Dagblaðið - 25.06.1976, Blaðsíða 11
11
DACHLAÐIt) — FÖSTUDAGUR 25. JUNl 1976.
iolsjenitsyn inni á geðveikrahœli"
á geöveikrahæli, er Solsjenit-
syn. Hann er óumdeilaniega
mikilvirkur rithöfundur en
hann er einnig ábyrgur fyrir
þeim skoóunum sem hann setur
fram.“
. „Til vinstri...“
Faðir Henriks Tikkanen var
erkiíhald. Og á heimilinu,
Brandövágen 8, rétt hjá
Helsingfors, lærði Henrik að
hugsa eins og heimilisfaðirinn.
.jpegar ég var sautján ára
trúði ég öllu sem fyrir augu
bar. Eftir tæplega eitt ár í
stríðinu fór að bera á því að trú
mín á sigri yfir Rússum fór
minnkandi. Það var ekki
vinsælt.“
Nú segist Henrik Tikkanen
vera „til vinstri".
„En það er breytilegt frá
degi til dags, eftir því sem
gerist hjá þeim stjórnmála-
mönnum sem ég treysti."
Uro Kekkonen Finnlandsfor-
aðeins hafi ráðherra með stöðu-
veitingunni gengið á rétt póli-
tísks andstæðings, sem á eitt-
hvað undir sér í flokki sínum.
Þá heyrast stunur miklar í
flokksblaðinu. Rétturinn nær
aðeins til flokksmanna. Flokks-
leysingjar eru varnarlausir.
Þeir eru eins og birkikræklur á
bersvæði. 1 öóru lagi heyra þeir
starfsmenn, sem brotið er á,
undir ráðherra og kjósa því
fremur þögn en óþægindi. Og
starfsmannafélögin af óskiljan-
legum ástæðum halda að sér
höndum. Og síðast en ekki síst
bera mótmæli nánast aldrei
neinn árangur — annan en leið-
indin. Þess vegna eru hlutirnir
oftast látnir liggja í þagnar-
gildi.
II
Stöðuveitingin á
Skattstofu Reykjavíkur
Hér mætti nefna allmörg
dæmi um ráðningu flokksgæð-
inga i stöður hjá ríkinu án und-
angenginnar auglýsingar.
Minna má á, að Björn Bjarna-
son hefur verið settur deildar-
stjóri í forsætisráðuneytinu og
var sú staða að því er ég best
veit aldrei auglýst laus til um-
sóknar og hefur enn ekki verið
auglýst, þótt Björn hafi setið í
henni að líkindum á annað ár. í
þessu sambandi vil ég taka
skýrt fram að ég er ekki að láta
hesta en ég get lítið annað sagt
honum til frægðar. Hann var
þar að auki þurr og leiðinlegur
og gjörsneyddur kímnigáfu. En
hann gætti þess að sitja beinn í
baki á hestinum ef einhver var
nálægur með ljósmyndavél.
Yfirburðir hans lágu í ófram-
færni hans.“
1 næstu bók verður sagt
meira frá Mannerheim og því
fólki sem hann umgekkst. Það
er einmitt þetta fólk sem óttast
bókina. Henrik Tikkanen er
nefnilega þekktur fyrir að
segja það sem hann meinar.
seti er einn þeirra manna sem
Henrik Tikkanen hefur dálæti
á. En hann hefur hins vegar
lítið að segja um fyrirrennara
hans í embætti, Gustaf Manner-
heim, sem var náinn vinur
föður hans.
„Mannerheim kunni vel til
Ritað gegn honum
Henrik Tikkanen ætlar
einnig að skrifa um fyrstu
eiginkonu sina sem hann skildi
við eftir 10 ára hjúskap. Hún
var dóttir fyrsta forseta Finn-
lands, Kaarlo Juhu Stalberg.
Herma fregnir að hún vinni
Bjarni Guðnason
í það skína, að viðkomandi
maður sé óhæfur til starfsins.
Hér er aðeins verið að benda á
að ráðningaraðferðin er víta-
verð, en því miður tíðkast hún
mjög við ráðuneytin.
