Dagblaðið - 10.06.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 10.06.1976, Blaðsíða 10
10 l)A(íHLAf)H) — FIMMTUI)A(íUK 10. .JUNt 1976 mBIAÐW frfálst, úháð dagblað Útgefandi Dagblaðiðhf. P'ramkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri Jónas Kristjánsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgasori. Aðstoðarfrélta- stjóri: Atli Steinarsson. Iþróttir: Hallur Slmonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrit Ásgrímur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Asgeir Tómasson. Bragi Sigurðsson. Krna V. Ingólfsdóttir. Gissur Sigurðsson. Hallur Hallsson. Helgi Pétursson. Jóhanna Birgisdóttir. Katrin Pálsdóttir. Kristln Lýðsdóttir, ólafur Jónsson. Omar Valdimarsson. Ljósm.vndir: Árni Páll Jóhannsson. Bjarnleifur Bjarnleifsson. Björgvin Pálsson. Ragnar Th. Sigurðsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már K. M. Halldórsson. Askriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakið. Ritstjórn Slðumúla 12, simi 83322. auglýsingar. áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2. simi 27022 Setning og umbrot: Dagblaðið hf. og Steindórsprent hf. Armúla 5. Mynda-og plötugerð: Hilmirhf. Síðumúla 12. Prentun: Árvakurhf. Skeifunni 19. Villimannasamtökin Unesco, ein veigamesta stofnun Sameinuðu þjóðanna, hélt fyrir nokkrum mánuðum ráðstefnu í Suður-Ameríku um vandamál álf- unnar. Á fundinum var samþykkt að mæla með því, að stjórnir ríkja álfunnar næðu sterkari tökum á fjölmiðlum landa sinna. Átti þetta að styrkja þjóðlega einingu í löndunum. Flestum er kunnugt um, að ráðamenn Suður- Ameríku eru flestir hershöfðingjar eða ein- ræðisherrar, ýmist til hægri eöa vinstri. Þetta eru gerspilltir menn, sem mergsjúga þjóðir sínar til að belgja út bankareikninga sína í Sviss, um leið og þeir kveöa niður gagnrýni með misþyrmingum, morðum og fangelsunum. Þeir glöddust mjög og notuóu lækifærið þegar Unesco sagði þeim að herða tökin á fjölmiðlun- um. Þegar síðast var taliö, ríkti aðeins upplýs- ingafrelsi í 30 af 140 ríkjum heims. í öllum þorra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna er brotið rækilega í bága við þann hornstein mannréttindayfirlýsingar samtakanna, sem upplýsingafrelsið er. Samtökin sjálf og stofn- anir þeirra stuðla að þessum brotum eins og dæmið hér að ofan sýnir. Mestur tími Sameinuðu þjóðanna og stofn- ana þeirra fer í tilraunir til að reka ísrael á brott og knýja í gegn áróðurstillögur gegn ísrael. Glæpur ísraels er fólginn í því, að nágrannaríkin hafa í þrígang ráóizt með her- valdi gegn því og tapað við það nokkrum land- svæðum. Hins vegar er ísrael eitt af fáum ríkjum utan Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku, sem held- ur í heiðri flestar greinar mannréttindayfirlýs- ingar Sameinuðu þjóðanna. Hið sama er ekki unnt að segja um andstæðinga ísraels á vett- vangi Sameinuóu þjóðanna og stofnana þeirra. Þessi öfugþróun er afleiðing þess, að ríki hins svonefnda þriója heims eru komin í meiri- hluta í Sameinuðu þjóðunum. Flest þessara ríkja ætti fremur að kalla villimannaríki, vegna þess að þeim er stjórnað af villimönnum, sem eru andvígir grundvallarhugsjónum samtak- anna. í andstöðunni viö ísrael kemur fram banda- lagsþríhyrningur Arabaríkja, villimannaríkja og austurblakkar. Þessir þrír hópar ríkja eiga það sameiginlegt, að ráðamennirnir gera ekki minnstu tilraun til að halda í heióri undirstöðu- reglur Sameinuðu þjóðanna. Ráðamenn þeirra fáu ríkja, sem eru utan þessa vanheilaga bandalags, vita ekki sitt rjúk- andi ráð og flýja út í margvíslegan undirlægju- hátt gagnvart ráóamönnum ríkja þríhyrnings- ins. Einkum reyna vestrænir ráðamenn að sleikja ráðamenn þriðja heimsins, líklega vegna samvizkubits út af fyrri nýlendustefnu. Nýlendustefna nútímans er hins vegar í gildi hjá Sovétríkjunum, sem á síöustu áratugum hafa þanizt út mest allra ríkja, og hjá olíuríkj- um Araba, sem hafa gert þrioja heinunn gjald- þrota með hækkun olíuverðs. Um tíma reyndi