Dagblaðið - 23.06.1976, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 23.06.1976, Blaðsíða 1
RITSTJÖRN SÍÐUIVIÚLA 12, SÍMI 83322, 4UGLVSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2, SÍMI 27022. „Varasjóðurinn" 5642 milljónir í mínus! Gjaldeyris „varasjóðurinn'1 er kominn 5642 milljónir króna i mínus, samkvæmt síðustu töl- um sem eru frá uppgjöri í apríl- lok. Hrapið fyrstu mánuði þessa árs er þó minna en það var á sama tíma i fyrra. Stór lán hafa komið inn til að hressa upp á gjaldeyrisstöðuna en ekki dugað til. Minusinn óx um 2088 milljónir króna fyrstu fjóra mánuði þessa árs en á sama tíma í fyrra óx mínusinn um 5211 milljónir króna. Lánin, sem hafa áhrif á þessa stöðu, eru talsvert meiri en í fyrra. Þessa mánuði komu í ár inn 1800 milljónir af slíkum lánum á núverandi gengi en 1100—1200 milljónir komu inn á sama tíma í fyrra, reiknað á þáverandi gengi. Hagfræðingar segja að þróunin sé „miklu skárri“ í ár þar sem hrapið er miklu hægara. Rétt er að hafa í huga að mest af þeim lánum sem tekin hafa verið undanfarna mánuði hafa ekki strax komið inn en ekki eru líkur fyrir að úr mínusnum dragi á næstunni. —HH Tveir í siúkra- hús eftir útafkeyrslu Alvarlegt bifreiðaslys varð laust fyrir klukkan 3 í nótt í Fnjóskadal. Bill frá Selfossi fór þar út af all- háum vegarkanti og tveir menn sem í honum voru slösuðust báðir, annar alvar- lega að því að talið var. Sjúkrabifreið flutti mennina, sem báðir eru rúmlega tvítugir, í sjúkra- húsið á Akureyri og var komið þangað klukkan að ganga 5 í morgun. Farþeginn í bílnum var sá er meira slasaðist og gekkst hann undir aðgerð í sjúkrahúsinu skömmu eftir komuna þangað. Bifreiðin er af Skoda-gerð fjögurra manna. Slysið varð á vegi frá aðalþjóðveginum í átt að Illugastöðum vestan Fnjóskár. 1 beygju nálægt Hróarsstöðum varð óhappið en hvernig það bar að er enn ekki ljóst. -ASt. Liggur milli og helju eftir umferðar- slys í gœrkvöld — baksíða Prinsinn og kona hans ganga á land. Til vinstri við prinsinn Kynnisferða. er Kristján Jónsson, forstjóri DB-mynd: Björgvin, Al Sabah prins f ró Kuwait kom til Reykjavíkur í morgun: „VEIT EKKERT UM AUÐINN EN ALLIR HAFA ÞAÐ GOn" — sagði kona hans um olíuauðinn og almenningskjör í Kuwait „Eg veit ekkert um tekjur né auðæfi nema hvað olíuauður- inn gerir kleift að veita al- menningi i landinu flesta þjón- ustu ókeypis," sagði kona A1 Sabah prins frá Kuwait, er þau hjónin voru spurð um hve mikil auðæfi þeirra væru, en þau stigu á land i Reykjavik um kl. 10.30 í morgun, ásamt fylgdar- liði sinu. Eru þau farþegar með norska skemmtiferðaskipinu Vistafjord frá Oslö. A1 Sabah prins og lið hans var klætt að vestrænum sið og kom prinsinn mjög vel tyrir, hæglátur og vingjarnlegur, en kona hans hafði einkum orð fyrir honum þar sem hún er liðugri í ensku. Ekki var frant- koma hennar síðri og yfirborðs- inennska var ekki til í fari þeirra. Þau hjón hafa aldrei koniið' hingað áður og ætla í útsýnis- ferð. Á undan þeim kom skeyti í land þar sem pantaður var bezti fólksflutningabíll á land- inu, um 20 sæta. bezti bílstjóri og leiðsögumaður. setustofa eða hvíldarherbergi í bezta hóteli í Reykjavík, matur þar eða á bezta veitingastaðnum hér. Munu þau hafa viðdvöl á Hótel Sögu. I skeytinu frá skipinu er þess óskað að hans hátign fái notið alls hins bezta sem völ er á meðan hann dvelur hér þennan einadag. — G.S. 13.25« * 2028 Is Uvt vlsufjora Uvj 1 ' " urvai travnL ai/6-76 l'“t ‘>Ur«V. r.y»J,vlk . . ttx no 20H2 pluasa note: tor v.l.p. party prince aL saoah of kuwalt 14 persons arrange folLowing: oest smaLL bus +- 20 seats wlth oest driver and gulae for fuLL aay 09.30 tiL 17.00 hrs. 2 oayrooras or one Oayrooa/saLon in best hotet downtown nearest to shoppingcentre for nis highness. clients wish to slghtsee, Lunch in reykjavik in noteL where oayrooas are or in nearoy oest restaurant and shop ln afternoon or v«v • costs tnrougn voucner Like tours. guest^ ret*uesi PossibLe servlce for tnese very íraportant tks ana regards. - peter cox tour office -f vlstafjord Lfvi vistafjord Lfviferdig +?♦ 9022 elraskp is Þjóðarstolt eða — Sjá kjallaragrein AronsíKauphöllinni bls.10-11 Nú er hœgt að ná sér í óskastein — sjá bls. 9 Hassmálið á Spáni: Fleiri teknir— einn í gœzlu maður sóttur heim í nótt fyrir að rœkta marijuana innan um stof ublómin Langar og strangar yfirheyrslur hafa verið að undanförnu í sambandi við hassmálið, sem fyrst kom upp á Spáni. Tveir menn voru í fyrradag sóttir austur í Hveragerði og var annar úrskurðaður 1 allt að tuttugu daga gæzluvarðhald i gær. Hinn gengur ennþá laus. Asgeir Friðjónsson dómari í ávana- og fíkniefna- málum sagði 1 samtali við fréttamann DB í morgun, að rannsókninni miðaði nokkuð vel áfram, en málið væri flókið og viðamikið. Þriðji maðurinn í hasskaupa- förinni til Marokkó um mánaðamótin situr enn í gæzlu, en tími hans er útrunninn á föstudaginn. Starfsmenn fíkniefnadóm- stólsins hafa engu viljað spá um, hvort varðhald hans yrði framlengt. Þá var rnaður nokkur sóttur heim til sín í Breiðholti kl. hálfþrjú í nótt og færður til yfirheyrslu, þar eð í ljós hafði komið að hann ræktaði cannabis- plöntur innan um stofublómin sín. .Qy

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.