Dagblaðið - 25.06.1976, Blaðsíða 31
DAGBLAÐIÐ — FÖSTUDAGUR 25. JUNÍ 1976.
fI
Útvarp
31
Sjónvarp
9
Sjónvarp kl. 20.35 ó sunnudag:
Óttuðust að týno tungunni og
þjóðerninu í vesturheimi
Síðasta myndin í flokknum um Islendingabyggðir í Kanada
okkur frá efninu.
„1 þessum sióasta þætti
verður aðallega fjallað um
tunguna og hina islenzku arf-
leifð. Rætt verður m.a. við af-
komendur tveggja íslenzkra
stórskálda sem í Vesturheimi
voru, þeirra Stephans G. Step-
hanssonar og Guttorms J.
Guttormssonar.
Við flettum upp í f.vrsta
íslenzka tímaritinu sem gefið
var út í Ameríku, Framfara
sem út kom 1877 og segir þar
m.a.:
„Strax og íslendingarnir fóru
að fl.vtja til heimsálfu þessarar
að mun, fór að hre.vfa sér meðal
þeirra ótti fyrir því að þeir
mundu tína tungu sinni og
þjóðerni hér, nema þeir gjörðu
eitthvað sérstakt til að viðhalda
því.
Hefur þeim ætíð komið
saman um,að tvent væri nauð-
synlegt til þess að viðhalda
þessu dýrmæta erfðafje sínu.
Annað var að íslendingar
mynduðu nýlendu út af fyrir
sig en hitt að hér í Ameriku
væri gefið út tímarit á
íslenzku". Stafsetningin á
þessari klausu er svolítið öðru
vísi en nútíma starfsetning og
við eigum að ven.iast.
Vilhjálmur HJálmarsson
menntamálaráðherra ræðir við
Cecil Stephansson, sem er
sonarsonur Stephans G.
RósaBenediktsson.einanúlifandi dóttir StephansG.Stephanssonar,
flytur ávarp á samkomu sem haldin var þegar bústaður föður
hennar var opnaður sem minjasafn um skáldið. Á miðri myndinni
má sjá Gunnar E.vjólfsson leikara en hann var kynnir á samkomv
unni.
Ólafur Ragnarsson sagði að í
Ijós kæmi að margir af yngri
V.-Íslendingum væru ekki mjög
sleipir í málinu en nú á síðustu
tímum hefði orðið mikil vakn-
ing meðal þeirra og áhugi á
málinu vaknað á nýjan leik.
— A.Bj.
Á sunnudagskvöldið kl. 20.35
verður fimmta og síðasta
myndin í Kanadamyndaflokki
sjónvarpsins á dagskránni
Nefnist hann Hið dýrmæta
erfðafje. Olafur Ragnarsson
umsjónaæwaður þáttanna sagði
^ Útvarp kl. 16.25 ó sunnudag: Alltaf ó sunnudögum
LÖGIN HANS VERÐA SÍFELLT
VINSÆLLI
Rúnar Gunnarsson hóf feril sinn
með hljómsveitinni Dátum.
..Ferill Rúnars Gunnarssonar
hófst þegar hann byrjaði fyrst
með hljómsveitinni Dátum. Var
hann bæði söngvari og rythma-
gítarleikari hljómveitarinnar,"
sagði Svavar Gests um efni
þáttar sins Alltaf á sunnudög-
um sem er á dagskrá útvarpsins
á sunnudag kl. 16.25.
„Dátar gáfu út plötu þar sem
hann söngoglitlu síðar aðra þar
sem Rúnar var sólógítarleikari
og jafnframt söngvari. öll lögin
á seinni plötunni voru eftir
Rúnar. Síðar lék hann með
hljómsveit Óla Gauks og lék og
söng hljómsveitin mörg af
lögum Rúnars.
Hann lézt á bezta aldri fyrir
fáum árum.
Það má segja að lög Rúnars
verði sífellt vinsælli eftir því
sem á liður og nægir þar að
nefna Gvend á e.vrinni og Það
er svo undarlegt með unga
menn.
Aðrir hafa einnig oróið til
þess að leika lög Rúnars
Gunnarssonar og þegar
Hljómar gáfu út eina af sínum
stóru plötum fengu þeir Rúnar
til þess að semja fyrir sig.
Einnig voru lög eftir Rúnar á
fyrstu plötunni sem Flowers
gerði og varð vinsæl.
Ég ætla að leika plötur með
Rúnari þar sem hann syngur
.sjálfur og einnig plötur með
öðrum listamönnum, þar sem
flutt eru lög eftir hann,“ sagði
Svavar Gests.
— A.Bj.
Sjónvarp
kl. 21.15
sunnudaa:
Á Suðurslóð
Enner
leitað
að
óðals
eigandanum
Fyrirgef oss vorar skuldir
heitir 12. og næstsíðasti þátt-
urinn í myndaflokknum Á
Suðurslóð, sem er á dagskrá
sjónvarpsins á sunnudags-
kvöld. Þýðandi er Óskar
Ingimarsson.
Eins og menn rekur minni
til hvarf Carne óðalseigandi
sporlaust. Nú kemur
blaðamaóur fram á sjón-
arsviðið og hyggst grafast
fyrir um hvað orðið hef-
ur af honum. Hann yfir-
heyrir bæði Snaith og frú
Beddows en hefur lítið upp
úr því.
Þá leggur hann leið sína í
krána og hittir þar fyrir
Hichs, sem áður var hesta-
sveinn Carnes. Blaðamaður-
inn ætlar að reyna að yfir-
heyra hestasveininn en sá
bregzt hinn versti við og
kemur að því að blaða-
maðurinn verður að hrökkl-
ast úr kránni.
Eiginkona veitingamanns-
ins var flutt á sjúkrahús og
deyr af veikindum sínum og
veitingamaðurinn býður
hestasveininum að gerast
meðeigandi sinn í kránni.
Þar sem átti að selja May-
thorpe !hafði hann ekki að
neinu að hverfa.
Huggins predikari fréttir
að Snaith hafi hlunnfarið sig
heldur en ekki illilega og
kemur til uppgjörs milli
þeirra.
Lávarðurinn, tengdafaðir
Carnes kemur í heimsókn til
Kiplington til þess að kynna
sér hvernig málum er þar
háttað og hann heimsækir
frú Beddows.
— A.Bj.
Við mæium með NATIONAL Hl-Top
rafhlöðunum
EINAR FARESTVEIT
BERGSTAÐASTR/ETI 10A
Simi 1-69-95 Reykjavík
&
CO. HF.
14444
'M i ;
SIGTÚN 1.