Dagblaðið - 25.06.1976, Blaðsíða 29

Dagblaðið - 25.06.1976, Blaðsíða 29
Laugardagur 26. júní 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 Og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbœn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Sigrún Valbergs- dóttir heldur áfram að lesa söguna „Leynigarðinn" eftir Francis Hodgson Burnett (6). Óskalög sjúklinga kl. 10.25: Kristín Sveinbjörnsdóttir kynn- ir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 Út og suflur.Ásta R. Jóhannesdóttir og Hjalti Jón Sveinsson sjá um síð- degisþátt með blönduðu efni. (16.00 P'réttir. 16.15 Veðurfregnir). 17.30 Erufl þifl samferfla til Afríku? Ferða- þættir eftir Lauritiz Johnson. Baldur Pálmason les þýðingu sína. (6). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Fjaflrafok. Þáttur í umsjá Sigmars B. Haukssonar. 20.00 Hljómplöturabb Þorsteins Hannes- sonar. 20.45 Um vegi og vegleysur. Jón R. Hjálmarsson talar vió Guðmund Jónasson. 21.35 Djasstónlist eftir Bohuslav Martinu. Tékknesir listamenn flytja. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög- 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. Hjallfiskur h/f Sel brotaharðfisk, marineraða síld og mylsnu nœstu daga. Opið frá kl. 8 - 6, laugardaga J - 5 Hjallfískur h/f Hafnarbraut 6 — Kópavogi. Timburhús óskast Óska eftir gömlu TIMBURHÚSI sem þarf að flytjast af lóð. Uppl. í síma 31339. KJARVALSSTAÐIR Listráð að Kjarvalsstöðum auglýsir hér með til umsóknar sýningaraðstöðu í vestursal tímabilið apríl-desember 1977. Umsóknir um þennan sýningar- tíma þurfa að berast fyrir( 1. september 1976 og mun listráð þá taka afstöðu til þeirra. Listráð áskilur sér rétt til þess að hagræða sýningartíma umsækjenda eftir þörfum og í samráði við þá. Framkvœmdastjóri listróðs. DAGBLAÐIÐ — FÖSTUDAGUR 25. JUNÍ 1976. Hjalti og Asta. Hinn kunni hljómsveitarmaður Ingimar Eydal. Útvarp kl. 13.30 laugardag: w Ut og suður Gesturinn í dag er Ingimar Eydal „Við ætlum að ræða við Ingi- mar Eydaí, hljómsveitarstjóra frá Akureyri," sagði Ásta R. Jóhann- esdóttir, sem sér um útvarpsþátt- inn Út og suður ásamt Hjalta Jóni Sveinssyni kl. 13.30 í dag. „Ingimar lenti í bílslysi í vetur og hefur verið hér í bænum til endurhæfingar og kemur hann í heimsókn. Hendur okkar eru ákaflega bundnar af yfirvinnu- banni útvarpsstarfsmanna," sagði Ásta. „Tæknimennirnir mega ekki byrja fyrir kl. 9 á morgnana og verða að vera búnir að stimpla sig út kl. 5 á daginn. Þetta gefur okkur mjög lítið svigrúm til þess að fara út úr stofnuninni til upp- töku. Ef við ætlum að fá einhvern lengra að í þáttinn hjá okkur verður viðkomandi hreinlega að koma til okkar.“ — Er gaman að vinna að svona útvarpsþætti? ,,Já, það er mjög gaman, en líka mjög mikil vinna.“ Ásta R. Jóhannesdóttir-er að góðu kunn útvarpshlustendum, en í vetur hefur hún haft á hendi stjórn eins af poppþáttum út- varpsins. Hjalti hefur einnig áður verið með útvarpsþætti af ýmsu skemmtilegú tagi. Hjalti lagði stund á íslenzku- nám í Háskólanum í vetur og Asta kenndi ígagnfræðaskólanum á Hellu. Hún er nú flutt í bæinn og var að koma sér fyrir þegar við hringdum í hana. — A.Bj. . Sjónvarp kl. 21.25 í kvöld: Konungs- brúðkaupíð í sjónvarpinu „Brúðkaup ársins“ verður á dagskrá sjónvarpsins í kvöld kl. 21.25. Sýnd verður mynd frá brúðkaupinu í Stokkhólmi á laugardaginn var þegar Carl Gústaf konungur gekk að eiga Sylvíu Sommerlath. Sýningar- tími er tvær klukkustundir og fimmtán mínútur. Sjónvarpað var frá athöfninni í Storkyrkan í Stokkhólmi og er talið að ekki færri en 500 milljón sjónvarpsáhorfendur hafi fylgzt með brúðkaupinu. Meðfylgjandi mynd tók Lennart Nilsson, heimsfrægur konunglegur ljósmyndari. Hún er ætluð í hina konunglegu myndabók og undirbúningur undir myndatökuna tók marga daga. Ekki var að furða þótt .sjálf myndatakan yrði tímafrekari en búizt var við, og vegna hennar varð að fresta brúðkaupsmáltíðinni um heilan klukkutima. Eins og sagt hefur verið frá, var það tízkuhús Diors í París, sem bjó til brúðarkjólinn, sem er beinhvítu silki. Konungurinn er í hátíðabúningi flota- foringja. HVERFITÓNAR Aðalstræti 9 (Miðbæ j armarkaði) ATH. HÖFUM 0PIÐ Á LAUGARDAG Nýkomið mikið úrval af mjög góðum klassískum kassettum, höfum aldrei haft meira úrval. Þá er okkar vinæli plötuhreinsari „Prener og Dust Bug“ kominn. HVERFITÓNAR ^ Sjónvarp Laugardagur 26. júní 18.00 iþrottir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 111 < * 20.00 Fróttir og veflur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Maflur til taks. Breskur gaman- mvndaflokkur. Þýðandi Stefán Jökulsson. 21.00 Nancy Wilson. Upptaka frá tórileik- um bandarísku söngkonunnar Nancy Wilson. Kinnig eru í þættinum viðtök við fúlk, sem starfar með söngkon- unni. Þýðandi Auður Gestsdóttir. 21.45 Maríukirkjan. (The Hunehbaek of Notre Dame) Bandarísk bíómynd frá árinu 1939. bvggð á hinni frægu skáld- sögðu Victors Iiugos. „Notre-Dame de Paris.”,sem komið hefur út á íslensku. Aðalhlutverk Charles Laughton. Sir Cédrie Hardwieke. Maureen O’Hara og Fdmund O’Brien. Sígaunastúlkan Ksmeralda kemur til Parísar árið 1482. Menn hrífast af fegurð hennar. Meðal þeirra eru aðalsmaðutinn Claude Frollo. skáldið Gringoire og hringjari Marlukirkjúpnar, hinn heyrnarlausi kroppinbakur Quasimodo. Þýðandi Jön Thor Haraldsson. 23.35 Dagskrárlok.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.