Dagblaðið - 25.06.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 25.06.1976, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ — FÖSTUDAGUR 25. JUNt 1976. Koma ðll kurl til graf ar?: 100 MILLJ. KR. SKILAÐ í GJALD- EYRI FYRIR VEIÐILEYFI1975 Yeiðiréttoreigendur mótmœlo „illvígum" óróðri gegn veiðileyfasölu til útlendinga „Erlendum gjaldeyri fyrir rétt um 100 milljónir króna var á árinu 1975 skilað til íslenzkra banka fyrir seld veiöileyfi í ám og vötnum landsins,“ sagði Sig- urður Jóhannesson hjá gjald- eyriseftirliti Seðlabankans í viðtali við DB. Þetta er langhæsta upphæð sem skilað hefur verið fyrir seld veiðileyfi og sagði Sigurður að gjaldeyrisupp- hæðin, sem af veiðileyfasölu fengist, hefði hraðvaxið á und- anförnum árum. Sigurður sagði að þessi upphæð gæfi engan veginn tæmandi upplýsingar um í hve ríkum mæli veiðileyfi væru seld útlendingum. I ýmsum til- fellum greiddu útlendingar fyrir veiðileyfi sín með íslenzk- um peningum en hefðu áður fengið skipt erlendum gjald- eyri í banka hér án þess að gera grein fyrir til hvers ætti að nota peningana. Sigurður sagði að eftirlit með skilum gjaldeyris fyrir seld veiðileyfi, sem og aðra selda þjónustu við erlenda aðila hér á landi, hefði mjög verið eflt. Ekki væri þó enn hægt að full- yrða að allt kæmi til skila þetta varðandi. 1 Landssambandi veiðifélaga eru nú 43 veiðifélög víðs vegar um landið. A aðalfundi sam- bandsins nýlega var mótmælt harðlega „þeim illviga áróðri, sem rekinn hefur verið opin- berlega gegn veiðiréttareig- endum, sérstaklega hvað varðar veiðileyfasölu til út- lendinga. Fundurinn benti á: 1) tsl. stangveiðimenn gætu hvergi nærri fullnýtt það fram- boð sem er á veiðileyfum i vötn- um landsins. 2) Veiðileyfi verða að vera háð frjálsu framboði og eftir- spurn eins og hver önnur verzl- unarvara. 3) Veiðiréttareigendur þyrftu á- öllum tekjumögu- leikum að halda til uppbygg- ingar sínum atvinnurekstri, fiskirækt, vegagerðar og veiði- húsabygginga. 4) Veiðileyfasala er gjald- eyrisskapandi atvinnugrein, þjóðhagslega hagkvæm og dregur úr erlendri skuldasöfn- un. 5) Sportveiði útlendinga stuðlar að fjölbreytni Isl, landbúnaðar og gerir hann fjár- hagslega sjálfstæðari en verið hefur og eykur atvinnu í sveitum landsins. — ASt. Tón- leikar í búðinni Viðskiptavinir hjá Hljóðfæra- verzlun Pálmars Árna í Borgar- túni hafa síðustu dagana fengið óvenjulega tónleika í búðinni. Þar hefur setið bandarískur hljóðfæraleikari, Howard McCullough, og leikið á konsert- orgelin sem verzlunin býður upp á. Hefur fólki þótt þetta góð til- breyting og fjölmenni safnazt saman til að hlýða á manninn. Verið er að kynna Baldwin-orgel. Bandaríkjamaðurinn fór eitt kvöld austur í Eden í Hveragerði og lék þar fyrir kvöldkaffigestina og fékk góðar undirtektir. I dag mun hann leika fyrir framan sjónvarpsmyndavélarnar og upp úr 3 tekur hann til við leik sinn í verzluninni.(DB-mynd Björgvin). Tjaldið fauk svo að það varð bara að fara að byggja. Valdis litla, sonardóttir þeirra Barböru heitinnar og Magnúsar Á. Arnasonar, var að aðstoða við uppsetningu hinnar mikiu minningarsýningar í gærkvöldi. (DB-mynd Arni Páll). Minningar- sýning um Barböru Minningarsýning um Bar- böru Árnason verður opnuð á Kjarvalsstöðum annað kvöld kl. 20. Hafa þeir feðgar, Magnús A Árnason listmálari, eiginmaður Barböru, og Vífill sonur þeirra undanfarið unnið að uppsetn- ingu viðamikillar sýningar þar sem sýnd eru 175 verk hinnar látnu listakonu. Sýndar verða vatns- litamyndir, málverk, grafik, vefnaður og aðrir gripir eftir Barböru. í sýningarskrá segir Aðalsteinn Ingólfsson, list- fræðilegur forstöðumaður Kjarvalsstaða, að framlag Bar- böru