Dagblaðið - 25.06.1976, Blaðsíða 21
DACBI.AÐIÐ — FÖSTUDAGUR 25. JUNl 1976.
21
ALLAR VILDU
MEYJARNAR
— eigna honum barn
Eftir áramótin 1716 kom
ungur maður að Þingeyra-
klaustri og gerðist djákni
staðarins. Hann hét Gunnar
Þorláksson, álitlegur maður og
ötull i starfi, eða svo verður að
álykta af afrekum hans þann
stutta tíma sem hann þjónaði
þarna. — En eins og menn vita
getur dugnaður og elja gengið
of langt, — ekki síst ef þessar
dyggðir fara inn á svolítið aðrar
brautir en ætlast er til af
almenningi eða yfirboðurum.
Já, honum vannst vel, honum
Gunnari Þingeyradjákna, því
þrjú voru honum börnin kennd
frá október um haustið og fram
á góuna. Fyrst var það ein
griðkona staðarins sem ól
honum barn — og hafði að sögn
gert það einu sinni áður. Á jóla-
föstunni kemur svo klaustur-
ráðskonan og vitnar upp á hann
eitt til meó fæðingu, — og á góu
er það sjálf lögmannsdóttirin,
Magðalena Gottrup, sem kennir
honum króga.
Þetta þótti of mikið að gert á
svo stuttum starfstíma.
Aumingja Gunnar djákni var
gerður héraðsrækur fyrir allar
þessar „fjölgunar-anstaltir",
enda gat hann ekki innt af
höndum sektargjöld fyrir ,,ráð-
spjöll" með lögmannsdóttur, en
hún varð skiljanlega fyrir
nokkru gengissigi vegna ótíma-
bærs barnsburðar — svo og allt
Gottrups-slektið.
Makabœtur
Bola-Gísla
Svo segir á fornum bókum,
að árið 1690 bjó sá maður að
Hugljótsstöðum á Höfðaströnd
sem Gísli hét. Kona hans, sem
ekki er nafngreind, gekk fyrir
kvíaær kvöld eitt um sumarið.
Kom þá í veg fyrir hana grað-
ungur einn af næsta bæ,
mannýgur mjög og þvi
skaðræðisskepna. Réðst hann
tafarlaust á varnarlausa
konuna, lagði hana undir og
gekk af henni dauðri.
Gísli bóndi fór að vonum
fram á bætur fyrir konuna úr
hendi nágranna síns og eiganda
tuddans, en sá hinn sami stakk
upp á því til sátta að gefa Gísla
graðunginn, því hann hafði
sannarlega fyrirgert lífi sínu,
— en ekki heldur meira. Þetta
lét Gísli sér vel líka, skar bola
og át hann sjálfur ásamt hyski
sínu. Þóttist hann ekki hafa
borðað betra eða ódýrara kjöt i
annan tíma. Var hann eftir
þetta nefndur Bola-Gísli.
Baneitraður hani
Árið 1763. —„Sagt var að
einn hani hafi orpið eggi i
Stykkishólmi, hvarf í burtu, en
fannst aftur að 4 eður 5 dögum
og þetta hans egg.
Kaupmaðurinn í Stykkishólmi
Nikulás Hofgard. Hann varð
kvillaður (véikur) skömmu
eftir, barst og að þegar þessi
hani fannst, hafi hann (kaup-
maðurinn) látið hann drepa og
krydda fyrir sig, og eftir það
lagðist hann til fulls og lá fram
á haustið, með stórverkjum
stundum. Var svo sent eftir
Medicus (landlækni) Bjarna
Pálssyni suður á land, 'kom
hann i Stykkishólm 2. eður 3.
sept, en kaupmaður deyði
nóttina milli þess 3. og 4. sept.“
— Grímsstaðaannáll.
Hvað segja stjörnurnar?
Spáin gildir fyrir laugardaginn 26. júni.
Vatnsberinn (21. jan.—19. feb.): F'réttir sem j)ú færð
lan«t að kunna að «era þi« eilítið undrandi. (lættu þess
að fá ákveðið svar við einni hu^mynd þinni áður en þú
ferð af stað með lokaáætlunina. Ánæj>julcKt kvöld
virðist framundan,
Fiskarnir (20. feb.—20. man): I>ú verður að uppfytla
krefjandi loforð ef þú átt að «eta andað rðle«a. Láttu í
ljós þakklæti þitt við þá sem eru þér hjálpsamir.
Hrúturínn (21. marz—20. apríl): Þér opnast leið til þess að
hitta óvenjulefía mann^erð þe«ar þú ert i heimsókn hjá
vini. Þolinmæði er afar nauðsynes í samskiptum þínum
við einn hinna eldri í fjölskyldunni.