Loks er ' komið að beinu til-
efni þessara hugleiðinga, og er
það mannaráðning á Skattstofu
Reykjavíkur, þar sem fjármála-
ráðherra, Matthías Á. Mathie-
sen, hefur gert sig sekan um
grófa valdníðslu. Á þessari
stofnun, sem heyrir undir fjár-
málaráðherrann, losnaði skrif-
stofustjórastarf. Ekki var starf
þetta auglýst, heldur var settur
í það þegjandi og hljóðalaust
ungur lögfræðingur að nafni
Gestur Steinþórsson, sonur
Steinþórs Gestssonar alþingis-
manns frá Hæli. Að honum
stendur alkunnugt mannkosta-
fólk, en það breytir ekki eðli
málsins. Þessi ungi maður
hefur ekki aðeins verið settur
skrifstofustjóri, heldur og vara-
skattstjóri, sem er alveg nýtt
„embætti". Mun í ráði að hann
verði skattstjóri, þegar núver-
andi skattstjóri lætur af
störfum innan fárra ára.
Einn þáttur í þessu máli er
sá, að á skattstofunni starfa
tveir lögfræðingar, annar
þeirra hefur unnið þar á þriðja
áratug og er hæstaréttarlög-
maður, hinn rúman áratug og
kennir skattarétt við lagadeild
Háskólans. Ekki er vitað til
annars en þessir menn hafi
verið ágætlega starfi sínu
vaxnir. Þessum mönnum (og
öðrum, er hug kynnu að hafa á)
var ekki einu sinni gefinn
kostur á að sækja um þetta
starf, sem þeir hafa I raun sér-
þekkingu á, þar sem eru
skattamál og skattaréttur. Sá
ljóður er þó á ráði þessara
manna að þeir hafa báðir látið
stjórnmál afskiptalaus. Hinn
nýi yfirmaður þeirra hefur
aldrei vrið við skattamál
riðinn, en flestir vita að skatta-
réttur er flókinn og mikla
vinnu og langan tíma þarf til
nú af kappi að ritun nýrrar
bókar þar sem hún lætur
Henrik Tikkanen fá það
óþvegið, sem hann á skilið, að
hennar sögn.
„Ég ætla nú ekki að fara að
segja mikið um fyrri konuna
mína en hún fellur auðvitað
inní samhengi," segir Henrik.
Vegna frásagna sinna um líf
finnsku yfirstéttarinnar, I bók-
inni Brandövágen 8, hefur
veriö ráðizt að honum úr öllum
áttum, með lesendabréfum 1
tímaritum og dagblöðum, með
bréfum og nafnlausum sima-
hringingum til hans sjálfs.
„Enn sem komið er hef ég
ekki séð ástæðu til þess að
svara árásunum,“ segir Henrik
í rólegheitum. „Ég rita greinar
að staðaldri í stærsta dagblað
Finnlands, — Helsingen Sano-
mat, svo ég næ töluvert langt
þegar ég læt til skarar skríða.
Eg er ekki að leita hefnda en
þess að kunna hann út í hörgul.
Verðleikar hins unga manns,
sem hann hafði umfram aðra,
var, að hann er sonur alþingis-
manns, sem er flokksbróðir ráð-
herra. Hann hefur flokksskír-
teinið. Hann er sonur föður
síns.
III
Grefur undan lýðrœði
Skattamálin er vioKvæmur
málaflokkur og flestir vita, að
þar er víða pottur brotinn.
Hefur mörgum flokksgæðingn-
um orðið villugjarnt á þeim
krókótta vegi dyggðarinnar.
Allar stöður, sem fela í sér
ákvarðanatöku um skattlagn-
ingu, eru pólitískt skipaðar.
Tilgangur stjórnmálaflokkanna
er bersýnilega að koma fyrir I
skaitkerfinu þjónum sínum eða
mönnum, sem þeir geta reitt sig
á, þegar gefur á bátinn. Segja
má, að hér sé um lögbrot að
ræða, þvi að í skattalögum er
gert ráð fyrir hlutleysi þeirra,
sem skatt ákvarða. Það má
spyrja: Eru slíkar veitingar 1
lykilstöður í skattakerfinu til
þess fallnar að tryggja ein-
göngu skattalegt jafnrétti þegn-
anna eða er miðað við það að
treysta stöðu pólitísks flokks
innan skattakerfisins og þar
með aðstöðu til að tryggja skatt-
legt misrétti, ef svo ber undir?