til íslenzkrar listsögu sé óumdeilanlegt. Hafi hún ásamt Jóni heitnum Engilberts lagt grunninn að íslenzkri grafík. Minningarsýningin um Bar- böru verður opin til 20. júlí. — JBP — væta og vitanlega rok svo að menn og skepnur sneru rassinum upp í vindinn. Hestamannamót ó Hellu: GEDSLAG HESTSINS ÞARF LÍKA AÐ VERA GOTT — ef hann ó að fó góða einkunn „Tjaldið fauk í nótt svo það er ekki um annað að ræða en byggja," sögðu þeir fyrstu sem við tókum tali er við skruppum til Hellu í gær. Undirbúningur undir fjórðungsmót hestamanna, sem fram fer um helgina, var í fullum gangi og verið að dæma stóðhest- ana. Raunar var þetta ekkert venju- legt tjald, sem fauk, heldur átti að selja í þvi alls konar góðgæti handa mótsgestum. En að eigin sögn byggingamanna gekk smíðin vel enda vanir smiðir að verki og góðir fúskarar. Það eru flugbjörg- unarsveitin á Hellu og slysavarna- félagið á Hvolsvelli sem þarna ætla að sameinast um veitinga- sölu. Dómnefndin var að dæma stóð- hestana en gat ekki byrjað fyrr en um einni klst. á eftir áætlun vegna moldviðris, komin var smá-| Ekki var enn orðið mannmargt en þeir, sem við spjölluðum við, voru handvissir um gott veður um helgina fyrst veðurguðirnir hefðu verið í ham í byrjun. Það er víst líka eins gott því það er jafnvel búizt við um tíu þúsund manns. Stóðhestar eru ekkert sérlega rólegir og mikið var hneggjað. Það verður handagangur í öskj- unni þegar öll hrossin eru mætt til leiks. Sigurbjörg Jóhannesdóttir knapi frá Kröggólfsstöðum var að æfa hinn glæsilega gæðing Hlaða- Blakk frá Selfossi. Hún gerir mikið af þvi að temja og sagði að öll fjölskylda hennar væri mikið fyrir hestamennsku. Tveir ungir tamningamenn í Fáki, Skafti Steinbjörnsson og Trausti Þór Guðmundsson, bíða rólegir með tvö af sex afkvæmum hins fræga Gulltopps frá Arnar- nesi sem sýnd verða í lokin með föður sínum. Trausti hafði riðið frá Reykjavík ásamt þrem öðrum, rekið 28 hross á undan sér og hafði ferðin gengið ljómandi vei. Tveir tólf ára og verðandi hestamenn, Sæmundur og Eiður, héldu fast í stóðhestinn Stíganda, eign Kristins Guðnasonar frá Hann Hlaða-Blakkur er ekkert litið glæsilegur. Knapi hans er Sigur- björg Jóhannesdóttir. DB-myndir Björgvin. Skarði. Þeir ætluðu ábyggilega að vera á mótinu og ekki missa af neinu. „Það kæmi mér ekki á óvart þótt Hlaða-Blakkur tæki hæstu einkunn fyrir líkamsbyggingu á mótinu,“ sagði Skúli Steinsson hesta- og tamningamaður frá Eyrarbakka. Hann hafði séð 15—20 hesta af 33 sem dæma átti. Guðni í Götu kom einmitt í þessu þeysandi eftir vellinum á Hlaða- Blakk. Hann er að kanna gjeðslag hestsins. „Við komum hérna í bíl í gær með 20 ferðahesta,“ bætti Skúli við. „Við vorum fljótir að snúa til baka. Það mætti ætla r ' hestarnir ættu að fara í bíó í ferða- girðingunni, 750 kr. kostaði fyrir hvern fyrir veruna þar. Það kostar þó ekki nema 1500 kr. fyrir manninn inn á mótið." Við lítum út á völlinn. Það er verið að líta á fætur eins hestsins, síðan er hann myndaður. Myndin skal í safnið og ættartölu hans. A heimleiðinni mætum við átta hestamönnum. Þeir hafa áð við hinn gamla skemmtistað Strönd sem nú ku vera reimt í. Hestamennirnir láta það ekkert á sig fá og fá sér ofboð lítinn glaðning, enda orðið stutt að Hellu. Hópurinn hafði lagt af stað frá Reykjavík á miðvikudag og gist á Bollastöðum. „Það er svo hressandi að vera á hestbaki úti í guðsgrænni náttúr- unni,“ er samdóma álit þeirra. Vel eru þeir ríðandi með tvo til reiðar og einn er með þrjá. Og baggahestinn vantar ekki. Hann er raunar aðeins öðruvísi en hann var í gamla daga, nefnilega Land Rover með hestakerru aftan i. EVI

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.