Nautiö (21. apríl—21. maí): Láttu en«in vanhugsuð orð
annarra hafa áhrif á þitf. Sú sem viðhafði þessi orð er
hrifin af þér en dálítið afbrýðisöm vegna hæfileika
þinna. Eitt heimilisverkanna er dálítið þreytandi en vel
þess virði að það sé unnið.
Tviburamir (22. mai—21. júní): Þér er óhætt að láta í Ijós
skoðanir þínar. Stattu fast á þínu og láttu ekki aðra
ögra þór til að framkva^ma hluti sem þú kemur til með
að iðrast. Rómantiskur blær er yfir kvöldinu.
Krabbinn (22. júní—23. júlí): Láttu sennilegar afsakanir
persónu. sem svikizt hefur um. engin áhrif hafa á þig.
Þú kætist við fréttir sem létta um leið áhyggjum af þér.
Þetta er prýðisdagur til þess að jafna ágreiningsefni.
Ljoniö (24. júlí—23. ógúst): Það kann að reynast erfitt
fyrir þig að skilja viðbrögð vinar þíns. Rómantlk er að
finna í óvæntri átt.Gættu þin þar sem þú kannt að vera
flæktari í þetta mál en þú heldur.
Meyjan (24. ágúst—23. sept.): Hegðun vinar kann að
leiða til vandræðaástands í samkvæmislífinu. Eyddu
fáeinum orðum á þennan aðila. Óvænt árVægja virðist
framundan.
Vogin (24. sept.—23. okt.): Þú ættir að öðlast mikinn
fróðleik við það að ræða málin við líflegan hóp fólks. Þú
verðurað taka fjölskylduna með í reikninginn þegar þú
gerir áætlanir fyrir daginn.
Sporödrekinn (24. okt.—22. nóv.): Þetta er úrvals dagur
til þess að setjast niður og hugsa um Hfið oetilveruna.
Ertu alltaf að hamast án þess að komast nokkuð áfram?
Bogmaðurinn (23. nóv.—20. des.): Ahrif stjarnanna
skapa smáspennu f rómantíkinni. Þú nýtur mest þess
sem heimilið hefur upp á að bjóða f kvöld. Reyndu að1
hlúa að einmana mannveru.
Spáin gildir fyrír sunnudaginn 27. júní.
Vatnsborinn (21. jan.—19. feb.): Fjölskyldulffið gæti
valdið erfiðleikum. Venju einhverrar eldri persónu að
vera í sífellu að segja sögur er bezt að leiða alveg hjá sér.
Þér mun farnast betur með vinum úr þinum aldurs-
flokki.
Fiskamir (20. feb.—20. marz): Með óvæntum gesti ættu
þér að berast góðar fréttir Lfkur eru á skemmtilegum
fundi með persónu af gagnstæðu kyni og það mun verða
hápunktur dagsins.
Hrúturínn (21. marz—20. apríl): Einn vina þinna virðist
verða dálítið útundan f hópnum. Með því að beita
áhrifum þínum til þess að koma honum meó. muntu
ávinna þér þakklæti sem verður endurgreitt sfðar á
gagnlegan máta.
Nautiö (21. apríl—21. maí): Þú munt verða ósammála
einhverjum ástvini í dag. Ræðið hlutin f rólegheitum. Ef
þú færð einhverjar upplýsingar um kunningja eða vin,
þá haltu þeim fyrir sjálfan þig.
Tvíburamir (22. mai—21. júní): Forðastu skyndideilur
þar sem þeim getur aldrei lokið farsællega. Fylgdu.
vcnjulegri dagskipan eftir beztu getu. Heppni er líkleg
framundan.
Krabbinn (22. júní—23. júli): Þetta verður tímabil
breytinga, en þó nokkuð farsælt. Einhver hugmynd
kitlar ævintýraþrá þfna. Taktu ekki athugasemdir yngri
persónu of alvarlega.
LjóniÖ (24. júlí---23. ágúst): 4 Ef vinur lánar þér bók
muntu undrast þá þekkingu sem hún veitir þér. Þctta
mun hjálpa þér mjög félagslega. Skemmtilegt kvöld er
líklegt.
Meyjan (24. ógúst—23. sept.): Einhver gæti þvingað þig
til að gefa upplýsingar sem eiga að vera trúnaðarmál.
Neitaðu öllu þess háttar. Þú munt öðlast ánægju við
fullkomnun einhvers ákveðins verkefnis.
