnarbraut 1, Kópavogi. Sími
40017.
8
Fyrir ungbörn
D
Sem nýr Tan Sad
barnavagn og rauð Silver-Cross
barnakerra til sölu. Sími 36826.
Pedigree barnavagn
'til sölu. Uppl. i sima 41210 eftir
kl. 5.30.
Óska eftir að kaupa
vel með farinn barnavagn. Uppl. i
síma 52741.
Til sölu vel með farinn
stór MG barnavagn á kr. 26 þús-
und. Upplýsingar i sima 75228 frá
kl. 7—9.
8
Dýrahald
D
40 litra fiskabúr
til sölu. Uppl. I síma 72403 milli
kl. 18.30 og 20.30 íkvöld.
50 I fiskabúr
með öllu til sölu. Uppl. í síma
36127 eftir kl. 4.
8
Hljóðfæri
D
Gamalt pianó til sölu.
Uppl. á Hofteigi 44 eða í síma
93-1408 í dag og á morgun.
Ludvig trommusett
til sölu, 20 tommu. Töskur og
skinn fylgja. Uppl. í síma 40501
eftir kl. 7.
Hljómborðsleikarar athugið:
Fender Rhodes rafmagnspíanó til
sölu. Uppl. í síma 33646.
Hljómtæki
D
Tilboð óskast
í Sansui útvarpsmagnara QRX
3500 (4 rása), er í ábyrgð. Uppl. í
síma 33382 eftir kl. 7.
Til sölu
Automatic Radio útvarp með
innbyggðu 8 rása segulbandi
ásamt tveim hátölurum, með Ijós-
um. Gott verð. Upplýsingar i sima
72186.