Dagblaðið - 25.06.1976, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ — FÖSTUDAGUR 25. JUNl 1976.
MMBIAÐW
ftjálsi, úháð dagblað
„Það œtti að loka
fikiicli I)a«l)la<>irt hl.
FramkviiMmlasljóri: Svrinn K. Kyjólfsson. Kilstjöri: Jónas Kristjánsson.
Krúttastjón: Jón Bir«ir l’ótursson. Kitstjornarfulltrúi: llaukur IIulí>ason. Aóstoðarfrétta-
stjóri: Atli Stnnarsson. í|)róttir: llallur Simonarson. Hiínnun: Jóhannes Réykdal. Ilandrit
As.erimur Pálsson.
Blaóamenn: Anna Bjarnason. As«i*ir Tómasson. Bcriilind Ásm*iisdóttir. Brajii Siuurósson.
Krna lnuólfsdóttir. (lissur Sijiurósson. Hallur Hailsson. H<*lj*i Pétursson. Jóhanna Birnis-
dóttir. Katrin Pálsdóttir. Kristin Lýósdftttir. Óláfui 'ónsson. Ómar Vahlimarsson Ljósmyndir:
Árni Páll Jóhannsson. Bjarnh'ifur Bjarnloifssnn. Björt’vin Pálsson, Ka^nar Th Siuurósson
(IjaUlkcri: Práinn Uorlcifsson. Drcifinuarstjóri Már K.M HalUlórsson.
ÁskriftarujaUI 1000 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. cintakió.
Kitstjórn Síóumúla 12. simi S3322. auulýsinuar. áskriftir oj> afureiösla Pvcrholti 2. simi 27022.
Sctninú ou umhrot: Dauhlaöiö hf. ou Stcirulórsprcnt hf.. Armúla 5.
Mynda-ou pUiluucrö: Ililmirhf.. Síöumúla 12. Prcntun: Árvakurhf.. Skcifunni 19.
Djúpt sokkin
Ömurlegar afleiðingar af
stjórnarstefnunni í efnahags-
málum blasa við hvarvetna. Síð-
asta skýrsla Þjóðhagsstofnunar er
ekki uppörvandi lesning.
f fyrsta lagi er því spáð, að
kaupmáttur launa verði um þrem
af hundraði minni en hann var í fyrra. Þannig
hefur kjarabarátta launþega orðið til lítils.
Þrátt fyrir verkföll virðist það markmið for-
ystumanna launþega, að halda kjörunum svip-
uðum og þau voru í fyrra, ekki nást. Aðeins
tekst að hindra, að kjörin fari niður fyrir það,
sem þau voru komin í, þegar samið var síðast-
liöinn vetur.
Framleiðsia þjóðarinnar er enn talin munu
minnka, enda þótt ætlunin sé að veiða miklu
meiri þorsk en góðu hófi gegnir samkvæmt
mati fiskifræðinga.
Samtímis berast fréttir um, að gjaldeyris-
staðan fari sífellt versnandi. Við höldum áfram
að láta reka. Rúmlega 5600 milljónir skortir til
að gjaldeyrisvarasjóðurinn, sem einu sinni
verðskuldaði það heiti, nái upp í núllið. Ef vel
ætti að vera, ætti gjaldeyrisvarasjóður að nema
svo sem þriggja mánaða innflutningi. Lítið er
hægt að gera úr því, þótt mínusinn vaxi ekki í
ár með sama ógurlega hraðanum og í fyrra.
Hann heldur engu að síður áfram að vaxa.
Staðan heldur áfram að versna.
Nettógjaldeyrisstaðan versnaði um rúmar
tvö þúsund milljónir fyrstu fjóra mánuði árs-
ins, eða um rúmar fimm hundruð milljónir í
hverjum mánuði að meðaltali.
Þetta gerðist, enda þótt 1800 milljónir kæmu
til í lánum erlendis til að halda stöðunni uppi.
Og eru svo vonir til, að úr þessu rætist á
næstunni?
Þvert á móti. Þótt þensluskeiðið, sem þegar
er hafið erlendis, verði til að bæta viðskipta-
kjör okkar, munum við enn búa við hallarekst-
ur á hallarekstur ofan.
Viðskiptajöfnuðurinn verður í ár óhagstæð-
ur okkur um nálægt þrettán milljarða, segir
Þjóðhagsstofnun, og vöruskiptahallinn verður
12—13 milljarðar.
