Dagblaðið - 23.06.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 23.06.1976, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ — MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNl 1976. S-Afrika: „OPINBERAR HÝÐINGAR" Lögreglu- og dómsmálaráð- herra Suður-Afríku, James Kruger, íhugar nú að snúa aftur til fornra siða, svo sem opinberra hýðinga á torgum í íbúðahverfum blökkumanna. Þetta kom fram í ræðu hans á þingi í Jóhannesarborg í gær. Hann sagði þar einnig, að lög- boðin notkun Afrikaans í skólum hefði engan þátt átt í að hefja kynþáttaóeirðirnar, sem tröllriðið hafa S-Afríku að undanförnu. „Þetta voru fáeinir glæpa- menn, sem stóðu að baki vand- ræðunum," sagði hann. „Meiri- hluti blökkumannanna er þakklátur fyrir það.sem stjórn- Hvíti minnihlutinn í S-Afríku hefur ekki farið neinum vettl- ingatökum um blökkumenn ilandinufram tii þessa, en þó má segja að þær miðalda- aðferðir, sem þeir hyggjast nú innleiða, beri í bakkafuiian iækinn. iner að gera til að hjálpa þeimJ' Það vekur athygli, að í engum yfirlýsingum ráðherra stjórnarinnar allt frá því að óeirðirnar hófust í Soweto fyrir viku síðan, hefur verið vikið einu orði að því félags- lega ástandi, sem er orsök óeirðanna. Kruger ráðherra hvatti hvíta íbúa S-Afríku til að til- kynna það strax til yfirvalda, ef þeir hefðu grun um að hjá nágrönnum þeirra leyndust eða byggju blökkumenn án tilskilinna leyfa. „Það gætu verið hryðjuverkamenn eða morðingjar," sagði Kruger. Hann vék síðan sérstaklega máli sínu að þeim er hefðu blakka þjóna og sagði: „Við verðum að lögsækja fleiri vinnuveitendur.sem brjóta þessi lög." Samkvæmt lögum í S-Afríku leyfist engum blökkumanni án tilskilinna skilríkja að sofa ut- an síns borgarhverfis. NÚ FLÝJA ÞEIR AUSTUR YFIR! Giinther Bohle, annar landamæravarðanna tveggja, sem fóru yfir til Áustur-Þýzkalands fyrir' skömmu, í viðtali við a-þýzka sjónvarp- ið. Þar viðurkenndi hann að þeir félagar hefðu farið yfir landa- mærin til þess að fylgjast með vinnu verkamanna, sem þar voru við störf. Mönnunum var sleppt að þrem dögum iiðnum. Vestur-þýzkur landamæra- vörður fór yfir landamærin til A-Berlínar i nótt og bað um hæli sem pólitískur flótta- maður, að sögn austur-þýzku fréttastofunnar ADN. Maðurinn var sagður heita Rolf Marin og sagðist hann fara fram á hæli, vegna þess, að hann gæti ekki sætt sig við ástandið í V-Þýzkalandi. Engar frekari upplýsingar liggja fyrir um málið. t síðustu viku sló í brýnu milli þýzku ríkjanna tveggja er tveir aðrir v-þýzkir landamæra- verðir voru handteknir austan- megin, eftir að þeir höfðu farið yfir landamærin. A-Þjóðverjar létu þá lausa eftir að þeir höfðu viðurkennt að hafa farið yfir landamærin í leyfisleysi. 16 milljónir kr. fyriirerff kvœði — með eigift hendi Byrons lávarðar. Smásaga eftir Napóleon keisara seldist á liðlega þrjár milljónir Undirritað handrit Lord Byrons að kvæðinu Beppo var selt á uppboði i London i gær fyrir sem svarar rúmlega 16 milljónum króna. Er það hæsta verð sem fengizt hefur fyrir handrii fra þvi eiiir iööö. Kvæðið varfyrsi íOfið út árið 1818 og hot þá Bepposaga frá Feneyjum. A sama uppboði hjá hinum frægu uppboðshöldurum Sotheby, voru seldar fjórar áritaðar blaðsiður úr einu skáldsögunni sem Napóleon reit um ævina, Clisson og Eugenie, rómantísk ástar- og sjálfsævisaga. Fyrir þær voru gefnar rúmar þrjár milljónir króna. Fram til þessa hafði það v ti iu ix u manna aö j.>íapv»icon hefði eyðilagt síðurnar sjálfur og voru þær eina auða bilið i skáldsögunni, sem er í eigu Pólverja. Ekki er vitað, hvern- ig síðurnar komust á uppboð og vildi talsmaður Sotheby ekki segja hver væri seljandi né hver hefði keypt. Frakkland: Faríð í saumana á samningum við Nato — ef vinstrí menn komast til valda Einn helzti hugmynda- fræðingur franska komm- únistaflokksins um utanríkis- mál, Jean Kanapa, hefur sagt að Frakkar myndu þurfa að endurskoða afstöðu sína til NATO, ef vinstri öflin kæmust til valda þar í landi, Sagði Kanapa að kommúnist- ar gætu fellt sig við það, að Frakkar ættu kjarnorkuvopn, en þá aðeins að þau væru ekki notuð sem hótun gegn einu landi eingöngu. Franski kommúnistaflokkur- inn er í kosningabandalagi með sósíalistaflokknum og í sam- einingu fengu flokkarnir næstum því helming atkvæða í forsetakosningunum árið 1974. Gott útlit er fyrir að bandalag vinstri flokkanna vinni sigur í þingkosningunum sem haldnar verða árið 1978. „Ef vinstri öflin fara með sigur af hólmi, munu Frakkar lýsa yfir þeim áhuga sínum að endurskoða samningana við Atlantshafs- bandalagið," sagði Kanapa á fundi með miðstjórn flokksins nú í gær. Frakkar drógu sig út úr samtökunum fyrir tíu árum en styða þau enn hugmynda- fræðilega. Hafa kommúnistar i Frakklandi ásakaó Giscard d’Estaing forseta að undan- förnu um að reyna að draga þjóðina aftur inn í samtökin bak við tjöldin og að reyna að hverfa frá stefnu de Gaulle í varnarmálum, sem nefnd hefur verið „til allra átta“. ÞÁ VAR KÁTT íHÖLLINNI... Þetta er opinbera Ijósmyndin úr Brúðkaupi Carls Sviakonungs og Silvíu drottningar hans, sem eru umkringd ættingjum og heldri gestum. í fremstu röðinni að baki brúðhjónanna, má sjá Baldvin Belgíukonung, Kristján Eldjárn, forsela íslands, Uro Kekkonen, Finnlandsforseta, Sommerlath- hjónin, Bertil Svíaprins, Ingiriði. drottingamóður Dana, Ólaf Noregskonungs og Margréti Dana- drottningu, en að baki hennar Walter Seheel, kansiara V-Þýzkalands.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.