Dagblaðið - 25.06.1976, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 25.06.1976, Blaðsíða 32
Klóakleiðsl- ur út í órnar og smó- bótalœgi fyrir órósnum frfálst, nháð dagblað FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1976 Þaggað niður í hundinum, en logreglu ekki hleypt inn „Hundurinn réðst ekki á telp- una heldur var það frekar hún sem truflaði hann við beinaát úti í garði,“ sagði eigandi hundsins sem kært var yfir í Ásgarði á þriðjudag og sagt frá í gær. „Það er heldur ekki rétt að við höfum ekki viljað ræða við lögregluna. Það var bara enginn heima þegar lögreglan kom.“ Nú er það bláköld staðreynd þessa máls að hundurinn beit í hönd stúlkunnar. Farið var með hana í slysadeild og þar gert að sárinu og stúlkan var sprautuð gegn frekari afleiðingum hunds- bitsins. Lögreglumenn hugðust tala við eigendur hundsins og í lögreglu- skýrslu stendur að er þeir kvöddu dyra heyrðu þeir að þaggað var niður í hundinum. Enginn vildi koma til dyra og í slíku tilfelli hafa lögreglumenn ekki rétt til inngöngu. Af þeim sökum er skýrslan send sakadómi og er ein margra slíkra er þar liggja eftir afskipti lögreglumanna af hund- um borgarbúa. Hundamál höfuðborgarinnar eru í megnasta ólestri. Hér er hundabann en því er ekki fram- fylgt. Lögreglumenn eru í vanda hvað snertir lausn kærumála vegna hunda því enginn dómur hefur fallið í slíku máli. í nágrannabæjum er tak- markað hundahald leyft. Þar greiða menn skatta af hundum, láta skrá þá og verða að láta baða þá. t höfuðborginni er hundabann samþykkt en hundahald við- gengst í allstórum stíl. Hér mun engin skráning og engin böðun fer fram í venjulegum skilningi þess orðs. —ASt. EKIÐ í VEG BIFHJÓL Ungur piltur á bifhjóli siasaðist í umferðarsiysi á Langholtsvegi kl. 12.45 í gær. Pilturinn ók eftir Langhoks- veginum er bifreið var þar skyndilega ekið frá gang- stéttarbrún. Hugðist ökumaður hennar snúa við á götunni og aka í gagnstæða átt við það hvernig bifreiðin stóð við götuna. Sá hann ekki NYJAR TILRAUNIR TIL AÐ DREPA LAXA- STOFN ELLIÐAÁNNA? FYRIR piltinn á vélhjólinu og af varð árekstur. Piiturinn slasaðist á fæti og var fluttur í siysadeild. -ASt. „Það verður ekki annað séð en að reyna eigi endanlega að ganga frá Elliðaánum lax- lausum,“ sagði Egill Jónasson Stardal er við hittum hann við árnar á dögunum. Egill er I klaknefnd Stangaveiðifélags Reykjavíkur og fylgist því vel með ánum og því sem fram fer við þær. Laxstofninn í Elliðaánum hefur staðið af sér mörg áföll og tilræði af mannavöldum. Þannig var ósi ánna breytt mjög með uppfyllingu. í upp- fyllingunni var m.a. komið fyrir gömlum bílflökum. Var á það bent að ósnum og laxgöng- um þar kynni að stafa hætta af olíumengun frá slíkum hlutum. Kann hún enn að eiga eftir að koma fram þó unnendur lax- veiði í ánum voni að svo verði ekki. Frá Toppstöðinni hefur ætíð seytlað svolítil olía, misjafnlega mikil, en sjaldan eða aldrei er alveg frítt við slíkan leka út í einn mesta veiðihyl árinnar. Klóakleiðslum út í ána fjölg- ar jafnt og þétt. í vetur var á það bent og skýrt með myndum að opið klóak liggur út í ána við Keilufell í Breiðholti. Víðar mun pottur brotinn að þessu leyti við Elliðaárnar. Við Sævarhöfða rákumst við á stóra og mikla nýlega klóak- leiðslu sem liggur opin og Stútar kióaksins eru myndarlegir. Að baki eru þær byggmgar og su starfsemi sem e.t.v. hentar verst af öllu á bökkum laxár. óvarin út í neðsta hluta árinnar. Sú klóakleiðsla kemur úr Ártúnshöfðanum þar sem verksmiðjubyggingum og til- heyrandi skúrum og skýlum við þær fer fjölgandi. Ekki sáust ljótir hlutir á floti í því rennsli, þá er við skoðuðum ummerkin. en mengað er rennslið þó, því að það tók á sig ýmis litbrigði og litaði fleti í mjóum árfarveg- inum.Umfang leiðslunnar er slíkt að sýnilega er gert ráð fyrir að hún geti flutt mikið vatnsmagn út I ána. Uti fyrir árósnum hafa svo borgaryfirvöld nú síðast heim- ilað smábátalægi. Þar verður I framtíðinni „heimili" tuga eða hundraða báta af öllum gerð- um, flestum með kraftmiklum mótorum. Getur þvl hver og einn gert sér í hugarlund þá óværð er sá floti skapar utan áróssins og þá mengun sem öll sú meðferð mótora og véla skapar utan árósanna. Báta- „sportið" tekur sinn fjörkipp á hverju vori og I byrjun hvers sumars. Þá er áhugi bátaeig- enda og ákafi hvað mestur, en þá eru einnig vogurinn og árósinn viðkvæmastir vegna laxagangna upp í