Dagblaðið - 11.06.1976, Page 4
4
DAGBLA'ÐIÐ — FÖSTUDAGUR 11. JUNÍ 1976
r
LISTAHÁTÍÐ
Kammertónleikar F.f.T.
Kjarvalsstaöir: Kammertónleikar á vegum
Fólags íslenskra tónli starmanna. 9.6. '76.
Efnisskrá: Jón Ásgeirsson: íslensk þjóölög
fyrir píanókvintett.
Johannes Brahms: Klarinett-kvintett.
Hafliði Hallgrímsson: íslensk þjóölög.
Mauríce Ravel: Tzigane.
Igor Stravinsky: Oktett fyrír blásara.
Ekki viróist kammertónlist
vera vinsæl hjá hinum almenna
tónleikagesti ef marka má að-
sóknina á tónleikum Félags fs-
lenskra tónlistarmanna á Lista-
hátióinni sl. miðvikudagskvöld.
Þar misstu margir af stór-
góóum leik konsertmeistara
Sinfóníuhljómsveitar tslands,
Guðnýjar Guðmundsdóttur, er
hún fór hamförum i Tzigane
Ravels. Þar flaug hún í gegnum
alls konar tæknibrellur fiðl-
unnar af miklum og áreynslu-
lausum krafti, samt slíkum
léttleik, að unun var á að
hlýða. Var það tvímælalaust
besta verk tónleikanna, flutn-
ingur hennar og hins ágæta
píanóleikara, Halldórs Haralds-
sonar, en ekki er laust við að
Guðný hafi skyggt á leik Hall-
dórs með snilli sinni.
Oktett Stravinskys var sömu-
leiðis mjög vel fluttur af blás-
urum Sinfóníuhljómsveitar ts-
lands undir stjórn Páls P. Páls-
sonar. Samt var eins og eitt-
hvað vantaði í flutninginn,
allur leikurinn var nákvæmur
og vandvirknislega unninn, —
mér fannst vanta eitthvert
sálarinnlegg hljómlistarmann-
anna.
Flutningur þjóðlagaútsetn-
inga Jóns Ásgeirssonar náði sér
eiginlega aldrei á strik, var það
verr, því útsetningar Jóns eru
alltaf skemmtilegar. Þá var
flutningurinn á þjóðlagútsetn-
ingum Hafliða Hallgrímssonar
mun betri, en ekki þykir mér
þær eins skemmtilegar og út-
setningar sömu laga fyrir selló
og píanó, sem Hafliði og vinur
hans fluttu á tónleikum Tón-
listarfélagsins um árið.
í klarinett-kvintett Brahms
bar lítið á Sigurði Snorrasyni,
klarinettuleikara, og i heild
fannst mér einna minnst til
flutnings þessa verks koma.
Framlag listamannanna var til
sóma, — en þeir gáfu allir
vinnu sína og mun það hafa
haft í för með sér að ákveðið
var endanlega að halda Lista-
hátíð 1976
^(UFSTOM
TOURIST ^
FERÐA$KRIF§TOFA
RtKI§I^§
SnœfeHsnes og Vestfirðir
Kynnist náttúrufegurð Snæfellsness og Vestfjarða. Ferðaskrifstofa ríkisins efnir til 7 daga
hringferða um Snæfelisnes, Breiðafjörð, Barðaströnd og Vestfirði til ísafjarðar; heim um
Djúpveginn nýja, Laxárdalsheiði og Borgarfjörð. Kunnugur leiðsögumaður verður með í
förinni, gist á hótelum. Verð kr. 54.900 á mann, allt innifalið. Brottför 20. og 27. júní, 4., 11. og
25. júlí. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni, Reykjanesbraut 6, símar (91) 1 15 40 og
2 58 55.
í Ólafsvík starfar sumarhótel í fyrsta sinn nú í sumar.
★
38 vel búin tveggja manna herbergi.
Vistlegur matarsalur.
Heimilislegur matur, kaffi og kaffibr'auð, grill
réttir allan daginn.
Þægileg setustofa þar sem spjallað er saman og
horft á sjónvarp.
★
★
Snæfellsnes er frægt fynr stórbrotið og fagurt landslag
SKOÐIÐ SNÆFELLSNES, — GISTIÐ HJÁ OKKUR.
SJÓBÚÐIR HF.