Við stöndum sorglega illa í samanburði við
aðrar þjóðir um þessar mundir. Þensluskeið er
þegar hafió erlendis, svo sem í Bandaríkjunum,
aðalviðskiptalandi okkar. Við höfum fagnað
því, aó hér hefur ekki orðið tilfinnanlegt at-
vinnuleysi eins og víða varð erlendis á því
samdráttartímabili, sem þar er nú að ljúka. En
vegna þess að efnahagsmálunum hér hefur í
reynd ekki verið stjórnað heldur látið reka á
reiðanum, ætlum við að sitja eftir í þróuninni,
nú þegar aðrar þjóðir eru að snúa vörn í sókn.
Af ýmsu má ráða, að viö höfum sokkið dýpra
en margar þjóðir aðrar, og þá fyrst og fremst
vegna þess, að forráðamenn okkar hafa ekki
kunnaö eða þorað að fást við vandann.
segir einn f remsti rithöf undur Finna, Henrik Tikkanen
,,Eini rithöfundu nn, sem
setja ætti á geðve.xrahæli af
stjórnmálalegum ástæðum, er
Alexander Solsjenitsyn.“
Það er álit finnska rithöf-
undarins Henriks Tikkanen en
bók hans, Brandövagen 8,
hefur vakið mikla athygli á
Norðurlöndum að undanfornu. >
„Solsjenitsyn hefur hvatt
stórveldið Bandaríkin til þess
að varpa kjarnorkusprengjum
á sitt eigið heimaland. Maður-
inn er góður rithöfundur en
hann getur ekki verið með
fullu viti. Hvernig myndi fara
fyrir öðrum löndum Evrópu ef
varpað yrði kjarnorkusprengj-
um á Sovétríkin? Solsjenitsyn •
þarf að fara á geðveikrahæli."
Henrik Tikkanen var aðeins
17 ára að aldri er hann tók þátt
í vetrarstríðinu gegn Rússum
árið 1940. Hann var yngsti her-
maðurinn í finnska hernum og
var í fremstu viglínu í þrjú ár.
Og hann komst fjótlega að raun
um fávitahátt styrjalda.
Þar eð Henrik Tikkanen var
úr yfirstéttarfjölskyldu var
ekki hægt að neita nonum um
að bjóða sig fram sem sjálf-
boðaliða í styrjöldina enda þótt
hann væri aðeins 17 ára.
„Ég var einfeldningur. Við
ætluðum að „frelsa“ bræður
vora í austri-"...
Finnska herdeildin, sem
hann var í, sótti fram inn á
rússneskt yfirráðasvæði, alla
leið að járnbrautinni til Mur-
mansk. Um tíma réðu þeir
hluta járnbrautarlínunnar.
Ekki friðarsinni
„Eftir þrjú ár í fremstu víg-
línu hafði ég fengið mig full-
saddann af styrjöldum. I dag er
ég ekki friðarsinni en ég reyni
að leita allra þeirra hugmynda
sem komið gætu í veg fyrir
styrjaldir. Þetta geri ég af skyn-
semisástæðum, ég hef aldrei
heyrt talað um styrjöld sem
hafði eitthvað gott í för með
sér.“
Það er skoðun Henriks
Tikkanen að ef ein þjóð legði
niður vopn myndi það hafa
gífurleg áhrif á heimsmyndina
og ástandið í heiminum.
„Það er ómögulegt aðráðastá
þjóð sem hefur lýst þvi yfir að
hún muni ekki verja sig.
Og í dag eru engin þau verð-
mæti til sem hægt er að verja
með vopnum. Það er þess vegna
sem ég segi að Solsjenitsyn
hljóti að vera búinn að missa
vitið þegar hann talar um að
varpa kjarnorkusprengjum á
Sovétríkin.
Ég veit um marga rithöfunda
sem hafa verið settir á geð-
veikrahæli vegna stjórnmála-
skoðana. Sá eini, sem ég veit að
hefur þörf fyrir að leggjast inn
r
Valdníðsla f jármálaráðherra
i
Skylt að
auglýsa stöður
I lögum um réttindi og
skyldur starfsmanna ríkisins
segir svo: „Lausa stöðu skal
auglýsa í Lögbirtingablaði,
venjulega með 4 vikna fyrir-
vara.“ Hér er fortakslaust
kveðið á um að augýsa skuli
lausa stöðu og er auðvitað haft i
huga að tryggja að allir þegnar
þjóðfélagsins standi jafnt að
vígi, þegar um er að ræða stöðu-
veitingu hjá hinu opinbera.
