Dagblaðið - 23.06.1976, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 23.06.1976, Blaðsíða 4
Bretinn grunaður - en reyndist saklaus DAGBLAÐIÐ — MIÐVIKUDAGUR 23. JUNÍ 1976. Varðskipsmenn grunuðu Breta um græsku i gær. Togari var með hlerana úti á miðunum og var haldið að hann hefði verið að veiðum. Þá lék einnig grunur á að komið væri fram yfir fjölda brezkra togara sem hér mega veiða í einu. Bretinn reyndist saklaus. Varðskipsmenn snöruðust um borð en fundu ekki fiskbein. Bretinn var bara að bíða eftir að fækkaði svo að hann gæti komið í stað einhvers sem færi heim. Hann hafði ekki hreyft trollið. ,,Sem betur fer var allt í lagi,“ sagði Gunnar Ólafsson skipherra sem er forstjóri Landhelgisgæzlunnar í fjar- veru Péturs Sigurðssonar. Við spurðum hann hvernig sam- starfið gengi við Bretana þessa dagana. ,,Við höfum ekki þurft að kvarta undan því,“ sagði Gunnar. Hann taldi, að Bretar væru yfirleitt þannig gerðir að þeir vildu halda samninga þegar búið væri að fá þá til að gera þá. „Ver skilað jafngóðum“ Þá spurðum við Gunnar hvort satt væri, sem heyrzt hefði, að Landhelgisgæzlan „sæti uppi“ með togarana Ver og Baldur. Hann neitaði því. „Ríkið á Baldur’en hann þarf stórar við- gerðir og við notum hann nú á meðan." sagði Gunnar. „Við skilum Ver jafngóðum til fyrri eigenda en miklar viðgerðir þarf á s}úpinu. Gunnar sagði, að þrjú varð- skip væru úti við gæzlustörf um þessar mundir. —HH Nýtt íslenzkt skipafélag: 4400 liSTA SKIP KEYPT f KANADA ÁHÖFNIN FLAUG ÚT í MORGUN LEIKFÉLAGSFÓLK í LEIK- FÖR MEÐ SAUMASTOFUNA Nj'tt íslenzkt skipafélag hefur verið stofnað og hefur það þegar fest kaup á 4400 lesta kaupskipi í Kanada. Skipið er sérhannað til gámaflutninga og annarra þunga- flutninga. Hafa kaupendur gert samninga um flutninga milli hafna i Kanada og hafna á austur- strönd Bandaríkjanna næstu þrjú ár. Ahöfn skipsins er öll íslenzk og fór hún í ’morgun með Flug- leiðum hf. vestur um haf áleiðis til Halifax i Kanada þar sem hún tekur við skipinu. Hið nýja skipafélag heitir Islenzk kaupskip hf. og er heimilisfang' þess í Reykjavík. Hlutafé er kr. 50 milljónir. Stjórn félagsins skipa Helgi Pétursson skipstjóri, Pétur Einarsson stórkaupmaður og Sævar Guðlaugsson skipstjóri. Aðrir stofnendur eru Hjalti Ragnars- son, Guðmundur Haraldsson, Agúst Ólafsson, Arnar Valgarðs- son, Sigurbjörn Ölafsson og hinn kunni útgerðarmaður Jón Franklín. Flestir stofnenda verða skipverjar á þessu fyrsta skipi félagsins, Sem heitir nú Mv. Bergfalk, og siglir fyrst um sinn undir fána Singapore. Bergfalk var smíðað í Austur-Þýzkalandi árið 1970 og var flokkaskoðað fyrir um það bil einu ári. Pétur Einarsson sem er fram- kvæmdastjóri félagsins, staðfesti i viðtali við Dagblaðið að samningar um þessi skipakaup hefðu verið undirritaðir í fyrri viku með fyrirvara um nauðsynleg leyfi. Kvað hann ástæðu til að geta góðrar fyrir- greiðslu viðskiptaráðuneytisins og Utvegsbankans í sambandi við kaupin. Með hliðsjón af hag- stæðum samningum um verkefni fyrir skipið kvaðst Pétur vera bjartsýnn á rekstur þess og gjald- eyrisöflun til þjóðarbúsins. Skipstjóri á Bergfalk verður Sævar Guðlaugsson en 1. vélstjóri Hjalti Ragnarsson. -BS. Félagar frá Leikfkélagi Reykja- víkur eru nú lagðir upp I leik- ferðalag um landið með Sauma- stofuna sem sýnd var við miklar vinsældir í Iðnó síðastliðinn vetur. Höfundur leiksins er Kjartan Ragnarsson leikari. Leikarar í förinni eru alls niu en auk þeirra er Magnús Péturs- son með, hann sér um píanóundir- leik. Leikmynd við sýninguna gerði Jón Þórisson. Leikritið, sem