Vogin (24. sept.—23. okt.): Vertu ekki of fljótfær við að
svara ákveðnu boði. Þú gætir verið lítt hrifinn af því en
líkur eru á meiri farsæld en þig óraði fyrir. Reyndu að tá
meira næði og tíma fyrir sjálfan þig.
Sporödrekinn (24. okt.—22. nóv.): Einhver áhrif frá
stjörnunum gætu reynt talsvert á þolrifin í dag. Vinir
munu veita þér stuðning. Reyndu samt að láta eigin
dómgreind duga f einkamáfum.
Bogmaðurinn (23. nóv.—20. des.): Farðu varlega með
tilfinningar og viðhorf yngri persónu. Þetta er
upplagður tími til að huga nánar að áætlunum um
ævintýralega skemmtun. Þú munt finna eitthvað sem þú
hafðir týnt.
KRUMMABER
RÓSBERG G. SNÆDAL
SKRIFAR
N /
V K
Steingeitin (21. des.—20. jan.): Fjölskyldumálin hafa
forgang f dag. Þú dregst inn i umræður um skipulags-
breytingar varðandi heimilið. Gamall vinur hefur lík-
lega samband við þig í kvöld
Steingeitin (21. des.—20. jan.) Heimilismál munu taka
meiri tíma en þú hefðir óskað. Smáatriðunum hættir vió
að fara úrskeiðis í dag. Ef þú ferð út í kvöld með vinum
þfnum muntu fá mikla uppörvun.
Afmœlisbarn dagsins: I ár ættiróu að sjá mikla drauma
rætast.A stnmálin skapa eilítil vandræði um mitt kvartil
og þú munt verða óróleg(ur) um tima. Fjárhagsleg staða
þin batnar og þú hefur úr meiru að spila. Nýtt ástar-
ævintýri undir loktímabilsins mun hafa mikil áhrif á þig.
Afmælisbarn dagsins: Fyrstu mánuðirnir munu verða
frekar rólegir og vanabundnir. l'm mitt ár ættu að koma
talsverðar breytingar. Þér gæti hlotnazt tækifærið sem
þú hefur beðið eftir. Eitt ástarævmtyri gæti komið þér
úr jafnvægi. Félagslífið mun blómstra í lok ársins.
Laun heimsins eru vanþakklœti
Á sjómannadaginn kom til mín inaður
og snurði hvort ég vildi ekki gefa smá-
uppnæð til styrktar ekkju óþekkta sjó-
mannsins.
Mér finnst hugmyndaflug íslendinga
aldeilis frábært. Ég hélt upp á 1. maí
með því að fara í skrúðgöngu. Á sumar-
daginn fyrsta fór ég einnig í skrúðgöngu.
Hvað haldið þið að ég hafi gert 17.
júní? Eg sat auðvitað heima með hæi-
særi eftir allar þessar skrúðgöngur.
Aftur á móti er mér sagt að skrúðgangan
sautjánda júní hafi tekið öllum hinum
fram. Aldrei hafi fólk verið jafnlétt á
fæti, sjaldan hafi lúðrablásararnir blásið
jafnljúflega og það sé langt síðan jafn-
fáir hafi fengið jafnfá hælsæri í jafn-
langri göngu og þessari.Það er líka jafn
gott, því að sjaldan hefur íslenska þjóóin
átt jafnlitla peninga til að festa kaup á
heftiplástri.
Sá dagur lifir enn með okkar þjóð
er einhugur á föstum rótum stóð.
En þjóðin bjó við áþján erlends valds
og okkur skorti nienn til trausts og
halds.
Eining fannst og enginn nema þú
gast eflt vort þrek og styrkt þá veiku trú,
að þjóðin gæti ennþá fært þá fórn
að frelsa sig og lúta eigin stjórn.
Nú sjálfstæðis vér syngjum glaðan brag,
því sigur vor vannst einmitt þennan dag.
Sigrinum vér fögnum keik og kát
við kóka kóla drykkju og pylsuát.
A göðviðrisdögum geng ég gjarnan
niður að Tjörn. Ég hef ekki komið
þangað síðan í hitteðfyrra. Aftur á móti
hef ég oft ekið þarna um og furða mig í
hvert skipti á því að Tjörnin skuli vera
þarna enn. Hvernig stendur á því að það
er ekki húið að malhika hana? Nú hafa
að það fari ekki fyrir brunninum líkt og
hafmeynni forðum, en hún var sprengd í
loft upp á gamlársdag sællar minningar.
Um það orti Karl Kristjánsson:
Ómynd býður eyðing heim.
Auði brást með vörnina.
Enginn hefur uppi á þeim
sem afmeyjaði Tjörnina.