Þetta ákvæði er bersýnilega
einn af hinum „mörgu horn-
steinum þess lýðræðis, sem við
búum við og flestir Islendingar
vilja fyrir alla muni slá skjald-
borg um. Löggjafanum er ekki
aðeins kappsmál að tryggja
jafnréttið heldur og að koma í
veg fyrir hvers kyns pukur í
sambandi við umsóknir um
stöður, því að í fyrrgreindum
lögum er tekið fram að „veita
skal umsækjendum og viður-
kenndum félögum opinberra
starfsmanna kost á að fá vitn-
eskju um það, hverjir sótt
hafa.“ Auglýsing stöðu er að
sjálfsögðu skilyrði upplýsinga-
skyldunnar sem hvílir á veit-
ingavaldinu. Lagabökstafurinn
er skýr og ótvíræður.
En hvað er um framkvæmd
laganna að segja? I langflestum
tilvikum er settum lögum fylgt,
en stundum ber við, að ráð-
herrar vinna myrkraverk, sem
þola ekki dagsljósið. Er þá seg-
in saga, að þeir eru að kotpa
fyrir á rikisjötuna pólitískum
gæðingum. Ráðherrar í öllum
flokkum hafa gert sig seka um
slík athæfi, en það eru engar
málsbætur.
En þá vaknar spurningin:
Hvernig helst ráðherrum uppi
að auglýsa ekki stöður, jafnaf-
dráttarlaus og lög hins íslenska
lýðveldis eru um þetta efni?
Ráðherrar sniðganga lögin á þá
lund að setja gæðinga í stöður,
en ekki skipa. Síðan eftir dúk
og disk, ef til vill työ ár eða
lengur, er staðan auglýst og er
þá gæðingurinn skipaður í stöð-
una. Skírskotar ráðherrann þá
venjulega til starfsreynslu.
Dæmi munu vera til um að
staða er ekki auglýst og er þá
skýlaust um lagabrot að ræða.
Það skal tekið fram, að í
einstaka tilfellum, þegar alveg
sérstakar forsendur eru fyrir
hendi getur staðið svo á, að
vinda þurfi bráðan bug að ráðn-
ingu starfsmanns, svo að ekki
gefst tóm til að auglýsa stöðu
þá sem um ræðir, en þá er
auðvitað gert ráð fyrir því að
staðan sé auglýst svo fljótt sem
við verður komið. En þetta er
alger undantekning, og sjaldn-
ast munu málin vera þannig
vaxin. Hins vegar hafa ráð-
herrar fært sér í nyt þessa
smugu til að sniðganga lögin
þegar þeim hefur þótt mikið
liggja við. Flestir munu viður-
kenna, að slík vinnubrögð af
hálfu ráðherra f.eli í sér að
gengið sé gegn anda laganna.
Ráðherra kann að hafa lagaleg-
an rétt til setningar án undan-
genginnar auglýsingar, en
hann hefur engan siðferðilegan
rétt til þess. Og ég vil ganga
jafnvel lengra. Mörg fordæmi
gera tæpast lögbrot að lögum.
Mér sýnist því æði skammt til
þess, að unnt sé að tala um
hreint lögbrot.
Hví er það oftast látið átölu-
laust, þegar einhver ráðherra
beitir valdníðslu í stöðuveiting-
um? Sjálfsagt eru ástæðurnar
margar. Nefna má þrjár. I
fyrsta lagi gera allir flokkar
eða ráðherrar þeirra sig seka
um þetta, eins og fyrr segir, og
því láta pólitískir andstæðingar
þeirra þetta kyrrt liggja. Hér
kemur til hin pólitíska sam-
trygging. Andmæli heyrast
1
Það verður varla mikið uppi-
stand í þjóðfélaginu, þótt stað-
hæft sé hér, að margt sé okkur
íslendingum betur til lista lagt
í samskiptum við aðrar þjóðir
en það að gera „samningana
haldgóðu“.
