Dagblaðið - 10.06.1976, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ — FIMMTUDAGUR 10. JÚNl 1976
17
Ekið með bótinn niður í fjöruna. Dróttarvagninn er
nýkominn af steypta kaflanum í brekkunni.
Dróttarvagninum bakkað út í. Greinilega sést hversu
hallinn ó fjörunni er heppilegur.
##
5. skoðanakönnun Dagblaðsins: Finnst þér, að
íslendingar eigi að taka gjald fyrir aðstöðu
Bandaríkjamanna á Kef lavíkurf lugvelli?
Þetta er ekkert
annað en kaupsýsla
##
„Þeir eru hér hvort eð er fyrir sig.“(Karl á Húsavík).
„Nei, það er hœtt við, að við yrðum of háð þessum
peningum." (Kona á Reykjavíkursvœðinu).
„Það hefði átt að láta þá borga frá upphafi. Þá
hefðu íslendingar báða fœtur beina undir sér núna.“
(Kona í sveit).
„Það er ekki óeðlilegt, ekki sízt þar sem í Ijós hefur
komið, að varnarliðið er hér ekki okkar vegna heldur
aðeins til að styrkja varnir Bandaríkjanna." (Karl á
Akranesi).
„Auðvitað á að taka gjald af hernum. Þetta er
ekkert annað en kaupsýsla.“ (Karl á Reykjavíkur-
svœðinu).
„Nei, við fáum nóg gjald í alls konar óbeinum
greiðslum.“ (Kona á Reykjavíkursvœðinu).
Já, til að byggja upp atvinnuvegina.“ (Karl á
Reykjavíkursvœðinu).
„Nei, það kemur ekki til greina að selja sjálfstœði
okkar.“ (Karl á Reykjavíkursvœðinu).
„Það er ekki meira að við leigjum landið en margir
aðrir.“ (Kona í Keflavík).
„Þetta er músarholuháttur að láta þá ekki borga.“
(Karl í sveit).
„Alls ekkert gjald. Við erum engar hórur.“ (Karl á
Reykjavíkursvœðinu).
Þetta eru nokkur dæmi um
svör fólks vió spurningunni:
Finnst þér, að íslendingar eigi
að taka gjald fyrir aðstöðu
Bandaríkjamanna á Kefla-
víkurflugvellií
Dagblaðið spurði í þessari
skoðanakönnun alls 300 manns.
Af þeim voru 150 karlar og 150
konur, 150 voru á Reykjavíkur-
svæðinu og 150 úti á landi.
Símanúmer voru valin á
ákveðnum stöðum í hverri
opnu í símaskránni. Með þess-
um hætti á að fást niðurstaða,
sem ekki skakkar nema fáein-
um prósentum frá því að vera
nákvæm.
Allur þorri manna vill láta
Bandaríkjamenn greiða fyrir
aðstöðu sína hér. Af 300 , sem
spurðir voru, sögðust hvorki
meira né minna en 211 vera
fylgjandi gjaldi. 55 voru því
andvígir og 34 óákveðnir.
Fólk úti ó landi
ákafara með gjaldi
Meirihlutinn, sem styður
gjaldið, er mikill. rúmlega 70 af
hundraði af öllum sem spurðir
voru. Meirihlutinn var geysi-
legur, bæði á Reykjavíkursvæð-
inu og úti á landi og bæði meðal
karla og kvenna. Þó var hærra
hlutfall með gjaldi úti á landi
en á höfuðborgarsvæðinu.
Fleiri konur en karlar voru
óákveðnar. Af 150 körlum voru
107 fylgjandi gjaldi, 34 andvíg-
ir og 9 óákveðnir. Af 150 kon-
um voru 104 fylgjandi gjaldi,
21 á móti og 25 óákveðnar.
Þegar niðurstöður þessarar
könnunar eru bornar saman við
niðurstöður könnunar Dag-
blaðsins á afstöðu almennings
til þess, hvort hér skuli vera
varnarlið eða ekki, blasir auð-
vitað við, að margir, sem
sögðust andvígir varnarliði,
sögðu já við gjaldinu. Viðhorf
þessa fólks var á þá leið: „Ef
varnarlið-er hér, á að taka af
því gjald.“
Þó voru einnig mörg dæmi
þess, að fólk sagðist andvígt
gjaldinu, af því að það væri
andvígt því, að hér væri varnar-
lið.
Meirihlutinn með gjaldinu
var mikill, bæði meðal þeirra,
sem vilja hafa varnarlið og
hinna sem sögðust ekki vilja
hafa varnarlið. Meðal þeirra,
sem sögðust vilja varnarlið, var
stuðningurinn við gjaldið um
það bil 8 gegn 1 en meðal
andstæðinga varnarliðsins var
stuðningurinn við gjaldið um
það bil 7 gegn 2, í báðum tilvik-
um eftir að búið er að draga
frá þá, sem voru óákveðnir um
aðra hvora spurninguna.
„Þeir verja Bandaríkin“
Stuðningsmenn þess, að
Bandaríkjamenn væru látnir
greiða fyrir aðstöðuna, nefndu
margt máli sínu til stuðnings.
Oft var minnzt á, að fram hefði
komið, að varnarliðið væri hér
fyrst og fremst til að verja
Bandaríkin.
Þá gátu menn þess, að öðrum
þjóðum þætti það ekki fyrir
neðan virðingu sína að láta
Bandaríkin greiða fyrir her-
stöðvar. Okkur veitti ekki af
peningunum, eins og komið
væri.
Andstæðingar gjaldsins
nefndu fyrst og fremst, að
okkur væri ekki sæmandi aó
fara þannig að. —HH
Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar:
Með gjaldi 211 eða 70'/3%
Móti gjaldi 55 eða 18%%
Óákveðnir 34 eða 11%%
Ef aðeins eru teknir þeir, sem niðurstöðurnar þessar: tóku afstöðu, verða
Með gjaldi 79,3%
Móti gjaldi 20,7%
Búið að leysa vagninn frá bflnum og nú á aðeins eftir að
ýta út í.
Þegar vagninn er kominn nœgilega langt, er bátnum ýtt af
og sjósetningin hefur aðeins tekið nokkrar mínútur.
„Varnarlirtið er hér ekki okkar vegna heldur lil art slvrkja varnir Bandaríkjanna." Margir svöruðu á
þessa lund.