var frumsýnt í Iðnó síðastliðið haust, var alls sýnt 55 sinnum þar og oftast fyrir fullu húsi. Þetta er léttur leikur, sumpart tengdur kvennaári, og fjallar hann á frjálslegan hátt um gleði og mæðu alþýðufólks sem vinnur saman á lítilli saumastofu. Inn í leikinn eru fléttaðir léttir og gáskafullir söngvar. Fyrsta sýningin var á Akranesi en áformað er að þræða Vestur- land og Vestfirði og halda síðan áfram norður á bóginn og enda á Akureyri um miðjan júlí. Til greina kemur að halda lengra austur á land en áætlað er að sýningar verði um tuttugu talsins og að leikförin taki um einn mánuð. —JB Myndin er af systurskipi Bergfalks. Hitaveita á Siglufirði: Borað í Skútudal og leiðslur lagðar í bœnum „í fyrra tókst að fá 20 sekúndulítra af 70 gráða heitu vatni og er vonazt til að boranir í sumar færi okkur 44 sekúndulítra af heitu vatni,“ sagði Steinar Jónasson, frétta- ritari DB á Siglufirði, en þar fer nú fram borun í Skútudal, um 3 kílómetra frá bænum. Borinn, sem koma átti í vor, er nýkominn til Siglufjarðar frá Reykjum. Eru fram- kvæmdir rétt að hefjast. Ætlunin er að dýpka 1500 metra djúpa holu niður I 2000 metra og að bora aðra holu niður á 2000 metra dýpi. Verið er að leggja leiðslur í þann hluta bæjarins sem ekki hefur áður fengið að' njóta hitaveitu. Er Steinar var inntur eftir því hvað gerðist ef ekki fengist meira af heitu vatni sagði hann að þegar hefðu verið gerðar ráðstafanir. Dæla er til staðar sem getur aukið sekúndulítrafjöldann upp f 30- 40 lítra. Þá er búið að leggja drög að forhitara fyrir heita vatnið sem fæst úr borholunni sem boruð var í fyrra. Hitaveituframkvæmdirnar hafa veitt mörgu skólafólki at- vinnu en hefur ekki dugað til. Allmargir unglingar munu enn vera atvinnulausir. -BÁ- FORSÍÐAN Laugarásbío: Front Page (Forsíöan) Aöalleikarar: Jack Lemmon og Walter Matthau. Leikstjóri: Billy Wildor. Sýningartimi: 105 mínútur. Það er lítill vandi að halda sumarskapinu meðan horft er á Forsíðuna, mynd Billy Wilders sem Laugarásbíó sýnir þessa dagana. Wilder bregzt ekki leikstjórnin á þessari mynd freniur en endranær og frá- bærir leikarar gera sitt til'að efnið skilar sér hið bezta. Forsíðan fjallar að sjálfsögðu um dagblöðin og keppni þeirra um fréttirnar. Myndin gerist árið 1929 í þeirri syndum spilltu borg, Chicago. Hildy Johnson er „stjörnu"- blaðamaður blaðsins Examiner en Walter Burns er fréttarit- stjóri blaðsins, harðsvíraður náungi, einn þessara sem er „giftur" starfi sínu og ann sér aldrei hvíldar. Hildy er aftur á móti hinn ljónheppni og slungni blaðamaður sem gjarnan vill losna úr erli blaða- mannastarfsins. Fyrir blaðamann er auðveit að setja sig inn í atburðarásina enda þótt segja megi að starfið á ritstjórnum blaða, hvort heldur þau eru íslenzk eða er- lend, séu ekki alveg jafnæsilegt og fram kemur í þessari mynd, né heldur blaðamenn hvílíkir drullusokkar og mörgum þeirra er lýst í myndinni. En hvað um það? Myndin býður upp á heil- mikla skemmtun og er það lofs- vert framtak bíósins að bjóða upp á nýja kvikmynd af þessu tagi um mitt sumar, — of mikið hefur tíðkazt að endursýna hálfgerðar draslmyndir þegar sólin skín á landið okkar. Jack Lemmon skilar vel hlut- verki Hildy Johnson í þessari mynd. Annars er hann alltaf sjálfum sér líkur. Walter Kvik myndir Matthau er háttgíraði fréttarit stjórinn. Leikur hans allur er frábær, enda krefst hlutverk hans meiri átaka en hlutverk Lemmons. Þá er hlutverk fang- ans, sem hengja á, mjög vel leikið af Austin Pendleton.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.