Dagblaðið - 25.06.1976, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 25.06.1976, Blaðsíða 1
íríálst úháð daffhlað 2. ARG. — FÖSTUDAGUR 25. JtJNÍ 1976 — 137. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMULA 12, SÍMI 83322, AUGLVSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2, SÍMI 27022. { Menjarstríðsárannakomaenn íljós: ] LEIFAR SPRENGJUFLUGVÉLAR FUNDUST VIÐ MEISTARAVELLI Starfsmenn Loftorku, sem __eru að grafa fyrir grunnum nýrra háhýsa við Meistaravelli, komu i gær niður á flak flug- vélar, sem hrapaði þar í mýr- inni 18. des. 1943.. Þarna mun vera um að ræða ameríska flugvél sem var með jólapóst hermannanna. Varð hún fyrir vélarbilun rétt áður en hún náði Reykjavíkurflugvelli. Flugvélin liggur nú á rúm- lega tveggja metra dýpi og virðist sæmilega heilleg, þótt hún hafi legið í forarmýri í 35 ár. „Ég man alveg eftir því, þegar þessi flugvél hrapaði,“ sagði okkur Þórður Eyjólfsson, starfsmaður hjá Loftorku, sem varþarnaá staðnum í morgun. „Ég var þá að vinna við braut- arlagningu á Reykjavíkurflug- velli. Við áttum okkur einskis jTt' -W- i r*í r*JL*4*> L Meðal annars sem kom upp, er verið var aðgrafa við Meistaravelli, var vélbyssa af B-25 vélinni. Er véiskóflan fór i væng flugvélar- innar streymdi olía þar út og legur og fleiri hlutir komu heilir upp. A myndinni heldur Þórður Eyjólfsson, starfsmaður Loftorku, á vélbyssunni. I)B-mynd: Arni Páll. Litla myndin: Svona leit vélin út. Svo sem sjá má stendur elnn spaði hægri hreyfilsins út úr moidinni. Þar sem Þórður rótar í brakinu streymdi út olía og aðrir vökvar. ills von, þegar við heyrðum mikinn hvell í áttina að Landa- koti. Seinnakom svo í ljós að þarna var um þessa amerísku flugvéi að ræða.“ Að sögn Viggós Jóhannes- sonar, sem var bóndi að Jófríðarstöðum við Kapla- skjólsveg, var þessi flugvél af gerðinni North American B-25 Mitchell, með tvo Wright- hreyfla. Þessar vélar voru í miðflokki sprengjuflugvéla í seinna stríðinu. Er DB ræddi við Viggó í morgun, sagði hann, að tveir flugmenn mundu hafa farizt i þessu slysi. Lík mannanna náðust út, og einnig tókst að ná upp úr mýrinni nokkrum hluta flugvélarinnar. — Viggó átti einmitt túnið og mýrina, þar sem flugvélin kom niður. — AT/JBP — Enn eitt hossmálið: FJÓRÐIMAÐURINN f GÆZLUVARÐHALD Enn einn maður hefur veriö hnepptur i allt að fimmtán daga gæzluvarðhald vegna meints fíkniefnamisferlis. Er hér um að ræða 25 ára gamlan Reyk- víking, sem áður hefur komið við sögu i þessum málum. „Þetta er í engum tengslum við Spánarmálið eða önnur þau mál, sem við erum að rannsaka núna og menn sitja inni f.vrir." sagði Ásgeir Friðjóns- son, dómari í ávana- og fikniefnamálum. i samtali við fréttamánn DBimorgun. „Ég get í rauninni okkert meira sagt á þessu stigi, en við erum að rekja ákveðna slóð og höfum verið að því um nokkurn tíma.“ I kvöld rennur út gæzluvarðhaldsvist „þriðja mannsins" í Spánarsmyglinu. Enn hefur ekki verið ákveðið hvort kveðinn verður upp nýr úrskurður í þvi máli, það mun að verulegu leyti velta á því, sem kann. að koma fram í málinu. Alls sitja nú fjórir menn i gæzluvarðhaldi fyrir þátttöku og/eða aðild að þremur fíkniefnamálum. Tveir sitja inni fyrir Spánarsmyglið, einn fyrir hassið, sem reynt var að smygla með skipi frá Rotter- dam og loks þessi, sem getið var í upphafi og tekinn var í gær. Þá situr einn maður í gæzluvarðhaldi í Keflavík. Varðhald hans var framlengt um allt að fimmtán daga í gær, þar eð í Ijiós hefur komið að mál hans er töluvert viðameira en talið var í upphafi. -ÖV. mmiMm Ekkiá morgun Dagblaðið kemur ekki út á morgun, laugardag, þar sem allur þorri starfsliðsinssitur í dag aðalfund Dagblaðsins hf. ☆ Helgarefnið er í dag í blaðinu, sem er 32 síður. Dag- blaðið verður einnig 32 síður á mánudaginn. [ Nýjar tilraunir til að drepa laxastofn Elliðaánna? ~ ]

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.