Dagblaðið - 23.06.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 23.06.1976, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ — MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1976. hjálst,úháð dagblað - rty.ul'iindi l);i«l)lartirtlil. Frainkvæmdasl jói i: Svyinn K. Kyjólfsson. Rilstjóri: .lónas Knsl jánsson. Fróttasijöri: Jön Birgir I’ólursson. Ritstjörnarfulllrúi: Haukur Holgason. Aðstoðarfrötta- stjóri: Alli Stoinarsson. ÍJiróttir: llallur Slmonarson. llönnun: Jóhannos Roykdal. Handrit Ásgrímur I’álsson. Blartamcnn: Anna B.jarnason. Asgoir Tómasson. Bcrglind Asgcirsdóttir. Bragi Siuurrtsson. Krna V. Ingólfsdóttir. (lissur Sigurrtsson. llallur Hallsson. Ilclgi Pótursson. .lóhanna Birgis- dótlir. Kali ín Pálsdóttir. Kristin Lýrtsdóttir. Olalur >ói»"up. Omar Váldimarsson. Kjósmyndir: Arni Páll .löhannsson. Bjarnlcifur Bjarnlcifsson. Björgvin Pálsson, Racnar Th. Siuurrtsson (íjaldkcri: Práinn Þorlcifsson. Drcifinuarstjóri: Már K.M. Halldórsson. Áskriftargjald 1000 kr. á mánurti innanlands. 1 lausasölu 50 kr. eintakirt. Ritstjórn Sírtumúla 12. simi 831122. auglýsingar. áskriftir og afgrcirtsla Þvcrholti 2. simi 27022. Sctninu og umhrot: Dagblartirt hf. oji Stcindórsprent hf.. Ármúla 5. Mynda-ou plötuucrrt: Hilmirhf . Sirtumúla 12. Prcntun: Árvakur hf.. Skcifunni 19. Bjargað í horn Hægri menn björguðu með naumindum í horn undan sókn kommúnista í þingkosningunum á Ítalíu. Kristilegir demókratar héldu velli sem stærsti flokkur landsins, en kommúnistar unnu mjög á. Úrslitin urðu fyrst og fremst til að auka enn vandræði á stjórnarmyndun. Rótleysi og spilling hafa verið meinsemdir ítalskra stjórnmála. Kristilegir demókratar hafa haft stjórnarforystu allt frá stríðslokum en í samsteypustjórnum með minni flokkum. Stjórnarkreppur hafa verið tíðar og stjórnir veikar. Mikil spilling hefur ríkt meðal kristi- legra demókrata. Efnahagsmálin hafa verið í kaldakoh, og kommúnistar hafa átt sinn þátt í því með tíðum verkföllum. Iðnvæðing Ítalíu hefur ekki haft þau áhrif sem skyldi á lífskjör fólksins fyrir þessar sakir. Þá hafa ítalskir kommúnistar breytt mjög um svip. Nú hafa þeir brotizt undan oki sovézka kommúnistaflokksins. Þeir hafa hafnað alræði öreiganna í kenningum sínum og orðið að miklu leyti sósíaldemókrataflokkur. Kommún- istar nutu góðs af þessari breytingu í þingkosn- ingunum nú. Kristilegir demókratar svöruðu sókn komm- únista með því að hverfa aftur til áróðurs kaldastríðsáranna og slá því fram, að lýðræði á Ítalíu yrði í hættu, ef kommúnistar kæmust í ríkisstjórn. Þetta gerir stjórnarmyndun miklu erfiðari eftir kosningarnar. Það, sem Ítalíu skortir, er sterk ríkisstjórn, og því væri vitur- legt af kristilegum demókrötum að reyna sam- steypustjórn með kommúnistum. Ótta við valdatöku kommúnista gætti mjög á Ítalíu fyrstu árin eftir aðra heimsstyrjöld. Þá hafði jafnaðarmannaflokkurinn klofnað, og vinstri jafnaðarmenn, sem nutu mests fylgis jafnaðarmanna, höfðu náið samstarf við komm- únista. Lýðræðissinnar um allan heim óttuðust, að þessi alþýðufylking tæki völdin. I þá daga hefði valdataka hennar flutt Ítalíu austur fyrir járntjaldið. Kristilegir demókratar nutu þá viö mikil- hæfs leiðtoga, De Gasperi. Vegna hæfileika hans og með stuðningi kirkjuvaldsins héldu þeir velli gagnvart vinstri flokkunum. Þeir hafa ekki haft slíkan leiðtoga, síðan