Dagblaðið - 10.06.1976, Blaðsíða 16
DAÍJBLÁÐIÐ — KIMMTUDACUR 10. JUNÍ 1976
Gamall draumur sportbótaeigenda verður að veruleika:
Loks hœgt að koma bóti á
sjó á Reykjavíkursvœðinu
Aldrei eins mikið líf íbátasportinu á borgarsvœðinu
Nú hefur sá langþráói
draumur skemmtibátaeigenda í
Reykjavík rætzt, aö geta komið
bátum sínum á sjó og náð þeim
£ DB myndir: GS }
<C
Hópur manna hafði safnazt
saman á bryggjuhausnum til að
fylgjast með upphafi jómfrúr-
ferðar heimasmiðaðs báts, en
tveir ungir Reykvíkingar hafa
eytt frístundum sínum að
undanförnu í bátinn með
ágætum árangri.
aftur á land með góðu móti.
Eins og við skýrðum frá hér á
síðunni áður, fékk Snarfari,
félag sportbátaeigenda, aðstöðu
í landi Keilis við Elliðaárvog,
en nú að undanförnu hefur
hópur klúbbmeðlima unnið í
sjálfboðavinnu að gerð mann-
virkja til að skapa viðunandi
aðstöðu fyrir smábáta sína.
Búið er að steypa góða ak-
braut niður í fjöruna, en örugg
möl er í fjörunni og hallar
fjaran þægileg út I sjóinn og er
sjósetning þar auðveld. Síðan
er búið að leggja allstóra flot-
bryggju út frá fjörunni, sem þó
nokkrir bátar geta verið við i
einu til að taka fólk eða setja
það I land.
Keðja er strengd yfir ak-
brautina og er hún læst öðrum
en klúbbfélögum, en þeir sem
vilja hafa afnot af þessari að-
stöðu geta gengið í klúbbinn
hvenær sem er.
Þegar blaðamaður DB kom
niður í Keili sl. sunnudag var
þar mikið um að vera. Nokkrir
bátar voru að koma eða fara,
nokkrir lágu við ból fyrir utan
og fjöldi bátavagna í landi
sýndi að margir voru á sjó þann
daginn. Menn, sem voru að
koma að eða fara út, og bát-
lausir áhugamenn í landi
skeggræddu um báta, mótora
og veiðiskap, en margir renna
fyrir fisk í skemmtisiglingum
sínum.
Þótt aðstaða þessi hljóti að
teljast fremur frumstæð,
kunnu þó reykvískir bátaeig-
endur vel að meta hana enda
slæmu vanir undanfarin ár,
eins og lýst var á bátasíðu fyrir
nokkru.
Margir taka báta sína á land
eftir hverja sjóferð, einkum
minni bátana, en eigendur
margra stærri báta hafa lagt
bólfæri nokkuð út af bryggj-
unni og geyma báta sína þar.
Þar eru nú komin a.m.k. 10
bólfæri og mun þeim enn fjölga
í sumar.
Hvaleyrarlónið dýpkað
Nú er unnið að dýpkun
Hvaleyrarlóns í Hafnarfirði,
eða Bátalóns, eins og það er nú
oftast nefnt í daglegu tali. Upp-
haflega stóð aðeins til að dýpka
rennu heim að skipasmíðastöð-
inni Bátalóni þar við lónið, en
síðar var ákveðið að dýpka
rennu inn að og fiaman við
sportbataskýlin, sem standa
sunnanvert við lónið.
Hefur dýpkunarprammi
unnið að þessu verki að undan-
förnu én botninn er gljúpur og
hefur verkið unnizt vel.
Fyrrnefnd bátaskýli eru nú
orðin 11 og hefur þeim ijölgað
verulega síðustu tvö árin. Þau
eru flest vel útbúin.með raf-
magnsspili og teinabraut út í
sjó, og jafnvel með steyptu
gólfi og einangruð.
Ekki er endanlega búið að
ganga frá skipulagi á þessu
svæði og þurfa skýliseigendur
að endurnýja lóðaleigusamning
við Hafnarfjarðarbæ til eins
árs i senn og skuldbinda sig til
að fjarlægja skýlin, verði þau
ekki skv. skipulagi og þar með
fyrir.
Menn vona nú að dýpkunin
þýði að skýlin fái að standa
áfram og falli inn í skipulag og
þar með verði falið frá þeirri
hugmynd að fylla lónið að
mestu upp og byggja þar verk-
smiðjuhús fyrir fiskiðnaðinn.
Það hefur hingað til háð
eigendum skýlanna að þurfa
alltaf að sæta sjávarföllum
vegna grynninga til að koma
bátum sínum inn og út úr
skýlunum. Nú ætti sá vandi aó
vera úr sögunni. Allir bátarnir,
sem þarna eru geymdir, eru
Vœnkast hagur
bátaskýlaeigenda þar
yfir 20 fet að lengd og eru þar
samankomnir flestir glæsi-
legustu skemmtibátar hér-
lendis. Eigendur geyma þá
yfirleitt við ból inni í Hafnar-
fjarðarhöfn, en draga þá inn í
skýlin á vetrum eða þegar þeir
af öðrum ástæðum nota þá ekki
um tíma.
A MARKAÐNUM:
Asíufélagið hf.:
Selur norska smábáta
ogkanóa
Asíufólagið flytur inn Pioneer smóbóta,
sem hœgt er að róa, sigla fyrir seglum og
nota mótor við. Bótarnir eru 8 og 10 fet, og
öruggir vegna góðra flotryma. Minni bótur-
inn kostar röskar 100 þúsund krónur en sé
stœrri um 130 þúsund krónur. Fyrirtœkið
utvegar einnig hverskyns stœrri bóta eftir
hugsanlegum óskum kaupenda._einkum frá
Noregi, en Pioneer bátarnir eru norskir. Frá
sama fyrirtæki flytur Asíufólagið inn litla
kanóa af ýmsum gerðum og kosta þeir frá
100 til 1 50 þúsund krónur.
útvegar einnig stœrri bóta
Bótadeild Sjólfsakins:
Hlutir fyrir heimasmíði
Nú færist i vöxt að menn sm<ði báta sína
sjálfir og slái tvær flugur í einú höggi, verði
sór úti um ánægjulega tómstundaiöju og
eignist ódýran bát. Bátadeild Sjálfsalans hf.
við Tryggvagutu útvogar nú teikningar.
mahónigrindur og tilsniðið efni i margar
gerðir báta og er ve*ð mjög mismunandi.
Myndin hór aö neöan er t.d. af einum heima-
smiðuðum eftir teikningu, sem Sjálfsalinn
getur utvogað.
(ircinilega sést hvernig renna hefur verið dýpkuð inn eftir lóninu og f.vrir framan skvlin. Ná
rennibrautir frá skýlunum niður undir þar sem dýpkar.
Dýpkunarpramminn dadir hotnlaginu i gegn um rörin, sem sjást liggja upp á eyrina hinum megin
lónsins. Til luegri sést i liorn skipasiiiiðastöðvarinnar Bátalóns.