árnar. Egill Jónasson kvaðst undrandi á að enn skyldi lax vera í Elliðaánum, þrátt fyrir allar þær tilraunir sem gerðar hefðu verið af mannavöldum til að drepa stofninn þar. En Egill kvaðst óttast að í þessum efnum gilti sama lögmál og með úlfald- ann. Á hann er hægt að hlaða oki og byrði án þess að skepnan kveinki sér. En þegar einu strái er þætt á bak hans, brestur skyndilega hryggur hans og skepnan er dauð. Elliðaárlax- inn hefur orðið að þola margt. En gerum okkur ekki leik að því að ógna tilveru hans svo lengi að við skyndilega eitt gott vor blðum eftir komu hans í árnar — án árangurs. —ASt.. Mengað rennsii viðrar klóakieiðslu litar vatnsflöt þröngrar árinnar sem allar göngur verða að fara um. DB-myndir Arni Páll. Kerfismistök hjá símanum: ENGIR REIKN- INGAR, SÍMUM Stór hluti íbúa Garðabæjar vaknaði við vondan draum síðastliðinn mánudag er þeir ætlúðu að taka upp símtólið og hringja. Línan var dauð og þegar málið var athugað kom i ljós að lokað hafði verið fyrir símann sökum vanskila við Póst og síma, vanskila á reikn- ingum sem þeir höfðu aldrei fengið í hendur. „Mánudaginn 21. júni þurftum við að loka fyrir 2000 númer hér í Kópavogsstöðinni sökum vanskila," sagði Guð- mundur Ár nason, stöðvarstjóri Pósts og síma í Kópavogi. „En á miðjum degi fara að berast óvenjumargar kvartanir frá Garðabæ og þegar við fór- um að athuga málið kom í ljós. að reikninga vantaði í heilu göt- - EN LOKAÐ urnar Ekki er enn komið í ljós hvar mistökin liggja en verið er að snúa öllu við á pósthúsum í Reykjavík og nágrenni i leit að týndu gíróseðlunum. Ekki er talið að mistökin hafi getað átt sér stað hjá tölvunni sem skrifar út reikningana. Starfsfólk símstöðvarinnar í Kópavogi vakti langt fram á nótt við að leiðrétta þessi mis- tök. Það flokkaði út öll síma- númerin í Garðabæ, sem lokað hafði verið fyrir, og síðan voru þau öll opnuð. Nú er því ekki einn einasti sími í Garðabæ lokaður. Lokunargjöld, sem skráð höfðu verið, hafa nú öll verið strikuð út. Reikningar verða síðan sendir til símnot- enda sem lentu í þessu um mán- aðamótin.“ —KL „Augljóst að þetta f ólk þarf ó aðstoð að halda' - segir félagsmalastofnunin „Við ætlum að líta inn í Laugardal í dag til Ölafs M. Jónssonar og konu hans,“ sagði Ágúst ísfjörð, fulltrúi hjá húsnæðismáladeild Félags- málastofnunar Reykjavfkur. „Þaó er alveg augljóst, að þetta fólk þarf á aðstoð að halda,“ sagði Ágúst. 1 Dagblaðinu í gær var sagt frá fötluðum manni og konu hans, sem ekki hafa þak yfir höfuðið, og hafa tjaldð inni í Laugardal til að hafast þar við, þangað til úr rætist á annan hátt. Þess má geta, að ritstjórn Dagblaðsins barst strax í gær svolátandi bréf: Við, tveir ónefndir borgarar viljum þakka yður og blaði yðar fyrir að vekja athygli okkar á þeirri neyð, sem meðbræðurnir eiga við að búa. Hjálagt fylgir lítið lóð á vogarskálina, kr. 10.000, og vonandi getur það hjálpað Ölafi M. Jónssyni og konu hans til að fá íbúð. Vonandi láta fleiri eitthvað af hendi rakna. -BS.- S!” FELLUR EKKISJÁLFKRAFA ÚR GILDI1. DESEMBER Bókun sex fellur ekki sjálf- krafa úr gildi 1. desember, og nýja samþykkt þarf hjá Efna- hagsbandalaginu til þess, að hún falli niður. Þetta gefur íslendingum betri stöðu en ella væri, þegar að því kemur að ganga frá fiskveiðiheimildum Bretum til handa eða hætta þeim. Þetta er túlkun Islendinga á yfirlýsingu Efnahagsbanda- lagsins um gildistöku bókunar sex frá 1. júlí. Yfirlýsingin barst í gær. Islendingar óttast, að bókun sex verði beitt sem vopni í viðræðum um fiskveiðiheim- ildir innan landhelgismark- anna í haust. Bretar og Vestur- Þjóðverjar muni hóta að beita afli sfnu í bandalaginu til þess, að tollfríðindi til handa íslenzk- um sjávarafurðum falli niður, fái þeir ekki að taka hér veru- legan afla. Tollar á flestum íslenzkum sjávarafurðum lækka 1. júlí um 80% í stofnríkjum bandalags- ins. Freðfiskflök og fryst rækja verða strax tollfrjáls í Bret- landi og Danmörku. Tollur á flökum lækkar i stofnríkjum bandalagsins úr 15% í 3% og fellur niður eftir ár. 12% tollur á flökum I Bretlandi og Dan- mörku fellur niður. Tollur á frystri rækju lækkar úr 20% í 4% í stofnríkjunum og fellur niður eftir ár, en i Bretlandi og Danmörku feilur 16% tollur á frysti rækju alveg niður. Tollur á ísfiski verður í öllum banda- lagsríkjunum 3,7% á þorski, ýsu og ufsa í stað 12%. —HH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.