De Gasperi lézt. Að því hlaut að koma, að veldi kristilegra demókrata yrði í hættu, svo illa hafa þeir staðið að stjórninni að undanförnu. í kosningunum nú söfnuðust ýmsir hægri menn, sem stutt höfðu aðra flokka, um kristi- lega demókrata á örlagastund. Þess vegna komust þeir hjá tapi. Kommúnistar fengu stuðning margra fyrri kjósendá vinstri jafnaðarmanna. En fylgisaukning vinstri flokk- anna samanlagt er mikil. Litlu þarf að muna til þess, að alþýðufylking þeirra fái hreinan meiri- hluta. Það gæti orðið strax í næstu kosningum. Því væri æskilegast fyrir ítali, að mynduð yröi samsteypustjórn á breiðum grundvelli, til aó draga úr æsingnum og þoka kommúnistum áfram á lýöræðisbraut. Híð mikla þjóðarstolt Þaö dylst engum, sem hlýða á mál manna og lesa sum dag- blöðin í bænum og fylgjast með skoðanakönnunum fólks, sem fram hafa farið á vegum þeirra um það hvort Banaaríkin eigi að greiða leigu fyrir hernaðar- aðstöðuna sem þau hafa á landi hér, að mikill meirihluti landsmanna er þeirrar skoð- unar, að við eigum ekki að veita þessi réttindi fyrir ekki neitt. Þróunin í heiminum er líka öll á sama veg. Við vitum hvað gerst hefir í Tyrklandi, Grikk- landi, Spáni, Portúgal, Noregi og nú síðast um samninga, sem eru að hefjast milli Bandaríkj anna og Filippseyja þar sem síðastnefndir munu krefjast lögsögu yfir bandarísku her- stöðvunum þar og leigugreiðslu fyrir þær, sem Bandaríkjunum bæri að greiða. í öllum þessum löndum og að vísu mörgum öðrum, virðast menn fyrst og fremst hafa í huga hagsmuni landa sinna i sambandi við her- málin og er það nokkuð frá- brugðið því, sem hér hefir átt sér stað síðasta aldarfjórðung- inn. Mér virðist að þeir menn sem með þessi mál hafa farið, og áhangendur þeirra, hafi borið meira fyrir brjóstinu hagsmuni annarra þjóða heldur en sinnar eigin. Þeir kalla þetta þjóðarstolt. Við skulum heldur kalla það fávisku. Aðrar þjóðir sjá sannarlega um sig í skiptum við okkur. Það sáum við best þegar bretar sendu fimmtán herskip hingað til þess að vernda togveiðar sínar hér við land. Eftir að við gerðum samn- inginn við breta og þorskastríð- inu lauk, hefir því verið hampað mjög hversu þáttur NATO hafi verið stór í því sam- komulagi, en það hefir lítið verið rætt um hitt, að NATO var ljóst, að á íslandi hafði skapast andúð gegn samtökun- um, sem gat orsakað það, að ísland segði sig úr þeim og það hefði orðið óbætanlegt tjón fyrir hernaðarsamvinnu vest- rænna ríkja. En við höfðum þegar verið búin að sjá aðra hlið á hjálpsemi NATO þegar mikið lá við fyrir okkur. Banda ríkin áttu ekki til í flota sín- um eitt skip sem henta mundi okkur í landhelgisgæzlu okkar þegar leitað var til þeirra og í fréttum var okkur sagt, að ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna hefði gert lykkju á leið slna til viðræðna við breska stjórn- málamenn til þess að fullvissa þá um það, að íslendingar mundu ekki fá hjálparskip við landhelgisstörfin frá Banda- ríkjunum. Á þorskastríðunum við breta höfum við ýmislegt lært. Eitt af því eru sannindi þess, að maðurinn er alltaf ein- samall, og litlar þjóðir, sem eiga i útistöðum við sér sterkari aðila eru líka einsamlar þegar á reynir. Nú höfum við þegar lokið þjóðhátíð okkar að þessu sinni þ. 17. júní, sá dagur var valinn til þessara hátíðahalda vegna þess að hann er fæðingardagur Jóns Sigurðssonar, þess