Dagblaðið - 23.06.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 23.06.1976, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ — MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1976. ......... „Islendingar skerða lífskjör sín til þess að halda uppi rónyrkju samkeppnisþjóða á ískmdsmiðum" — segir Kristján J. Gunnarsson frœðslustjóri Þá kvað Kristján endur- skoðun varnarsamningsins nauðsynlega af þeirri veiga- miklu ástæðu að á meðan við höfum tvíhliða samning við Bandaríkin geta aðrar banda- lagsþjóðir í NATO staðið utan við hann og meðal annars beitt okkur efnahagslegum þvingun- um. Þetta væri hægt að gera án þess að rýra varnaraðstöðuna sem hér er og þessar sömu þjóðir þurfa svo mjög á að halda. í þessu kvað Kristján vera augljósan tvískinnung sem ósæmandi væri fyrir islendinga áð þola lengur og þess vegna væri löngu tímabært að endur- skoða varnarsamninginn og yfirleitt stöðu islands í hinu svokallaða vestræna samstarfi. Efnahagslegt sjálfstæði er það sem hvað mest ríður á fyrir smáþjóð. Að því megum við ekki láta vega í skjóli neins konar samninga heldur verðum við að tryggja það með samningum þar sem við höfum aðstöðu til þess. t því tilliti kvað Kristján nauðsynlegt að tryggð yrðu full yfirráð okkar yfir eigin auð- lindum sem ekki væru of margar né fjölbreyttar. Jafn- framt yrðum við að tryggja það að við gætum selt framleiðslu- afurðir okkar á framleiðslu- verði. Þess má geta að Kristján J. Gunnarsson flutti í vetur eftir- farandi þingsályktunartillögu á Alþingi: Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að óska viðræðna við stjórnir Efnahagsbandalags Evrópu og Atlantshafsbanda- lagsins út frá þeirri forsendu að litið verði í samhengi á hags- muni tslands að þvi er snertir efnahags- og viðskiptamál og þátttöku þess í varnarbanda- lögum við vestrænar þjóðir. í greinargerð með þessari til- lögu segir meðal annars: Vestur-Evrópulöndin í Atlantshafsbandalaginu hafa að sjálfsögðu mikilla hagsmuna að gæta að því er varðar áfram- haldandi aðild íslendinga að NATO en eigi að síður hafa Varðarf erðin um helgina: SIGALDA Á FRAMKVÆMDASTIGI - OG FAGRAR FERÐ AM ANN ASLÓÐIR Árleg ferð Landsmála- félagsins Varðar verður farin á sunnudaginn kemur en ferðir þessara hafa árum saman verið fjölmennustu hópferðir Reyk- víkinga út úr borginni. Lagt verður upp frá Sjálf- stæðishúsinu nýja í Bolholti 7, og haldið að Sigöldu þar sem fólki gefst kostur á að skoða virkjunina á framkvæmdastigi en senn eru síðustu forvöð til þess. Dokað verður við í Gjábakka- hrauni og morgunkaffið drukk- ið, þaðan haldið að Laugar- vatni, Skálholti og Stöng þar sem hádegisverður verður fram reiddur. Þá verður haldið að Sigöldu. Þaðan verður ekið nióur Landssveit og kvöldverðar neytl i Galta- lækjarskógi. Þaðan liggur leiöin heim um Selfoss til Reykjavíkur. Varðarfélagarnir, sem stjórna ferðinni að þessu sinni, hvetja fólk að tilkynna þátttöku í sima 82900, miðasalan stendur til 21 á hverju kvöldi til helgarinnar. Fargjald fyrir fullorðna er 2500 krónur en fyrir börn 1500 krónur, maturinn er innifalinn í verðinu. -JBP- „Þegar hagsmunaárekstrar verða er enginn annars bróðir í leik. Okkur er því nauðsynlegt að vakna upp frá þeim mis- skilningi að annars vinveittar þjóðir vilji allt fyrir okkur gera. Nú er svo komið fyrir íslenzku efnahagslífi, að ísland er að verða láglaunasvæði þar sem lægstu launin hrökkva illa eða ekki fyrir brýnustu lífs- nauðsynjum," sagði Kristján J. Gunnarsson. fræðslustióri í Reykjavik og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, á