Dagblaðið - 23.06.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 23.06.1976, Blaðsíða 11
I) \(iBl..\tm> — MH)V 1 KUDA(iUK 23. JUNÍ 1976. r " " ... „Ég hef fundið oftur aldingarðinn Eden" Lýðveldið Seychelles fœðist á mánudaginn Fólk fellur í stafi yfir einstakri fegurö Seyehelles- evja. sem hvíla blíðlega í Ind- landshafi, um sextán hundruð km frá austurstönd Afríku. Makaríos erkibiskup á Kýpur, þar sem náttúrufegurð skortir heldur ekki, dvaldist eitt sinn í eitt ár í útlegð á Mahe, stærstu eynni 1 Seychelles-eyjaklasanum. Að því ári loknu skrifaði hann, að á Seychelles væru „fegurstu staðir, sem ég hef augum litið.“ Og Charles Gordon hers- höfðingi, sem var þar á ferðalagi fyrir hundrað árum, sannfærðist um að þarna væri fundinn sjálfur Eden- garðurinn. Skilningstré góðs og ills fann^Gordon hershöfðingi á ströndinni, — stórt og fallegt kókospálmatré. Ef hershöfðinginn hafði rétt fyrir sér þá búa nú í Eden 58 þúsund manns af ýmsum kynstofnum — flestir fátækir. Þeir eignast bráðum sitt eigið land. Nýtt lýðveldi fœðist á mánudaginn Á miðnætti 28. júní nk. fæðist sjálfstætt lýðveldi Seychelles, eftir tvö hundruð ára nýlendustjórn, fyrst undir Frökkum, síðan Bretum. Leiðtogi þessa örsmáa lýðveldis verður og er þrjátíu og sex ára gamall forsætis- ráðherra og verðandi forseti, James Mancham, sem stefnir að því meðal annars að útrýma ör- birgð og gera Seychelles ,,ef ekki auðugt land, þá að minnsta kosti sæmilega vel stöndugt." Kaldhæðni örlaganna réð því, að Mancham var upphaf- lega eindreginn andstæðingur sjálfstæðisins, og sigraði raunar í kosningum með nánari tengsl við Bretland á stefnu- skrá sinni. En þegaf Bretar svöruðu engu, að sögn hans, þá breytti hann um stefnu og krafðist nú sjálfstæðis. Flokkur hans, Lýðræðisflokkur Seychelles, sigraði í næstu kosningum, sem haldnar voru 1974. Engar herstöðvar I fyrra var mynduð sam- steypustjórn með hinum flokknum, Sameinaða þjóðar- flokknum, sem um langt árabil hafði stefnt að sjálfstæði eyjanna. Mancham átti nýlega viðtal við James Weeks, fréttamann U w | r | ■ r r HflClíAlflnlA * I illðiWIMIIIV • Haskolabío: Hljómsveitartónleikar 1, 19.6. '76. Efnisskró: Kundáge Riiságer: Til Appollon. Hans Eklund: Básúnukonsert. Leif Segerstam: Patria. Einojuhani Rautavaara: Flautukonsert. Ole Buck: Fairies. Stjornandi: Páll P. Pálsson. Einleikarar: Chríser Torgó, básúna. Gunilla von Bahr, flautur. Einsöngvari: llona Maros. Eg hélt ég væri að villast er ég kom að Háskólabiói rétt f.vrir kl. þrjú sl. laugardag, hljómsveitartönleikarnir væru á öðrum tíma, því bílastæðið við húsið, scm venjulega er fullt Reuter-fréttastofunnar, í Mahe, og útskýrði þar stefnu sína og baráttuaðferðir. Fyrst og fremst mun lýð veldið reka sterka og ákveðna utanríkisstefnu, sem felst í því að halda sér algjörlega utan við ágreiningsefni stórveldanna. Lýðveldisstjórnin mun varast að gera varnarsamninga við önnur ríki og enginn fær að hafa afnot af eyjunum i hemaðarlegum tilgangi, sagði Heima fyrir mun stjórnin leggja mesta áherzlu á eflingu tveggja helztu iðngreinanna, landbúnaðar og túrisma, en einnig leita hófanna á öðrum sviöum. „Framtíðin liggur í hafinu“ Mikil áherzla verður lögð á fiskveiðar og fiskiðnað, sem Én jafnvel þótt ferðamönnum hafi fjölgað úr 15 þúsund 1972 í þrjátíu þúsund í fyrra, þá fer stjórnin mjög varlega 1 allar fram- kvæmdir 1 ferðamálum. I bæklingi, sem stjórnin hefur gefið út, segir að ef allt væri sett á fullt til að reisa hótel og bæta ferðamanna- aðstöðuna á annan hátt, þá gæti það skemmt náttúrulegt aðdráttarafl eyjanna. Mancham. Með tilliti til erfiðrar fjár- hagsstöðu hins nýja lýðveldis verður athugað gaumgæfilega, hvort ekki eigi að sækja um inngöngu í Sameinuðu þjóðirnar. Einnig hefur verið sótt um inngöngu í Einingar- samtök Afríku. Manchan sagði jafnframt, að nýja lýðveldis- stjórnin muni lúta Rómarsátt- málanum og öðrum alþjóðlegum samningum og stofnunum. hvergi nærri hefur verið gert nógu mikið fyrir. „Framtíðin liggur i hafinu,“ sagði Mancham. Seychelles verða einnig gerðar að miðstöð fyrir flutninga i lofti og á legi. í skýrslum, sem gerðar hafa verið, er talið að efnahagslíf Seychelles, sem byggir aðallega á ferðamönnum, gæti orðið sjálfstætt innan tíu ára eftir að lokið var við gerð alþjóðlegs flugvallar þar 1971. Léjeg kjör 1 þessum sama bæklingi segir, að með langtímaáætlanir í huga, þá verði íbúar Seychelles ánægðir með að fá um 65 þúsund gesti 1979, og í hæsta lagi 124 þúsund sex árum síðar, 1985. Nýi forsetinn á við mörg og miðsjöfn vandamál að stríða, þegar hann tekur við stjórn lýveldisins á mánudaginn. Stjórnvöld viðurkenna, að „yfirgnæfandi meirihluti íbúanna búi við mjög kröpp kjör.