Dagblaðið - 25.06.1976, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ — FÖSTUDAGUR 25. JtJNl 1976.
FLYTJA LIFANDIKJUKLINGA
FRÁ FRAKKLANDITIL TÚNIS
og heila farma af þvottavélum fró Ítalíu heim
Líklega mun ekkert íslenzkt
flugfélag skáka þeim í Iseargo
hvað viðvíkur farþegafjölda
þetta árið. Þó er Iscargo
vöruflutningaflugfélag og
flytur ekki venjulega farþega.
Ástæðan fyrir þessu er sú, að
félagið hefur gert samning um
flutninga hálfsmánaðarlega
næsta árið, 26 ferðir í allt, með
Kristmundur Magnússon flug-
stjóri.
Kristmundur og félagar hans
fiuttu 13,6 tonn af útfíutnings-
vörum til Evrópu í síðustu ferð
og sama magn heim. Að jafnaði
fivtja flugvélar Iscargo meira
vörumagn úr landi en heim.
íslenzkir innflytjendur eru þó
óðum að átta sig á hagkvæmni
vöruflugsins.
125.000 sólarhrings gamla
kjúklinga í hverri ferð. Að
afloknum þessum ferðum verða
..farþegarnir'* orðnir 3.250.000
talsins.
Kristmundur Magnússon,
flugstjóri hjá Iscargó, er nýlega
kominn heima ásamt áhöfn
sinni eftir að hafa flogið þrjú
fyrstu flugin suður til Túnis.
„Flutningurinn er mjög
viðkvæmur, við þurfum að
halda 10-15 gráða hita á
kjúklingunum og
gegnumstreymi lofts allan
tímann, annars kann að fara
illa,“ sagði Kristmundur okkur.
Kristmundur sagði að fyrsta
ferðin hefði heppnazt með
ágætum, þá drápust engir „far-
þeganna." Oft getur dánartalan
vrið þetta 2-3000 á 4 tíma flugi
sem er á milli staðanna.
Kjúklingarnir eru eldis-
kjúklingar og kvaðst Krist-
mundur hafa stundað slíkt flug
áður, það var meðan hann
starfaði í Hollandi fyrir
Transavia-flugfélagið.
Flugvélin, sem Iscargo notar
við þessa flutninga, er DC-
6-flugvél með skrásetningar-
stöfunum TF-OAA, en í stað .
bókstafanna eru notuð
mannanöfnin Öttar-
Alfreð—Alfreð, keppinautar
þeirra í skipaútgerð og flugi.
Vélin þykir henta mjög vel til
þessa og tók félagið við eftir að
DC-4 flugÝel hafði reynzt mjög
illa og stór hluti farmsins
drepizt á leiðinni.
Á heimleið til íslands frá
Túnis kemur vélin við í Mílanó
á Italíu og tekur þar um borð-
fullfermi af Candy-
þvottavélum sem fluttar eru
beint til innflytjenda í Reykja-
vík.
-JBP-
y
KANNABISJURTIRNAR V0RU
HÁLFGERÐIR GRÆNJAXLAR
— en ólöglegar samt
„Þessar kannabisjurtir eru nú
eiginlega hálfgerðir grænjaxlar,"
sagði Guðmundur Gígja lögreglu-
maður er hann sýndi blm. Dag-
blaðsins plönturnar sem
lögreglan lagði hald á í Breið-
holtinu í vikunni. „Fullvaxnar
eru kannabisplönturnar um 60-
100 cm háar þannig að þær, sem
við höfum nú undir höndum, eru
tiltölulega ungar," sagði
Guðmundur ennfremur.
Það var fyrir einskæra tilviljun
að lögreglan rakst á kannabis-
plönturnar. Kvartað hafði verið
um hávaða í íbúð í einu af
háhýsunum í Efra Breiðholti. Er
lögreglan kom til að athuga málið
nánar var lyfta hússins föst. Er
hún losnaði kom í ljós að í henni
voru níu manns þótt lyftan tæki
aðeins fimm. Flest var fólkið
verulega undir áhrifum eitur-
lyfja.