manns, sem hlotið hefir sæmdarheitið, að vera sómi Is- lands, sverð þess og skjöldur, og sennilega hefir enginn annar maður unnið þessari þjóð og landi annað eins gagn og hann, og er það löngu viður- kennt af öllum landslýð. Þegar maður rennir augum yfir sögu þessa manns og störf hans, sem er ærið verk, svo afkastamikill var hann í störfum, þá sér maður þó að enginn er fullkominn, og því til sönnunar skal sögð hér lítil saga um það, að þjóðarstoltið hefir ckki staðið djúpum rótum í vitund þessa ágæta manns, og hefir þar orðið mikil framför á þegar litið er til stjornmála- manna okkar í dag. Arið 1861 skipaði konungur ilana fimm manna nefnd til þcss að „segja álit sitt og gera uppástungur unt fyrirkomulag á fjárhagssambandinu milli ís- lands og konungsríkisins fyrir fult og alt“. Ári síðar, eða 1862 skilaði þessi nefnd áliti og var þá þríklofin. Þessi nefnd var þannig skipuð, að i henni áttu sæti tveir íslendingar og þrír danir. íslendingarnir voru þeir Jón Sigurðsson og Oddgeir Stephensen. Það sem olli ágreiningi í þessari nefnd voru mismunandi skoðanir um stöðu landsins gagnvart Danmörku og ágreiningur um upphæð þess árgjalds, sem Danmörk skyldi greiða tslandi. Fyrsta nefndarálitið var frá Oddgeiri Stephensen og einum dana á þá leið, að Danmörku bæri að greiða tslandi styrk uns það gæti staðið á eigin fótum. Styrk þessum var skipt í tvennt, fastur styrkur kr. 29.500,00 ríkisdalir og auka- tillag sem lækki smám saman og hverfi loks með öllu. Þótti þeim hæfilegt að það væri 12.500,00 ríkisdalir á ári í 10 ár og síðan þverrandi um 500,00 ríkisdali á ári. Álit tveggja dan- anna var á svipaða lund, styrk- greiðsla til íslendinga en í smærri stil en hinir tveir höfðu viljað. Kjallarinn Aron Guðbrandsson Og sVo komum við að síðasta nefndarálitinu og það var frá Jóni Sigurðs^yni. Það var á þá leið, að með tilliti til þess, hversu mikið danir höfðu grætt á liðnum tímum á tslandi, beri þeim að greiða íslendingum árlega 120,000,00 ríkisdali, en þar af greiði íslendingar 20,000,00 rd til almennra þarfa ríkisins. Til þessara mála lagði Jón Sigurðsson geysimikla vinnu, sem sjá má á ritgerð í Nýjum félagsritum um þessi efni, en vegna frábærrar þekk- ingar hans á sögu lands og þjóðar var málflutningur hans sterkur og sannfærandi. Jón neitaði því algerlega að danir ættu að greiða íslendingum neinn styrk, heldur grundvall- aðist krafa hans á eftirfarandi: Af andvirði þjóðjarða 34755,00 rd. Af andvirði stólsjarða og stólseigna 34169,00 rd. af arði kaupþrælkunar 50800,00 eða samtals 119,724,00 ríkisdali, sem var í þá daga afar mikið fé. Á þessu litla atviki liðins tíma sjáum við, að Jón Sigurðs- son hefir borið fyrir brjósti hag og hamingju þjóðar sinnar, en ekki gerst málsvari annarra þjóða og hagsmuna þeirra í samskiptum við íslendinga. Við sjáum Iíka að þjóðarstoitið hefir færst mikið i aukana síðan Jón Sigurðsson leið og þá ekki hvað minnst hjá þeim frarnámönnum okkar, sem talað hafa mest yfir tómum stólum á erlendum málþingum. Það hefir komið fram samkv. óvefengjanlegu áliti sérfróðra aðila, að hernaðargildi tslands sé svo mikið, að NATO geti ekki án þess verið að hafa hér varnaraðstöðu og einnig hefir verið sagt af áhrifamönnum i þessum efnum, að á hernaðar- timum verði héðan gerðar árásir á óvinaríki þeirra. sem hér hafa ba'kistöðvar. Þetta er mjög athyglisvert. Menn