Mætti margt til nefna, sem
styður þá fullyrðingu, en látið
nægja að sinni að minnast á
olíukaup okkar frá Rússum, en
þeir selja okkur olíu sína á
heimsmarkaðsverði um leið og
þeir láta ýmsum þjóðum öðrum
þessa vöru fala á miklu lægra
verði, og þrátt fyrir það höldum
við áfram að selja Sovétmönn-
um sjálfdæmi um verðlagningu
á þeim fiskafurðum, sem við
afhendum þeim, nauðugir
viljugir.
Annað dæmi og stærra má til
nefna. En það er um þann
samning, sem undanfarna ára-
tugi hefur þótt hvað mikil-
vægast að deila um, og alltaf
hefur mátt grípa til, þegar
mikilvæg deiluefni önnur hafa
verið leyst, eða þegar önnur
deiluefni þrýtur, nefnilega
varnarsamning Islands og
Bandaríkjanna, um að þeir
síðarnefndu hafi hér varnarliði
á að skipa vegna þátttöku ís-
lands í Atlantshafsbandalag-
Eni gagnkvœmir
Um þennan samning hafa
margar ræður verið haldnar og
mörg mótmælin verið samin, pn
stærstu skyssuna sem gerð
hefur verið verður hins vegar
að telja þá, að ekki skuli í upp-
hafi hafa verið samið um varnir
landsins til miklu lengri tíma
en raunin varð, og hefði þar að
skaðlausu mátt hafa ráð þess
stjórnmálaskörungs, sem Fram-
sóknarflokkurinn hefur átt
mestan og beztan, Jónasar Jóns-
sonar frá Hriflu.
Hann vildi láta gera
gagnkvæman varnar- og við-
skiptasamning við Bandaríki
Norður-Ameríku til 99 ára og
hefði sá samningur vafalítið
reynzt þjóðinni giftumeiri, ekki
sizt þegar tekið er mið af þeirri
staðreynd, að Bandaríkin eru
eina viðskiptaland okkar, sem
við höfum getað treyst til
stöðugra og hagkvæmra
samninga á jafnréttisgrund-
velli, öll önnur lönd hafa reynzt
viðsjárverð í þessum efnum og
stundum beinlínis vilhöll,
þegar um matsatriði hefur
verið að ræða.
Auðvitað hefur Framsóknar-
flokkurinn gleymt því nú, að
innan þess flokks voru háværar
raddir, sem studdu eindregið
hugmynd að langvarandi
varnar- og viðskiptasamningi
við Bandaríkin, og hefur virzt
sem þessi flokkur hafi á síðustu
árum reynt að sverja af sér öll
tengsl við mikilhæfan forystu-
mann sem Jónas Jónsson var.
Kemur það m.a. fram í því, að
nú kappkostar Framsóknar-
flokkurinn að lýsa því yfir
hvenær sem færi gefst, að inn-
an þess flokks hafi ávallt verjð
ágreiningslaus afstaða um það
að engin greiðsla skyldi tekin
af varnarliðinu, sökum dvalár
þess hér, svo ágreiningslaus, að
ekki hafi verið talið nauðsyn-
legt að ræða það 1 flokknum eða
gera um það ályktanir.
En þótt Framsóknarflokkur-
inn hafi hvað eftir annað lýst
sig fylgjandi því að hafizt yrði
handa um brottflutning varnar-
liðsins frá tslandi og hafið
undirbúning að þvi í tíð vinstri
stjórnarinnar, og beitt mál-
gagni sinu, Tímanum, óspart
fyrir þeirri stefnu sinni, þá
bjuggust ekki margir sjálfstæð-
ismenn við þvi, að sfðdegis-
blaðið Vísir tæki upp stefnu
framsóknarmanna í þvl að
leggja til atlögu við framsýna
og vinsæla forystumenn Sjálf-
stæöisflokksins, í forystugrein-
um sínum, fyrir það eitt að þora
að lýsa skoðunum sínum á
möguleikum á hagstæðari
samningum Islendinga við
Bandaríkjamenn vegna varnar-
stöðvarinnar í Keflavík.
En í forystugrein Vísis sl.
laugardag er framsóknar-
„taktikin" hent á lofti og látið
liggja að því, að ábyrgir stjórn-
málamenn (hér er sennilega átt
við menn innan Sjálfstæðis-