Fcrd Bandaríkjaforseti aó hamla gegn þessu með því að gera opinskáan prófessor, iviuyninan, ao sendiherra hjá Sam- einuðu þjóðunum. Hann sagöi villimönnum þeim, sem ráða þriðja heiminum, til syndanna. Það endaði með því, aó hann varð aó víkja úr starfi vegna þrýstings villimanna. Þannig fer dýrð Sameinuðu þjóðanna. Coca cola með oukdxugðí hót því að hann myndi Komast ti! botns í málinu, „þoþaðverði það síðasta sem éfí Keri í þessu lífi." En eftir skyndilefía heim- sókn Cerald K. Shaw, forseta Coca Cola fyrirtækisins í Suður Ameriku, varð de Brito afskap- lef>a leyndardómsfullur og þög- ull. Af þeim þrem skýrslum, sem samdar voru um niður- stöður rannsóknarinnar, var ein birt og þar segir, að aðeins sé um einn sírópstank að ræða (Coca Cola hafði alla tið neitað þessu) þar sem mÖKuleiki væri á að verkamennirnir hefðu setað dottið ofan í. Er farið var í gegnum skrár yfir þá, sem unnu hjá fyrirtækinu, kom ekkert í ljós og ekki var hægt að færa sönnur á það hvort þaðan hefðu verið fjarlægðar upplýsingar. Þrtr verkamenn höfðu lýst þvi yfir, að þeir vildu úttala sig um málið. Tveim þeirra var hafnað, þar af öðrum á þeim forsendum að hann væri „alkó- hólisti“ en sá þriðji fékk aldrei tækifæri til þess að bera vitni. Sundurlimað lík hans fannst í skurði, — fingur og tær voru útmá ðar af sýru. Málinu lauk með því að Coca Cola var dæmt til þess að greiða 373 cruzeiros (um 28 þúsund krónur) i bætur fyrir að hlíta ekki öryggisreglum og fyrir þrjú sannanleg atvik, sem höfðu í för með sér ólöglega yfirvinnu verkafólksins. Blaða- manninum Castigliola hafa hins vegar borizt nafnlausar morðhótanir og Coca Cola hefur hótað því að fara í mál við hann. Nú hefur fyrirtækið hafið mikla áróðursherferð til þess að tapa ekki yfirráðum sínum á gosdrykkjamarkaðinum i Brasi- iíu en þar hefur fyrirtækið selt árlega um 4.5 milljónir flöskur af Coca Cola og Fanta, eða um helminginn af heildarneyzl- unni. Síðan í maí hefur fyrirtækið haldið upp áróðri i dagblöðum og í sjónvarpi, auk þess sem út hefur verið gefin yfirlýsing þar sem þvi er neitað að verka- mennirnir tveir hafi yfirleitt nokkurn tima unnið hjá Coca Cola og að þar hafi aldrei orðið neitt slys. Nú hafa 37 þingmenn, 36 úr stjórnarandstöðuflokknum MDB, og einn úr stjórnar- flokknum Arena, myndað þing- nefnd, sem á að kanna málið næstu þrjá mánuði. Samkvæmt viðtali við formann nefndarinn- ar, MDB þingmanninn Edson Khair, eru nefndarmenn þess fullvissir, að þeim takist að lög- sækja stórfyrirtækið. Það er þó talið vissara að álíta að slikt muni reynast erfitt. Síðan fyrirtækið fékk inngöngu á markaðinn í Brasi- lfu árið 1939 fyrir persónulegt tilstilli þáverandi forseta, Voru menn látnir súpa seyðið af tveimur brasilískum verkamönnum? Getulio Vargaa, hefur Coca Cola haft yfirhöndina á gos- drykkjamarkaðinum, ekki hvað sízt vegna ýmissa fríðinda, m.a. lágra skatta. Hinar ýmsu ríkisstjórnir hafa sýnt erlendum fyrirtækj- um virðingu og reynt að halda þeim á markaðinum vegna ýmissa fyrirgreiðslna, sem þær hafa hlotið í staðinn, — sérstak- lega herforingjastjórnin, sem kom til valda árið 1964. Gagn- rýni á hendur erlendum fyrir- tækjum hefur þannig verið þögguð niður með ritskoðun, herferðum gegn blaðamönnum, lögreglúofsóknum og þvi um líku. Er þess því varla von, að nokkurn tíma fáist botn í þetta sérkennilega mál í Brasiliu. Hið þekkta kjörorð Coca Cola verksmiðjanna, „Coea Cola hressir bezt“ virðist ekki hafa nein áhrif lengur á íbúa Brasilíu. Hefur þetta sýnt sig f því að gífurlegl hrun hefur orðið á sölu á gosdrykknum þar síðustu mánuði. Þetta hrun hefur ekki orsakazt af hreinni hugarfarsbreytingu hjá heila- þvegnum neytendum, heldur af hneykslismáli, sem verksmiðju- höldarnir hafa án árangurs reynt að þagga niður. Allt málið komst í hámæli í febrúar síðastliðnum, er blaðamaður við dagblaðið P'olha do Sao Pauln ákvað að kanna frekar orðróm þess efnis að einn af hinum þeldökku verkamönnum við verksmiðjur Coca Cola í Bonsuccesso, rétt