verða að gera sér ljóst, að hernaðar- gildið og hættan fyrir ibúa landsins eru í sömu hlutföllum. Ég hefi áður vakið athygli á því, að svo aumlega er frá þess- um málum gengið, að hægt er að tortíma og slasa helminginn af þjóðinni með einni sprengju og af Stór-Reykjavíkursvæðinu er ekki hægt að komast nema yfir eina brú, og enginn staður á suðurlandi, sem veitt getur slösuðum í stærri stíl fyrstu hjálp. Svo sofandi hafa stjórn- völd landsins verið, að hvergi hefi ég séð þess getið, að ekki sé hægt að greina á milli varna lands og þjóðar, en fólkið í landinu býr í þessum efnum í algjöru öryggisleysi. Þá hafa menn haldið. því fram, að heimild til hersetu hér sé fram- lag okkar til vestrænna varna og sé um leið gert fyrir okkur. Þetta er ekki sannleikur nema að hálfu leyti og hefir verið viðurkennt af NATO sbr. ofan- ritað. Okkur er oft tamt að grípa til höfðatölureglunnar í samanburði við aðrar þjóðir, og við skulum aðeins athuga stöðu okkar þannig. Dr. Luns, framkvæmdastjóri NATO sagði fyrir skömmu, að ef Bandaríkin misstu aðstöðuna á tslandi mundi það kosta þau stórfé. Ef við breyttum því í íslenska peninga mundi það vera nálægt fjárhæð fjárlaga íslands — eins og þau eru i ár, — í 66 ár. Ég geri ekki ráð fyrir því, að mörg af aðildarríkjum NATO leggi þá fjárhæð fram ef henni er skipt á hvern ibúa landanna. Við skulum gera okkur það ljóst, að það er hægt að lifa á fleiru en fiski og kindakjöti og þegar svo er gengið nærri fisk- stofnum okkar, að sjófuglar hætta að verpa vegna fæðu- skorts, á hverju eigum við þá að lifa? Gamlir og reyndir stjórn- málamenn segja að við verðum sjálfir að vinna okkur út úr erfiðleikunum. Þeir ættu þó að muna áratuginn fyrir stríðið þegar allt var gjaldþrota í þessu landi. Landbúnaðurinn, út- gerðin og bæjar- og sveitar- félögin og þá var það stríðið, sem rétti okkur við. Ungir menn sem tekið hafa sér fyrir hendur að verja hagsmuni er- lendra þjóða hér á landi i ræðum og ritum eru hjáróma raddir reynslulausra manna, sem ekki þekkja annað en alls- nægtir eftirstríðsáranna og þeim verður fyrirgefið af þvi að þeir vita ekki hvað þeir eru að gera. Hitt ætti þeim þó að vera ljóst, að í dag er ástandið þannig að þegar hvítvoðungur- inn kemur heim í fyrsta sinn af fæðingardeildinni bíður hans arfur frá hinum stoltu lands- feðrum upp á skuld að fjárhæð kr. 350.000,00. Gamalmennið hvarf i gröfina frá sömu kvöð og þeir sem rölta spölinn milli vöggunnar og grafarinnar bera sama baggann. Sumir menn hræðast það, að taka greiðslu fyrir dvöl varnar- liðsins vegna þess að með slík verðmæti kunnum við ekki að fara. Það má vel vera að hér sé rétt á litið, en lítið þykir mér gert úr þjóðarstoltinu ef við þolum ekki annað en eymd og volæði sem við að vísu höfum alda reynslu af. Hvernig fer fyrir norðmönnum, sem telja að norska ríkið hafi á næstu fimm árum um 60 milljarða króna gróða af olíuframleiðslu við strendur landsins. Vera má að okkur beri að þakka guði fyrir að hér finnst engin olía, kann- ski eigum við líka að vera þakk- lát fyrir að síldin fór veg allrar veraldar hérna um árið og þorskurinn er á sömu leið. Eg er þó þeirrar skoðunar, að ef við höldum rétt á samskipta- málum okkar við Bandaríkin, þá geti það orðið öldum sem óbornum til blessunar. Aron Guðbrandsson forstjóri.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.