Óiafsvík, — Sími (93)6300
Skjalafundurinn í Bernhöftstorfunni:
Eitt af skjölunum, sem Gísli fann, var bréf frá Valtý Guðmundssyni. I
þessu bréfi virðist bréfritari vera með ráðagerð um að útrýma lands-
höfðingjaembættinu.
— og tókst að bjarga nokkru af skjölunum
Gísli Gíslason var ekki sá eini
sem reyndi að bjarga skjölum úr
brunarústunum við Amtmanns-
stíg f siðustu viku. Nokkrir starfs-
menn þjóðskjalasafnsins komu á
vettvang þegar verið var að fjar-
lægja leifar kofans sem stóð við
hlið hússins. Þeir sáu þá, að alls
kyns pappírar hrundu úr gröf-
unni, þegar hún var að lyfta múr-
steinunum. Þjóðskjalasafnsmenn-
irnir fylgdu síðan bílnum eftir
sem fjarlægði draslið. Þeim tókst
að ná nokkrum hluta af skiölun-
um, örfáum kössum. Mennirnir
sem unnu við hreinsunina skýrðu
hins vegar þannig frá að mann-
hæðarháir staflar hefðu áður
verið fluttir brott.
Öhapp skeði meðar, skjala-
mennirnir voru að reyna að
bjarga því sem bjargað yrði. Aðal-
geir Kristjánsson skjalavörður
skarst illa á fæti, var það egg-
hvass múrsteinn sem hann lenti á
mitt i öllum ákafanum.
— B.A.
SKJALAVERÐIR
ELTll VÖRUBÍL Á
ÖSKUHAUGANA
MIKILVÆGUR SAGN-
FRÆÐIFRÓÐLEIKUR
KANN AÐ HAFA FARIÐ
FORGÖRÐUM
— segir Þorsteinn Thorarensen rithöf undur
,,Það er hörmulegt að vita til
þess að skjölin skuli hafa farið
forgörðum,“ sagði Þorsteinn
Thorarensen rithöfundur er hann
var spurður um skjölin, sem fund-
ust í rústum hússins við Amt-
mannsstíg 1. Hann sagði að svo
virtist sem skjalasafn biskups
hefði einnig verið geymt í þessu
húsi. Tímabilið sem skjölin sem
fundust spanna er frá árinu 1875
til 1935. Má ætla að Biskups-
skjalasafnið hafi náð yfir svipað-
an tíma. Safn þetta hefur verið
einn allra mikilvægasti þáttur
þjóðskjalasafnsins.
Þorsteinn benti á að embættis-
mönnum væri skylt að skila öllum
skjölum til þjóðskjalasafnsins.
Þetta hefur verið vanrækt
ákveðin árabil og kann að valda
því að mikilvægur sagnfræðilegur
fróðleikur sé farinn forgörðum.
Hann sagði ennfremur að það
væri heldur leiðinlegt fyrir ís-
lendinga að þessi slóðaskapur
skyldi einmitt hafa átt sér stað á
árunum þegar ráðherraembættið
var að flytjast til íslands og þjóð-
in var að fá æ meiri stjórn í eigin
málum.
Þorsteinn var að lokum beðinn
um að segja örlítil deili á íbúum
hússins að Amtmannsstíg 1.
Húsið mun vera byggt í kringum
1840. Þar bjuggu á síðustu öld
ýmsir kunnir borgarar. Má nefna
Stefán Gunnlaugsson bæjar-
fógeta og nafna hans Thoraren-
sen sálmaskáld. Þá bjó þar og,
umsvifamesti kaupmaðurinn íl
Reykjavík. Hann hét Martinus
Mitt og reisti kaffihús við Hafnar-
stræti, örskammt frá gömlu lög-
reglustöðinni.
Guðmundur Björnsson land-
læknir lét reisa turninn meðan
hann bjó þar.
— ba —
Vantar þig bíl eða vinnuvél
frá Evrópu með nœstu skipsferð?
Sölumaður okkar er staddur i Þýzkalandi þessa dagana i
innkaupaferð. Kf ykkur vantar vandaðan fólksbil eða
goða uuuuvel til afgreiðslu strax. þá góðfúslega hafið
samband við skrifstofuna. Trapst val kunnáttumanna.
Markaðstorgið. bilasala.
Kinholti 8. sími 28590.
Ileimasimi 74575.