Lögreglan kannaði þegar á
hvaða ferðalagi fólkið væri og
kom þá i ljós að það var einmitt
viðloðandi íbúðina sem kvartað
hafði verið yfir. Er betur var að
gáð reyndist þar vera partí í
fullum gangi. Lögreglan stöðvaði
það og kom þá einmitt auga á
nokkrar jurtir sem reyndust vera
kannabisið
Lögreglan hefur nokkrum
sinnum áður lagt hald á kannabis-
jurtir. Ur blöðum þeirra er
fíkniefnið marijuana unnið en
hass úr blómum þess. Er fólk fær
marijuana f.vlgja því oft fræ sem
hægt er að rækta upp. Það er að
sjálfsögðu stranglega bannað.
I flestum tilfellum, sem lagt
hefur verió hald á kannabis-
plöntur, hafa þær verið betur
sprottnar en þær sem voru teknar
í Breiðholtinu. Guðmundur Gígja
sagði að oftast væru þó
plönturnar orðnar hálfsköllóttar
á miðjum aldri, þar eð eigendur
þeirra eru óþolinmóðir og vilja fá
eitthvað út úr umhyggju sinni
fyrir plöntunum, áður en þær eru
fullvaxnar. Yfirleitt reynist þetta
íslenzka kannabis illa — hefur
ekki hálfan kraft á við það
erlenda.
-AT-
»
Þrju sýnishorn af kannabis-
plöntunum sem lagt var hald á
í Breiðholtinu. Þær voru
reyndar hálfgerðir grænjaxlar,
en „mjór er mikils visir.“ DB-
mynd Árni Páll.
decadex
^öatherproofinð
corryKXind
VIIT ÞÚ EITTHVAÐ
VARAHUGT?
K.B. Sigurösson
ÁRMULA 38» SIMI 30760« Isóclad var meðal annars
Pá skalt þú nota DECADEX UTANHÚSSMÁLNINGU EÐA ISOCLAD MÁLMVÖRN.
Decadex er viðarkvoðuríkt vatnsuppleyst plastcfni sem inniheldur óvirk litarefni og trefjar til styrktar.
Decadex fa *' í mörgum litum og má blanda alla liti innbyrðis. Decadex hrindir vel frá sér óhreinindum
og er sjálfhreinsandi, sem gerir það að verkum aö það hcldur sama ástandi ár eftir ár.
Dccadex er laust við klístur og því mjög auðvclt í ásetningu. Pað má nota á flesta hluti t. d. múrstein,
steypu, við, málm, hellur, flísar, asfalt, bik, steinlím, tjargaða fleti o .fl.
það er sérstaklega mælt með Decadex á sprungin hús, forsköluð timburhús o. þ. h. vegna teygju cfnisins.
Við höfum ennig fyrirliggjandi Isoclad anti-tærandi efni fyrir jámmálma og aðra málma.
Isoclad myndar þykka teygjanlega plasthúð sem springur hvorki né flagnar.
Isoclad er borið á með pensli beint úr dósinni eftir að grunnað hefur verið með
LPL Metal Primer.
Sandblástur og önnur dýr undirvinna er ekki nauðsynleg fyrir ryðgaðan málm,
Isoclad er ckki eldfimt og inniheldur ekki hættuleg efni.
Tilkynning
Vegfarendum á Sprengisandsvegi um
Sigöldu skal bent á að hlið hefur verið
sett á veginn hjá Tungnárbrú vegna
virkjunarframkvæmda og er ónauð-
synleg umferð um vinnusvæðið
stranglega bönnuð. Hafa skal sam-
band við hliðarvörð. Búast má við
algjörum tímabundnum lokunum
vegarins.
Lögreglan í Rangórvallasýslu, Sigöldu.
Það gerist alltaf eitthvað
Heimsókn ó snyrtistofu — Andlitslyfting ón hnífs — Sérfrœðingur snyrtir tvœr konur fyrir '
sem alls ekki eru nein svín — Sveinn ó Vellinum og sveinar hans — Sakamálasago -
— Krossgáta — Póstur — Stjörnuspá — Draumar — Tœkni — Matur — I
í þessari Viku: