Dagblaðið - 23.06.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 23.06.1976, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ — MIÐVIKUDAGUR 23. JUNl 1976. 9 Fengu kranobifreið inn í svef nherbergi „Eg sat uppi á efri hæðinni við símann og átti mér einskis ills von,“ sagði húsmóðirin að Reynigrund 47 I Kópavogi, Kristjana Kristjánsdóttir er DB ræddi við hana í gær um hvernig tilfinning það væri að fá krana af stærstu gerð inn I svefnherbergi hjá sér. Það gerðist í gærdag laust eftir klukkan eitt að kranabifreið rann aftur á bak á húsið. Húseignin númer 47 og 49 við Reynigrund er timburhús sem flutt var inn í sambandi við Vestmannaeyjagosið. Við slysið brotnaði húsið undan þunga kranans og svalir beggja íbúð- anna hrundu. Mesta mildi var að engin slys urðu því að oft er mikið af krökkum að leik þarna í kring. Þá hafði ungbarn legið sofandi á svölunum við Reyni- grund 49. Það vaknaði og var nýbúið að taka það inn er óhappið varð. ,,Ég veit svei mér ekki hvað konan, sem ég var að ræða við í símann, hefur haldið er ég hrópaði í íólrð að einhver hefði keyrt á húsið hjá okkur,“ sagði Kristjana Kristjánsdóttir enn- fremur. „Ég get eiginlega ekki lýst því hve mér brá þegar ég leit út og sá að heill krani hafði komið á húsið. Maður reynir allt af að passa sig á þessum tækjum í umferðinni en er svo ekki óhultur fyrir þeim heima hjá sér.“ Inni i svefnherbergi hjón- anna Kristjönu og Péturs Maack var allt á rúi og stúi. Gat hafði komið á útvegginn, rúður brotnað og hurðir í klæðaskáp losnað af hjörunum. Kraftur- inn var meira að segja svo mikill á einni hurðinni að hún hentist í vegg beint á móti og gerði gat á hann. Rétt við staðinn, þar sem gatið kom á vegginn, stóð barnarúm. Ef svo hefði viljað til að barn hefði legið í því hefði vafalaust farið verr. Kópavogslögreglunni var ekki kunnugt um það í gær hvað olli því að kranabíllinn rann á húsið. Verið var að nota hann í gærmorgun við steypu- vinnu í hverfinu. Nokkru fyrir hádegi lögðu starfsmenn kran- ans honum og fóru i mat. Þeir geta sér þess til að kraninn hafi hrokkið úr gír eða að fiktað a»-.................... > Svo sem sjá má urðu skemmdir á húsinu miklar. Kraninn rann aftur á bak í gegnum garðinn og lenti með afturhlutann inn í svefnherbergi á Reynigrund 47. hafi verið I honum með fyrr- greindum afleiðingum. — AT — Litlu munaði að verr færi er kraninn lenti á húsinu. Barna- rúmið, sem var tómt, stendur rétt hjá gatinu á veggnum. DB- myndir Árni Páll. Hluti biðraðarinnar í Sundahöfn eftir að komast í Viðeyjarferð tltivistar — DB-mynd ASt. FIMM BÁTSFARMAR FÓLKS ÚT í VIÐEY 387 tóku þótt í f rœðsluf ör Ú tivistar í Viðey 387 manns tóku þátt í Viðeyjar- för Útivistar á lengsta degi ársins sl. mánudagskvöld. Gott veður hafði sín áhrif á fjölda þátttak- enda en hann sýnir einnig þann áhuga er fólk hefur á stuttum fræðslu- og kynningarferðum um nágrenni sitt. Útivist hefur farið margar slíkar ferðir I vor en þetta er sú fjölmennasta. Þátttakendur í ferðum Útivistar á árinu eru nú komnir á 3. þúsund. Biðröð myndaðist við korn- hlöðuna í Sundahöfn þar sem Hafsteinn Sveinsson flutti hvern farminn af fólki af öðrum út i eyju á bát sínum, Skúlaskeiði. Fyrsti bátsfarmurinn var kominn út fyrir kl. 8 en sá síðasti ekki fyrr en nær hálftíu. Sigurður Líndal og Örlygur Hálfdánarson voru leiðsögumenn um eyjuna og héldu fróðleg erindi um sögu eyjunnar og skýrðu frá öllu því markverðasta sem fyrir augu bar. Ferðir Útivistar hér um ná- grennið eru orðnar mjög vinsælar og aðsókn í þær jafnan mikil enda jafnan góðir fararstjórar og leið- sögumenn. Á mánudaginn var áberandi margt af starfsfólki Borgarspital- ans með í ferðinni. Við spurðum hvort mikið væri um að starfs- hópar fjölmenntu í ferðirnar. „Það kemur oft fyrir," sagði Einar Guðjohnsen. „En þó er oftar að starfsmannafélög láti okkur sjá um ferðir fyrir sig og er þá gjarnan um Iengri ferðir að ræða. Við erum t.d. að fara með starfsfólk stjórnarráðsins norður á Strandir um næstu helgi. A.Bj. Tveir íslenzkir skákmenn tefla í Bandaríkjunum Tveir íslenzkir skákmenn, Þar er teflt i styrkleikaflokkum Helgi Ölafsson og Jónas Erlings- son, halda utan til Bandaríkjanna nú í vikunni til að tefla á skák- mótum vestra. DB ræddi við Helga fyrir skömmu í tilefni þessarar farar. „Það er afráðið að viö Jónas teflum á að minnsta kosti einu skákmóti,“ sagði Helgi. „Það er World Open keppnin sem hefst í næstu viku í New York. Við ætlum að dvelja í Bandaríkjunum í þrjár vikur til mánuð og á þeim tíma verður talsvert af skákmót- um, sem við getum tekið þátt í.“ Helga var ekki kunnugt um hve World Open mótið veróur sterkt. Allar búðir loka ó laug- ardögum Kaupmannasamtök Islands vilja minna á að frá og með 20. júní til ágústloka eru verzlanir lokaðar á laugardögum. Þetta er samkvæmt kjarasamningi við Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Heimilt er að hafa verzlanir opnar til kl. 10 á föstudagskvöldum allan ársins hring. og verður Helgi í efsta flokknum. Ekki vissi hann heldur hve há verðlaunin á mótinu yrðu, en sagði þó að 1. verðlaun I efsta flokki væru um helmingi hærri en á alþjóðlega mótinu sem verður hér á landi seinna í sumar. Þeir Helgi Ölafsson og Jónas Erlingsson hafa báðir teflt erlendis áður, — Helgi í Hollandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð og Jónas I Danmörku og Noregi. íslenzkir skákmenn hafa oft staðið sig vel í Bandaríkjunum. Til dæmis lenti Daði Jónsson I efsta sæti ásamt öðrum á unglingameistaramóti Banda- ríkjanna í fyrrasumar og verður því a.ð teljast hafa verið unglinga- meistari Bandaríkjanna I skák árið 1975. -ÁT- 'Helgi Ólafsson er einn at okkui fremstu skákmönnum um þessar mundir. Hann teflir á World Open mótinui i Banda- ríkjunum í næstu viku. DB- mynd Björgvin Pálsson. VORUBIFREIÐ 0G FIAT Í HÖRÐUM ÁREKSTRI Harður árekstur varð á gatna- mótum Skeiðarvogs og Suður- landsbrautar um hálfsjö I fyrra- kvöld. Fíatbifreið ók suður Skeiðarvog og viðstöðulaust út á Suðurlandsbrautina í veg fyrir vörubifreið, sem kom þar aðvífandi. Báðar bifreiðarnar skemmdust talsvert við áreksturinn. Fíatinn er mjög illa farinn og einnig sér á vörubifreiðinni. A þessum gatna- mótum er stöðvunarskylda á bif- reiðar frá Skeiðarvogi. — Hemla- för vörubifreiðarinnar mældust um 23 metrar. Bílstjóri hennar gaf upp hraðann 50 kílómetra. Ökumaður Fíatbifreiðarinnar hruflaðist á höfði við áreksturinn. Einnig kvartaði hann um eymsli 1 mjöðm og síðu. -ÁT- NÚ ER HÆGT AÐ NÁ SÉR í ÓSKASTEIN - EN AÐEINS EFTIR ÁKVEÐINNIAÐFERÐ Ef þú vilt fá einhverja ósk þína uppfyllta þá er það mögu- legt en aðeins ef fylgt er ákveð- inni reglu. Fyrst er að ná sér i óskastein sem finnst á þrem stöðum á landinu. Skag- firöingar geta nálgazt hann i Tindastól, Vestfirðingar í Kofra og einnig finnst hann í Drápuhlíðarf jalli í Snæfells- nessýslu. 1 öllum þessum fjöllum eru tjarnir og brunnar og á Jóns- messunótt. 24. júní, fljóta þeir up|i a .viiriioröið. Það er að vísu ekki vandalaust að nálgast þessa steina þvi þeir bregða á leik svo erfitt er að handsama bá. En þarna finnast fleiri ger- semar sent gætu komið i góðar þarfir. Þarna eru steinar sem gera fölk ósýnilegt og aðrir sem lengja lífdagana. Þennan fróð- leik er að finna í bók Jónasar Jónssonar „íslenzkir þjóðhætt- ir“. Jónsmessan var hér áður fyrr ntikill merkisdagur en talið er að kristnir hafi tekið hátiðina upp úr heiðnum sið. Hún var numin úr gildi með konungsbréfi árið 1770 svo ekki er þetta heilagur dagur nú. Það er margt í þjóð- trú okkar sem tengist þessari fornu hátíð. Ef votviðri er á Jónsmessunni er það nterki þess að það verði óþurrkur um sláttinn. Döggin er svo heilnæm á Jónsmessunótt að mönnutn batna allir sjúkdómar ef þeir velta sér upp úr henni alls- nakíir. Einnig er gott að sitja úti á krossgötum þessa nótt. Fá menn þá óskir sínar uppfylltar. Ef tekin er jurt, sem heitir pula, á Jónsmessunótt og hún ge.vmd í líknarbelg getur eig- andinn opnað hvern einasta lás ef honum sýnist svo. Það er tækifæri nú um Jóns- messuna að reyna eitthvað af þessu. Hver veit nema sann- leikskorn leynist í þessum gömlu þjóðsögum? — KP.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.