fundi hverfasamtaka Hlíða- og Holta- hverfis nú nýlega. „Þrátt fyrir þessar stað- reyndir, er ekki grundvöllur fyrir því að höfuðatvinnuvegir okkar geti gengið við óbreyttar aðstæður. Ösamræmi er á milli markaðarins annars vegar og kostnaðarins við framleiðslu sjávarafurða okkar hins vegar. Sívaxandi bil milli þess sem þjóðin framleiðir og þess sem hún eyðir hefur verið brúað með óhóflegum erlendum lán- tökum sem fara sívaxandi. Benti Kristján J. Gunnarsson á þá staðreynd að af hálfu stjórnmálamanna hefði lítt verið bent á leiðir til þess að komast út úr þessu ástandi til frambúðar. Ef svo færi fram sem horfði taldi Kristján ekki annað sýnt en að stefnt væri í hreint gjaldþrot, þegar svona staða væri komin upp, ef ekki tækist að finna nýjar leiðir til að tryggja efnahagslegt sjálf- stæði þjóðarinnar. Fundur sá, sem áður getur, fjallaöi um stöðu Islands í vest- rænu samstarfi og samskipti Is- lands við aðrar vestrænar þjóðir. Kristján J. Gunnarsson telur að öll rök hnígi nú til þess að þetta samstarf verði endur- skoðað á breiðum grundvelli, meðal annars að varnarsamn- ingurinn verði endurskoðaður þegar í stað. „Landfræðileg staða íslands útilokar algerlega hlutleysi,“ sagði Kristján. Með tilliti til hugsanlegra hernaðarátaka telur hann að vió eigum að velja samleiðina með vest- rænum ríkjum um varnir. Við eigum ekki að taka beinar greiðslur fyrir hernaðarlega að- stöðu hér en hins vegar eigum við með samningum, sem byggjast á þessu vali, að tryggja það að þjóðin geti lifað í landinu. Kristján kvaðst sammála því mati Helga P. Briem sendi- herra, sem hann setti fram í grein í Morgunblaðinu, að NATO væri hér fyrst og fremst vegna eigin hagsmuna. Okkar hagsmunir og bandalagsins færu saman að vissu leyti en þess væri ekki gætt sem skyldi í Kristján J. Gunnarsson. samningum um hernaðarlega aðstöðu hér að að tryggja hags- muni íslendina sjálfra. „Það er ekki það sama að verja land og verja þjóðina sem landið byggir,“ sagði Kristján. Núver- andi varnarsamningur byggðist fyrst og fremst á því að halda. aðstöðu hér en að litlu leyti á því að verja fólkið sjálft. Stórstyrjöld kynni að verða háð án kjarnorkuvopna. I því sambandi mætti benda á síðustu heimsstyrjöld þegar ekki hafði verið beitt eiturgasi eða sýklahernaði þótt hinir stríðandi aðilar hefðu haft yfir þessum óhugnaði að ráða. Kristján benti á að í núver- andi framkvæmd varnarsamn- ings væri ekki sem skyldi gert nægilega ráð fyrir fyrirvara- lausum, hröðum flutningi fólks af þéttbýlissvæðinu i námunda við herstöðina. Flugstöðvarbygglngarnar á Keflavíkurflugvelli eru að- eins örlítið brot af byggingum á vellinum. Flestir hinna tilheyra varnarliðinu. Nú velta menn tilgangi þess hér fyrir sér. Er það hér vegna íslands og íslendinga, er það hér vegna eiginhagsmuna Bandaríkjanna — eða í þágu beggja? þessi lönd innan EBE beitt Is- lendinga efnahagslegum og við- skiptalegum þvingunum. Þessi afstaða skerðir öryggi íslenzku þjóðarinnar til að geta lifað í landinu sem sýálfstæð þjóð. Þar segir ennfremur: Ekki þarf að rekja afstöðu sumra þeirra landa í Efnahagsbanda- lagi Evrópu, sem jafnframt eru bandamenn okkar í NATO, til útfærslu íslenzku fiskveiðilög- sögunnar, en skeytingarleysi þeirra um lífsafkomu íslenzku þjóðarinnar í því sambandi er ótvírætt. Ennfremur segir: Það er þó ekki síður hættulegt fyrir íslenzkan sjávarútveg að með hverju ári auka EBE-löndin styrki og efnahagsaðstoð við sjávarútveg í löndum sínum sem leiðir til þess að þau geta selt fiskafurðir