Ég fékk kvef um daginn, hringdi í
lækninn minn og bað hann að gefa mér
eitthvað við þessu. Hann spurði hvort ég
hefði hita. Ég neitaði því. Þá spurði
hann hvort ég hefði beinverki eða aðra
vanlíðan. Ég neitaði því líka. Þá
verðurðu að koma eins og skot til mln á
stofuna, sagði læknirinn. Ég bað auð-
vitað guð að hjálpa mér og spurði hvað
væri eiginlega að mér. Það er ekkert að
þér, sagði læknirinn. Ég ætla bara að
sýna þér hvernig á að fara að því að
snýta sér.
Kankvís orti eitt sinn:
Sá hæfnisskortur maður minn
er mestur sem ég þekki,
að henda steini í himininn
og hæfa ekki.
Það eru ekki margir hagyrðingar sem
hafa náð svo langt í list sinni að verða
landsfrægir. Fyrir utan mig veit ég bara
um tvo. Þessir tveir urðu frægir vegna
þess hve þeir eru góðir hagyrðingar. Eg
varð aftur á móti frægur þegar dag-
blaðið Tíminn birti ljóð eftir mig á sín-
um tíma. Það var þegar bókin um Ragn-
heiði Brynjólfsdóttur kom út og Helgi og
Behedikt voru að rífast um það frammi
fyrir alþjóð hver væri höfundur Njálu. I
tilefni af þessu orti ég eftirfarandi ljóð
sem Tíminn birti og sagði að væri eftir
einhvern hagyrðing:
og karltetur það sem skrifaði bókina um
hann,
er ná má tali af allt að því sérhverri sál
með samvinnu túlks sem forna norrænu
kann.
Ég er ekki viss um hve vel þeir
í himnunum heyri.
Hitt veit ég, það er sími um Akureyri.
En laun heimsins eru vanþakklæti.
Eftir að Tímamenn höfðu tekið þetta
frábæra ljóð mitt, ófrjálsri hendi, og
gert mig landsfrægan, bað ég þá um að
birta annað ljóð i blaðinu. Þeir þverneit-
uðu og töldu að það væri sök sér að gera
mig landsfrægan, hitt væri annað mál
hvort það svaraði kostnaði að gera mig
heimsfrægan, eins og Ólaf R. Grímsson.
Á þessum tíma var ýmislegt að gerast í
Framsóknarflokknum. Ungu mennirnir
voru að berjast um völdin og þeir sem
þóttu helst til vinstrisinnaðir voru
reknir úr flokknum.
Vor Framsókn er ekki í framsókn,
þótt finnist þeim sjálfum, að
þeir gert hafi ýmislegt ágætt.
Það efast víst flestir um það.
En þeir farga öllum framagosum.
Það framtak ég meta kann.
Nú er að rækta þá ríkjandi stefnu
og reka hvern framsóknarmann.
En það er ekki öll sagan sögð með
þessu. Þjóðviljinn gerði sitt besta til að
gera mig landsfrægan líka á sínum tíma.
Það var þegar þing Norðurlandaráðs
stóð yfir og Magnús Kjartansson hélt þar
ræðu sem vakti menn til umhugsunar.
Ég ætla ekki að rekja efni ræðunnar.
Hún er eflaust flestum í fersku minni.
Aft-ur á móti er ljóðið sjálfsagt Iöngu
gleymt, en það héuErivlagnús sekur sam
kvæmt íslenskum lögum?
BENEDIKT
AXELSSON
þótt keppni virðist stundum i
hópnum vera haldin,
um hvaða þingfulltrúi mest og fastast
geti sofið.
ug þarna eiga margir sínar mestu
unaðsstundir,
því matinn, uppihaldið og svefninn
ríkið greiðir.
Og þegar Magnús Kjartansson kom þeim
til að vakna
þeir kepptust flestir um að verða
ógurlega reiðir.
Þeir skömmuðust og létu öllum illum
látum,
engan blett það setti á mannorð
fulltrúanna.
En Magnús gerðist þarna sekur
samkvæmt lögum,
því samkvæmt lögum er bannað að
trufla svefnfrið manna.
Að lokum vil ég benda þeim, sem ætla
út í kvöld, á það að gleyma ekki að fara í
skóna. Það er svo erfitt að ganga fram af
V
þau gleðitíðindi heyrst að það eigi að
setja gosbrunn i Tjörnina, ungum og
iindum til augnavndis. Ég ætla að vona
Því eru menn að karpa um kempuna
Njáí
A þingi Norðurlanda er ágætlega unnið
og ekki nema sjálfsagt að bera á
þingmenn lofið.
sér á sokkaleistunum.
Ben. Ax.
*