“ Hungur er ekki meiri- háttar vandamál, en næringar- skortur gerir oft vart við sig, segir í bæklingi stjórnarinnar. Áfengissýki er meiriháttar vandamál. Sambúð kyn- þáttanna góð Þótt sambúð kynþáttanna sé á Seychelles mjög sérstök, þá hafa minnihlutahóparnir og þjóðarbrotin haldið sérkennum sínum og menningu, og í mörgum tilfellum bæði landi slnu og tiltölulegum auði. Flestir íbúann eru afkomendur afrlskra þræla, sem frönsku nýlenduherrarnir fluttu til eyjanna. Auk af- komenda nýlenduherranna sjálfra eru svo smærri hópar Indverja og Kínverja, brezkra embættismanna og aldinna Breta, sem setzt hafa í helgan stein. í formála nýrrar skýrslu um Seychelles segir Mancham, að hann vilji gera eyjarnar að „griðastað friðsældar og feg- urðar,“ dæmi um hvernig óllkir kynþættir geta búið saman „og jafnframt viðhaldið og notið einstaklingsfrelsis síns.“ En hann bætir því við, aö verulegar fjárfestingaráætlanir verði að gera til að skapa þá hagsæld, sem hann stefnir að. Kemur sjórœningi frá 18. öld til bjargar? Bretar veittu fé í byggingu nýja flugvallarins, og þeir hafa lofað að styðja hið nýja lýðveldi fjárhagslega í upphafi, að því er Mancham segir. Það dugar þó ekki lengi, og því verður leitað eftir aðstoð annars staðar frá og einnig eftir erlendum fjárfestingum. Ýmsir eyjaskeggja — ef til vill þeir rómantískari — hafa þá trú. að frægur átjándu aldar sjóræningi muni koma þeim til hjálpar. Sagan segir, að stórkostlegur fjársjóður sé grafinn á einhverri þeirra 90 eyja, sem mynda Seychelles. Þegar sjóræninginn Olivier le Vasseur var hengdur á Mahe árið 1730 er hann sagður hafa hent uppdráttum til fólksins, sem fylgdist með aftökunni, og hrópað: „Finni nú sá sem getur fjársjóð minn.“ Það fólk er enn til, sem trúir á þessa sögu — og heldur áfram að leita að fjársjóði sjóræningjans. Listsköpun? þegar sinfóníuhljómsveitin leikur, var tómt. Er inn kom, þá var slangur af fólki í anddyrinu, svo tón- leikarnir hlutu að vera þarna, erlendu gestirnir hafa komið með rútum, og eru allir farnir. En viti menn, þegar komið var 1 salinn, þá sátu þar fjórtán manns, eða líkt og stundum er á æfingum hjá sin- fóníuhljömsveitinni. Þegar mest varð, var fjöldi áheyrenda kominn í 87 eða 3,11 á hvern bekk Háskölabíös. Til Appollon eftir Riiságer er skemmtilegt verk, sem byggist mikið upp á tvíundarhlaupum, leik fiðlanna og trompetanna á háa sviðinu, og andstæðum í lit og styrk. Sömuleiðis var básúnukonsertinn áheyrilegur. Einleikarinn, Christer Torgé, lék vel með fallegan tón og lit- ríka tækni. Patría eftir Segerstam og F'lautukonsertinn eftir Rauta- vaara voru leiðinleg. og mér fannst verk Ole Bucks. Fairies, kjánalegt, Þar var sent stór hópur krakka væri að söngla „Siggi fór í fýlu" í síbylju. Söngkonan virtist hafa það að meginhlutverki að komast sem hæst í hálftónaskrefum, án þess að maður fengi það á til- finninguna hvert hún ætlaöi, ef til vill átti hún bara að halda áfram þangað til hún kæmist ekki hærra. Það eina sem gladdi hjartað var leikur Sinfóníuhljöm- sveitar íslands. en leikur hennar var mjög öruggur. svo og stjórn Páls P, Pálssonar. Hvort einhverjar rangar nótur komu frá hljómsveitinni, veit enginn, og skiptir ekki máli. Ef til vill er ekki nógu gott að afgreiða verk þau. sem flutt hafa verið, með einföldum orðum eins og leiðinlegt eða langdregið. Eg get þó ekki annað, mér finnst engin list- sköpun eða tónhugsun liggja að baki flestra þeirra verka sem flutt hafa verið hingað til. Þau verða „ef til vill" eftir einhvern árafjölda talin góð og gild, en þá verður tóne.vra almennings að hafa tekið stiikkbrevtingu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.