Dagblaðið - 10.06.1976, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 10.06.1976, Blaðsíða 28
„Við sáum fljótlega, að vio gátum ekki gert við bilunina, svo við settum upp segl til þess að sjást betur,“ sagði örn Guð- mundsson frá Ólafsvík í viðtali við Dagblaðið í morgun. Seint I fyrrinótt varð vélarbilun f trill- unni Hrönn SH, sem hann var« á ásamt Höskuldi Magnússyni, er þeir voru staddir á Breiða- firði í róðri. „Það bilaði ventill og við höfðum ekkert tækifæri til þess að gera við slíka bilun,“ sagði Örn. „Við erum ekki með tal- stöð í bátnum, — hún er að vísu i pöntun, — svo við gátum ekki gert viðvart um okkar hagi.“ Þegar báturinn kom ekki úr veiðiferðinni á tilsettum tfma var Slysavarnafélaginu gert viðvart og bátar beðnir að svipast um eftir trillunni. Land- helgisgæzluflugvélin var send til leitar og sagðist örn hafa heyrt í henni. „Þrátt fyrir leiðindagjólu leið okkur ágætlega allan tím- ann,“ sagði Örn ennfremur. „En við vorum auðvitað fegnir þegar skipverjar á Halldóri Jónssyni SH komu að okkur um hádegið í gær.“ Skipstjórinn á Halldóri son, hafði stjórnað leitinni og Var hún síðan dregin til Jónssyni, Brynjar Kristmunds- lét hann setja taug í trilluna. Ölafsvíkur. __HP. Trillan Hrönn SH var dregin til hafnar í Olafsvlk f gær en þá höfðu tveir menn verið á reki í henni I tæpan sólarhring.Litlu myndirnar: örn Guðmundsson og Höskuldur Magnússon DB-myndir: Ág.T. Trilla á reki í tœpan sólarhring: ERUM MED TALSTÓD "r"T. IPONTUN ## — segir Örn Guðmundsson annar skipverja trillunnar Fyrsti laxinn íElliðaánum. Grálúsug átta punda hrygna — sem Haukur Pálma- son veiddi á maðk Klukkan 8.02 í morgun tók fyrsti lax sumarsins öngul í Elliðaánum. Gerðist það neðst á breiðunni fyrir neðan gömlu brúna. Sex mínútum síðar kom f ljós, að þetta var 8 punda hrygna 76 em að lengd. Það var Haukur Pálmason yfirverk- fræðingur Rafmagnsveitu Reykjavikur sem laxinn dró. Þetta er allt eins og það á að vera. Grálúsug hrygna, nýgengin úr sjó og óuggabitin," sagði Garðar Þórhallsson, for- maður Elliðaárnefndar SVFR, sem aðstoðaði við löndunina og rotaði fyrir Hauk með hnull- ungssteini. Borgarstjórinn, Birgir ísl. Gunnarsson, var, ásamt Hauki Pálmasyni og Aðalsteini Guðjohnsen rafmagnsveitu- stjóra, heiðursgestur er stang- veiði hófst f Elliðaánum í morg- un. Borgarstjórinn renndi fyrstur kl. 7.12 f Fossinn og var þar fyrsta klukkutfmann, en varð ekki var. Haukur fór niður fyrir gömlu brú og þar stökk lax þá er hann byrjaði að kasta. Sfðan skeði ekkert fyrr en 8.02 að á beit hjá Hauki. Aðalsteinn Guðjohnsen var ekki væntan- legur fyrr en kl. 9 til 10 vegna fjarveru úr bænum. Báðir veiðimennirnir reyndu ekki með öðru agni en maðki og fannst sumum í allstórum áhorfendahópi slíkt miður. —ASt, 'yrsta laxi sumarsins sveiflað á land úr Elliðaánum. Veiðimaðurinn Haukur Pálmason til hægri, en iarðar Þórhallsson form. Elliðaárnefndar grípur um sporðinn og aðstoðar við löndunina. Lfklega munai Jon Mun segja að það væri sveifla f þessu sól- brúna Kaliforniubrosi konungs sveiflunnar, Benny Goodmans, þegar hann var kominn f rign- inguna og laxveiðiveðrið á Is- landi f morgun. (DB-mynd Björgvin). Konungur sveíf lunnar á Keflavíkurflugvelli í morgun: TAPAÐISJÖ KLUKKU- TÍMUM Á FERÐ SINNI „Það er mest fyrir áeggjan mágkonu minnar að ég er kominn hingað,“ sagði Benny Goodman klarinettleikarinn heimskunni. Hann kom hingað til lands eldsnemma í morgun eftir að hafa ferðazt alla leið frá Kaliforniu. Á leiðinni hafði hann glatað 7 klukkutímum og kvaðst því ætla að hvíla sig vel og rækilega i dag.l Benny Goodman sagðist hafa fengið áhug á tslandsferð eftir