á markaðsverði sem er lægra en raunverulegt framleiðsluverð. Fyrir háþró- aðar iðnaðarþjóðir, þar sem framleiðsla sjávarafurða er aðeins örlítið brot af þjóðar- framleiðslunni, skiptir slík niðurgreiðsla með tilfærsiu fjármagns til sjávarútvegsins frá miklu stærri atvinnugrein- um litlu eða engu máli. Það markaðsverð á fiskaf- urðum í EBE-löndum, sem þannig er til komið, ákvarðar það verð sem Islendingar fá fyrir sjávarafurðir sínar á þeim markaði. Víkur Kristján í greinargerð sinni að því hvernig Islend- ingar séu þvingaðir til að keppa við það markaðsverð á sjávaraf- urðum sem leiði af undirboðum þessara þjóða í skjóli styrkja með sjávarvöruframleiðslu þeirra. „Með þessu móti eru íslend- ingar þvingaðir til að selja sjávarafurðir sínar undir fram- leiðsluverði en af slíkum við- skiptakjörum leiðir skerðingu á lífskjörum íslendinga svo þau verða ekki sambærileg við það sem gerist í öðrum vestrænum löndum. Á þennan hátt eru Is- lendingar einnig óbeint látnir borga styrkina sem EBE-löndin veita sjávarútvegi sínum, meðal annars til fiskveiða við Island,“ segir Kristján J. Gunnarsson í greinargerð sinni. I ræðu sinni á fyrrnefndum fundi hverfasamtaka Sjálf- stæðismanna í Hlíða- og Holta- hverfi benti Kristján á þá skoðun að það myndi a.m.k. taka 5—10 ár fyrir fiskistofn- ana á íslandsmiðum að rétta við. Taldi hann nauðsynlegt að ekki yrði leitað eftir veiðiheim- ildum fyrir aðrar þjóðir á þeim tíma enda veitti íslendingum ekki af þeirri nýtingu sem fiski- stofnarnir þyldu til þess að tryggja lífsafkomu þjóðarinnar. Auk þess taldi hann nauðsyn- legt að tryggja það með samn- ingum við EBE-löndin að ts- lendingar fengju framleiðslu- verð fyrir sjávarafurðir sínar án tillits til þess hvort styrkir til sjávarútvegs EBE-landanna leiddu til undirboða á mörkuðum fyrir þær. Þessari samningsstöðu taldi Kristján að við ættum að ná með milli- göngu NATO og Bandaríkja Norður-Ameríku. Jafnframt taldi hann að tryggja bæri, svo sem unnt væri, öryggi íslenzku þjóðar- innar í hugsanlegum hernaðar- átökum. Á það yrði að reyna í samningaumleitunum hvort þau rlki, sem Islendingar hafa samið við um viðskipta- og varnarmál, vildu ganga svo til móts við hagsmuni Islendinga að íslenzku þjóðinni yrði fram- vegis lífvænt í landi sínu. — BS — Gjald fyrir gisti- aðstöðu á Þingvöllum — aðeins Irtið brot af kostnaði við þjóðgarðinn „Það gjald sem tekið verður fyrir að hafa hjólhýsi og tjöld í þjóðgarðinum mundi aldrei vera nema litið brot upp í þann kostnað sem er rekstri hans samfara," sagði séra Eiríkur J. Eiríksson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Það er mikil vinna að hirða um þjóðgarðinn og þar starfa 3 menn sem fastir starfsmenn og einn til viðbótar um helgar. Gerð hafa verið bílastæði, gengið frá vatns- lögn og komið upp tjaldmiðstöð sem í er vörusala. „Með því að taka gjald fyrir aðstöðu getum við einnig haft betra eftirlit og skrá um það hverjir og hve ntargir gestir okkar eru,“ sagði Eirikur. Ef um lengri dvöl er að ræða fá gestir 30-50% afslátt af þvi verði sem upp verður sett. Það verður ákveðið endanlega um næstu helgi. Höfð verður hliðsjón af því gjaldi sem sett hefur verið upp á öðrum stöðum. Það mun vera 300 krónur á sólarhring. Eiríkur kvað umgang allan vera góðan um Þingvöll en auðvitað er ávallt til undan- tekning. Mest ber á þessu. er stórir hópar fólks koma t.d um verzlunarmannahelgar. Þá hafa verið brögð að því að fólk setti ljótan svip á þetta fagra umhverfi. -KP.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.