hjá Rio de Janeiro, hefði drukknað í einum af síróps- geymum verksmiðjunnar og að gosdrykkur, sem síðan var framleiddur með sírópi úr þessum tanki, hefði verið seldur og dreift vítt og breitt um markaðinn. Coca Cola hefur staðfastlega neitað þessum sögum, en verka- mennirnir við verksmiðjurnar segja að ekki aðeins einn, heldur tveir verkamenn, Carlos Alberto de Olivera og Marce- lino Cardoso da Silva, hefðu drukknað i sírópstanki þessum í október í fyrra og að lík þeirra hefðu ekki verið fjarlægð fyrr en 24 tímum síðar, — þá mjög illa útleikin. A meðan voru framleiddir meira en 10 þús- und lítrar af hinum frísklega drykk úr sirópi frá þessum tanki. Braslísk yfirvöld sáu sig til- neydd til þess að setja á lagg- irnar opinl)era rannsókn, sem í sjálfu sér leiddi ekkert nýtt í ljós. Þó tókst mönnum að finna grafir verkamannanna tveggja, en í ljós kom, að öll skjöl varðandi greftrun annars þeirra voru týnd, m.a. var ekki hægt að fá það staðfest, hvenær hann hefði verið jarðaður. Kirkjugarðsyfirvöld vildu heldur ekki segja til um, hvenær lík hins, da Silva, hefði verið flutt til greftrunar. Ekki var farið fram á að grafirnar væru opnaðar. Annars hófst ransóknin á því að stjórnandi hennar, Luis Carlos de Brito, sem vinnur I atvinnumálaráðuneyti Brasilíu, Hér kom moður „Ef ferð min hingað til íslands yrði til þess að einn alkóhólisti áttaði sig á áráttu sinni og hæfi gönguna frá ofdrykkju til frelsis þá væri tilgangi mínum með ferðinni náð — og vel það“. Eitthvað á þessa leið mælti Jósep Pirro úti á Loftleiðum nú um daginn. Jósep þessi Pirro er þraut- reyndur í öllu er að ofdrykkju- málum lýtur —að drýkkjunni einni undartskilinni. Á annan áratug starfaði hann sem próf- essor í þessum fræðum en undanfarin a.m.k. 10 ár heíir hann helgað sig virkum of- drykkjuvörnum úti í þjóðlífinu og er nú einn mest metni starfs- kraftur FREEPORT, afvötn- unar- og endurhæfingarsjúkra- hússins í New York. Hann hnoðaði hinn dular- fulla alkóhólisma uns úr varð hversdagslegt súrdeigið. Hann komst að þeirri niður- stöðu t.d., að eplið fræga i aldingarðinum Eden hlyti að hafa verið áfengt. Eva fullyrti að það væri Adam að kenna að þau voru rekin út úr aldingarð- inum — því hann hefði fengið henni eplið. Adam sagði aftur á möti að það vtcri hettni að kenna, því hún hefði bitið í það. Adam greyið kvaðst alls ekki hafa ætlazt til þess að hún færi að háma í sig eplið þótt hann hefði rétt henni það. Og hananú. Um eplið og af- leiðingar þess að nartað var í það jöguðust þau á sama máta og enn er jagazt yfir þvi hver beri ábyrgð á drykkjuskapnum þegar í óefni er komið. Þau virðast alls ekki hafa skilið, að eplið var aðeins tákn, próf- steinn á hlýðni þeirra, á sama máta og líta má á áfengið sem tákn — mælikvarða á dóm- greindina — mælikvarða á hreysti eða sjúkleika. Segir ekki eiginkonan að óbúandi sé með karlinum vegna drvkkjuskapar hans, en útvogar honum saint flösku til að lepja heima svo að hann fari ekki vestur á Sögu eða suðrí Vikingasal? Felur hún ekki drvkkjuskap hans f.vrir náunganum svo að ntenn freist- ist ekki til að halda að hún sé gift einhverjum aumingja? Hvort þeirra skyldi vera sjúkt — hann alkóhólistinn eða hún, aðstoðarmaður hans? Prófessor Pirro komst að þeirri niðurstöðu að bæði þyrftu hjálpar við, — hann til að hætta að drekka og koma auga á sjálfsblekkingu sina og lygalíf — hún til að öðlast skiln- ing á því sem er að gerast. Hann til að sigrast á blindu sinni, hún til að sigrast á þeim misskilningi að alkóhólismi mannsins hennar sé eitthvað sem hún þurfi að skammast sín fyrir. Það þarf að lina frekju- köstin hans og grynnka fýlu- pollana og það þarf að létta hræðsluköstin hennar. Sammerkt öllum alkóhólist- um er það, að þeir vilja ekki ræða vandamál sitt, nema þá í flimtingum. Virkum alkó- holista þarf því að koma í snertingu við raunveruleikann, en sú snerting kemur af sjálfu sér innan A.A. samtakanna og

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.