að frú Beck mágkona hans heimsótti landið á síðasta ári. Frúin kom hingað í því skyni að kynna nautgripara'kt. Kynntist hún miinnúm hér sem tókst að koma á sambandi við listamanninn. Hann kvaðst vera afar ánægður með að hafa náð að heimsækja þetta land sem mun vera eitt af fáum sem hann hefur ekki þegar heimsótt. Er hann var inntur eftir k.vnnum sínum af íslendingum fyrir komuna hingað kvaðst hann eiga góðvin sem væri listagagnrýnandi. Hann héti Harvarð Arnason og hefði skrifað nokkrar bækur í Banda- ríkjunum. Hann kannaðist auðsjáanlega við ýmis menningarfyrirbæri hér á landi og vissi um tilveru sinfóníuhljómsveitarinnar og að hér byggi Vladimir Aske- nas.v svo nokkuð sé nefnt. Bennv er áhugamaður um laxveiðar. A mánudaginn er ætlunin að fara með hann norður í Víðidalsá, þar sem honum gefst kostur á að renna fyrir lax. Síðast veiddi hann við Labrador. I móttökunefnd á flug- vellinum voru Geirlaug Þor- valdsdóttir og Ingimundur Sig- fússon í Heklu, sem hafði kynnzt mágkonu hans. Þá var og mættur jassunnandinn mikli, Jón Múli Árnason. Hann kvaðst vera búinn að bíða í aðeins 40 ár eftir að sjá snillinginn. Héðan mun Goodman væntanlega halda þann 17. til Parísar. þar sem dóttir hans býr. -BÁ- \ ✓ fijálst, óháð dagblað FIMMTUDAGUR 10. JUNI 1976 ELDUR í GEYMSLU Á REYNIMEL Slökkviliðið var kvatt út að Reynimel 44 laust eftir klukkan hálf sjö í gærkvöldi. Þarlogaði eldur I geymslu, sem er áföst bflskúr. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Skemmdir urðu fremur litlar. Á Reynimel 44 eru tvær bifreiðageymslur sambyggðar. Er slökkviliðið kom, var búið að bjarga út bifreiðum úr báð- um skúrunum. Eldsupptök eru ókunn, en talið að annaðhvort' sé um sjálfsíkveikju að ræða, eða að kviknað hafi í út frá, rafmagni. Slökkvliðið fór á tvo aðra: staði í gærdag. 1 öðru tilfellinu hafði verið kveikt í drasli. Hitt var bruni í bifreið. Búið var að slökkva þann eld, er slökkvilið- ið kom á vettvang. -ÁT- LÍK FANNST í KEFLAVÍK Lík af 45 ára gömlum manni, Einari Hjálmtýssyni, fannst í fyrrinótt í Keflavík. Það voru lögreglumenn, sem gengu fram á líkið. Einar hafði hörfið að heiman nokkru áður og var lögreglan að svipast um eftir honum. Dánarorsökin var drukknun. Einar Hjálmtýsson var fyrr- verandi sjómaður. Hann hafði verið sjúklingur um árabil. —ÁT— „Ég œtla að sjá hvarþú geymir klippurnar" Guðmundur Kjærnested skipherra átti fyrir npkkru leið um Keflavíkurflugvöll I erindum Landhelgis- gæzlunnar. Varð hann, sem aórir farþegar á leið til Banda- rikjanna, að undirgangast vopnaleit. Er hann kom að tækjum þeim, sem notuð eru til slíkrar leitar, var þar fyrir einn áf tollvörðum flug- stöðvarinnar sem sagði: — Nú, hér ber bara að garði sjálfan kapteininn. Síðan hóf hann leitina á Guðmundi. — Þú heldur þó ekki að ég gangi með byssu á mér? — Nei, sagði tollvörðurinn, ég er ekki að leita að byssu. Mig langar bara að sjá hvar þú geymir klippurnar! -emm- Sparisjóðsinnbrotið ekki upplýst Ekkert hefur enn komið fram, sem gæti varpað ljósi á hverjir voru á ferð í Sparisjóði Kópavogs og Hraunbraut 24 1 fyrrinótt. Þórður Þórðarson rannsóknarlögreglumaður I Kópavogi vildi i morgun ekk- ert um málið segja annað en það, að rannsóknin væri í full- um gangi í samvinnu við rann- sóknarlögregluna í Reykjavik. Upphæð sú, sem þjófarnir náðu i, liggur ckki alveg á lausu. Þeir komust ekki i fjár hirzlur Sparisjóðsins en náðu nokkurri upphæð, sem lá þar á lausu. Á Hraunbraut 24 voru 60.000 krónur auk nokkurs gjaldeyris. Þjófarnir hirtu veski þar en livort öll upp- hæðin var i veskinu er enn ekki vitað. —AT —

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.