Eða hver er tilgangurinn?
Þessi orð skulu ekki höfð
það getur verið gaman að slá til
baka....
Henrik Tikkanen vakti mikia
athygli í Finnlandi í vor er bók
hans, Brándövágen 8, kom út
en þar segir hann frá lífi
sænsk-finnsku yfirstéttarinnar
þar í landi.
ýkja fleiri. Annaðhvort hafa
menn réttlætisvitund eða ekki.
Én ekki er vert að láta liggja I
láginni, að með þessum þjösna-
skap sínum er ráðherrann að
grafa undan því lýðræðisskipu-
lagi, sem við búum við. Ráð-
herrann virðist taka sér til
fyrirmyndar sams konar skipu-
lag og er í Sovétríkjunum, þar
sem félagsskírteini í komm-
únistaflokknum er bæði ávísun
og trygging fyrir embættis-
frama í ríkiskerfinu. Ég leyfi
mér að bera brigður á, að þorri
sjálfstæðismanna, flokks-
bræðra ráðherrans, kunni
honum nokkra þökk fyrir slík
vinnubrögð.
Varaskattstjórastarfið á
Skattstofu Reykjavíkur er ekk-
ert einkamál fjármálaráðherra.
Þvert á móti varðar það alla
starfsmenn á skattstofunni, alla
skattþegna I Reykjavík og allan
almenning. Það má ekki undir
neinum kringumstæðum láta
ráðherra haldast uppi að
fremja myrkraverk án þess að
þau séu dregin fram í dags-
ljósið, og skiptir engu, I hvaða
flokki hann er.
Ég á bágt með að trúa, að
opinberir starfsmenn og starfs-
mannafélög þeirra séu orðin
svo kaghýdd af lágum launum
að þau hafi ekki burði til að
láta I sér heyra, þegar þannig
er gengið á rétt þeirra.
Bjarni Guðnason
prófessor.
samningar „bónbjargastefna"?
flokksins eingiingu) hafi nú í
fyrsta sinn gerzt merkisberar
„bónbjargastefnu" sem svo er
nefnd!
í áðurnefndri forystugrein er
talað um, að ýmsir aðilar hafi
hreyft þeirri hugmynd að
„heimta leigu" í einu eða öðru
formi af Bandaríkjamönnum
vegna varnarstöðvarinnar í
Keflavík. Þetta orðatiltæki að
„heimta leigu" á að gegna sér-
stöku hlutverki i atlögunni, en
missir auðvitað marks, þar sem
enginn þeirra manna, sem at-
lögunni er beint gegn, hefur
nokkru sinni notað þetta orða-
tiltæki í hugmyndum sínum um
breytt fyrirkomulag á varnar-
samningnum.
í lok forystugreinarinnar
segir svo: „Bónbjargastefnuna
þarf að kveða niður. Það er
lítilmótlegt fyrir sjálfstæða
þjöð að bera hana fram.
Efnahagsvandamálin leysum
við sjálfir og vegina leggjum
við upp á eigin spýtur."
En hvað er annars „bón-
bjargastefna'' í varnarmálum?
Hún skyldi þó aldrei vera við
lýði i dag! Hvert förum við ís-
iendingar, þegar í raun harðnar
í ári, — nema vestur um haf og
leitum f.vrirgreiðslu þarlendra
peningaslofnana eða ríkis-
Kjallarinn
Geir R. Andersen
stjórnar? Og þetta höfum við
gert, allt frá því að herverndar-
samningurinn var gerður árið
1951. Munurinn er einungis sá,
að við leitum eftir fyrirgreiðslu
vegna verklegra framkvæmda
hérlendis, eða eins og áður
sagði, þegar illa árar og síldin
er uppurin eða loðnan, og nú
brátt þorskurinn, í stað þess, að
hefði gagnkvæmur samningur
verið gerður við Bandarikja-
menn um nytsamar fram-
kvæmdir og varanlegar, þá
væri núverandi bónbjarga-
stefna ekki við lýði.
Það er oft vitnað til hins
„óprúttna" Mintoffs á Möltu og
sagt, að hann hafi hreinlega
,,selt“ eyna fyrir sterlingspund
gegn þvi að Bretar hafi þar
skipalægi fyrir flota sinn á Mið-
jarðarhafi. Einnig er gjarnan
minnzt á Grikkland og Tyrk-
land, svo og Spán, lönd sem öll
taka beint leigugjald fyrir
hinar bandarísku herstöðvar í
þessum löndum. Þessar stað-
reyndir hafa verið ljósar ís-
lendingum og hafa fáir
aðhyllzt þá stefnu sem þessi
lönd hafa fylgt. Hafa margir
hérlendis látið að því liggja að
við ættum að fylgja stefnu
annarra vestrænna ríkja í
nágrenni við okkur, einkum
Norðmanna.
Það mun því hafa komið flatt
upp á marga hérlendis, ekki
sízt marga þingmenn (þ.á m. úr
Sjálfstæðisflokknum), þegar
það varð ljóst, að Norðmenn
haga samningum sínum við
Atlantshafsbandalagið þann
veg, að því er skylt að verja
ákveðnum fjárupphæðum til
vegagerðar, brúarsmíða og
annarra framkvæmda, sem
flokka má undir sameiginlega
hagsmuni og gagnkvæma fyrir
Norðmenn og hið vestræna
varnarbandalag 1 heild.
Bandarískt varnarlið er hér
vegna sameiginlegra hagsmuna
íslands og annarra þjóða í
Atlantshafsbandalaginu, og það
er engin „bónbjargastefna"
þótt almenn viðskipta- og hags-
munasjónarmið séu lögð til
grundvallar, þegar gerður er
samningur um svo viðamikið
og afdrifaríkt mál sem varnir
lands, sem sökum fátæktar og
mannfæðar getur ekki sjálft
annazt varnir sínar. Én það_er
vitað mál og öllum ljóst að jáfn-
vel þótt um stund kunni að
horfa enn friðvænlegar 1
heiminum en nú er, þá er sá
tími engan veginn I nánd að
ekki þurfi að tryggja hér að-
stöðu til öryggisgæzlu og varna,
vegna landsins sjálfs eða sam-
eiginlegra varna með þeim
þjóðum, sem tslendingar kjósa
að vera í bandalagi með hverju
sinni.
Varðandi aðild íslands að
varnarbandalagi eru það gagn-
kvæmir hagsmunir íslands og
þess erlenda varnarliðs, sem
hér er, að i landinu sé fyrir
hendi fullkomið vegakerfi,
flugvellir, sjúkrahús og — jafn-
vel raforkuver. Og það eru
gagnkvæmir samningar en
ekki „bónbjargastefna" að
fara þess á leit, að Bandaríkin,
sem nú hafa hér varnarlið, taki
mein þatt í ýmsum kostnaði
við eflingu þessa varnarmáttar
en nú er raunin.
Islendingar munu áreiðan-
lega fylkja sér fast við hlið
þeirra stjórnmálamanna, sem
hafa til þess einurð og festu að
fylgja eftir þeim sjónarmiðum,
sem komast næst því að vera
sameiginleg og ágreiningslaús
meðal meiri hln*p bjóðarinnar.
Gagnkvæmir samningar eiga
ekkert skylt við leigu eða
sölu lands, enda hefðu Norð-
menn vart tekið núverandi af-
stöðu til sinna varnarmála,
nema með fullu samþykki
flestra landsmanna, berandi
hag þjóðar sinnar fyrir brjósti.
Sú afstaða, sem nokkrir
forystumenn uorgaralegu
stjórnmálaflokkanna fslenzku
hafa nú tekið, þ.á m. tveir ráð-
herrar og óefað margir þing-
menn þeim fylgjandi, verður
ekki kveðin niður úr þvl sem
komið er, jafnvel þótt síðdegis-
blaðið Vísir geri núverandi
„bónbjargastefnu" í varnar-
málum góð skil í forystu-
greinum sínum á næstunni.